Morgunblaðið - 25.07.1999, Side 18
J O H N W I L
■ að er óhætt að fullyrða að
mggW tónskáldið og stjórnandinn John
■ William sé einhver vinsælasti
höfundur kvikmyndatónlistar fyrr og
síðar. Hann hefur nú samið tónlist
fyrir hátt í 90 kvikmyndir og óteljandi
sjónvarpsþætti, og er enn að, þó
hann sé 67 ára gamall. Williams hefur
hlotið 37 tilnefningar til Óskars-
verðlauna - met sem enginn hefur af
-> honum í bráð; hlotið 5 Óskarsverðlaun
og 17 Grammy-verðlaun auk ótal
annarra verðlauna.
maðurinn bakvið tónlistina
í star wars myndunum!
John Williams er fæddur þann 8.febrúar
1932 í New York og er elstur fjögurra
systkina. Hann ólst upp á miklu tónlistar-
heimili; Faðir hans var jazztrommari að
atvinnu og lagði mikið upp úr því að öll hans
börn fengju góða og haldbæra tónlistar-
menntun. Williams lærði á pianó, trompet
og klarinett frá sjö ára aldri.
Árið 1948 flutti fjölskyldan til Los Angeles,
þar sem fjölskyldufaðirinn spilaði með
hinum ýmsu sveitum inn á kvikmyndir.
Williams fór í einkanám í tónsmíðum að
loknu menntaskólanámi, en gerði hlé á
j.náminu þegar hann var boðaður í herskyldu
hjá bandaríska flughernum, þar sem hluti
skyldu hans var að stjórna og semja fyrir
hljómsveitir hersins. Sú reynsla reyndist
honum afar dýrmæt. Eftir að hafa lokið
herskyldu, stundaði Williams nám við
Julliard-háskólann í New York. Hann hafði
svo í síg og á af því að spila á píanó
með jazzsveitum á hinum ýmsu klúbbum
inn á Manhattan.
Smám saman vann Williams sér góðan
orðstýr sem fyrirtaks píanóleikari og var
ráðinn í hljómsveit Columbia-kvikmynda-
versins í Hollywood. Það leið ekki á löngu að
yfirmenn hans uppgötvuðu náðargáfu hans
sem tónskálds og stjórnanda. Fyrsta
r tónsmíðin fyrir kvikmynd í fullri lengd kom
fyrir eyru almennings í lítt þekktri mynd frá
1959, en Williams hafði þá verið að semja
talsvert fyrir sjónvarp - samdi tónlist m.a.
fyrir sjónvarpsþættina Lost in Space og The
M Squad. Það voru fyrst og fremst fagleg
vinnubrögð sem tryggðu Williams áfram-
haldandi vinnu innan kvikmyndageirans og
hefur hann verið alls ómissandi síðan.
Williams fékk fyrstu Óskarverðlauna-
tilnefninguna árið 1967 fyrir tónlistina við
Valley Of The Dolls, en fyrstu Óskars-
verðlaunin árið 1971 fyrir útsetningar á
tónlist fyrir Fiðlarann Á Þakinu Ferill
Williams tók svo rykk upp á við þegar hann
og Steven nokkur Spielberg unnu fyrst
saman; samstarf sem hefur haldist æ síðan.
Hið ógnvekjandi tveggja tóna stef úr Jaws
frá 1975 er löngu orðið klassískt og átti
mikinn þátt í vinsældum myndarinnar. Sú
mynd og auðvitað Star Wars styrktu
Williams í sessi sem eitt merkasta
Hollywood-tónskáld samtímans.
Síðan þá hefur Williams samið tónlist
fyrir margar vinsælustu myndir seinni ára,
oftar en ekki í samstarfi við undrabarnið
Spielberg. í þessum hópi eru myndir eins
og E.T. , Superman I, II og III, Indiana
Jones-myndirnar, Home Alone, JFK,
Jurassic Park I & II, Schindler's List, Saving
Private Ryan og nú síðast Star Wars Episode
I: The Phantom Menace. Til hliðar hefur
Williams samið sinfóníur og kammerverk og
verið eftirsóttur stjórnandi, lengst af með
Boston Pops Orchestra.
Það var Spielberg sem benti George Lucas:
á Williams, þegar sá síðarnefndi leitaði að
tónskáldi fyrir ódýra ævintýramynd sem
hann var að vinna að. Williams og Lucas
höfðu mjög svipaðar áherslur í huga
varðandi kvikmyndina, og að sögn þeirra var;
samstarfið þvl leikur einn. Williams hafði
það fyrir reglu að semja aðeins samkvæmt
handritinu - þá gæfi hann frekar ímyndun-
araflinu lausan tauminn og léti það um
að skapa útlit, sviðsmynd og innviði
persónanna. Líkt og að lesa bók og bera
hana svo saman við kvikmyndaútfærsluna,
gerði Williams tónlistina nær blindandi;
Hann sá kvikmyndina ekki fyrr en skömmu
áður en hún var frumsýnd, og vissi ekkert á
hverju hann ætti von..
Lucas vildi hetjuforleik í anda Wagners,
og Williams varð að bón hans; Einfalt og
markvisst stef flutt af brasssveit með stuð-
ningi strengjanna, eitthvað sem héldi fólki
hugföngnu fyrstu mínútur upphafsatriðsins.
Williams vann svo tónlist myndarinnar
samkvæmt hefðbundnum klassískum
formúlum. Allar sögupersónur fengu eigið
einkennandi stef, eitthvað sem við þekkjum
helst úr Pétri Og Úlfinum eftir Prokofiev. I
framhaldsmyndunum Empire Strikes Back
og Return Of The Jedi, notaði Williams svo
þessi stef aftur og vann þau samkvæmt
klassísku hefðinni. Laglínur lengdust eða
styttust og skiptu um hljóðfærahópa, en
héldust samt auðþekkjanlegar. Sumir segja
það lykilinn að velgengni tónlistarinnar sem
sjálfstæðs hljómsveitarverks.
Niðurstöðuna þekkjum við öll: Star Wars
sló öll aðsóknarmet og varð vinsælasta
geimævintýri kvikmyndasögunnar. Tónlistin
úr kvikmyndinni seldist ( alls fjórum mill-
jónum eintaka, og er mest selda klassíska
kvikmyndatónlistaralbúm sögunnar.
Eins og áður kom fram gerði Williams
einnig tónlistina við seinni myndirnar og nú
við nýjustu kvikmyndina. Tónlistin úr The
Phantom Menace er ólík þeim fyrri, enda
ekki hægt að búast við öðru. Nýjar hetjur fá
ný stef, og einungis upphafsstefið stendur
eftir óbreytt. Williams notar nú kórraddirtil
að auka á áhrifamátt veigamestu atriða
myndarinnar. Eflaust má búast við
kunnuglegum stefjum gömlu myndanna
þegar við nálgumst efnivið þeirra í næstu
myndum, Star Wars II og III, en þangað til
verðum við að láta okkur lynda nýja strauma
- tónlist sem hentar sögunni um uppgang
hins illa keisaraveldis.
- Rauða Ljónið -
(Heimildir; www.starwars.com og
www.johnwilliams.fans.net)
S T A R WA RS
E P 1 S O D E II
I t • x t I ■> G I i
s
hvernær
kemur meira?
tjörnustríðsaðdéndur verða ekki fyrr búnir að fá myndina
i sem þeir biðu eftir í sextán ár en þeir kyrja allir háum
rómi: hvenær kemur meira? Það kemur meira eftir þrjú ár,
sem eru nægur tími til að sýna fyrsta hluta um allan heim, gefa út
fullt af bókum, leikföngum og tölvuleikjum, gefa hana út á vídeó,
gefa út meiri bækur, myndasögur, leikföng og tölvuleiki og gefa
hana út á söluspólu. Á meðan öllu þessu stendur verður
stanslaust dælt út misjafnlega áreiðanlegum sögusögnum og
fréttum á alnetinu, alltfram að frumsýningardegi í maí 2002.
m.
EKKI LESA LENGRA FYRR EN ÞIÐ ERUÐ BUIN AÐ SJA
FYRSTA HLUTA OG ALLS EKKI LESA EF ÞIÐ VILJIÐ EKKI
VITA NEITT UM NÆSTU MYNDIR:
Lucas og hans fólk hefur ekki verið með miklar yfirlýsingar um innihald næstu
myndar en vitað er að hún gerist tíu árum á eftir atburðunum í fyrsta hluta.
Meginuppistaða myndarinnar verður samband Anakin Skywalker og Amidölu
drottningu. Talsmenn Lucasfilm eru búnir að staðfesta að hún sé tilvonandi
móðir Loga og Leiu og sjálfur Lucas er búinn að lýsa því yfir að mesta
áskorunin við skriftirnar á nýja handritinu sé að koma ástarsögu fyrir í
Stjörnustríðsmynd.
Það er þó engin hætta á að Stjörnustrið snúist upp í einhverja rómantiska
vellu og eru uppi getgátur um að klóna-styrjöldin dularfulla verði
aksjónþungamiðja myndarinnar. Menn hafa velt þv( fyrir sér allt frá 1977,
hverskonar styrjöld það hefur verið, en vitað er að Jedarnir og herafli
Lýðveldisins börðust í henni. Hverjir andstæðingar þeirra voru er ekki vitað, né
heldur hvaða einræktuðu verur sé átt við. Þessum spurningum verður
sennilega svarað mjög fljótlega ef að styrjöldin verður í raun mynd tvö. Helsta
sögusögnin í dag er að andstæðingar Jedanna verði hersveitir undir stjórn
Boba Fett. Talsmenn Lucasfilm eru nánast búnir að staðfesta að Boba Fett verði
f mynd tvö og eins og allir sannir aðdáendur vita þá klæddist Boba Fett brynju
fornra stríðsgarpa, sem eru allir útdauðir. Önnur krassandi sögusögn er að
Boba Fett verði leikinn af austurlenskum bbrdagakappa, og er þá Jet Li (Lethal
Weapon 4) helst nefndur.
Hvenær og hvernig Anakin umbreytist í Darth Vader er stóra spurningin sem
nýju myndirnar snúast um. Lucas virðist ætla að tengja það þvf að Anakin hafi
þurft að yfirgefa móður sína svona ungur. Obi-Wan verður lærifaðir hans, en á
einhverjum tímapunkti eiga þeir í útistöðum sem valda þvf að Anakin slasast
svo alvarlega að miklum hluta Ifkama hans er skipt út með tækjabúnaði. Hvort
þetta er áður eða eftir að hann gengur í lið með Keisaranum og verður Darth
Vader er ekki vitað, en atburðurinn hefur örugglega ekki aukið álit hans á
Jedunum. Enda átti Vader stærstan þátt f að útrýma þeim.
Amidala verður þunguð af völdum Anakin, en það er óljóst hvort hann vissi
af því, a.m.k. vissi hann ekki að börnin væru tvö. Eftir fæðingu tvíburanna, Loga
og Leiu voru þau falin fyrir föður sfnum og var það væntanlega Obi-Wan sem
gerði það. Hvort Amidala er þá á lífi er ekki vitað, það hefur aldrei komið fram
hvað varð um móður Loga og Leiu.
- Gfsli Einarsson -
frábæ r tónWsX.
úr magnadú
A þú færð
^ geislaplötuna
í öllum betri
/?/yomplötuverslunum
OttlGiNAt MOTtON I'ICTURE SOUNDIttACK.
F. r I S O O E l
THf* PHANTOH MENACE
wÚS®? COHPoSeÖ ANÖ áþNDUCTÍÖ ov
JOHN WILLEAMS
iéMh