Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 3

Morgunblaðið - 01.09.1999, Síða 3
2 B MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR1. SEPTEMBER 1999 B B . ÚRSLIT KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA EFSTA DEILD KARLA (Landssímadeildin) Fj. leikja U J T Mörk Stig KR 15 11 3 1 34:11 36 IBV 15 9 4 2 25:13 31 lA 15 6 5 4 17:14 23 LEIFTUR 15 4 7 4 16:23 19 KEFLAVÍK 16 5 3 8 25:30 18 BREIÐABLIK 16 4 5 7 19:22 17 FRAM 15 3 7 5 19:21 16 GRINDAVfK 15 4 3 8 19:24 15 VALUR 15 3 6 6 23:30 15 VlKINGUFt 15 3 5 7 19:28 14 MEISTARADEILD KVENNA Stjarnan - KR.............0:4 Helena Ólafsdóttir (50., 70.), Guðlaug Jóns- dóttir (65., 69.). ÍBV - Fjölnir ............7:0 Irís Sæmundsdóttir 3, Bryndís Jóhannes- dóttir 2, Hjördís Halldórsdóttir, Hrefna Jó- hannesdóttir. Grindavík - ÍA............0:1 - Áslaug Akadóttir. Fj. leikja U J T Mörk Stig KR 13 12 1 0 71:4 37 VALUR 13 10 1 2 48:11 31 BREIÐABLIK 12 8 2 2 30:14 26 STJARNAN 13 6 2 5 33:19 20 /BV 13 6 1 6 40:24 19 lA 12 4 1 7 15:32 13 GRINDAVÍK 13 1 0 12 8:65 3 FJÖLNIR 13 0 0 13 7:83 0 Kani til Þórs Körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri hefur fengið til sín bandarískan leikmann, Jason Williams, sem er 23 ára og kemur frá Pacific- háskólanum. Williams er tveir metrar á hæð og var stigahæstur og tók flest fráköst á liðnu tímabili hjá háskólaliðinu. Agúst Guðmundsson, þjálfari Þórs, sagði að leik- maðurinn yrði til reynslu hjá félaginu í tíu daga. „Hann er ekki í góðu formi sem stendur en ég geri ekki ráð fyrir öðru en hann verði hjá okkur í vetur.“ Ágúst sagði að félagið hygðist ekki fá til sín fleiri leikmenn fyrir tímabilið en hann sagði að það væri það yngsta í úrvalsdeildinni. „Við erum með marga efni- lega stráka og við vonumst til þess að þeir séu reynsl- unni ríkari frá síðasta tíma- bili,“ sagði Ágúst. 3. deild karla Undanúrslit: Huginn/Höttur - Afturelding........2:2 • Afturelding er komið í úrslit, samtals 6:4. England 1. deild: QPR - Port Vale...................3:2 2. deild: Bournemouth - Luton ..............1:0 Wycombe - Wrexham ................0:1 3. deild: Brighton - Hull....................3:0 Halifax - Torquay..................2:0 Shrewsbury - Hartlepool ...........0:0 í KVÖLD Knattspyrna Efsta deild karla: Grindavík: Grindavík - í A............18 Vestmannaeyjar: ÍBV - Víkingur........18 Hlíðarendi: Valur - Leiftur ..........18 Laugardalur: Fram - KR................20 3. deild, undanúrslit: Skeiðisvöllur: KÍB - Njarðvík......17.30 • Leikurinn fór ekki fram í gær vegna ófærðar. LEK golfmót á Nesvelli laugardaginn 4. september Keppt í flokkum karla 55 ára og eldri Konur 50 ára og eldri. 70 ára og eldri og 50—54 ára. Síðasta viðmiðunarmót til landsliðs kvenna. Golfferð til íralnds dregin úr skorkortum. Skráning í sima 561 1930. Laugardalsvelli Miðvikudaginn 1. sept. kl.20:00 Heiðursgestur: Ingibjörg Sólrun Gísladóttir kl VIÐSKIPTANETIÐ HF. Nordic Barter á íslandi FRJÁLSI UœmssíóouRiHN Landsbanki íslands Banki allra landsmanna flSTuno NÝHERJI * PEUGEOT LANDS SÍMINN FLUGFÉLAC ÍSLANDS Air Iceland T0SW d# * . 9 S -r .. jjSL Morgunblaðið/Golli/Kjartan Þorbjörnsson Hreiðar Bjarnason (t.v.) og Che Bunce skoruðu mörk Breiðabliks í 2:1-sigri á Keflvíkingum í Kópavogi í gærkvöldi. Á myndinni fagna félagarnir marki Bunce, en Keflvíkingar eru allt annað en ánægðir með gang mála. Spennandi lokamínútur BREIÐABLIK tryggði sér dýrmætan sigur er liðið lagði Keflavík 2:1 í Kópavogi í gærkvöldi. Sigurmark leiksins var skorað er komið var fram yfir venjulegan leiktíma. Hreiðar Bjarnason skor- aði hið þýðingarmikla mark eftir að liðin höfðu fengið hvert tæki- færið á fætur öðru á síðustu mínútunum. Sigurinn fleytir Breiða- bliki úr botnsætum efstu deildar og hleypir lífi í botnbaráttuna. etta var nauðsynlegt. Við börð- umst út leiktímann og uppskár- um sigur. Þessi sigur kemur okkur af mesta hættusvæð- Qísli inu í bili, því það er Þorsteinsson þröngt á botninum og skrifar við þurfum að ná nokkrum stigum til viðbótar. Það eru tveir leikir eftir og þeir verða báðir erfíðir," sagði Hreiðar, en liðið á eftir leiki gegn Leiftri og ÍA. „Mér fannst liðið leika ágætlega í fyrri hálfleik, en við hleyptum þeim [Keflvíkingum] inn í leikinn í seinni hálfleik. Sem betur fer tókst okkur að klára leikinn af Skiptu um sokka LEIKMENN Keflvíkinga skiptu um sokka í hálfleik þegar þeir léku gegn Breiða- bliki í gærkvöld. Ástæðan var sú að bæði lið leika jafn- an í hvítum sokkum en þar sem Keflvíkingar voru á úti- velli þurftu þeir að víkja og leika í varasokkum. Sokk- arnir gleymdust í Keflavík og stóð tii að fresta leiknum til 18:15 á meðan þeir voru sóttir, en horfið var frá þeirri hugmynd vegna birtu- skilyrða. Þess í stað var ákveðið að Keflvíkingar hæfu leikinn í hvítum sokkum, en þeir urðu að vefja guiu limbandi utan um sokkana til aðgreiningar frá heimaliðinu. Varasokk- arnir, sem eru rauðhvítir, komu skömmu eftir að leik- urinn hófst og gátu Keflvík- ingar skipt um sokka og leikið síðari hálfleik í þeim. krafti." Leikur Breiðabliks og Keflavíkur var tilþrifalítill lengst af, en bæði lið fengu nokkur tækifæri til þess að skora mörk. Keflvíkingar fengu sitt besta færi í hálfleiknum á upphafsmínútunum er Þórarinn Kristjánsson átti skot í slá, boltinn barst aftur tii Keflvíkingsins sem skaut að marki en Hákon Sverris- son, fyrirliði Breiðabliks, bjargaði á marklínu. Þá átti Hreiðar Bjamason Bliki góða sendingu á Bjarka Pétursson er komið var fram í fyrri hálfleík. Bjarki komst inn í vítateig, en nafni hans Guðmundsson í Keflavíkur- markinu varði og Gunnar Oddsson bjargaði síðan í horn. Breiðablik varð fyrra til að skora í hálfleiknum. Guðmundur Páll Gíslason tók hornspyrnu á 42. mín- útu og náði Che Bunce, Ný-Sjálend- ingurinn í Kópavogsliðinu, að skalla óáreittur í netið. Keflvíkingar svör- uðu fyrir sig er sjö mínútur voru liðnar af seinni hálfleik og var þar að verki Rútur Snorrason. Keflvíkingar voru mun sterkari í seinni hálfleik og fengu nokkur góð færi til þess að skora mörk, enda var vöm Breiðabliks oft illa á verði. Einkum var Kristján Brooks varn- armönnum Blika hættulegur með hraða sínum, en hann hefði mátt fara betur með þau tækifæri er hann fékk. Hann hefði þó átt að fá dæmda vítaspyrnu er Che Bunce gekk hart að honum í vítateig Breiðabliks og felldi hann, en Bragi Bergmann sá enga ástæðu til að dæma víti. Undir lokin færðist fjör í leikinn, hvert færið rak annað er komið var fram yflr venjulegan leiktíma. Úr einu slíku skoraði Hreiðar markið mikilvæga, sem færði liðið um stund í sjötta sæti deildarinnar. Kópa- vogsbúar fögnuðu ákaft, því fáein- um sekúndum síðar flautaði Bragi Bergmann til leiksloka. Þetta var fyrsti sigur liðsins í síðustu fjóram leikjum, en liðið hefur hægt og síg- andi færst niður stigatöfluna eftir því sem liðið hefur á sumarið og var fyrir leikinn komið í næstneðsta Breiðablik 2:1 Keflavík C. Bunce (42.). Hreiöar B. (90) 4-4-2 Atli K. m Kópavogsvöllur 31. ágúst Aðstæður: Skúrir, gola og nfu stiga hiti í upphafi en fór kólnandi er á leið. Áhorfendur: Um 800 Dómari: Bragi Bergmann, Árroðinn, 6 Rútur S. (52.) 4-3-3 Bjarki G. Snorri J. Ásgeir B. C. Bunce Sigurður G. m Guðmundur 0. Gunnar O. Gestur G. JH Hjaltí K. Hreiðar B. m m Aðstoóard: Garðar Ö. Hin- riksson og Sigurður Þ. Þór- isson Gul spjöld: Breiöablik: Sig- urður G. (10. - brot), Ás- geir B. (35. - brot), Kjart- an E. (66. - brot), Keflavfk: Rútur S. (74. brot) Rautt spjald: ekkert Markskot: 14 -12 Rangstaða: 0 - 2 Eysteinn H. Ragnar S. (Magnús Sverrir 87.) Rútur S. Z. Ljubicic Kristján B. M Pórarinn K. Hákon S. Kjartan E. (Guðmundur Kari 69.) Guðmundur Páll (Pétur 1. 76.) Atli Kr. Bjarki P. Horn: 11 - 4 1:0 (42.) Guömundur Páll Gíslason tók hornspyrnu frá vinstri og Che Bunce náði aö skalla knöttinn í netið inni í vítateig. 1:1 (52.) Kristján Brooks lék upp hægri kant og sendi fýrir inn í vítateig. Þar náöi Rútur Snorrason aö skora með því aö senda boltann upp f þaknetið. 2:1 (90.) Hreiðar Bjarnason náði aö skalla yfir Bjarka Guðmundsson, markvörð, Keflavíkur viö markteig. Gestirnir reyndu að bjarga á marklínu en Garðar Ö. Hin- riksson, aðstoöardómari, gaf merki um að boltinn hefði farið yfir marklínu. sæti efstu deildar. Úrslitin sýna að allt getur gerst í síðustu umferðum deildarinnar og þau hleypa lífi í botnbaráttuna fyrir leiki kvöldsins. Keflvíkingar, sem eiga erfíða leiki framundan gegn KR og ÍBV í síðustu tveimur umferðun- um, geta að mörgu leyti sjálfum sér um kennt gegn Breiðabliki. Þeir vora með leikinn í hendi sér í síðari hálfleik og gátu nokkrum sinnum gert út um hann, fóru illa með marktækifærin, en þess má einnig geta að þeir urðu af víta- spyrnu. Þeir héldu augljóslega að jafntefli yrði niðurstaðan í leiknum og sváfu á verðinum er þeir fengu á sig mark undir blálokin. Keflvík- ingar eru ekki vanir að lenda í slíkum aðstæð- uffl- Peir hafa jafnan verið þekktir fyrii’ að gef- ast aldrei upp í leikjum, en í þetta skiptið greip Breiðablik þá í bólinu. Hefði ekki þurft að enda svona KJARTAN Másson, þjálfari Keflvíkinga, kvaðst sár yfir úrslitunum og taldi að sitt lið hefði getað snúið leiknum sér í vil en ekki nýtt færin. „Við verðum að klára fær- in, en það verður líka að dæma eftir þeim reglum sem gilda,“ sagði Kjai-tan og benti á að Kiistján Brooks, leikmaður Keflvík- inga, hefði verið felldur í vítateig Breiða- bliks og lið sitt hefði átt að fá vítaspyrnu. „Hann var ekki bara felldur, heldur straujaður inni í teig með boltann er hann átti aðeins markmanninn eftir og það er ekkert gert! Þetta er með ólíkindunum, en svo sjá þeir boltann í netinu hjá okkur er þeir [dómari og aðstoðardómarij eru langt í burtu. Mér þætti gaman að sjá það á myndbandi hvort boltinn hafí farið yfír marklínununa.“ Kjartan segist vera búinn að fá sig fullsaddan af dómgæslu í sumar. „Stund- um er hvert vítið á fætur öðru dæmt en síðan skiptir engu þó menn séu straujaðir inni í vítateig andstæðinga sinna. Þá er ekkert dæmt en svo stendur í blöðunum að dómarinn hafi verið góður. Dómarar þurfa aldrei að endurskoða stöðu sína því þeir eru aldrei gagnrýndir." En hefðuð þið ekki getað nýtt færin bet- ur? „Jú, það eru hreinar línur, en ef við hefð- um fengið mark úr víti, er við vorum að ná yfirhöndinni, hefði leikurinn gjörbreyst." Þið hefðuð með sigri tryggt stöðu ykk- ar í deildinni. Kemur tapið sér ekki illa? „Jú, það kemur sér illa. Þetta hefði ekki þurft að enda svona.“ t------------------------------------ Ná KR-ingar titlinum í Laugardalnum? Qlafur Þórðarson, fyrrverandi leikmaður Skagamanna og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, hefur náð góð- um árangri sem þjálfari Fylkis úr Árbæ í 1. deild karla. Liðið tryggði sér sæti í úrvalsdeild fyrir skömmu, en þar er Ólafur öllum hnútum kunnugur. Edwin Rögnvaldsson ræddi víð hann og innti hann eft- ir tilfmningum hans í garð leikjanna fjögurra í úrvals- deildinni í kvöld, þar sem KR-ingar geta m.a. tryggt sér Islandsmeistaratitilinn á Laugardalsvellinum, þar sem KR fengu meistarabikarinn afhentan síðast - fyrir 31 ári, er Gunnar Felixson tók við honum. KR-ingar verða íslandsmeistarar í kvöld, fari þeir með sigur af hólmi gegn Fram á Laugardalsvelli og Eyjamenn tapi stigum gegn Vík- ingi á Heimaey, en þeim leik á að ljúka nokkrum mínútum áður en flautað verður til leiks í Laugardal. Olafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, segist ekki trúa því að KR-ingar láti titilinn sér úr greipum ganga, að þeir verði loks meistarar eftir að hafa beðið í 31 ár. „Ég held að ef KR-ing- arnir ætla sér að ljúka verkinu er al- veg ljóst að þeir verða að vinna Fram. Þeir eru ekki búnir að vinna titilinn enn. Það er klárt að þeir þurfa nokkur stig í viðbót. Ég trúi ekki öðru en að þeir stígi skrefið til fulls og verði meistarar," segir Ólaf- ur. „Mér fínnst Framararnir hafa náð fleiri stigum en styrkleiki þeirra ber vott um. Ásgeir [Elíasson, þjálfarij er seigur og nær miklu úr mann- skapnum. Ég held að þeir geti vel við unað. KR er með sterkasta liðið í deildinni, þótt þeir hafi ekki farið beint á kostum eru þeir mjög jafnir. Þeir sóttu reynsluna á Skagann,“ segir Ólafur og hlær. „Mennirnir sem halda þessu á floti hjá þeim eru Bjarki [Gunnlaugssonj og Sigur- steinn [Gíslason, báðir fyirverandi leikmenn ÍAj. Bjarki gerði út um nokkra leiki um tíma, sem voru í járnum. Þá tók hann af skarið og skoraði mikilvæg mörk,“ segir þjálf- arinn. „Ég hef trú á að þetta þróist þannig að KR taki völdin mjög fljót- lega í leiknum. Það er mikið í húfi fyrir þá og þeir ætla sér örugglega að sækja þrjú stig. Ég held að þeir verði kolvitlausir frá fyrstu mínútu. Þó svo að Framararnir komi til með að spyrna við fótum er styrkleika- munurinn á liðunum svo mikill að þeir hafa ekkert í KR-ingana að gera,“ segir Ólafur. Skemmtilegur leikur í Eyjum Ólafur segir öruggt að leikmenn ÍBV haldi enn í vonina um að geta komist upp fyrir KR á lokasprettin- um, þó hún sé veik. „Auðvitað halda þeir í vonina. Það eru ennþá þrjár umferðir eftir og níu stig. Þeir eiga enn möguleika og hljóta að láta reyna á það, þó þeir sjái titilinn renna sér úr greipum. Annað væri óeðlilegt,“ segir Ólafur, sem á von á fjörugum leik í Vestmannaeyjum í kvöld, þar sem Víkingar sækja meistarana heim. Víkingar unnu góðan sigur á Blikum, 1:0, á fóstudag og komust þannig úr fallsæti, en Valsmenn skutust aftur upp fyrir þá með sigri á IA á sunnudag. „Eyjamenn áttu mjög slakan leik um helgina. Þeir eru þokkalega ör- uggir um annað sætið, en þeir vilja vinna, eins og Víkingarnh-. Ég held því að þetta verði skemmtilegur og fjöragur leikur á að horfa. Ég hef trú á að Eyjamenn vinni, en sigurinn verður ekki stór. Bæði lið koma til með að sækja. Víkingar berjast á botninum og verða mjög barátt- uglaðir. Þeir berjast fyrir lífí sínu. Það er áberandi að þar eru margir lítt reyndir strákar í liðinu. Þeir era ekki margir, sem hafa spilað áður í efstu deild. Þeir eru þó með „refi“ innanborðs, sem eru skeinuhættir. Til dæmis er Sumarliði [Árnasonj mjög erfíður viðureignar og Jón Grétar, þessi ungi strákur, hefur skorað svolítið af mörkum. Ef Eyja- menn vanmeta þá geta þeir orðið þeim hættulegir,“ segir Ólafur. Þeir eru mjög frískir, Valsararnir Hann segir að erfítt sé að spá í viðureign Vals og Leifturs, sem háð verður að Hlíðarenda í kvöld. „Jafn- tefli kæmi mér ekki á óvart,“ segir hann og bendir á að Valsmenn nái á köflum að beita snörpum sóknarleik. „Með sigri geta Valsarar híft sig vel upp úr slagnum eftir óvæntan sigur í síðustu umferð. Þeir eru mjög frísk- ir, Valsararnir. Ég sá þá í síðasta leik [gegn ÍAj og þeir eru skeinu- hættir í sóknunum, þessir ungu strákar. Þeir era einnig með Arnór [Guðjohnsenj, sem getur verið ör- lagavaldur þegar hann vill það.“ Aðspurður um gengi Leifturs í sumai’ miðað við það sem hann bjóst við af liðinu, sagði hann að lið sem skipuð væru leikmönnum frá mörg- um löndum væra ávallt nokkurs kon- ar spurningarmerki. „Ég held að þetta verði ávallt erfíð samsetning, þegar menn eru með svona fjölþjóða- her eins og Leiftur. Mín tilfinning er sú að þegar á móti blæs er engin ein- ing um hvemig bregðast eigi við. Þeir geta illa rætt saman og það hlýtur að vera geysilega erfitt fyrir þá að ná upp stemmningu á vellin- um,“ segir Ólafur. „Það er ljóst að úti á fótboltavell- inum hjálpa menn hver öðrum með því að tala. Samskipti leikmanna eru geysilega stór þáttur í leiknum. Þetta er mikið púsluspil, en það er oft gott að hafa ólíka knattspyrnu- menn innan liðsins, en þeir þurfa að geta talast við,“ segir hann. Ólafur býst við sigri gömlu félaga sinna, Skagamanna, í Grindavík, heimavelli liðsins sem á það til að bjarga sér frá falli á síðustu stundu. En hvað ætli vaki fyrir Skagamönn- um, sem sigla lygnan sjó, núna? „Það hlýtur að vera það að tryggja sér þriðja sætið, halda dampi fyrir kom- andi átök í bikarkeppninni - sjá til þess að liðið haldi taktinum út mán- uðinn. Þeir geta ekki lagt upp laupana núna og beðið eftir einhverj- um bikarúrslitaleik í lok mánaðar- ins,“ segir Ólafur. „Eftir atburði síðustu helgar hljóta þeir að reyna að sækja þrjú stig. En það er ekkert gefíð. Grind- víkingar hafa alltaf verið mjög erfið- ir heim að sækja, en það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi. Grindvíking- arnir era mjög skeinuhættir og allt getur gerst í þessum leik. Skaga- menn hafa oft verið í basli í Grinda- vík, en alltaf unnið. Þessi leikur fer eitt eða tvö-núll fyrir Skagamenn. Þetta verður þeim mjög erfiður leik- ur, en þeir vinna sigur. Fyrir síðustu umferð hafði ég trú á að Grindvíkingarnir myndu bjarga sér, en þá breyttist staðan. Það er nær vonlaust að spá fyrir um gang mála í botnbaráttunni. Grindvíking- ar berjast til síðasta blóðdropa. Á því leikur enginn vafi.“ Ólafur man ekki eftir jafn tvísýnni fallbaráttu, eins og virðist stefna í á meðal úrvalsdeildarliðanna. „Það er vonlaust að segja eitthvað meira fyrr en í síðustu umferðinni. Ég man ekki eftir að þetta hafi gerst áður, ekki svona þétt. Þetta er ósköp svipað í næstu deild fyrir neðan. Þar eru mörg lið á hættusvæðinu, fleiri en áður.“ En kann hann enga skýringu á því? Eru liðin, einhverra hluta vegna, ekki jafnari en áður? Því svarar Ólafur: „Ég myndi segja að þau séu bara jafnlélegri en þau hafa verið. Það er mín tilfinning. Það er búið að selja ansi mikið af skárri leikmönnum deildarinnar burt. Það hefur komið niður á gæðum deild- anna. Það er deginum ljósara. Stór hluti þeirra leikmanna, sem eitthvað hafa getað, hafa verið seldir til út- landa. Úrvalsdeildarliðin hafa þá sótt skái-ri leikmenn fyrstu deildarinnar, sem leiðir til þess að þetta er allt heldur lakara núna og í fyrra en árin þar á undan. Það tekur sinn toll fyrir deild, sem er ekki stærri en raun ber vitni, að missa svo mikinn mann- skap,“ segir Ólafur Þórðarson, þjálf- ari Fylkis. ISLAND - ANDORRA 4. september kl. 16:00 ÍSLAND - UKRAINA 8. september kl. 18:00 Starfandi dómarar og aðrir með gild aðgangskort fá afhenta aðgöngumiða á leikina á Laugardalsvelli fimmtudaginn 2. september kl. 10:00 - 17:00. ATH. MIÐINN GILDIR Á BÁÐA LEIKI og verður ekki afhentur á öðrum tfmum. Aðilar utan af landi með gild aðgangskort geta hringt ( síma 510 2914 á skrifstofu KS(, fimmtudaginn 2. september kl. 10:00 - 17:00, og látið taka frá fyrir sig miða sem siðan verða afhentir samkvæmt samkomulagi. KSf !VIREYKlfll TILSIGURS iOsl EO msj Golfklúbbur Suðurnesja auglýsir opna firmakeppni laugardaginn 4. september á Hólmsvelli í Leiru. Leikfyrirkomulag: Tveir í sveit - betri bolti með fullri forgjöf eins og hún er í opnum mótum. Verðlaun verða veitt fyrir 10 fyrstu sætin, m.a. flugfarseðlar í millilandaflugi fyrir 1. sæti. Þátttökugjald fyrir hvert firma er kr. 15.000. Innifalið eru góðar veitingar fyrir og eftir leik. Ræst verður frá Id. 8.00. Skráning er hafin í síma 421 4100. Firmakeppni Keilis 1999 Firmakeppni Golfklúbbsins Keilis verður haldin laugardaginn 4. september nk. Ræst veröur út frá kl. 9.00 Keppnisfyrirkomulag: Punktakeppni meö fuilri forgjöf, pó aö hámarki 1 punktur á holu. Tveir keppa saman fyrir hvert fyrirtæki og telur betri bolti. Verölaun Jyrir þrjú fyrstu sœtin er 25-000 kr. gjafabréffyrir hvom keppanda upp í utanlandsferö __ ^ meö Úrval Útsýn. Fyrirtæki sem ætla að taka þátt í firmakeppni ^e^‘s eru vinsamlegast beðin að tilkynna þátttöku í síma 565 3360 fyrir kl. 13.00 fimmtud.2.sept.nk. Innifalið í mótsgjaldinu er léttur málsverður að keppni lokinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.