Morgunblaðið - 05.10.1999, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Vídek
ekki
til HK
TEKKINN Jirí Vídek, 22
ára örvhent skytta, sem
samdi við HK í vor, kom
ekki til liðsins er á reyndi.
Hann tjáði forráðamönn-
um HK að tékkneska
handknattleikssambandið
hefði meinað honum að
fara vegna aldurs. Hann
sagðist hafa áhuga á að
ræða við HK eftir tímabil-
ið.
Vídek, sem er 1,97 m á
hæð, var í landsliðshópi
Tékka og hefur leikið
með Dukla Prag.
Kekisia
skortir
leik-
heimild
RÚSSNESKUR leikmaður Fylkis,
David Kekisia, lék ekki með liðinu
gegn IR á sunnudagskvöld vegna
þess að hann hafði ekki leikheim-
ild. Hann Iék fyrsta leik liðsins,
sem það tapaði gegn ÍBV 24:23 í
Vestmannaeyjum siðastliðinn mið-
vikudag. Guðmundur Þórðarson,
þjálfari Fylkis, sagði að skömmu
fyrir leikinn gcgn IR hafi komið í
ljós að leikheimild hafði aldrei
borist frá Itússlandi.
Magnús Bragason, hjá IBV,
sagði að Eyjamenn hygðust ekki
kæra leikinn því hann hefði unn-
ist. Hann sagðist hins vegar hafa
vitað það fyrir leikinn að Kekisia
væri ólöglegur og kvaðst hissa á
vinnubrögðum Fylkismanna.
Guðmunda Kristjánsdóttir skoraðí fjögur mörk fyrir Víking. Hér sækir hún að vörn Stjörnunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Víkingsstúlkur sýndu
klæmar í Víkinni
VÍKINGSSTÚLKUR sýndu á sér klærnar í Víkinni á laugardaginn
þegar stöllur þeirra úr Stjörnunni sóttu þær heim. Eftir afar
slaka byrjun hófu Víkingar að raða inn mörkum svo að Garðbæ-
ingar náðu aldrei forystunni á ný og lauk leiknum með 26:22
sigri Víkinga. Á Akureyri komu KA-stúlkur sér inná kortið með
því að ná 16:16 jafntefli við háttskrifað lið FH.
HANDKNATTLEIKUR / KONUR
Stefán Arnarson, þjálfari VQdnga,
var sáttur við sitt lið eftir leik-
inn. „Það var góð stemmning hjá
■■■■■■ okkur fyrir leikinn en
Stefán fyrstu sjö mínútur
Stefánsson leiksins voru hrikaleg-
skrifar ar _ hinsvegar var sig-
urinn því sætari og sýnir að allir
geta unnið alla,“ sagði Stefán. „Leik-
irnir virðast oft þróast þannig að
annað liðið nær ekki að halda miklu
forskoti en við sýndum hvað í okkur
býr þegar á reyndi og það er ég afar
ánægður með. Við höfum misst átta
leikmenn síðan í fyrra og erum að
byggja upp svo að það er bara að sjá
til hvemig það gengur. Okkur er
spáð áttunda sæti deildarinnar en
við ætlum okkur ofar en það,“ bætti
Stefán við.
Með liprum leik skoruðu Garðbæ-
ingar fjögur fyrstu mörkin en þá
höktu Víkingar í gang og skoruðu 11
mörk á móti tveimur gestanna. Á
fyrstu mínútu síðari hálfleiks náði
Stjarnan að minnka muninn niður í
eitt mark, Víkingar náðu aftur fimm
marka forystu en enn tókst Garðbæ-
UTSALA - GOLFVÖRUR
10-50% afs-
láttur
Golfsett járn 3-SW og tré 1-3 frá
kr. 18.500, m/poka, pútter og
kerru kr. 28.500
Graphide sett kr. 27.000,
m/poka, pútter og kerru 37.000,
1/2 sett fullorðins m/poka kr. 14.000
Stök járn frá kr. 1.880
Pútterar frá kr. 1.330
Graphide tré verð frá kr. 3.700
Golfkerrur verð frá kr. 3.900
Rafmagnskerrur frá kr. 45.000
Standpokar frá kr. 6.900
Golfskór 20-50% afsláttur
Golfkúlur í heilum kössum 20% afsl.
Golfsett: HIPPO - HOWSON
Golffatnaður frá HIPPO - NIKE - ADI-
DAS - GREG NORMAN - OZON -
Armúla 40
Símar 553 5320,
568 8860
Ein stærsta sportvöruverslun landsins
7M4RKID
ingum að jafna og fengu raunar færi
til að komast yfir. Það gekk ekki upp
og Víkingar skoruðu síðustu fjögur
mörk leiksins.
Heiðrún Guðmundsdóttir og Krist-
ín Guðmundsóttir áttu mjög góðan
leik hjá Víkingum og skoruðu til að
mynda 11 af tólf mörkum Víkinga eft-
ir hlé. Markvörðurinn Helga Torfa-
dóttir sýndi einnig frábær tilþrif.
„Við náðum ekki að íylgja eftir
góðri byrjun og það kom yfir okkur
deyfð á kafla en síðan snerist þetta
upp í hörkuleik - þar höfðu Víkingar
betur, þeir eru með skemmtilegt lið
og ég óska þeim til hamingju," sagði
Eyjólfur Bragason, þjálfari Stjöm-
unnar, eftir leikinn. „Eg á ekkert svar
núna við því hvað fór úrskeiðis. Við
lékum ilia en áttum möguleika á að
komast yfir eftir að hafa náð að jafna
en það er oft erfitt þegar búið er að
vinna upp mun. Það er slæmt að tapa
stigum og við komum ekki hingað til
þess en málið er að þetta verður
skemmtilegur vetur því Iiðin eru jöfn
og eiga eftir að reita stig hvert af
öðru. Við emm að byggja upp lið og
það tekur tíma.“ Ragnheiður Steph-
ensen, Anna Blöndal og Signín Más-
dóttir vom bestar hjá Stjömunni.
KA tók stig af FH
„Ég er mjög ánægður með stigið,
sérstaklega eftir stórt tap fyrir
Haukum í síðasta leik,“ sagði Hlynur
Jóhannesson, þjálfari KA, eftir
16:16-jafntefli fyrir norðan. „Við er-
um með ungt lið, sem vantar reynslu
svo að það var gaman að ná stigi
þegar enginn bjóst við því og sýnir
að það er allt mögulegt í deildinni.“
Leikurinn var mjög sveiflukenndur.
Norðanstúlkur skoruðu fyrstu fjögur
mörkin en Hafnfirðingar næstu
fimm og síðan skiptust liðin á um að
hafa forystu. KA-stúlkur höfðu bolt-
ann í síðustu sókninni en tókst ekki
að skora og leggja þar með að velli
lið sem talið er langlíklegast til að
vinna í deildinni.
í Eyjum tókst nýliðum Aftureld-
ingar að halda í við heimasæturnar
íyrstu mínúturnar og var staðan 5:4.
Þá skiptu Eyjastúlkurnar úr flatri
vörn í 3-2-1 vörn, sem fór langt út á
móti Mosfellingum. Við því áttu þær
ekkert svar og Eyjastúlkur tóku öll
völd á vellinum og sigraðu 33:10.
Grótta/KR-stúlkur gaf engan grið
er þær sóttu ÍR heim um helgina og
sigruðu 29:14. IR-stúlkur voru ósátt-
ar við sinn leik enda náðu þær ekki
upp nægilega mikilli baráttu.
Haustbragur var á leik Vals og
Hauka að Hlíðarenda á föstudaginn
en Hafnfirðingar höfðu að lokum bet-
ur, 19:18. Leikurinn var jafn framan
af en Hafnfirðingar voru þó fyrri til
að skora svo að það varð hlutskipti
Valsstúlkna að eyða mestri sinni
orku í að vinna upp forskot gestanna.
Pippen farinn
til Portland
SCOTTIE Pippen körfuknattleiksmaður hafði vistaskipti um helg-
ina er hann var seldur frá Houston Roekets til Portland Trail Bl-
azers í skiptum fyrir sex leikmenn. Pippen, sem v.ar margfaldur
meistari með Chicago, fór yfir til Houston í fyrrahaust en óskaði
eftir því að vera seldur til Portland í sumar en þá var málaleitan
hans tekið fálega. í stað Pippens fékk lið Houston þá Walt Willi-
ams, Kelvin Cato, Stacey Augmon, Carlos Rogers, Ed Gray og
Brian Shaw.
Pippen náði ekki að festa rætur í herbúðum Houston og lyndaði
síst við Charles Barkley og milli þeirra hafa gengið óvinsamlegar
kveðjur. I sfðustu viku lýsti Pippen félaga sfnum sem feitum og
eigingjörnum og Barkley hefur látið hafa eftir sér að hann hefði
orðið fyrir mikium vonbrigðum með Pippen. Inni á leikvellinum
náði Pippen sér heldur ekki á strik og gerði t.d. í fyrra álíka
mörg stig og hann gerði veturinn 1997 til 1998.