Morgunblaðið - 01.07.1999, Page 12
>
Vi ðski ipl tablað
M< irgui nb laðsins
Fimmtudagur
1. JÚLí 1999
DAG
Búnadarbankinn
tekur lán í evrum
• Búnaöarbankinn hefur undirritað lánssamning
viö 12 erlenda banka aö fjárhæö 72,5 milljónir
króna, sem jafngildir um 5,6 milljöröum króna,
----------- samkvæmt fréttatilkynningu frá
bankanum. Fram kemur að upp-
í /íM- \ haflega hafi verið áætlaö að taka
I \ að láni nokkru lægri upphæö en
I /xd 1 vegna góöra móttaka á markaöin-
4 (f\I / um hafi verið ákveðið að hækka
fLJ lánsfjárhæðina.
'--/ Lániö sem tekiö hefur veriö er
svokallaö veltilán sem þýöir aö
bankanum er heimilt aö draga á lánið og greiða
niöur aö vild eftir þörfum á lánstímanum. Aö sögn
Þorsteins Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra verö-
bréfasviös Búnaðarbankans, er þetta í fyrsta sinn
sem bankinn tekur lán í evrum en hingað til hefur
venjan verið aö taka lán í dollurum. „Segja má aö
markaðurinn hafi breyst nokkuö með tilkomu evr-
unnar og fer hlutur hennar vaxandi í útlánum bank-
ans. Því þótti okkur eölilegt aö taka lániö í evrum
nú," sagöi Þorsteinn t samtali viö Morgunblaöiö.
Þyrping
kaupir hús
Nýherja
• Fasteignafélagið
Þyrping hf. hefur keypt
hús Nýherja hf. viö
Skaftahlíö 24 í
Reykjavík.
Söluhagnaður
eignarinnar nemur um
129 milijónum evra og í
tilkynningu Nýherja til
Veröbréfaþings kemur
fram að hækkun
tekjuskattsskuldbinding
a vegna innlausnar á
söluhagnaöi er um 39
milljónir og nettó
söluhagnaður því um
91 milljón.
Verið er að byggja
nýtt hús fyrir Nýherja við
Borgartún 33 og aö
sögn Sverris Ólafssonar
hjá Nýherja er búist við
aö starfsemin flytji
þangaö um mitt næsta
ár. Húsnæðiö í
Borgartúni er um 7000
fermetrar og segir
Sverrir starfsemi
Nýherja kalla á stærra
húsnæði. Núverandi
húsnæöi er um 5000
fermetrar.
Nýherji mun halda
húsnæði sínu {
Skipholti 37 enn um
sinn en unnið er að
sölu á því einnig, að
sögn Sverris.
Valréttar-
llftrygging
til þriggja
ára
• Sparisjóöur Hafnar-
fjaröar býöur nú í sam-
starfi viö Alþjóöa líftrygg-
ingafélagiö hf. svokall-
aða valréttarlíftryggingu
sem er fjárfesting til
þriggja ára og er tengd
svokölluöum valréttar-
samningi, að því er fram
kemur í fréttatilkynn-
ingu. Þessi fjárfestingar-
kostur felur í sér aö
jafnhliða því sem fjár-
festir nýtur ávöxtunar
fjármuna sinna á alþjóö-
legum hlutabréfamark-
aöi, er höfuöstóll hans
tryggður. Þaö þýðir aö
fjárfestir fær arö í sam-
ræmi viö gengi hluta-
bréfa á alþjóölegum
mörkuöum en tapar
aldrei höfuðstól sínum
þótt verö bréfanna
hækki ekki. Tenging viö
líftryggingu felur í sér að
fjárfestingin er undan-
þegin eignarskatti en
falli fjárfestir frá á tíma-
bilinu og hafi ekki náð
67 ára aldri, er núviröi
líftryggingaskírteinisins
greitt út að viöbættu
eins prósents álagi.
Netfanga-
skráin
komin út
• Netfangaskráin 1999
er komin út. Þetta er í
þriöja sinn sem Net-
fangaskráin er gefin út
og hefur bókinni veriö
dreift til fyrirtækja og
handhafa netfanga í
15.000 eintökum, að
því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá
Miölun ehf., sem gefur
skrána út.
Bókin skiptist í þrjá
kafla. í þeim fyrsta er
aö finna nöfn fyrirtækja
í stafrófsröð, í öðrum
kafla er heimasíöuslóö-
um fyrirtækja raðað eft-
ir starfsemi þeirra og í
þriöja kafla má finna
netföng einstaklinga en
þeim er raðað eftir
nafni handhafa net-
fangsins.
Netfangaskráin sam-
anstendur af um
10.000 íslenskum net-
föngum og 700 slóöum
á heimasíður íslenskra
fyrirtækja. Skrána má
einnig náigast á Netinu
á slóöinni netfanga-
skra.is og á mbl.ls und-
ir flokknum netþjón-
usta.
Skattamálin eru ekkert mál
Navisjon Financials
Launakerfi Navision Financials skilar öllum upplýsingum
um launakostnað og frádráttarliði beint inn í fjárhagsbókhald
eftir því sem við á. Kynntu þér málið hjá fyrirtækinu sem
kynnti Navision Financials fyrst á íslandi.
ÁRMÚLA 7, 108 REYKJAVÍK, SÍMI 550 9000, www.strengur.is
FÓLK/Þóranna Jónsdóttir
Vil hafa nóg
fyrir stafni
óranna Jónsdóttir
er framkvæmda-
stjóri Hagræðis
sem varð til fyrr á þessu
ári með sameiningu 12 ap-
óteka í eitt fyrirtæki.
Af hverju valdir þú að
fara í viðskiptanám að
loknu lyfjafræðinámi?
„Áhuginn kviknaði í
kjölfar þess að ég fór að
vinna hjá NM Pharma.
Starfið þar var mun meira
tengt rekstri og stjórnun
en beinlínis lyfjafræði.
Yfirmaður minn hjá NM
Pharma kenndi mér mikið
og glæddi áhuga minn og
það má því segja að hann
hafi átt þátt í því að ég
ákvað að fara í viðskipta-
nám.“
En hvers vegna að fara tU
Barcelona?
„Eg bjó í Bandaríkjunum sem
bam og mig langaði að fara eitt-
hvert annað, prófa eitthvað nýtt og
læra nýtt tungumál. Að auki er
IESE mjög framarlega á sínu sviði
og er talinn einn af fimm bestu við-
skiptaháskólunum í Evrópu.“
Er ekki dálítið eins og menntun
þín sé sérsniðin að því starfi sem
þú gegnirnú?
„Jú, það má kannski segja það.
Þegar ég kom heim fyrir ári var
ég ákveðin í að gera eitthvað allt
annað en að fást við lyfjafræði. Ég
fór að vinna hjá Ibúðalánasjóði og
kenndi líka rekstrarfræði fyrir
lyfjafræðinema í Háskólanum. En
ég var auðvitað ekki í vafa hvað ég
ætti að gera þegar mér bauðst nú-
verandi starf mitt.“
Var ekki mikið mál að flytja
með alla fjölskylduna til Spánar?
„Jú, jú, en við tókum þá ákvörð-
un að drífa okkur í þetta, ég fór í
viðskiptanámið og maðurinn minn
fór að læra spænsku og ljósmynd-
un. Hann annaðist líka bömin
meira en ég á meðan við voram
úti en þau fóra öll í skóla þar sem
kennt var á katalónsku. Katalón-
íumenn era mjög harðir á því að
ala bömin upp í að tala kata-
lónsku og það er ekki fyrr en böm
verða sex ára að þau fara að læra
spænsku.“
Kom aldrei til greina að vera
áfram úti?
„Nei, eiginlega ekki. Ég er með
► Þóranna Jónsdótb'r fæddist í
Reykjavík árið 1968. Hún iauk
prófi í lyfjafræði frá HÍ árið 1994
og starfaði hjá NM Pharma frá
1994 til 1996. Þóranna stundaði
nám við IESE í Barcelona frá
1996 og lauk þaðan MBA-prófi
árið 1998. Hún starfaði hjá íbúða-
lánasjóði og kenndi rekstrarfræði
fyrir lyQafræðinema í HÍ frá árinu
1998, eða þar til hún tók við nú-
verandi starfi sínu. Eiginmaður
Þórönnu er Júlíus Guðmundsson,
sameindalíffræðingur hjá íslenskri
erfðagreiningu, og eiga þau þrjú
böm: Tind 8 ára, Skorra 7 ára og
Viðju Karen 5 ára.
stóra fjölskyldu og okkur langaði
heim.“
Hefurðu tíma til að sinna
áhugamálum?
„Voðalega lítið, það er nú einu
sinni svo að þegar maður er í
krefjandi starfi og með stóra fjöl-
skyldu skiptir maður tímanum
eingöngu þar á milli. Því miður
væri ég hreinlega að Jjúga ef ég
segðist spila tennis. Það er reynd-
ar svolítið sérstakt með Islend-
inga að við viljum bæði geta átt
fjölskyldu og sinnt krefjandi og
áhugaverðum störfum. Erlendis
er það gjaman þannig að fólk í
slíkum störfum velur á milh
starfsframans og þess að eiga fjöl-
skyldu, á þá ef tÚ vill bara maka
og hund eða eitthvað slíkt. Við
virðumst vera þannig gerð að vilja
hafa hvort tveggja."
INNHERJI SKRIFAR . . .
SÍLDARVINNSLAN OG SKAG-
STRENDINGUR SAMAN?
• SAMEINING Síldarvinnslunnar í
Neskaupstaö og Skagstrendings á
Skagaströnd er nú til umræöu.
Nokkuö skiptar skoðanir munu þó
vera um sameinginguna og einkum
hjá þeim Skagstrendingum. Rekstur
tyrirtækisins gengur nú vel eftir und-
angegna erfiöleika, frystitogarinn
Arnar hefur fiskaö fyrir meira en
hundraö milljónir túr eftir túr. Tvö
skipa fýrirtækisins eru aö gera þaö
gott undir erlendu flaggi á Flæmska
hattinum og rækjuvinnslan gengur
bærilega. Ljóst er aö rekstur Síldar-
vinnslunnar er nú þyngri en áöur og
veldur þar fyrst og fremst erfiðir
markaöir fyrir mjöl og lýsi svo og
frysta loönu og síld.
Þaö mun vera Buröaráss, eignar-
haldsfélag Einskipafélagsins, sem
þrýstir á um sameiningu fyrirtækj-
anna tveggja. Buröarás á rúmlega
10% hlut í hvoru fyrirtækinu.
Síldarvinnslan sem á um fjóröung í
Skagstrendingi er meö öflugustu
sjávarútvegsfýrirtækjum landsins,
gerir út bæöi togara og fjölveiöiskip,
sem stunda veiöar á uppsjávarfiski.
SVN er stærsti síldarsaltandi lands-
ins og mjög umsvifamikil í veiöum og
vinnslu á uppsjávarfiski. í upphafi
þessa kvótaárs var heildarkvóti fyrir-
tækisins innan og utan lögsögu tæp-
lega 15.700 þorskígildistonn. Kvóti
Skagstrendings var þá tæplega
7.700 tonn. Sameinuö yröu fýrirtæk-
in því meö um 23.400 þorsk-
ígildistonn eða t hópi fimm öflugustu
útgeröarfýrirtækja landsins.
MEIRA GÓÐÆRI
• Á miövikudag barst endurmetin
þjóöhagsspá frá Þjóöhagsstofnun.
Hún var ánægjuleg aö mörgu leyti,
helst því aö stofnunin gerir nú ráö
fýrir 5,1% hagvexti á árinu, en spáöi
4,8% í mars. Því er útlit fýrir aö biö
veröi á lokum góöærisins, sem ýms-
ir sérfræöingar hafa spáö aö væru
yfirvofandi.
Svartsýni sérfræöinganna er
kannski skiljanleg, þar sem efna-
hagslífið er almennt taliö ganga í
sveiflum og hingað til hefur kreppa
undantekningarlítiö komiö í kjölfar
þenslutímabils. Þaö sem hefur hins
vegar breyst á síöustu árum, er að
frelsi hefur verið stóraukiö á fjár-
málamarkaöi. Því eru allar undirstöö-
ur efnahagslífsins traustari.
Einstaklingar og fýrirtæki, ekki
Samruna-
áætlun
undirrituð
STJÓRNIR Hraðfrystihússins hf
og Gunnvarar hf hafa undirritað
samranaáætlun, en fyrirtækin
munu sameinast í haust. Samkvæmt
henni verður eigið fé sameinaðs fé-
lags um 6 milljarðar króna, en
hlutafé á nafnvirði um 600 milljónir
króna.
Stjórnir félaganna eru sammála
um að leggja til við hluthafafundi í
félögunum að þau verði sameinuð í
eitt hlutafélag undir nafninu Hrað-
frystihúsið - Gunnvör hf. Sam-
þykktir Hraðfrystihússins hf munu
gilda fyrir hið sameinaða félag.
Sem gagngjald fyrir hluti sína í
Gunnvöra hf skulu hluthafar Gunn-
varar hf eingöngu fá hluti í Hrað-
frystihúsinu hf. Samtals fá hluthaf-
ar í Gunnvöra hf hlutabréf að nafn-
verði kr. 257.659.591 í Hraðfrysti-
húsinu hf sem gagngjald fyrir
hlutabréf sín í Gunnvöra hf að nafn-
verði kr. 151.100.000 eða 1,70522
fyrir hverja krónu nafnverðs.
Samkomulag þetta um skiptihlut-
fall byggir á fyrirliggjandi gögnum
um fjárhagsstöðu félaganna sam-
kvæmt ársreikningi þeirra þann
31.desember 1998 og samkomulag
stjórna félaganna um endurmat
helstu eigna þeirra. Samkvæmt því
er endurmetið eigið fé Hraðfrysti-
hússins hf kr. 3.426.289.448 og
Gunnvarar hf. kr. 2.597.360.425 eða
samtals kr. 6.023.649.873. Hluti
Hraðfrystihússins hf í heildar eigin
fé er kr. 56.88% og Gunnvarar hf
43,12%.
Hlutafé í Hraðfrystihúsinu hf er
fyrir sameiningu er kr. 339.891.705
og hækkar um kr. 257.659.591 við
sameininguna og verður því alls kr.
597.551.296.
--------------
Bill Gates
Ríkari þrátt fyr-
ir réttarhöldin
ÞÓTT Bill Gates, stofnandi
Microsoft, hafi eflaust ekki haft
ýkja gaman af ákæra bandaríska
dómsmálaráðuneytisins gegn
Microsoft og réttarhöldunum vegna
hennar, virðast þau ekki hafa haft
neikvæð áhrif á auðæfi hans. I sam-
antekt CNN-fn á Netinu sést að
verð hlutabréfa í Microsoft var
43,03 dollarar við upphaf réttar-
haldanna en er nú 84,38 dollarar.
Auðæfi hans námu 51 milljarði doll-
ara við upphaf þeirra en nema nú
um 90 milljörðum bandaríkjadala.
ríkiö, hafa aö stórum hluta séö um
fjárfestingarnar og því má reikna
meö því aö þær séu mun aröbærari
og hagkvæmari en í fýrri þenslutíma-
bilum. Skemmst er aö minnast loð-
dýraræktar- og fiskeldisæðis ráða-
manna, sem hafði gríöarlega slæm
áhrif á íslenskt atvinnultf og banka-
kerfið í heiid.
Þess vegna er viðskiptahalli varla
áhyggjuefni viö núverandi aöstæöur.
Reyndar er viöskiptahalli almennt tal-
inn vera eölilegur, þaö er ef undir-
stöðumar em traustar og hann er
ekki tilkominn vegna afskipta ríkisins.
EKKERTÍSLENSKT
EVREKA-VERKEFNI
• Á fundi ráöherra þeirra ríkja er
standa aö Evreka-samstarfinu sem
haldinn var í Istanbúl á þriöjudag
voru samþykkt 153 ný samstarfs-
verkefni er lúta aö tækni- og iönaö-
arþróun.
í ár kom ekkert verkefni frá ís-
landi en yfirleitt hafa íslensk fýrir-
tæki átt hlutdeild í einhverjum verk-
efnum frá því aö ísland geröist aðili
að Evreka-samstarfinu. Of snemmt
er aö spá til um næsta ár en mjög
líklegt er aö íslenskt fyrirtæki muni
eiga aðild aö spennandi verkefni þá.