Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 12
-
PERSONUR I
|textl-<Jón Björgvln Stefánsson)
STJORNUSTRIÐINU
uppreisnin
Logi Geimgenill (Luke Skywalker): Alinn upp á Tatooine
hjá frændfólki sínu Owen og Beru Lars.
Logi ásamt Obi-Wan, Han Solo og Chewbacca bjarga
Leiu prinsessu og koma teikningunum til Uppreisn-
arinnar þar sem Logi slæst í lið með þeim í baráttunni
gegn keisaranum, og eyðir svo Helstirninu með aðstoð
máttarins. Logi hjálpar Uppreisninni að fella harðstjórn
Keisarans og berst þá í annað skiptið við Svarthöfða, og
sigrar hann í orrustunni við Endor. Þar leið heimsveldi
Keisarans undir lok og nýtt lýðveldi var stofnað. Logi
hólt svo áfram að byggja upp sveitir jedi-riddara sem
munu vernda þjóna nýja lýðveldisins í vetrabrautinni.
Leia prinsessa: Þingmaður og prinsessa frá plánet-
unni Alderaan. Hún tók þátt í mörgum hættulegustu
ferðum Uppreisnarinnar. Eftir orrustuna við Yavin
þegar Helstirnið er sprengt upp verður Leia leiðtogi
Uppreisnarinnar. Leia stjórnar og skipuleggur flótta
Uppreisnarinnar frá ísplánetunni Hoth og tekur þátt
( að bjarga Han Solo frá Jabba the Hutt. Eftir
eyðileggingu Alderaan verða Han, Chewbacca og
Logi hin nýja fjölskylda Leiu.
Han Solo: Þekktur smygglari og fjárhættuspilari
áður en hann gekk í lið með uppreisninni. Sem
ungur maðurfrá Corellian lærði hann hjá flota
Keisarans en var rekinn þaðan þegar hann bjargaði
Váki að nafni Chewbacca.
I skuld við Jabba The Hutt er hann eltur af
hausaveiðurum og með heri Keisarans á eftir sér.
Eftir stutta rimmu við fiota Keisarans við Hoth endar
Han I höndum Svarthöfða í Skýjaborginni þar sem
Svarthöfði fryrstir hann og afhendir hausaveiðar-
anum Boba Fett. Hann afturfer með hann rakleiðis
til Jabba the Hutt. Han er svo bjargað frá Jabba
the Hutt af félögum sfnum Logi, Leiu, Lando
Dg Chewbacca.
Þegar smiði hefst á seinna Helstirninu þá stjómar
Han árásinni á varnarskjöldinn við Endor og
eyðileggur þannig varnir flota Keisarans og gerir
Uppreisninni fært að sigra flota Keisarans og
eyðileggja seinna Helstirnið.
R2-D2 & C-3PO: R2D2 er eins metra hátt vélmenni
á þremur fótum sem tjáir sig með einföldum
hljóðum og blfstri. R2 sér um að hjálpa
flugmönnum með hin ýmsu verkefni allt frá
flugkortum til bilana.
C-3PO er samskiptavélmenni sem sér um að
þýða hin mörgu tungumál og siði sem töluð
eru i geimnum auk þess að reikna likur á hinum
ýmsu hlutum.
Þeir félagar ferðast vanalega saman og hafa
komið við sögu i flestum ævintýrum uppreisn-
arinnar. Þeirra mikilvægasta verkefni var þegar
þeim var falið að skila teikningum Helstirnisins til
uppreisnarmanna eftir að skip Leiu prinsessu fóll 1
hendur Keisarans.
Yoda: Yoda er jedi-meistari sem hefur þjálfað jedi-
riddara í um og yfir 800 ár. Obi-Wan Kenobi sem var
gamall lærisveinn Yoda birtist Loga á Hoth og segir
honum að fara til Dagobah þar mun hann hitta jedi-
meistarann Yoda. Logi kemur til Dagobah (leit að
miklum stríðsmanni en finnur litinn grænan karl. Logi
kemst svo að því að þetta er jedi-meistarinn sem hann
leitar að og biður Yoda um að þjálfa sig i að beita
Mættinum sem hann og gerir.
Ben (Obi-Wan) Kenobi: Gamall maður sem bjó á sömu
plánetu og Luke. Af mörgum talinn sérvitringur en var i
raun Jedi-riddari sem fylgdist með og verndaði Loga.
Hann hjálpar Loga að komastfrá Tatooine eftir að Owen
og Beru voru myrt af her Keisarans.
Ásamt Luke, Han Solo, Chewbacca og vélmennunum
tveim, bjarga þeir Leiu úr greipum Svarthöfða og Grand
Moff Tarkin ( Helstirninu. Þar háði hann sinn slðasta
bardaga við gamla lærisveininn sinn Svarthöfða og féll
fyrir honum. Síðar birtist andi hans Loga á mikilvægum
stundum, leiðbeinir og gefur góð ráð.
Chewbacca: Þegar Han Solo bjargar honum
úr þrældómi harðstjórnar keisarans
endurgeldur Chewbacca honum greiðann
með lífstíðar skuld. Eftir það verður
Chewbacca aðstoðarflugmaður Han Solo
og flugvirki í Fálkanum.
I orrustunni á tunglinu við Endor spilar
Chewbacca stóran þátt í sigri yfir her
Keisarans með hjálp Ewok bjarnanna.
Lando Calrissian: Gamall spilafélagi
Han Solo en hann tapaði Fálkanum til
Han Solo í spili er nefnist Sabacc.
Skömmu síðar vann hann þó námuborg
er nefnist Cloud City eða Skýjaborgin
og titlaði sig þar sem Baron.
Eftir að Lando fær herforingjastöðu
hjá Uppreisninni á hann þátt í að sigra
her Keisarans i eitt skipti fyrir öll og
sprengir seinna Helstirnið I orrustunni
við Endor.
heimsveldið
Svarthöfði (Darth Vader): Án efa
óttaðasti maður stjörnukerfisins.
Svarthöfði er holdgerfingur stefnu
keisarans að ríkja með ótta.
Svarthöfði hefur risið til metorða
innan raða herja Keisarans og er
hægri hönd hans. Án búningsins gæti
Svarthöfði ekki lifað. Búningurinn og
gríman hjálpa sundurtættum líkama
Svarthöfða að virka á eins eðlilegan
máta og hægt er. Engu að síður er
Svarthöfði valdamikill og hættulegur.
Palpatine keisari: Þingmaður i gamla
lýðveldinu sem var bæði spilltur og
útsmogin. Þegar hann náði stjórn á þingi
Lýðveldisins kom illska hans í Ijós. Hann
stofnaði nýtt heimsveldi, setti sjálfan sig
sem keisara og með aðstoð Svarthöfða lét
hann útrýma jedi-riddurunum. Hvernig
hann varð meistari [ myrku hlið Máttarins
er óvitað en talið er að hann hafi átt hlut í
því að Anakin Skywalker snérist til mirku
hliðar Máttarins og varð seinna Svarthöfði.
Boba Fett: Sennilega þekktasta persóna
myndanna miðað við hversu lítið hann er á
skjánum. Boba Fett er í Mandalorian brynju,
sem tilheyrði hópi bardagamanna í
einræktunarstríðinu (clone wars). Brynja
þessi hefur marga kosti fyrir hausaveiðara,
auk margvíslegra vopna svo sem eldvörpu
og sprengjuvörpu þá er hjálmurinn með
skynjara af ýmsu tagi. Þeir nema bæði hjóð
og hreyfingu auk þess sem sem hann getur
séð 360° þegar hann er með hjálminn á sér.
Boba Fett dettur ofan í Sarlacc skrímslið á
Tattoine, en kemst úr því nokkrum árum
seinna og er eini maðurinn sem vitað er um
sem hefur lifað það af.
Stormtroopers: Þeir eru lögreglan og
herinn í heimsveldi Keisarans. Þeir eru
algerlega hliðhollir keisaranum og ekki
þýðir að reyna að múta þeim né snúa.
Nokkrar útgáfur eru til af þessum
hliðhollu mönnum Keisarans svo sem
Snowtroopers og Scouttroopers en þeir
eru notaðir í snjó og til eftirlitsferða.
Fjöldi Stormtrooper eru yfir 2 billjarðar
og eru þeir dreifðir um allt stjörnukerfið.