Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 2

Morgunblaðið - 13.08.1999, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Naumt vegan KNATTSPYRNA Atli Eðvaldsson, þjálfari KR, um seinni leikinn í Skotlandi Verður örugglega „flugeldasýning“ ATLI Eðvaldsson, þjálfari KR, var vissulega ánægður með að lið sitt skyldi hafa náð að hrósa sigri er allt stefndi í markalaust jafntefli - nokkuð sem hefði valdið KR-ingum áhyggjum þegar haldið verður til Skotlands. Hinsvegar hafði þjálfarinn óskað sér þægilegri forystu, taldi að þrjú mörk hefði ekki verið óraun- hæf úrslit eftir öll Edwin marktækifærin sem Rögnvaldsson vesturbæjarliðið sknfar fékk í leiknum. Það hefði skipt sköpum, því eins marks forskot væri fljótt að hverfa og Kilmarnock þyrfti ekki að taka jafn mikla áhættu í síðari leiknum á heimavelli sínum, Rugby Park. ÚRSLIT KR - Kilmarnock 1:0 Laugardalsvöllur, forkeppni að Evrópu- keppni félagsliða, fimmtudaginn 12. ágúst 1999. Aðstæður: Skýjað, hékk þurrt, 12 gráðu hiti. Völlurinn balutur og háll eftir nærri sólar- hrings rigningu. Mark KR: Þórhallur Hinriksson (85.). Gult spjald: KR-ingurinn Sigþór Júlíusson á 49. mínútu, fyrir brot. Frederic Dindeleur, hjá Kilmarnock, á 45. mínútu, fyrir brot. Rautt spjald: Enginn. Ddmari: Wolfgang Stark, Þýskalandi, mein- laus en alls ekki slæmur. Aðstoðardómari: Kurt Ertl og Georg Grepl. Markskot: KR 10 - Kilmarnock 5. Horn: KR 7 - Kilmamock 3 Rangstaða: KR 6 - Kilmamock 5. Áhorfendur: 2.980. KR: Kristján Finnbogason - Sigurður Öm Jónsson, Þormóður Egilsson, David Winnie, Bjarni Porsteinsson - Sigþór Júlíusson (Ein- ar Öm Birgisson 69.), Þórhallur Hinriksson, Sigursteinn Gíslason, Einar Þór Daníelsson - Bjarki Gunnlaugsson, Guðmundur Bene- diktsson. Kilmamock: Colin Meldrum - Angus MacP- herson, Christopher Innes, Kevin M’guwne, Frederick Dindeleur, Garry Hay - Alastair Mitchell, Gary holt, Mark Reilly - Michael Jeffrey (Paul Wright 84.), Mark Roberts (Jerome Vareille 60.). Meistaradeild kvenna Breiðablik - í A ..................4:0 2. deild karla: Tindastóll - Selfoss...............3:0 Ægir-HK...........................1:1 Gotf Bandaríska PGA-mótið Staðan þegar langt var liðið á fyrsta keppn- isdag af ijórum. Sfðasta holl var á elleftu braut þegar Morgunblaðið fór í prentun. Nöfn keppenda, sem höfðu ekki lokið leik en voru undir pari, eru skáletruð. í svigunum aftan þeirra sést hve margar holur þeir höfðu iokið við. Par Medinah-vallarins er 72. 66 - Sergio Garcia (Spáni). 68 - Jay Haas, J.P. Hayes, Mike Weir. 69 - Stewart Cink, Jerry Kelly, Brian Watts, Brandt Jobe. Enn við leik: Scott Hoch (13), Ted Tryba (13), CoreyPavin (11.) 70 - Mark Brooks, David Duval, Robert Karlsson (Svíþjóð), Tom Lehman, Chris Perry, Niek Price (Zimbabwe), Loren Ro- berts, Lee Westwood (Englandi), Tiger Woods, Bruce Zabriski, Mark James (Englandi). 71 - Mark Calcavecchia, Nick Faldo (Englandi), Jim Furyk, Bemhard Langer (Pýskalandi), David Love III, Rocco Medi- ate, Sven Struver (Þýskalandi), Bob Estes. Enn við leik: Miguel Angel Jimenez (Spáni, 13), Alexander Cejka (Þýskalandi, 12), Edu- ardo Romero (Argentínu, 12), Kirk Triplett (10). 72 - Rich Beem, Darren Clarke (N-írlandi), Andrew Coltart (Skotlandi), Brad Faxon, Carlos Franco (Paragvæ), Gabriel Hjertstedt (Svíþjóð), John Huston, Mark O'Meara, Mike Reid, Jeff Sluman, Steve Stricker, Hal Sutton, Kevin Wentworth, Toshimitsu Izawa (Japan). 73 - Angel Cabrera (Argentínu), Fred Coup- les, Steve Flesch, Jeff Freeman, Paui Goydos, Stephen Keppler, Frank Lickliter, Jeff Maggert, Joe Ozaki (Japan), Joey Sindelar, Greg Tumer (Nýja-Sjálandi), Bob Tway, Ian Woosnam (Wales), Nolan Henke, Lee Janzen. í KVÖLD Knattspyma: Vaibj.völlur: Þróttur - KA .........19 Dalvík: Dalvík - Skallagrímur ......19 Fylkisvöllur: Fylkir- Víðir.........19 Reyðarfj.: KVA - Stjaman............19 „Ég sagði að við myndum vinna þá á góðum degi. Við nýttum bara ekki færin. Þannig hefur þetta verið í síðustu tveimur leikjum okkar, en það var dýrt að nýta þau ekki í þessum leik, því annar leikur er eft- ir. Hefðum við farið út með tveggja, jafnvel þriggja marka forskot, hefði þetta orðið erfitt fyrir þá,“ sagði Atli. „Eigi að síður held ég að þeir verði svolítið sigurvissir í síðari leiknum, því eitt mark er svolítið lítil forysta. Við verðum að sjá til hvernig þeir bregðast við þessu. Það verður örugglega „flugeldasýn- ing“. Eflaust sækja þeir stíft allan tímann. Þá munum við sjá hversu vel við stöndumst álagið." Þið hafið ekki lent í þeirri a ðstöðu fyrr í sumar, raunai* í langan tíma, að vera liðið sem þarf að verjast og beita skyndisóknum. Hvemig held- urðu að leikmennirnir bregðist við því? „Ég veit það ekki. Það er undir vörninni komið. Hún stóð sig frábærlega í þessum leik. Hún gaf ekki færi á sér og það má segja að Kristján [Finnbogason, markvörð- ur] hafí ekki þurft að verja skot. Það verður gaman að sjá það, því við erum að leika mjög kröftugan varnarleik. Þetta verður spennandi - verðugt verkefni. Að auki kemur í ljós, þegar Skotarnir sækja, hvað hinir fljótu framherjar okkar geta gert.“ Ætlarðu að leika með öðrum hætti þegar til Skotlands er komið? „Nei, ég hugsa að ég geri það ekki. Auðvitað verðum við að skipu- leggja vamarleik okkar aðeins bet- ur. [Leikmenn Kilmarnock] léku alltaf með sama hætti, gerðu alltaf sama hlutinn. Við vissum af honum - komum vel undirbúnir til leiks. Við sjáum tO hvemig þeir spila í þessari „flugeldasýningu“. Skalla- einvígin skipta máli í síðari leikn- um.“ Er liðið í stakk búið til að stand- ast Skotunum snúningíþeim? Já, við emm með eina fímm leik- menn sem jafnast fullkomlega á við andstæðingana hvað það varðar.“ Hvað vildirðu mörg mörk? „Það er ekki óraunhæft að biðja um þrjú mörk. Ef það hefði gengið eftir væri staðan öðmvísi. Þá hefðu þeir þurft að opna vöm sína mikið og freista gæfunnar. Núna hafa þeir valkosti. Þeir geta hugsað sem svo að þeir megi fyrst og fremst ekki fá á sig mark, halda haus og vera þol- inmóðir, þurfi bara eitt mark og þá er staðan jöfn. Eftir það myndi heimavöllurinn skipta sköpum. Ef við skoram eitt, þurfa þeir að gera þrjú.“ Er liðið í stakk búið til að komast áfram, eiga í fullu tré við Kilmarnock í Skotlandi? „Já, já, ef við leikum jafn agað og verðum jafn þolinmóðir og í þessum leik getum við það. Þeirra er að sækja. Ef við stöndumst fyrsta hálftímann án þess að fá á okkur mark, getur allt gerst. Það skiptir höfuðmáli. Þá fáum við sóknarfæri,“ sagði Atli Eðvaldsson. Megum ekki skilja allar dyr eftir ólæstar Bobby Williamson, knattspymu- stjóri Kilmamock, var á báðum átt- um eftir leikinn við KR. Honum var létt, í ljósi þess hve mörg færi KR- ingar fengu, en sagðist jafnframt vonsvikinn með hversu illa menn hans léku. „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Sú varð raunin. KR fékk öll færin í leiknum. Ég er von- svikinn með að við skulum ekki hafa KR-ingar fóru illa að ráði sínu gegn slöku liði Kilmarnock í fyrri leik liðanna á Laugardalsvelli. Eftir að hafa haft tögl og hagldir í fyrri hálfleik og fengið nokkur upplögð marktækifæri var uppskeran rýr. Það var ekki fyrr en komið var undir lokin á slökum síðari hálfleik að KR tókst að uppskera laun fyrir fyrri hálfleikinn er Þórhallur Hinriks- son skoraði eina mark leiksins fimm mínútum fyrir leikslok. Vart er hægt að segja annað en að lið Kilmamock hafi valdið von- brigðum og geti talist heppið að sleppa með eins marks tap. [var Liðið var lengstum Benediktsson hroðalega máttlítið skrifar jafnt til varnar sem sóknar, eitt tilþrifa- minnsta lið sem komið hefur hingað til lands til viðureignar í Evrópukeppni. Þótt sigur sé ævinlega sætur hlýtur það að vera súrt í broti fyrir Vestur- bæinga að ná ekki að setja a.m.k. tvö mörk til viðbótar og gera þar með út um þetta einvígi. Þess í stað verður haldið í óvissuferð til Skotland, þar sem allt getur gerst, ekki síst takist leikmönnum Kilmarnock að blása ör- litlu lífi í sveit sína. Lið KR stillti upp í 4-4-2 í byrjun sem oft virkaði eins og 4-2-4 þegar blásið var til sóknar og það var gert snemma. Guðmundur Benediktsson ógnaði Skotunum með markskoti rétt innan teigs á þriðju mínútu eftir lipur- lega sókn. Langbesti leikmaður skoska liðsins, markvörðurinn Colin Meldrum, varði skot Guðmundar af öryggi. Á 12. mínútu kom eitt besta færi KR er skalli frá Bjarka Gunnlaugssyni eftir hornspyrnu Guðmundar, var bjargað af Meldmm á marklínu. Fjómm mínútum síðar „sprengdu" Guðmund- ur, Sigþór og Bjarki upp vöm Kilmamock og Guðmundur skoraði mark en var dæmdur réttilega rangstæður. Skotamir stilltu sinni sveit upp 3-5- 2 líkt og í sigurleiknum við Aberdeen um síðustu helgi og satt að segja er erfitt að átta sig á hvað leikmönnum var ætlað að gera. Vömin var stöð, fimm manna miðjan skapaði ekkert og sóknarleikurinn var þar af leiðandi broddlaus. Eitt skot áttu gestirnir að mark KR sem eitthvað kvað að í fyrri hálfleik. Það var varið af Kristjáni Finnbogasyni, hann hélt reyndar ekki knettinum en það kom ekki að sök þar sem enginn Skoti fylgdi skotinu eftir. Fátt annað gerðist þeim megin vallar- ins í fyrri hálfleik og e.t.v. var það eins gott fyrir KR því vörnin virtist vera í erfiðleikum með það fáa sem nálgaðist hana. KR fékk þrjú færi til að skora úr áð- ur en flautað var til hálfleiks en allt kom fyrir ekki og Skotar vom fegnir er gall í flautu dómarans eftir 45 mínútna leik. Síðari hálfleikurinn var hins vegar slakur af hálfu beggja liða. Fyrstu 30 mínúturnar gerðist afar fátt og svo var sem KR hefði algjörlega fallið niður á sama plan og gestirnir í stað þess að láta kné fylgja kviði eftir fjörlegan fyrri hálfleik. Úr varð leikur sem að mestu fór fram vítateiganna á milli og lítil skemmtun var af. Svolítið fjör færðist í leikinn eftir að Einar Örn Birgisson kom inn í sókn KR þegar um 20 mínútur vom eftir. Hann er sterkur og skapaði usla í vöm Kilmamock, eitthvað sem vantaði. Einar fékk eitt besta færi leiksins rétt eftir að hann kom inn á. hann fékk sendingu frá Einari Þór inn á miðjan vítateiginn, lyfti knettinum yfir mark- vörðinn, en skotið hafnaði í stönginni og boltinn rúllaði framarkinu. KR-ing- ar urðu um leið nokkuð áræðnari en áður og skoruðu verðskuldað mark fimm mínútum fyrir leikslok. Guð- mundur Benediktsson tók aukaspymu frá vinstri kanti, á móts við miðjan skapað fleiri færi. í fyrri hálfleik náðum við okkur aldrei á strik. í þeim síðari óx okkur ásmegin, án þess þó að fá mörg marktækifæri - ef nokkur. Að því leyti varð ég fyrir vonbrigðum. Én við höfum tvær vikur til að ráða fram úr því og ég vona að við stöndum okkur betur á heimavelli," sagði WUliamson. Um mark Þórhalls Hinrikssonar, sem gert var með skalla eftir auka- spymu, sagði WUliamson: „Af þróun leiksins að dæma, vora alltaf miklar líkur á að KR myndi skora og mér fannst þeir líklegastir tU þess úr föstum leikatriðum." Þótt varnarmenn Kilmamock virtust lengst af í stökustu vand- ræðum með líflega sóknarmenn KR, sagði stjórinn að leikur Islend- inganna hefði ekki komið sér á óvart. „Liðið kom mér ekki á óvart. Það lék boltanum vel á mUli manna og skapaði mörg færi, sem ég var óánægður með, því okkur tókst ekki að loka leiðum þess að marki okkar eins og ég hefði vUjað. í stað þess að mæta KR-ingum af ákveðni biðum við átekta og leyfðum þeim að leika boltanum á mUli sín. Gerast menn sekir um slíkt lenda þeir í ógöngum. Leikmenn KR eiga hrós skUið. Þeir léku mjög vel og fengu það sem þeir áttu skUið,“ sagði WiUiamson. Hann benti á að menn hans mættu ekki verða of ákafir í sóknar- leiknum þegar liðin mætast aftur eftir hálfan mánuð. „Vissulega þurf- um við að beita sóknarleik, en verð- um að ganga úr skugga um að við fáum ekki á okkur mark. Það er fyr- ir öllu. Leikmenn KR sýndu það að þeir geta auðveldlega skapað færi. Við verðum að hafa það í huga í stað þess að æða fram á við og skUja all- ar dyr eftir ólæstar. Ef við leikum betur en í [gær], raunar eins og við eigum að okkur, fáum við næg marktækifæri og get- um því enn komist áfram í næstu umferð. Við verðum að skora mörk án þess að þurfa sjálfir að hirða knöttinn úr eigin neti. Það verður erfitt, en við eram vongóðir," sagði Bobby Williamson. BJARKI Gunnlaugsson og Þórhallur Hinriksson í harðri baráttu um kn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.