Morgunblaðið - 28.09.1999, Page 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
HANDKNATTLEIKUR
Ólafur með
nýjan
samning
ÓLAFUR Stefánsson er nú með
nýjan samning tilbúinn til undir-
ritunar við Magdeburg. Ólafur,
sem á eitt ár eftir af núverandi
samningi si'num, ætlar að fram-
lcngja samning sinn við liðið til
2002. Hann hefur leikið mjög
vel hjá liðinu og mikil ánægja
með hann hjá Magdeburg. Eftir
smá byijunarerfiðleika var
hann besti maður liðsins siðasta
tímabil og hefur byijað þetta
timabil, undir stjórn Alfreðs
Gíslasonar, mjög vel.
Dagur meidd-
ist á hásin
DAGUR Sigurðsson hjá Wupp-
ertal, virðist ekki ætla að losna
við meiðsladrauginn. Dagur,
sem skorinn var upp á báðum
hnjám í byijun september, var
að jafna sig og ætlaði að leika
um helgina sinn annan leik
gegn Schwartau. Hann fékk
verki í hásin og gat ekki Ieikið,
ekki er vitað hvort meiðslin eru
alvarleg, en læknir Iiðsins hélt
að Dagur hefði farið of hratt í
æfíngar.
Hannawald
frá keppni
CHRICHA Hannawald, mark-
vörður Wuppertal, var skorinn
upp á ökkla á föstudag. Læknir
liðsins gaf leikmanninum
sprautu sem átti að vera loka-
meðferð vegna meiðsla leik-
mannsins. Ekki tókst betur til
en svo að slæm sýking komst í
ökklalið leikmannsins sem
vaknaði á föstudagsmorguninn
með miklar kvalir. Hann var í
skyndingu fluttur á sjúkrahús
og skorinn upp með það sama.
A mánudagsmorguninn varð
síðan að opna sárið á ný og er
hætta á að liðurinn hafi orðið
íyrir varanlegum skemmdum
sem leitt gætu til þess að
Hannawald leiki ekki hand-
knattleik framar. Hann verður
allavega frá næstu 8 vikur og
kemur i ljós á næstu dögum
hver framvindan verður.
Martin til
Wuppertal
WUPPERTAL keypti um helg-
ina franska markvörðinn Bru-
no Martini. Hann kom beint i
leikinn við Bad Schwartau og
hitti nýja félaga sína rétt fyrir
leik. Martini sem varð heims-
meistari í íslandi 1995, kom inn
á í síðari hálfleik og varði mjög
vel og bjargaði Wuppertal frá
stórtapi.
Beint úr
fangelsi og
var bestur
JONNY Jensen frá Noregi kom
beint úr fangelsi til að leika
með Schwartau gegn Wupper-
tal. Jensen Ienti í slagsmálum í
sumar á krá, og var fyrir vikið
dæmdur í fjögurra mánaða
fangelsi, sem hann varð að af-
plána strax. Hann var þá nýbú-
inn að gera tveggja ára samn-
ing við Bad Schwartau. Ekki
virðist dvölin bak við hinar
norsku gardínur hafa skaðað
hann mikið því hann var besti
maður liðs si'ns gegn Wuppertal
og gerði Ijögur mörk, auk þess
að beija vel frá sér í vörninni.
Bad Schwartau fékk um
helgina annan Norðmann í sín-
ar raðir. Simon Muffetangen
gekk í raðir liðs síns og lék
þokkalega í sínum fyrsta leik.
Muffetangen sem er rétthent
skytta.
Dormagen gengur illa
STÓRLEIKUR umferðarinnar í þýska handknattleiknum um helg-
ina var leikur Nordhorn og Kiel, sem voru í efstu sætum deildar-
innar. Leikurinn var frábær skemmtun tveggja góðra liða. Fimm
mínútum fyrir leikslok leiddi Kiel, 23:25, en Nordhorn komst yfir
með mikilli seiglu, 26:25, 20 sek. fyrir leikslok. Magnus Wisland-
er jafnaði metin rétt fyrir leikslok, 26:26.
Nordhom lék frábærlega vel og
sannaði að staða liðsins á toppi
deildarinnar er engin tilviljun.
Sænski markvörður Nordhorn,
Larsson, varði markið af snilld sem
fyrr og var besti maður vallarins.
Hann hefur til þessa varið mark
liðsins og fær Guðmundur Hrafn-
kelsson ekki mörg tækifæri. Homa-
menn Nordhom, Johan Petterson
og Jochen Fratz, vom markahæstir
með 6 mörk hvor, en Staffan Olson
gerði 8 fyrir Kiel. Það var athyglis-
vert að aðeins tveir Þjóðverjar vom
inni á í byrjunarliðum toppliðanna
og báðir þjálfaramir em útlending-
ar - Svíinn Kent-Harry Andersson
hjá Nordhorn og Júgóslavinn Zvon-
imir Serdamsic hjá Kiel, er talandi
dæmi um stöðuna í þýskum hand-
knattleik í dag.
Dormagen hefur gengið illa það
sem af er deildarinnar. Liðið barðist
mjög vel gegn Frankfurt á útivelli
en varð að láta í minni pokann,
20:17. Daði Hafþórsson gerði 3
mörk, en þeir Róbert Sighvatsson
og Héðinn Gilsson tvö hvor fyrir
Dormagen.
Gamla stórveldið Gummersbach
vann góðan sigur á hinu sterka liði
Flensburg. Flensburg lék illa og
saknaði greinilega Igor Lawrov úr
sóknarleiknum. Gummersbach vann
sinn fyrsta heimasigur í þrem leikj-
um og var Kyung Yoon sem fyrr
besti maður liðsins og gerði hann 7
mörk. Christiansen setti 9 fyrir
Flensburg þar af 7 vítaköst. Þegar
þrjár mín. voru til leiksloka leiddu
Gummersbach, 27:22, en Flensburg
lagaði stöðuna og endaði leikurinn
27:26.
Wuppertal lék illa
Wuppertal lék afar illa í Schwartau
og var staðan í hálfleik 12:6 , gest-
gjöfunum Schwartau í vil.
Schwartau var að vinna sinn fyrsta
sigur í deildinni, með þessum 22:19
sigri á Wuppertal sem féll í 12 sæti.
Heiðmar Felixson gerði 1 mark fyr-
ir slakt lið Wuppertal.
Minden náði loks að reka af sér
slyðruorðið og sigraði erkifjendur
sína í Lemgo, 20:18. Eisenach vann
léttan sigur á Schutterwald - 22:17
og gerði Róbert Julian Duranona 4
mörk.
Willstatt átti enga möguleika
gegn Wetzlar og virðist sem liðið
hafí lítið erindi í fyrstu deild ef
marka má fyrstu fimm leiki liðsins í
deildinni. Wetzlar vann, 28:18, og
setti Sigurður Bjarnason 4 mörk.
Gústaf Bjarnason gerði 2 marka
Willstatt.
Essen vann góðan sigur á
Grosswallstadt á heimavelli, 27:23,
og gerðu Islendingamir Patrekur
Jóhannesson og Páll Þórólfsson sitt
markið hvor, Patrekur úr vítakasti,
en hann fær lítið að spreyta sig í
sóknarleik liðsins.
Ólafur lék vel
Olafur Stefánsson gerði 6 mörk í
26:23 sigurleik Magdeburg gegn
Nettelstedt. Hann var besti maður
liðs síns. Ólafur Stefánsson sækir
fyrrverandi félaga sína hjá Wupper-
tal heim í næstu umferð, á miðviku-
dagskvöld.
■ ÞÓRA B. Helgadótt.ir, leikmaður
Stjörnunnar, var á leikskýrslu hjá
liði sínu en kom ekki inná. Þóra, sem
er í yngra landsliði kvenna í hand-
knattleik, er einnig í landsliðum í
knattspyrnu, bæði aðalliði og yngra
liði, varð við beiðni landsliðsþjálfar-
anna en þeir hafa farið fram á að hún
leiki ekki handknattleik íyrr en lokið
er verkefnum þar, sem er í Sviss í
lok október.
■ JÓNA BJÖRG Pálmadóttir, sem
leikið hefur með 1. deildarliði Fram í
handknattleik við góðan orðstír,
hyggst yfirgefa herbúðir Fram og
ganga til liðs við Gróttu/KR. Hins-
vegar stendur á leikheimild og því
ekki víst hvenær hún fær að munda
skothendina.
■ ÞORBJÖRG Þórhallsdóttir skor-
aði sitt fyrsta mark í 1. deild á laug-
ardaginn þegar hún skoraði síðasta
mark Stjörnunnar.
■ KOLBRÚN Jóhannsdóttir, hinn
síungi markvörður, sem lék með
Fram um áraraðir var á leikskýrslu
á laugardaginn en kom ekki inná.
Kolbrún sagðist ekki búast við því að
skella sér á milli stanganna því hefði
hún aðeins leyst af Hugrúnu Þor-
steinsdóttur aðalmarkvörð.
■ SÓLEY Halldórsdóttir, mark-
vörður Stjörnunnar, sá sér leik á
borði þegar hún varði á síðustu sek-
úndum fyrri hálfleiks. Hún greip
knöttinn og skaut þvert yfir völlinn
en á meðan boltinn var í loftinu gall
flautan við.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Baráttan var mikil í Garðabænum á laugardaginn. Hér er Díana Guðjónsdóttir, Fram, um það bil að grípa boltann, Inga Steinunn Björg-
vinsdóttir úr Stjörnunni kemur aðvífandi en Margrét Vilhjálmsdóttir heldur aftur af Björk Tómasdóttur. Marina Zoveva bíður átekta og
Ragnheiður Stephensen fylgist með úr fjarska.
„VIÐ vorum staðráðnar í að bæta fyrir framgöngu okkar í síðasta
leik,“ sagði Ragnheiður Stephensen, stórskytta í Stjörnunni, eftir
27:21 sigur á Fram í fyrsta leik íslandsmóts 1. deildar kvenna í
Garðabæ á laugardaginn. Ragnheiður átti þá við tap fyrir Fram í
keppninni meistarar meistaranna þegar takast á íslandsmeistar-
ar og bikarmeistarar. „Við vorum alltaf með frumkvæðið en þær
héngu í okkur fram í miðjan síðari hálfleik og þetta var sigur
heildarinnar. Það sem skildi þá að var, að ég held, að við erum í
betra formi.“
stetci:)
Stefánsson
sknfar
Gai-ðbæingar skoruðu tvö fyrstu
mörk leiksins en Framstúlkur
náðu að jafna og aftur í 3:3. Þá náði
Stjaman undirtökun-
um en aldrei meir en
svo að gestimir úr
Safamýrinni vom að-
eins tveimur mörkum
undh-. Um miðjan síðari hálfleik
skildu svo leiðir og þegar Garðbæ-
ingar voru komnir 7 mörk yfir og
síðari hálfleikur rúmlega hálfnaður
skipti Eyjólfur Bragason, þjálfari
Stjömunnar, inn á öllum leikmönn-
um, sem ekki höfðu fengið að
spreyta sig og þeir náðu að halda
fengnum hlut.
Ekki er hægt að segja að vel hafi
verið leikið í heildina en bæði lið
áttu samt góða spretti, Garðabæjar-
stúlkumar þó öllu fleiri. Sóley Hall-
dórsdóttir stóð á milli stanganna og
varði vel og skyttan Ragnheiður
skilaði sínu en Margrét Vilhjálms-
dóttir var sterk í vöminni, Sigrún
Másdóttir nýtti vel færin sín úr
hominu. Auk þess vora Anna Blön-
dal og Nína K. Björnsdóttir góðar.
„Við náðum aldrei taktinum í
vöminni og ef það gengur ekki
verður ekki mikið um markvörslu
og við fáum ekki þessi ódýra mörk
sem fylgja oft svo að fyrir vikið varð
þetta erfiðara og erfiðara," sagði
Hafdís Guðjónsdóttir, leikmaður
Fram, sem átti ágætan leik ásamt
rússnesku leikmönnunum Marinu
Zovevu og Olgu Prohorovu. „Við
eigum eftir að stilla saman streng-
ina, það vantaði nokkra leikmenn í
þennan leik og þetta gekk ekki
nógu vel,“ bætti Hafdís við.
A Seltjarnarnesi skildu
Grótta/KR og Víkingur jöfn, 15:15,
og eins og lokatölur gefa til kynna
kvað nokkuð að markvörðunum
enda standa báðir á milli stanganna
í landsliðinu. Hjá Gróttu/KR er
Fanney Rúnarsdóttir, sem komin er
heim frá Noregi og í marki Víkinga
Helga Torfadóttir. Víkingar náðu
forystu til að byrja með en með
seiglu tókst Gróttu/KR að vinna
upp muninn og þó að bæði lið fengju
ágætis færi til að gera út um leikinn
varð ekkert úr því.
Aðrir leikir unnust með nokkram
mun. I Kaplakrika náðu FH-stúlkur
góðri forystu á móti IR og gáfu for-
ystuna aldrei efth- í 25:17 sigri.
Skammt þar frá sigraðu Haukar lið
KA 32:16 og í Mosfellsbænum unnu
Valsstúlkur nokkuð öraggan 15:35
sigur á nýliðum Aftureldingar.
UfðniR
FOLK
Héngu lengi í okkur