Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 4
FYRSTI HLUT ÓGNVALDURI I : N N endur fyrir löngu í fjarlægri vetrarbraut. Itexll'Stelí n Unnar Sigurjónsson) Bað hefur væntanlega ekki farið fram hjá um að ný Stjörnustríðs- mynd er á leiðinni til landsins, hjá mörgum er þetta einn merkasti atburður ársins, því Stjörnustríðsmyndirnar og leikföngin voru stór hluti æsku okkar margra, einnig er ennþá ferskt í minni þegar gömlu myndirnar voru endurbættar og gefnar út aftur í tilefni tuttugu ára afmæli þeirrar fyrstu. Þegar þessar endurútgáfur tröllriðu heiminum varð öllum Ijóst að bakterían lifir góðu lífi í gömlu kempunum og eflaust hafa nokkrir nýjir aðdáendur bæst í hópinn. Það varð öllum Ijóst að heimurinn vildi meira, hluti af heiminum hefur þegar fengið meira, en nú er loks komið að okkur því Stjörnu- stríð, fyrsti hluti: Ógnvaldurinn (The Phantom Menace), er kominn til landsins og verður frumsýnd þann 14. ágúst næstkomandi. Hér á eftir fer samantekt á aðdragandanum að gerð myndarinar í bland við nokkrar fróðleiksmolar. Endur fyrir löngu í þessari vetrarbraut kom út kvikmynd sem hófst á orðunum "... a long time ago in a galaxy far, far away....". Þessi mynd fjallaði um ungan pilt sem dreymdi um ævintýr og fjarlæga heima. Prinsessu sem leiddi andspyrnuhreyfingu í uppreisn gegn hinu illa keisaraveldi og síðast en ekki síst sjarmerandi smyglara sem átti hraðskreiðasta geimskip stjörnu- kerfisins. Þessi þrjú voru aðalhetjur myndarinnar Star Wars: A New Hope, sem upphaflega átti að vera ósköp venjuleg geimmynd en þróaðist út í eitt stærsta og öflugasta fyribæri kvikmyndasögunnar. Árið 1970 sat ungur maður að nafni George Lucas í Kvikmyndaháskóla í Suður- Kaliforníu og lét sig dreyma um geislasverð og fjarlægar vetrarbrautir. Fimm árum síðar á því herrans ári 1975 skrifaði hann handrit sem hann nefndi Star Wars: A New Flope. Tveimur árum síðar var myndin frumsýnd um allan heim, og hófst þá æðið. Sex fyrirtæki urðu til ( kringum og eftir gerð myndarinnar: Industrial Light and Magic, Skywalker Sound og THX, einnig varð til tölvuleikjarisinn Lucas Arts Entertainment ásamt Lucas Learning og Lucas Listening. Þess má til gamans geta að Lucas og Twentieth Century Fox fyrirtækið sem framleiddi myndina sömdu um að lækka leikstjóraþóknunina um $ 500.000 gegn því að Lucas fengi einkaleyfi á öllu Star Wars batteríinu. Sennilegt er að sá sem tók þá ákvörðun hafi grátið sig í svefn þegar velgengni myndarinnar varð öllum Ijós. Fyrstu þrjár Stjörnustríðsmyndirnar hafa halað inn litla 1,79 milljarða dollara, sem gerir þær að næst tekjuhæstu kvikmynda- seríu heims á eftir James Bond myndunum, en hafa ber i huga að Bond myndirnar eru 18 talsins á móti aðeins þremur Stjörnu- stríðsmyndum. Þessar tölur miðast eingöngu við fyrstu þrjár myndirnar og þorir undirritaður að leggja líf sitt að veði að eftir næstu þrjár myndir, þá vermi Stjörnustríðs- myndirnar toppsætið. George Lucas leikstýrði aðeins fyrstu myndinni. Eftir það tók hann sér frí frá leik- stjórastólnum, snéri sér að uppeldi þriggja ættleiddra barna sinna og rekstri fyrirtækja sinna. Hann hafði þó sagt að hann ætti fleiri Stjörnustríðsmyndir í kollinum en hann vildi bíða þartil tæknin yrði nægilega fullkominn til þess að hann gæti gert þær nákvæmlega eins og hann vildi. Eftir að fyrirtæki hans ILM gerði risaeðlurnar ( Jurassic Park fyrir Steven Spielberg sá hann að nú væri hans tími loks kominn. Fyrsta Nóvember árið 1994 keyrði George Lucas börnin sín þrjú (skólann, fór svo heim til sín. Þar settist goðsögnin niður, tók sér blýant í hönd og fór að skrifa handritið að fyrsta hluta nýju Stjörnustriðs seriunnar, Stjörnustrið, fyrsti hluti: Ógnvaldurinn. Þetta var atburður sem undirritaður, ásamt milljónum aðdáenda, hafði beðið í tæp sextán ár eða allt frá því að Return Of The Jedi var frumsýnd árið 1983. Hann tók sér tvö ár til þess að fullvinna handritið, var að vísu með helstu atriði sögunnar á hreinu, hverjir komu hvaðan og allar aðalpersónurnar voru fyrirfram ákveðnar, en engu að síður þurfti hann að færa aðdáendum sínum eithvað nýtt í bland við það gamla, ný tæki, ný vopn, nýjar geimverur o.s.frv. Það þótti mörgum skrýtið að hann kysi að fara aftur í tfmann í stað þess að halda áfram þar sem frá var horfið, en þegar betur er að gáð þá var alltaf verið að vísa í fortíðina í hinum myndunum og þykir ekki síður spennandi að fá að sjá hvernig allt ævintýrið byrjaði. í Ógnvaldurinn fáum við að fylgjast með Obi-Wan Kenobi (Ewan McGreogor) sem ungum manni og Jedi lærisvein undir leiðsögn Jedi meistarans Qui-Gon Jinn (Liam Neeson). Þarna eru atburðirnir, sem við þekkjum svo vel úr hinum myndunum, að byrja. Keisarinn er að leggja drög að yfirráðum sínum yfir Vetrarbrautinni. Heilmikil svik og launráð hrinda af stað stórfenglegri atburðarrás sem á eflaust eftir að enda sem tímalaust meistarastykki þegar að sagan er öll sögð. Mér finnst ekki viðeigandi að fara út í söguþráð myndar- innar í þessum texta því þarna er á ferðinni strangheilagur hlutur sem allir þurfa að upplifa sjálfir. Það voru rúmlega tvöþúsund manns sem störfuðu við gerð myndarinnar og er þar að miklum hluta sama fólkið sem starfaði við þær gömlu. ( myndinni sjáum við nokkur kunnuleg andlit eins og Yoda, RD-D2, C-3PO og Jabba The Hutt, einnig fáum við að kynnast betur erkifjendum Jedi riddaranna en þeir kallast Sith og er Keisarinn leiðtogi þeirra. George Lucas gerði þessa mynd algjörlega á eigin spýtur og notaði til þess fé úr eigin vasa, en myndin kostaði 115 milljónir dollara. Þó hann hefði gert ráð fyrir 120 milljónum tókst honum að spara sér 5 milljónir, enda má búast við því að hann hafi fengið einhverja afslætti hjá fyrirtækjunum sínum, en það voru að sjálfsögðu töfra- mennirnir hjá Industrial Light and Magic sem sáu um brelluhliðina. Það var talsvert meira en lítið mál að breyta sýn Lucas ( raunverulegar myndir og persónur og er alveg ótrúlegt hversu vel var hugsað út í öll smáatriði, enda má ekkert klikka þegar slík mynd er í vinnslu. Megi mátturinnn fylgja ykkur og til hamingju með nýju Star Wars myndina. - Der Konig -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.