Morgunblaðið - 28.09.1999, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 28. SEPTEMBER 1999 B 5
„HVAÐ get ég gert, hvað get
ég eiginlega sagt?,“ spurði Atli
Eðvaldsson, sigurreifur þjálfari
íslands- og bikarmeistara KR,
eftir leik. „Eftir alla þessa
sorgarsögu kringum KR í 31 ár
náum við að sigra tvöfalt á
aldarafmæli félagsins. Frábær
leikur liðsins, góð stemmning
og umgjörð sem ekki hefur
sést fyrr hjá félagsliði í ís-
lenskri knattspyrnu. Ekki einu
sinni landsliðið nýtur slíkrar
stemmningar. Strákarnir í lið-
inu hafa lagt sig alla fram og
stuðningsmennirnir hafa verið
hreint og beint stórkostlegir."
Atli segir að lykillinn að vel-
gengni KR í sumar sé samstað-
an. „Það hafa allir verið samstiga,
sammála. Leikmenn
Eftir hafa tekið ákvörðun-
Björn Inga um mínum þegjandi
Hrafnsson og hljóðalaust, ein-
beitt sér heldur að
knattspyrnunni og að settu marki.
Markmiðið var aðeins eitt og það er
nú orðið að veruleika. Liðsstjórnin
hefur verið einhuga, stjómin studdi
okkur af heilum hug og stuðningur
við liðið jókst með hverjum degi.
Þetta sýnir auðvitað aðeins að KR
er svo sannarlega á réttri braut,
konurnar hafa einnig staðið sig frá-
bærlega og velgengi félagsins nú er
Atli á ný
með „tvöfalt“
ATLI Eðvaldsson, þjálfari
KR, fagnaði sigri á Skaga-
mönnum eins og hann
gerði fyrir 23 árum, þegar
IA tapaði síðast úrslitaleik
í bikarkeppninni - fyrir
Val, 3:0, 1976. Þá var Atli
leikmaður með Val, sem
fagnaði tvöföldum sigri
það ár - Valsmenn urðu
hæði Túflnds- no* hikar-
Atli Eðvaldsson, þjálfari íslands- og bikarmeistara KR, á sigurstundu í Laugardal
„Fékk að gera
þetfta á minn hátt“
auðvitað einsdæmi.“
Leikurinn var ykkur erfiður, þið
áttuð undir högg að sækja í fyrri
Morgunblaðið/RAX
Atli Eðvaldsson og aðstoðarmaður hans Guðmundur Hreiðarsson að fallast í faðma eftir að búið var að flauta til leiksloka
í bikarúrslitaleiknum á Laugardalsvellinum.
hálfleik?
„Já, þeir fengu nokkur færi. Til
dæmis gleymdi Bjarni Þorsteinsson
sér tvisvar eða þrisvar vinstra meg-
in í vörninni. I seinni hálfleik lék
hann hins vegar óaðfinnanlega,
gerði allt rétt og vai- einn besti mað-
ur vallarins. Þetta sýnir aðeins að í
leikhléi getur maður oft lokað fyrir
hluti, nýtt hléið til að fara yfir og
leiðbeina. Þess vegna var ég að
mörgu leyti ánægður að fara inn í
hálfleik í stöðunni 0:0, því ég vissi
að við yrðum sterkari eftir hlé.
Mestu skipti frábær markvarsla
Kristjáns [Finnbogasonar] í mark-
inu, en hann er einn þeirra sem vax-
ið hafa hvað mest eftir því sem hef-
ur liðið á sumarið. Hann hefur eig-
inlega vaxið mest af öllum.“
Frábær bikarúrslitaleikur
Atli segir að stemmningin á bik-
arúrslitaleiknum hafi verið hreint
og beint stórkostleg. „Aðdáendur
beggja liða voru vel með á nótunum
og það kom mér alls ekki á óvart að
Skagamenn fjölmenntu, við vissum
að þeir myndu flykkja sér á bak við
Olaf Þórðarson úr því sem komið
var. Það er langt síðan svo margir
hreinræktaðir Skagamenn hafa sést
á vellinum og ég hef trú á því að
þetta hafi verið einn af betri leikjum
IA í sumar, þótt þeir hafi tapað.
Sérstaklega kannski í fyrri hálfleik.
í seinni hálfleik ógnuðum við meira,
eins og við gerum hvað best, og þá
lokaðist á spil þeirra og við fengum
færi. Fjölmörg færi. Mörkin hefðu
hæglega getað orðið fleiri undir lok-
in.“
Nú gerðu Skagamenn breytingar
á miðjuskipulagi sínu og KR-ingur-
inn Heimir Guðjónsson var settur á
bekkinn. Riðluðust áætlanir þínar
eitthvað við þetta?
„Nei, enda gat þetta alveg gerst.
Þjálfari Skagamanna er í þeim
sporum að hafa tvo leikstjómendur
[Heimi og Jóhannes Harðarson]
sem eru afar líkir á velli, mjög góðir
knattspyrnumenn og vel spilandi.
Þeir geta báðir stjórnað leik liðsins
og kannski hefur þjálfarinn talið
slæmt að hafa tvo stjómendur -
viljað breyta eitthvað til. Miðju-
menn KR, þeir Sigursteinn Gíslason
og Þórhallur Hinriksson, hafa báðir
verið sagðir niðurbrotsmenn og
ekkert annað. í sumar hefur annað
komið í ljós; þeir era ólíkir og nýt-
ast því sérlega vel saman. Þórhallur
er niðurbrotsmaðurinn, stöðvar
sóknir andstæðinganna, berst af
fullum krafti og laumar sér stund-
um fram í sóknina, rétt eins og hann
gerði í dag. Sigursteinn getur líka
stöðvað sóknir andstæðinganna, en
hann er einnig lipur spilai'i og góður
sóknarleikmaður. Þetta tel ég vera
heppilegri kost, slíkir miðjumenn
veita útherjunum og framherjunum
miklu meira aðhald; sóknarferna
okkar þarf ekki að skila jafnmikilli
varnarvinnu og er því meira ógn-
andi fram á við.“
Á minn hátt
Þjálfarinn neitar því ekki að það
sé mjög gaman að heita Atli Eð-
valdsson þessa dagana, vera maður-
inn sem braut ísinn hjá KR. „Mér
líður afskaplega vel og það er auð-
vitað sérstaklega gaman að upp-
skera laun erfiðisins. Eg fékk að
gera þetta á minn hátt og það er
sérstaklega gaman. Eða eins og
Frank Sinatra sagði: „My way,“ það
er einstaklega góð tilfinning.“
Nú rennur senn út tveggja ára
samningur þinn sem þjálfari KR.
Hvað tekur við?
„Áður en það gerist ætlum við að
tryggja okkur einn Islandsmeist-
aratitil enn. 1. flokkur getur tryggt
sér íslandsmeistaratitilinn með
sigri á Skagamönnum á þriðjudag [í
dag]. Eftir það mun ég setjast niður
með stjórninni og ræða framtíðina.
Við ákváðum að bíða með allt slíkt
þar til fram yfir bikarúrslitaleikinn
og ég held að það hafi verið hárrétt
ákvörðun."
Nú hefur Guðmundur Pétursson,
formaður Rekstrarfélags KR, lýst
því yfir að félagið hyggist reyna að
halda þér sem þjálfara. Er ekki
freistandi að halda áfram?
„Vissulega, hver myndi ekki vilja
vera þjálfari KR nú um stundir,
með þetta lið, þessa umgjörð, þessa
stjórn og þessa titla? Það er gott til
þess að vita að þeir vilji hafa mig
áfram; þá eru þeir ánægðir með mig
og mín störf fyrir félagið. Eg hef
líka sterkan vilja til að vera áfram, í
KR líður mér svo vel og það er ein-
staklega gaman að vinna í þessu fé-
lagi. Okkur hefur einmitt að mínu
mati tekist að vinna í því, bæta and-
ann og stemmninguna. Hún var góð
fyrir, en er einstök núna.“
Að undanförnu hefur nafn þitt
heyrst í tengslum við starf lands-
liðsþjálfara. Hefur það verið rætt
við þig?
„Nei, aldrei. Ég er samnings-
bundinn Knattspymusambandinu
sem þjálfari unglingalandsliðsins
(U-21) og á einn leik eftir, ytra gegn
Frökkum. Starf þjálfara A-liðsins
er ekki á lausu og ég hef ekki
nokkra trú á öðra en að Guðjón
Þórðarson verði þar áfram við
stjórnvölinn. Hann hefur náð frá-
bærum árangri með landsliðið, þeim
besta í sögunni, og stemmningin í
kringum liðið er mjög góð. Ég er
þess fullviss að KSI muni leggja allt
í sölumar til að semja að nýju við
Guðjón og tel víst að samningar
muni takast. Miðað við það frábæra
starf sem Guðjón hefur unnið er
ljóst að hann hlýtur ekki aðeins að
vera þeirra fyrsti valkostur, heldur
líka annar og þriðji."
Svona rétt eins og þú hlýtur að
vera hjá KR?
„Jú, vonandi, enda skilst mér á
KR-ingum að þeir hafi áhuga á
frekara samstarfi. Þessi tvö ár og
einkum afmælisárið hafa verið æv-
intýri líkast og að koma titlinum aft-
ur til félagsins eftir 31 ár er eitt-
hvað sem erfitt er að lýsa með orð-
um. Lagið hans Bubba, „Allir sem
einn,“ lýsir KR vel, það era allir
boðnir og búnir til að vinna verkin
og að sama skapi fagna góðri upp-
skeru þegar við á. Það er gaman að
vera KR-ingur núna og framtíðin í
þessu félagi er alveg einstaklega
björt. Það er ekki hægt að segja
annað.“
Þormóður Egilsson,
fyrirliði KR
Leið betur
eftir lyrsta
markið
„ÞESSI sigur var einstaklega
ánægjulegur og árangurinn í
sumar er í raun ótrúlegur, bæði
hjá karla- og kvennaliði félags-
ins, sem unnu tvöfalt. Það verð-
ur erfitt hjá karlaliðinu að ná
sama árangri aftur að ári. En ef
KR verður með sterkt lið þegar
mótið hefst að nýju er það vel
hægt,“ sagði Þormóður Egils-
son, fyrirliði KR. Þormóður
sem er þrítugur sagðist ætla
halda áfram á næsta tímabili.
Þormóður sagði að Skaga-
menn hefðu ekki komið sér á
óvart. „Við vissum að þeir yrðu
sterkir enda era þeir með góð-
an mannskap. Þetta var erfitt í
fyrri hálfleik en spurning um
að sýna þolinmæði. Við voram
ekkert farnir að örvænta í hálf-
leik og vissum að liðið ætti
meira inni. En ég viðurkenni
að mér leið betur eftir að við
skoraðum fyrsta markið.“
Þormóður sagði að stuðning-
ur við KR hefði reynst mikill í
sumar og að hann hefði aldrei
kynnst jafngóðri stemmningu.
„Talsverð vinna hefur verið
lögð í að skapa þessa stemmn-
ingu í kringum liðið, meðal
annars með KR-klúbbnum og
KR-útvarpi. Síðan fóru hlutim-
ir að ganga í deild og þá hreifst
fólk með. Það var frábært að
sjá alla stuðningsmenn liðsins
á vellinum en ekki má gleyma
því að stuðningsmenn Skaga-
manna settu líka sinn svip á
leikinn."
Wínnie áfram hjá KR
en fyrst til Ástralíu
DAVID Winnie, skoskur varn-
armaður KR, hefur gert nýj-
an tveggja ára samning við
félagið, en heldur utan til
Ástralíu hinn 8. október nk.,
þar sem hann mun leika með
Canberra Cosmos í vetur.
Tímabilinu í Ástralíu lýkur
snemma í maí, en samkvæmt
samningi sínum við KR þarf
Winnie að vera kominn aftur
til íslands um miðjan mai,
þegar titilvörn vesturbæinga
hefst.
Er Winnie var spurður
hvort álagið væri ekki mikið
þegar leikið væri allan ársins
hring, sagði hann: „Ef vel er
hugsað um líkamann er það
allt í lagi. Meiðsl geta þó sett
strik í reikninginn og með
aldrinum aukast áhrif þeirra,
til dæmis fyrir menn á mínum
aldri. Þá tekur lengri tíma að
jafna sig. Ég hef verið hepp-
inn að lenda ekki í slæmum
mciðslum hér, en Sveinbjörn
læknir hefur haldið mér í
góðu ástandi. Ég vildi bara að
ég gæti tekið hann með mér
til Ástralíu, því hann getur
lengt feril minn um nokkur
ár. Vissulega er álagið á
stundum mikið, en þetta er
frábært starf. Það er hægt að
ímynda sér erfiðari aðferðir
til að eiga fyrir salti í graut-
inn.“