Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 8

Morgunblaðið - 24.09.1999, Page 8
„■ 8 C FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1999 DAGLEGT LIF MORGUNBLAÐIÐ Glaðbeittur saumafugl í ÞEGAR arkað er inn í versl- unina Pfaff og spurt um „útsaumsmanninn“ er um- svifalaust kallað á Krist- mann sem hefur brugðið sér út úr búrinu sínu sem snöggvast. Og vissulega hefur hann leyfi til þess að valsa að vild um Pfaff-húsið enda er maðurinn eigandi fyrirtækisins og forstjóri þess til margra áratuga. „Eg lét af störfum sem forstjóri fyrir um þremur árum og var þá settur í þetta glerbúr hérna,“ upp- lýsir hann glottandi en kveðst þó ekki gegna hlutverki sýningargrips. Glerbúrið er þvert á móti erilssam- ur vinnustaður, því í félagi við tölvu- stýrða útsaumsvél saumar Krist- mann myndir og bókstafi í skyggn- ishúfur, handklæði, samfestinga, peysur og hvaðeina annað. „Þessi ágæta vél getur saumað í nánast allt, jafnvel þykkar bílamottur," segir hann dálítið hreykinn og klappar vélinni. Clinton er dyggur viðskiptavinur Mikil eftirspum er eftir kröftum vélarinnar og kveðst Kristmann til að mynda hafa lent í önnum fyrir síðustu jól þegar viðskiptavinir þyrptust að til þess að láta merkja handklæði. „Skyggnishúfur eru einnig gífurlega vinsælar, en ég flyt inn vandaðar slíkar húfur frá Bandarikjunum og merki þær eftir pöntunum," segir Kristmann. Hann segist sauma út fyrir ólíka hópa fólks; íþróttafélög, banka- starfsmenn og dyraverði skemmti- staða svo eitthvað sé nefnt. „Clinton verslar líka töluvert við mig,“ bætir hann sposkur við en þegar á hann er gengið upplýsist að meðal við- skiptavina eru undirsátar Banda- ríkjaforseta, varnarliðsmenn á Keflavíkurflugvelli. „Annars eru derhúfumar einna vinsælastar hjá golfspilurum og veiðimönnum," út- skýrir Kristmann sem ýmist merkir einkennishúfur fyrir einstaklinga eða heilu félögin. „Ef finna á gjöf handa einhverjum sem á allt af öllu er upplagt að finna sniðuga mynd eða hnyttinn texta og sauma í húfu eða aðra persónulega hluti.“ Þúsund spor á mínútu Forskriftir að mynstmm og myndum lætur hann útbúa fyrir sig hjá sérhæfðum hugbúnaðarfyrir- tækjum erlendis og fær þær sendar Kristmann Magnússon hlýtur að teljast til vel- gjörðarmanna íslenskr- ar saumamenningar því hann hefur selt og gert við saumavélar í 45 ár. Nú vinnur hann sjálfur með nálar og tvinna í glerbúri fyrir allra augum en í spjalli við Sigurbjörgu Þrastar- dóttur var hann þó hvorki á nálum né líkt og hengdur upp á þráð. Útsaumsvélin getur saumað þúsund spor á mínútu með réttum og góðum tvinna. Þessa yfirlýsingu er vinsælt að láta sauma í höfuðföt veiðimanna. Ýmis fyrirtæki og félagasamtök hafa fengið merki sín saumuð í húfúr hjá Kristmanni. Morgunblaðið/Þorkell Kristmann á lager af skyggnishúfum sem bíða þess að verða skreyttar með litríkum fsaumi. til baka í gegnum tölvupóst. „Ef ég faxa nýtt vörumerki út í dag fæ ég forskriftina í fyrramálið, smelli henni í tölvuna og get saumað húf- una strax.“ Kristmann fer fimum fingrum um tæknibúnaðinn og gef- ur tölvunni sem stýrir saumavélinni skipanir um hraða og val á réttum nálum. „Vélin getur saumað eitt þúsund spor á rnínútu," upplýsir hann og eins og það sé ekki nóg bætir hann við: „Bráðum fæ ég vél sem saumar 1.500 spor á mínútu. Ég hef séð hana að störf- um og í samanburði er eins og aðrar vélar standi kyrrar." Kristmann flytur inn og selur Pfaff-útsaumsvélar, eins og þá sem hér um ræðir, og hafa þegar selst sjö eintök. „Það er gaman að segja frá því að á þremur þeirra vinna karl- menn. Ög til marks um hvað virðist vera mikill markaður fyrir útsauminn er ein vélin á Reyðarfirði, þar sem er sjö hundruð manna samfélag, og eig- andi hennar verður að hafa sig allan við til að anna eftirspum. Aumingja maður- inn er víst kominn með bauga langt niður á kinnar,“ segir Kristmann og kímir. Húfurnar þvegnar f eldhúsinu Hann telur ekki líklegt að út- saumurinn muni útrýma þrykki, silkiprenti eða öðr- um aðferðum við merkingar. „Þetta er allt gott hvað með öðru. Áprent- aðir bolir em til dæmis ekki í út- rýmingarhættu því prentunin er mun ódýrari og hentug til fjöldafram- leiðslu. Utsaumur- inn er einfaldlega annar gæðaflokkur og hentar til dæmis vel þegar kemur að sérmerkingum." Þegar spurt er hvort útsaumurinn endist eitthvað að ráði veðrast Kristmann upp. „Elskan mín góða, húfurnar sjálfar em löngu ónýtar áður en fer að sjá á útsaumnum og það er eins með aðrar flíkur þótt þær séu þvegnar oft,“ fullyrðir hann brattur. „Veistu annars hvernig á að þvo svona derhúfur?“ spyr Kristmann svo skyndilega blaðamanninn sem hristir höfuðið og kemur af fjöllum. „Margir halda að þær eigi að þvo í þvottavélum en það er alls ekki þannig. Best er að maka sápu á svitabandið og þvo húfumar svo í efri grind uppþvottavéla," upplýsir hann. „I uppþvottavél innan um matardiskana...?“ spyr blaðamaður efins. „Tja, kannski er betra að hreinsa sviðakjammana af diskun- um áður,“ svarar Kristmann að bragði og bælir niður hlátur. „Ef þú átt hins vegar ekki uppþvottavél em þær líka til sölu hér í búðinni," segir hann svo og skellir hressilega uppúr. Pfaff hf. er 70 ára Eftirlíking af fyrstu vél- inni sem framleidd var hjá Pfaff-verksmiðjunum. Elsta Pfaff-saumavél sem fundist hefur á íslandi er frá 1904. Morgunblaðið/Þorkell Fyrsta saumavélin sem Magnús Þorgeirsson, stofnandi PfafT hf., seldi. nemi í dag um 15-20% af veltunni. Sjálfur gerðist hann forstjóri fyrirtækis- ins árið 1961 en nú er þriðja kynslóð tekin við rekstrinum. Dóttir Kristmanns, Mar- grét, fer með framkvæmdasfjóm og mark- aðsmál en sonurinn, Magnús, sér um tæknimál. „Við höfum alltaf lagt höfuðá- herslu á þjónustu við viðskiptavininn. Þar er viðgerðaþjónusta lykilatriði og höfum við sonur minn og fleiri á okkar vegum farið utan til þess að læra saumavélavið- gerðir,“ segir Kristmann sem að auki hef- ur sjálfur íslenskað flestalla leiðarvísa með vélunum í þrjátíu ár. „Það er nefnilega ekkert grín að selja saumavélar! Það þarf að kunna á þær og jafnframt að kunna að gera við þær. Stillingarnar verða að vera hárréttar - þess vegna er ekki nóg að kalla á næsta rafvirkja þótt hann kunni kannski að gera við hræri- og þvottavél- ar.“ Þegar fyrirtækið þjónaði pijónaiðnaðin- um á blómatíma hans réð Kristmann prjónastofum heilt um hvaða vélar hent- uðu ákveðnum framleiðsluvömm. „Sjálfur hef ég þó aldrei saumað flík þótt ég þekki vélarnar og virkni þeirra," viðurkennir Kristmann. Honum þykir miður að haliað hafí undan fæti hjá mörgum prjóna- og saumastofum en segir fátt við því að gera. „Þegar hægt er að fá 100 Indónesíumenn til þess að vinna fyrir sama kaup og einn Vesturlandabúa, er ekki skrítið þótt svona hafi farið,“ segir hann og vitnar í launa- samanburð milli landa í tímaritinu Eurostitch. Þar kemur fram að verkamað- ur í textíliðnaði í Indónesíu vinni sér inn 24 sent á timann en í Sviss kosti sambæri- Iegt vinnuafl 24 dollara á klukkustund að meðtöldum launatengdum gjöldum. Sjálfur segist Kristmann selja vörar á verði sem sé samkeppnishæft við önnur lönd og nefnir allt frá útsaumuðu húfun- um til þvottavéla. „Við getum nefnilega gert injög margt hér á Islandi ef okkur era skapaðar aðstæður til þess,“ segir at- hafnamaðurinn að lokum. Byrjaði með ósk um eina saumavél PFAFF hf. hefur frá upphafi verið fjöl- skyldufyrirtæki, en Magnús Þorgeirsson, faðir Kristmanns, hóf starfsemina árið 1929. „Þetta byijaði nú þannig að systir pabba bað hann um að panta fyrir sig saumavél frá útlöndum. Hún hafði heyrt af góðri vél af tegundinni Pfaff og bað pabba að skrifa fyrir sig út sem hann og gerði. Svarið var hins vegar á þá leið að ekki ' væri hægt að afgreiða eina staka vél. „En ef þú treystir þér til þess að taka sex vélar væri okkur ánægja að eiga við þig við- skipti," sögðu forsvarsmenn Pfaff. Þannig var pabbi kominn með umboðið fyrir vél- arnar og síðan í október 1929 hefur það verið í höndum fjölskyldunnar," segir Kristmann. Hann bendir á að með tíman- um hafi fleiri heimilistæki og vöramerki " bæst við verslunina en sala saumavéla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.