Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 2

Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Grímur næsti formaður Vals AÐALFUNDUR knattspyrnu- deildar Vals verður lialdinn í kvöld. Þar niun ný stjórn vænt- anlega taka við og verður Grímur Sæmundsen, fyrrum leikmaður Vals, næsti formað- ur deildarinnar. Með honum inn í stjórnina koma m.a. Guð- mundur Þorbjörnsson, Hörður Hilmarsson, Olafur Már Sig- urðsson og Brynjar Níelsson. Fráfarandi formaður knatt- spyrnudeildar, Eggert Þór Kristófei-sson, sagði í samtali við Morgunblaðið að félagið ætlaði sér ekki að vera í 1. deildinni nema eitt ár. „Stefn- an er að sjálfsögðu tekin bein- ustu leið upp í efstu deild aft- ur. Við höfum ekki gengið endanlega frá ráðningu þjálf- ara í stað Inga Björns Alberts- sonar, en ég neita því ekki að við höfum rætt við Ejub Purisevic, sem hefur þjálfað Sindra frá Hornafirði undan- farin ár. En það er ekki búið að ganga frá neinum samningi við Ejub,“ sagði hann. Skuldir deildarinnar eru nú 23 milljónir króna að sögn Eg- gerts Þórs og hafa þær ekki aukist á síðasta starfsári. KNATTSPYRNA Morgunblaðið/Golli Hermann Hreiðarsson á hér í höggi við franska landsliðsmanninn Sylvians Wíltor, miðherja Mónakó, í París á laugardaginn Leikmenn Wimbledon þekktir og umtalaðir sem „brjálaða gengið" „Hlakka nqög til vráslunnar“ „ÉG hlakka mjög til vígslunnar - get varla beðið,“ sagði Hermann Hreiðarsson þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í gærkvöldi. Þá var Eyjamaðurinn staddur heima hjá Ron Noades, eiganda Brentford, að snæða kvöldverð ásamt fjölskyldunni. Fáum klukkustundum fyrr hafði Hermann gengið í raðir Wimbledon, úrvalsdeildarliðsins úr Lundúnum sem þekkt er undir nafninu „brjálaða gengið," eða „The Crazy Gang“. Hann er jafnframt dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspyrnu og bíður nú hinnar alræmdu vígslu í gengið brjálaða. Vígslur þessar geta orðið æði svæsnar og Hermann segist ætla að vera við öllu búinn. „Ég verð tilbúinn," segir hann hlæjandi, enda úr Eyjum og þar Björn Ingi með öllu vanur úr Hrafnsson heimabyggð íslensku skrífar hrekkjalómanna. Landsliðsmaðurinn segir að skiptin yfír í Wimbiedon séu tvímælalaust skref upp á við fyrir sig. „Ég lék með Crystal Palace í úrvalsdeildinni og vil auðvitað leika þar - gegn þeim bestu. Ég tel mig vera í þeim gæðaflokld og er ánægður með að dvöl mín hjá Brentford hafí ekki aðeins skilað sér í þessari sölu heldur einnig gert mér kleift að halda sæti mínu í landsliðinu," segir Hermann, en mjög kom á óvart í fyrra er hann var seldur fyrir metfé til Brentford, sem þá lék i neðstu deild. Hermann segir að dvölin hjá Brentford hafi verið einkar ánægjuleg, en nú taki við nýtt lið og nýtt fólk. „Mér líst mjög vel á þetta. Mér skilst að forráðamenn liðanna hafí gengið frá samningum sín á milli fyrir helgi, en ekki viljað gi'eina mér frá því fyrr en eftir landsleikinn. Eflaust hafa þeir ekki viljað trufla mig,“ sagði hann. Hermann var í gær kynntur fyrir leikmönnum Wimbledon og átti svo fund með Egil Olsen, stjóra liðsins. „Við ræddum saman og hann mundi eftir mér með íslenska landsliðinu. Hann segir að stefnan sé tekin upp á við hjá Wimbledon, liðið hafi ekki byrjað of vel og markmiðið sé að gera mun betur.“ „Hvað segirðu! Fæ ég skyrtu nr. 30? Það líst mér vel á,“ sagði Hermann þegar honum var tjáð númerið sitt hjá hinu nýja liði. Og ekki fannst honum verra að fjölmiðlar gerðu ráð fyrir því að hann yrði líklega í byrjunarliðinu í næsta leik Kaupverð í áföngum KAUPVERÐ Hermanns er tæpar 300 milljónir, en það er þó greitt milli Brentford og Wimbledon í áföngum. Stærstur hluti upphæðar- innar, eða um 170 milljónir króna, greiðist strax en afgangurinn í áföngum eftir Qölda leikja Hermanns með hinu nýja liði. Guðmundur frá í fjórar vikur Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska lands- liðsins í handknattleik og leikmað- ur Nordhom í Þýska- landi, lenti í samstuði við einn leikmanna Frankfurt í leik á sunnudaginn með þeim afleiðingum að liðband í innanverðu vinstra hnéi Guðmund- ar tognaði illa. Verður hann frá keppni af þeim sökum í þrjár til fjórar vikur. „Liðbandið er sem betur fer ekki slitið,“ sagði Guð- mundur í gær. „En það er eigi að síður slæmt að verða fyrir þessu nú loks þegar ég var farinn á fá tækifæri. Það er mikil samkeppni um stöður í liðinu og því slæmt að missa eitthvað úr.“ Guðmundur byrjaði ekki í mark- inu í leiknum við Frankfurt, sem endaði með jafntefli 21:21, en kom inn á rétt fyrir miðjan fyrri hálf- leik. Hann hafði verið í markinu í rúmar tíu mínútur þegar einn leik- manna Frankfurt lenti á honum er hann kastaði sér inn í teiginn. „Mér hafði gengið ágætlega þær mínútur sem ég hafði verið inni á en við þessu er ekkert að segja, það að lenda í meiðslum er hluti af þessu, því miður,“ sagði Guðmundur sem lék allan leikinn við Einstracht Hildesheim í 2. um- ferð bikarkeppninnar í síðustu viku. Nordhorn vann leikinn 28:22 og mætir HSG Gensungen í næstu umferð. Nordhom á fyrir dyrum erfiðan leik á útivelli um næstu helgi er það sækir Flensburg heim. HANDKNATTLEIKUR FIMLEIKAR Líklegt að Rúnar hafi tryggt sér ÓL-sæti RÚNAR AJ(!xandersson, fím- leikamaður úr Gerplu, keppti á heimsmeistai'amótinu í fimleik- um í Tianjin í Kína í gær og hlaut samtals 53,712 stig í ein- kunn og varð í 46. sæti en 36 þeir efstu komust úrslit í fjölþraut. Arangur Rúnars tryggir honum sennilega keppnisrétt á Ólymp- íuleikunum í Sydney á næsta ári. Dýri Kristjánsson, einnig úr Gerplu, hafnaði í 138. sæti, en keppendur voru 293. Hann fékk alls 45,137 stig. Rúnar hlaut 9,587 í einkunn fyrir æfingar á bogahesti og var hann aðeins 0,113 stigum frá því að komast í úrslit í þeii'ri grein. Fyrir æfingar í hringjum fékk hann 7,925, 8,850 fyrir stökk, 9,375 á tvíslá, 9,325 á svifrá og 8,650 fyrir gólfæfingar. Kínverj- ar sigruðu í liðakeppni karla, hlutu samtals 230,546 stig, Úkra- ínumenn urðu í öðru sæti með 224,322 stig og Þjóðverjar í þriðja með 224,245 stig. Hæstu einkunn einstaklinga inn í úr- slitakeppnina hlaut Yang Wei frá Kína, 57,649 stig. Elva Rut Jónsdóttir hlaut samtals 33,899 stig í einkunn fyr- ir fjölþraut kvenna og endaði hún í 102. sæti og komst ekki í úrslit. Þess má geta að árangur hennar var sá besti Norður- landabúa í fjölþraut kvenna. 260 keppendur tóku þátt. Jóhanna Sigmundsdóttir hlaut 30,442 stig og hafnaði í 157. sæti. Rúmenar urðu heimsmeistarar í liðakeppni kvenna með 154,394 stig. Rússar í öðru sæti með 153,576 og Úkraína í þriðja með 154,394 stig. Hæstu einkunn ein- staklinga inn í úrslit hlaut rúm- enska stúlkan Maria Olaru með 38,792 stig. Þórhallur og Bjarni einnig til Uerdingen LIKUR eru til þess að KR- ingarnir Þórhallur Hinriks- son og Bjarni Þorsteinsson semji við KFC Uerdingen og leiki með því til vors ásamt Sigurði Erni Jónssyni og Stef- áni Þór Þórðarsyni. Þeir Bjarni og Þórhallur hóldu utan til Uerdingen sl. fimmtudag ásamt Sigurði og Stefáni og æfðu með liðinu um helgina. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins vilja forráðamenn þýska liðsins semja við KR um leigu á báð- um leikmönnum með það fyr- ir augum að stilla upp Qórum Islendingum í byrjunarliði sinu. „Þetta er alþjóðlegt lið og Þjóðverjarnir cru í minni- hluta. Auk okkar Islending- anna eru leikmenn frá Brasil- íu, Slóveníu, Búlgaríu og Tékklandi. Þetta er allt að smella saman og vonandi bæt- ast Þórhallur og Bjarni í hóp- inn, við getum sannarlega notað þá,“ sagði Sigurður Örn. Ekki er enn frágengið að Þórhallur og Bjarni fari út og eiga forráðamenn KR eftir að afgreiða málið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.