Morgunblaðið - 05.10.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1999, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Auðveldur FH-sigur á Eyjamönnum Fátt sem gladdi augað FH þurfti ekki mikið að hafa fyrir sigri sínum á döpru iiði Eyja- manna í Kaplakrika á sunnudaginn, lokatölur 21:16. Leikurinn var í heild slakur, mikið var um mistök á báða bóga, einkum þó hjá ÍBV og nánast það eina sem gladdi augað var ágæt markvarsla Egidijus Petkevicius í marki FH. Asamt góðri markvörslu Pet- kevicius var vörn FH lengst af nokkuð ákveðin og voru Eyjamenn ■■■■■■ ekki með nein ráð við Ivar henni og skipti engu Benediktsson hvort heima- menn voru með full- skipað lið eða ekki vegna brottvísana. Einkar óvandað- ur leikur IBV í fyrri hálfleik varð til þess að FH-ingar fengu að leika eins og þeir helst vilja, þ.e. hafa hraða í leiknum. Því var ekki að sökum að spyrja, eftir rólegar upp- hafsmínútur stungu FH-ingar gesti sína af er á leið og voru sjö mörkum yfir í hálileik, 13:6, eftir að FH skoraði ekki síðustu rúmu tíu mín- útur hálfleiksins. Sóknamýting ÍBV í fyrri hálfleik var 27% á sama tíma og leikmenn FH nýttu 62% sókna sinna. Allt stefndi í að síðari hálfleikur yrði á svipuðum nótum og sá fyrri og FH-ingar myndu frekar bæta við forskot sitt en hitt. Eyjamenn voru hins vegar ögn yfirvegaðri í sóknar- leik sínum í síðari hálfleik þótt ekki hafi hann verið góður. FH hélt þó öruggri forystu og tókst IBV aldrei að minnka forskotið niður í meira en fjögur mörk, 18:14, þegar hálf ní- unda mínúta var eftir. Nær komust leikmenn IBV ekki og í lokin mun- FOLX ■ KNÚTUR Sigurðsson lék sinn 300. leik í meistaraflokki er hann lek með félögum sínum í FH gegn IBV á sunnudagskvöldið. Knútur fékk blómvönd frá FH fyrir leikinn, en fór sér fremur hægt á leikvellin- um og lét nægja að skora þrjú mörk. ■ EYJAMENN voru í vandræðum með sóknarleik sinn gegn FH og t.d. skoruðu þeir ekki sitt fyrsta mark fyrr en eftir 5,45 mínútur, þegar FH-ingar voru tveimur leikmönn- um færri á leikvellinum vegna brottvísana. Markið gerði Miro Barsic úr vítakasti. ■ ALLS liðu 12,25 mínútur frá því Emil Andersen skoraði sjötta mark ÍBV þar til Miro Barisic gerði það sjöunda fyrir sama lið. Á þeim tíma breyttu FH-ingar stöðunni úr 8:6 í 14:6 og lögðu grunn að öruggum sigri sínum. ■ AÐ mati Antons Gylfa Pálssonar og Hlyns Leifssonar, dómara leiks FH og ÍBV, voru heimamenn nokk- uð harðir í horn að taka í vörninni. Alls var FH-ingum níu sinnum vís- að af leikvelli, þar af voru þeir alls átta mínútur utan vallar á fyrstu 15,10 mínútum leiksins. ■ KENNETH Ellertsen, bróðir hins norska Kjetils Eilertsen, leik- stjómanda Hauka, er á mála hjá Fram. Hann þykir fjölhæfur leik- maður, getur leikið margar stöður, en hefur ekkert getað æft með lið- inu vegna meiðsla. aði fimm mörkum, 21:16. Sóknar- nýting FH í síðari hálfleik var 32% og Eyjamanna 42%. I heild var leikurinn afar slakur og ljóst að bæði lið, einkum þó Eyjaliðið, eiga langt í land með að hrista saman leik sinn auk þess sem leikmenn beggja liða gerðu sig seka um að gera aragrúa mistaka, vera einbeitingarlaust, auk þess _sem barátta var nær engin í liði IBV, nokkuð sem oftast hefur verið þess aðal. Morgunblaðið/Kristinn Ungu leikmennirnir hjá Val lögðu allt traust sitt á Júlíus Jönas- son, en hann varð að játa sig sigraðan. Egidijus Petkevicius átti mjög góðan leik í marki FH. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gestrísnir Árbæingar ÍR-INGAR unnu fremur auðveldan sigur á nýliðum Fylkis í Ár- bænum á sunnudagskvöld, 28:23. Allt stefndi í stórsigur Breiðhyltinga því í hálfleik var liðið með níu marka forystu og átti greiða leið í gegnum vörn Árbæinga. Heimamenn ráku hins vegar af sér slyðruorðið í síðari hálfleik og tókst að minnka muninn lítillega. Það geta þeir þakkað Guðmundi Þórðarsyni, þjálfara Fylkis, sem dró fram skóna og gerði ÍR- ingum erfitt fyrir í vörninni. staklega á ÍR-inga í þessum leik. Þeir gátu leyft sér þann munað að hvíla leikmenn en ljóst er að liðið verður án efa sterkt í vetur. Þetta gengur ekki - þið sjáið þa Eins og við spiluðum í fyrri hálf- leik var ekki annað hægt en að gera einhverjar breytingar. Það var greinilegt að liðið tók sig saman í andlitinu í þeim síðari. Það sýndi sig að ef leikmenn hafa trú á því sem þeir eru að gera ganga hlutirnir upp. Eg held að það sé engin spurn- ing að meira býr í þessu liði heldur en það sýndi í kvöld,“ sagði Guð- mundur. IR-ingar tóku strax öll völd á vellinum og ljóst að Árbæingar söknuðu rússneska leikmannsins David Kekisia, sem skorti leikheim- ild. Gestirnir náðu fljótlega þægi- legri forystu enda voru Fylkismenn gestrisnir í vöm og duglegir að glopra boltanum í sókn er síst skyldi. Undir lok fyrri hálfleiks fóru leikmenn að pukrast hver í sínu homi og gerði það IR-ingum enn auðveldara fyrir. Fylkismenn hafa án efa fengið yfirhalningu frá Guð- mundi þjálfara í hálfleik en honum tókst að binda vörn liðsins betur saman er hann kom inn á. IR-ingar, sem hvíldu nokkra lykilmenn lengi í síðari hálfleik, áttu í stökustu vand- ræðum með óvænta fyrirstöðu Fylkismanna og gerðu gestirnir að- eins fjögur mörk á fyrstu 16 mínút- um síðari hálfleiks. Á þessum leikkafla tókst Fylkismönnum að minnka muninn niður í sex mörk og undir lokin var munurinn fimm mörk. Þegar upp er staðið gerðu Fylkis- menn vel að minnka forystu IR-inga en ljóst að þeir geta lent í miklum vandræðum í vetur ef ekki er rétt á málum haldið. Aðspurður hvort róð- urinn yrði Fylkismönnum ekki erf- iður í vetur sagði Guðmundur að svo yrði. „En við tökum einn leik fyrir í einu og leikmenn verða að selja sig dýrt í hvert skipti og sjá síðan hvert það fleytir liðinu." Aldrei reyndi sér- Harkan ÞAÐ var Ijóst frá fyrstu mínútu að leikur Reykjavíkurstórveldanna, Fram og Vals, yrði ekki háður í neinni vináttu. Leikmenn jafnt sem áhorfendur komu grimmir til leiks, staðráðnir i að fara með sigur af hólmi. Minnti stemmningin helst á viðureignir Hafnarfjarðarliðanna, Hauka og FH, og er skemmtilegt til þess að vita að Reykvíkingar hafi loksins eignast sinn grannaslag. Þegar upp var staðið, höfðu heima- menn í Safamýrinni betur og sigruðu með fjögurra marka mun; 24:20. Það var óneitanlega nokkur haust- bragur á leik beggja liða, einkum þegar kom að sókninni. Varnarleikur- ■^■■■i inn var hins vegar mun Stefán öflugri og þá einkum hjá Pálsson Fram, þar sem Njörður Árnason lék á als oddi og hvatti sína menn óspart áfram. Framarar náðu enda forystu strax í upphafi og smájuku hana það sem eftir leið fyrri hálfleiks. í ieikhléi var staðan 14:9. Valsmenn áttu greinilega í mestu vandræðum með vörn Framara og voru hugmyndasnauðir í sóknarað- gerðum sínum. Virtust leikmenn leggja allt sitt traust á Júlíus Jónas- son, sem að sönnu lék afar vel, en hornamennirnir fengu nánast ekkert að gera. Þá komu fá mörk af línunni, en þar var skarð fyrir skildi að Sigfús Sigurðsson sat á bekknum nánast ail- an tímann og tókst ekki að komast inn í leikinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.