Morgunblaðið - 01.09.1999, Qupperneq 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA
1999
■ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER
BLAÐ
Meistarar
á sínu sviði. jgf
mita
Sigursælar
Ijósrítunarvélar
og faxtæki
Mita er styrktaraðili
Heimsmeistaramótsins
í frjálsum iþróttum.
Skril&tctubúnadur
KNATTSPYRNA
ísinn
brotinn
og bik-
arinn í
höfri
hjá KR
Morgunblaðið/Golli
KR-stúlkurnar fögnuðu meistaratitlinum í Garðabæ í gærkvöldi með að tollera
Vöndu Sigurgeirsdóttur, þjálfara sinn.
ÞAÐ tók KR-stúlkur tæpa klukkustund að finna leiðina að marki
Stjörnustúlkna í Garðabænum í gærkvöldi en þá brotnaði líka ís-
inn og eftir fjögur mörk á tuttugu mínútum voru úrslit ráðin - 4:0
sigur KR, sem tryggði þeim íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu
þó að ein umferð sé eftir.
Með drjúgan vind í bakið sóttu
Vesturbæingar í Garðabænum
en það var oft eins og KR-stúlkur
teldu nóg að komast
Stefán upp að markteig -
Stefánsson framhaldið með
skrifar mörkum yrði minna
mál en þrátt fyrir
mörg skot hittu fæst markið og
María B. Ágústsdóttir markvörður
sá um hitt. Svo var nú ekki og
Stjömustúlkur lögðu sig allar fram
bæði í vöm og sókn. Því fór svo að
markalaust var í leikhléi en Vanda
Sigurgeirsdóttir, þjálfari KR, hefur
eflaust látið í sér heyra í hálfleík því
á fímmtu mínútu síðari hálfleiks
braut Helena Ólafsdóttir ísinn fyrir
KR. Stjörnustúlkur fengu ágætt
færi til að jafna metin tíu mínútum
síðar en Heiða Sigurbergsdóttir
rétt missti af fyrirgjöf.
Vesturbæingar voru komnir á
skrið, Guðlaug Jónsdóttir bætti við
öðru marki fyrir KR á 65. mínútu
og öðra fjóram mínútum síðar en
Helena innsiglaði sigurinn þegar 20
mínútur voru eftir.
„Við stóðum í þeim fram í seinni
hálfleik en þá var eins og við misst-
um trúna á okkur sjálfar," sagði
Auður Skúladóttir, þjálfari og leik-
maður Stjörnunnar, eftir leikinn, en
hún, María markvörður, Heiða, Elfa
Björk Erlingsdóttir og Lovísa Sig-
urjónsdóttir áttu ágætan leik.
Ætla sér einnig bikarinn
Pungu fargi var af Vöndu Sigur-
geirsdóttur þjálfara létt. „Okkur
gekk mjög illa í fyrri hálfleik og
stelpumar gerðu ekki það sem fyrir
þær var lagt en ég las duglega yfír
þeim í hálfleik og sagði að það gengi
ekki að tryggja sér titilinn með
svona leik og að ég myndi ekki hika
við að taka þær útaf sem myndu
ekki standa sig,“ sagði Vanda. „Eg
átti ekki von á að það myndi ganga
svona illa að ná upp baráttu en þær
mega eiga það, stelpumar, að þær
rifu sig í gang eftir hlé. Við vissum
að mikið þyrfti að ganga á til að titill-
inn gengi okkur úr greipum og það
vottaði fyrir kæraleysi, sem ég átti
ekki von á, en það er alltaf léttara
eftir að búið er að skora fyrsta mark-
ið,“ bætti þjálfarinn við og hún fær
möguleika á að vinna einnig bikar-
keppnina því liðið leikur til úrslita
við Breiðablik 12. september. „Ég
býst við að bikarúrslitaleikurinn
verði erfíður en vonandi verður hann
skemmtilegur og Blikastúlkur sýndu
það í sínum síðasta leik að þær munu
alls ekki rétta okkur bikarinn."
Steinar með
brotna hnéskel
„ÞAÐ er alltaf slæmt að missa menn úr leikmannahóp, sem er
ekki stærri en sá hópur sem hefur tekið þátt í leikjum okkar í
Evrópukeppninni,“ sagði Guðjón Þórðarson, landsliðsþjálfari
í knattspyrnu. Guðjón verður án Eyjólfs Sverrissonar og
Steinars Adolfssonar, þegar landsliðið mætir Andorra á
Laugardalsvellinum á laugardag og Ukraínu miðvikudaginn
8. september. Eyjólfur hefur verið skorinn upp við meiðslum í
hné, Steinar verður frá keppni fram að áramótum þar sem
hann braut hnéskel á æfingu hjá Kongsvingen í Noregi.
Guðjón vonar að leikmannahópurinn verði ekki fyrir fleiri
skakkaföllum, en Rúnar Kristinsson, Þórður Guðjónsson,
Auðun Helgason og Pétur Hafliði Marteinsson hafa verið
meiddir.
Landsliðshópurinn kemur saman í dag og hefst þá undir-
búningur fyrir Evrópuleikina.
KNATTSPYRNA: ÓLAFUR ÞÓRÐARSON SPÁIR í SPENNANDI LOKABARÁTTU / C3