Morgunblaðið - 28.09.1999, Blaðsíða 12
■■■■■■
GOLF / RYDER-KEPPNIN
Bandaríkin endurheimtu Ryder-bikarinn eftir sögulegar sviptingar
Crenshaw sólti í
smiðju lærimeistarans
BANDARÍKJAMENN endur-
heimtu Ryder-bikarinn í golfi á
sunnudag eftir sögulega og
æsispennandi keppni við sveit
Evrópubúa, lítilmagnann sem
stolið hafði senunni með
vasklegri framgöngu í óþökk
áhorfenda. En skyndilega
snerist meðbyr Evrópu Banda-
ríkjamönnum í hag, heima-
menn vöknuðu af værum
blundi og sýndu lygilegan leik
á vellinum í Brookline nærri
Boston. Honum linnti ekki fyrr
en Justin Leonards púttaði í
holu af um fjórtán metra færi
og tryggði Bandaríkjamönnum
sigur. Þannig endurheimtu
þeir bikarinn, sem þeir misstu
í hendur Evrópubúa árið 1995.
Kraftaverkaleikur bandaríska
liðsins og sigurpútt Leonards
var nokkuð sem liðsstjóri Banda-
■■■■■■i ríkjamanna, Ben
Edwin Crenshaw, gat ekki
Rögnvaldsson útskýrt - ræddi þess í
stað æðri máttarvöld
og örlög. Þar gæti
hann hafa hitt naglann á höfuðið,
því þeir sem fylgdust með gangi
mála á sunnudag trúðu vart sínum
eigin augum. Undantekningalítið
rataði boltinn rétta leið af kylfum
Bandaríkjamanna.
Eríitt er að trúa öðru en að for-
sjónin og andar fortíðar hafi stuðlað
að sögulegum sviptingunum og sigri
Bandaríkjanna í Ryder-keppninni.
* Fyrir fjórum árum sigraði Ben
Crenshaw öðru sinni í bandarísku
meistarakeppninni, öðru nafni
Masters, í Augusta í Georgíuríki.
Crenshaw var þá runninn af
léttasta skeiði, ef þannig er hægt að
taka til orða um kylfinga, og æfði
ekkert á vellinum fyrir mótið. Þess í
stað bar hann kistu golfkennara
síns, Harvey Penicks, sem hafði
leiðbeint honum frá blautu bams-
beini. Með hvert einasta heilræði
Penicks, sérstaklega orðin „miðaðu
til sigurs“, á bak við eyrað vann
Crenshaw einn áhrifamesta sigur
golfsögunnar.
Um helgina var Crenshaw í hlut-
verki liðsstjóra einvalaliðs Banda-
ríkjanna í Ryder-keppninni, sem
farið hafði halloka gegn lítilmagn-
anum frá Evrópu og þurfti að vinna
upp meiri mun en nokkur sigursveit
í sjötíu og tveggja ára sögu keppn-
innar hafði gert. Crenshaw ávarpaði
sveitina fyrir lokahringinn sögu-
lega, þegar Evrópubúar höfðu stolið
senunni og meðbyrinn var gest-
anna. Hvað haldið þið að Crenshaw
hafi sagt, jú - „miðið tii sigurs“.
Minnugir orða Harvey Penicks
léku bandarísku kylfingarnir tólf á
lygilegan hátt - tókst hið ómögu-
lega. Crenshaw er mikiil áhugamað-
'ur um sögu golfíþróttarinnar, segir
ástríðu sína hafa kviknað þegar
hann heimsótti völlinn í Brookline
sem sextán ára unglingur og þátt-
takandi í bandaríska áhugamanna-
mótinu 1968.
Völlur The Country Club, eins og
Reuters
Ben Crenshaw, liðsstjóri bandaríska Ryder-liðsins, hampar bikarnum eftirsótta, sem Bandaríkja-
menn endurheimtu eftir að hafa tapað honum á heimavelli 1995.
klúbburinn í Brookline nefnist á
ensku, var einmitt vettvangur opna
bandaríska meistaramóksins 1913.
Hann hefur reynst Bandaríkja-
mönnum vel og ef til vill er það eng-
in tilviljun að Justin Leonard hafi
púttað til sigurs á sautjándu flöt-
inni. Það var einmitt þar, á sömu
flöt, sem bandarískur táningur,
Francis Ouimet, tryggði sér sigur á
Opna bandaríska mótinu árið 1913,
þar sem hann átti í höggi við tvo
margreynda Breta, Harry Vardon
og Ted Ray.
Þá voru Bandaríkjamenn að stíga
sín fyrstu skref í íþróttinni - hófu
ekki golfleik af alvöru fyrr en á síð-
asta áratug nítjándu aldar. Hús
Ouimets heitins stendur rétt hand-
an götunnar, sem liggur við sautj-
ándu flötina. Crenshaw trúir á æðri
máttarvöld, örlög, og lái honum
hver sem vill.
Stewart skamm-
ar landa sína
PAYNE Stewart, Iiðsmaður bandarisku Ryder-sveitarinnar,
sagðist miður sín vegna framkomu landa sinna handan kaðlanna.
„Mér þótti ömurlegt að heyra sumt af því sem hrópað var að Col-
in [Montgomerie]. Hann á þetta ekki skilið. Keppnin snýst ekki
um þannig lagað. Þetta er ekki sanngjarnt," sagði Stewart.
„Það eina sem ég get sagt við Colin er að mér þykir leitt að
þeir hafí hagað sér svona. Margir áhorfendanna fóru Iangt yfír
strikið. Eg veit ekki hversu margir þeirra hafa sótt golfmót áð-
ur,“ sagði Stewart, sem gaf Montgomerie pútt sitt fyrir fugli og
sigri í leik þeirra á sunnudag, þegar úrslit keppninnar voru ráð-
in. „Ég vildi ekki að ég færi með sigur af hólmi bara vegna þess
að einhver áhorfandi varð til þess að honum mistókst. Við báðum
um að nokkrir áhorfendanna yrðu fjarlægðir. Ég held og vona
að hann virði mig fyrir það,“ sagði Stewart.
Magnús
áfram
hjá FH
MAGNÚS Pálsson verður
áfram þjálfari FH í 1. deildinni
í knattspymu. Logi Olafsson
hefur verið orðaður við Hafn-
arfjarðarliðið að undanförnu,
en Magnús gerði tveggja ára
samning við FH-inga í fyrra og
segir Kristinn A. Jóhannesson,
formaður knattspymudeildar
FH, að við hann verði staðið.
„Ég á ekki von á öðm, eins og
staðan er í dag,“ sagði Kristinn
í gær.
Formaðurinn sagðist ekki
gera ráð fyrir að margir leik-
menn fæm frá félaginu, stefn-
an væri frekar að styrkja leik-
mannahópinn. „Markmiðið er
að komast aftur í hóp þeirra
bestu. Það átti reyndar að ger-
ast í ár og það vora vissulega
mikið vonbrigði að það skyldi
ekki takast,“ sagði Kristinn.
„Ættu að
skamm-
ast sín“
EVRÓPUBÚAR voru óánægðir með
framgöngu bandarísku áhorfend-
anna í Ryder-keppninni um helgina.
Heimamenn létu ófriðlega og reyndu
vísvitandi að slá evrópsku gestina út
af laginu með ýmsum hrópum auk
búkhljóða þegar Evrópubúar voru
við það að slá boltann. Skotinn Colin
Montgomerie fékk sérstaklega óblíð-
ar móttökur. Áhorfendur uppnefndu
hann hástöfum. Beggja vegna Atl-
antshafsins hefur keppnin einkennst
af nokkuð sérstöku andrúmslofti
meðal áhorfenda. Þegar líða tekur á
mótið hafa þeir jafnan fagnað óför-
um gestaliðsins, en aldrei hafa áhorf-
endur verið jafn illskeyttir og nú.
Margir hafa hneykslast á fram-
komu þeirra og liðsmönnum banda-
rísku sveitarinnar þegar Justin Le-
onard púttaði til sigurs á sautjándu
flötinni. Þá ruku kylfingarnir inná
flötina og eltu Leonard uppi, þar
sem Tom Lehman, andlegur leiðtogi
bandaríska liðsins, faðmaði félaga
sinn og lyfti. Nokkrir áhorfenda
ruku til og hlupu yfir flötina, þ.á m.
leið Spánverjans Olazabals að hol-
unni, en hann átti enn eftir að pútta.
Bandaríska liðið hafði ekki enn
tryggt sér sigur, heldur gat Olazabal
hæglega púttað í og unnið næstu
holu, þá átjándu. Hefði hann gert
það, hefði Evrópa haldið bikarnum.
Sam Torrance, aðstoðarmaður
Mark James, liðsstjóra Evrópu,
sagði framkomu Bandaríkjamann-
anna ógeðslega í viðtöium við bresk
dagblöð. „Bandaríkjamenn ættu að
skammast sín. Þetta er með því
ógeðslegra sem ég hef séð um ævina
- og ég er ekki tapsár,“ sagði hann.
Torrance lofaði jafnframt að áhorf-
endur á Belfry-vellinum í Birming-
ham í Englandi yrðu mun vingjam-
legri en þeir bandarísku, þegar
keppnin fer aftur fram eftir tvö ár.
„Ég hef alltaf verið viðstaddur þegar
keppnin hefur farið fram á Belfry og
áhorfendurnir hafa alltaf verið stór-
kostlegir,“ sagði Torrance.
Olazabal sjálfur sagði að uppá-
koman hefði verið ljót ásýndar og að
hann vildi ekki sjá slíkt gerast aftur,
hvorki í Evrópu né Bandaríkjunum.
1 fyrirsögn breska blaðsins Evening
Standard stóð: „Hvernig vinna skal
bikar en tapa samt allri virðingu“.
Liðsstjóri Bandaríkjanna, Ben
Crenshaw, baðst síðar afsökunar, en
ekki fyrr en Evrópubúar höfðu lýst
hneykslan sinni á framkomunni.