Alþýðublaðið - 04.01.1921, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.01.1921, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Flutningsgjöld milli íslands, Bretlands og Danmerkur með skipum vorum og skipum ríkissjóðs iækka % frá 1, janúar um nálægt 20 af hundraði. ■fSpS Fargjöld. ---------- með skipum vorum milli Reykjavíkur og útlanda (Leith og Kaupmannahafnar) eru frá 1. janúar 200 kr. á 1. farrými, 135 kr. á 2. farrými. — F's&öi á dag kostar 10 kr. á 1. farrými og 6 kr. á 2. farrými. Steinolíugrasvélarnar New Perfection eru komnar. New-Perfectioa er að dómi þeirra sem reynt hafa, hið lang bezta suðu- og hitunaráhald sem hingað flyzt. Kaupið sem fyrst, því birgðir eru litlar. Olíubúöin Vesturgötu 20. Talsími 272. I—MIMBS—" 1 7'H'l "P'I WIIIIW'IW Hér með tiikynnist að jarðarför Ólafs iónssonar er andaðiat á Vífilsstaðahælinu 18. des. s. i. fer fram frá Fríkirkjunni 5. þ m. kl. I. Stjúpsynir hins látna: Jósep Sigurðsscn. Jón P. Sigurðsson. ■■■■■■ÉMnnnaHHHnBB _ andinn• Amensk /andnemasaga. (Framh.) sín og gera hann að miklum her- manni og taka hann sér í sonar stað. Hann var þó ekki í sem beztu skapi, því stundum hótaði hann að drepa fangann samstund- is. En félagar hans komu honum altaf ofan af því. Dutlungarnir voru vafaiaust brennivíninu að kenna, sem karlinn teigaði altaf af. Félagar hans virtust óánægðir með þetta, en karl leit svo hýru auga til brennivínskútsins, að hann gat aldrei staðist freisting- una, enda varð afleiðingin sú, að honum fór að verða allliðugt um tungutak, og vegna þess að hann talaði talsvert á ensku, komst Roland að orsökinni til reiði hsns, sem var sú, að hann hafði mist son sinn í bardaganum um öag- inn. „Mist son minnl“ kveinaði hann, „góðan veiðimann; drap björn og vísundi, sá fyrir gamla squaw (konu) og ungri squaw. Góður hermaður, drap menn frá Kentucky; gamli Piankeshaw sér engan son framar". Þannig hélt karlinn áfram að kvarta. Stundum varð hann bálvondur við fangann, þá yfirbugaði sorgin hann, og hann leitaðl huggunar í brenni- víninu. Og þegar þeir höfðu ferð- ast í fjórar stundir, var hann sýni- lega orðinn mjög ölvaður. Hann réri fram og aftur á klárnum, varð loks þreyttur af að halda á byssunni og fekk Roland hana, til þess að bera hana. Annar her- maðurinn tók hana þó strax af Roland, því hann óttaðist að láta fangan ganga með hlaðið skot- vopn. Piankeshaw hélt áfram, ýmist masandi eða grátandi. Loksins varð hann svo úrvinda af svefni, að hann gat ekki leng- ur stjórnað hestinum; hesturinn stökk ut á hliðina, og riddarinn stakst á hausinn til jarðar eins og spítudrumbur. Féiagar hans voru fyrir löngu orðnir leiðir á framferði karlsins. Nú mistu þeir alveg þolinmæðina; þeir þrifu ótætis brennivínskútinn ofan af hestinum og brutu hann í amámola með exum sfnum og brennivínið skvettist í allar áttir. K e n s 1 a. Stúdent vill taka að sér stuuda- eða heimakenslu. Mætti borgast með fæði eða húsnæði. A. v. á. Rúmstæöi. 2 manna rúm til sölu. —- Afgreiðslan vfsar á. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: _______Ólafur Friðriksson._______ Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.