Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.10.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 B 3 KNATTSPYRNA þjálfari FH Logi næsli LOGI Ólafsson verður næsti þjálfari FH-inga í knattspyrnu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur verið ákveðið að Magnús Pálsson, núverandi þjálfari FH, haldi ekki áfram með liðið og Logi verði ráðinn í hans stað. Er búist við að ráðning- in verði kynnt með formlegum hætti á föstudag - á afmælis- degi Hafnarfjarðarliðsins. FH hefur um nokkurt skeið átt sæti í 1. deild og nokkur ár eru síðan karlalið félagsins var meðal þeirra bestu hér á landi. Pétur Ormslev hætti með liðið í fyrra eftir að tvívegis hafði mistekist að komast upp um deild og í haust urðu Hafnfírðingar að sjá á eftir sætum í efstu deild til Fylkis og Stjörnunnar. Þrátt fyrir það var talið líklegt að Magnús Pálsson yrði áfram þjálfari liðsins. Formaður knatt- spyrnudeildar félagsins, Kristinn A. Jóhannesson, lýsti því m.a. yfir í Morgunblaðinu 28. september sl. Þá benti Kristinn á að Magnús hefði verið ráðinn í fyrra til tveggja ára og að við þann samn- ing yrði staðið. Morgunblaðið hefur hins vegar heimildir fyrir því að í samningi Magnúsai- við FH sé uppsagnará- kvæði eftir eitt ár og því hafí FH- ingar heimild til að slíta honum. Mikill áhugi mun vera í Hafnar- firði á ráðningu Loga, enda hóf hann knattspyrnuferilinn í FH og lék þar 1972 til 1981, að hann hélt til náms í Noregi. Hann var svo aðstoðarþjálfari FH 1984 og 1985 er Ingi Bjöm Albertsson var þar þjálfari og leikmaður. Síðan þá hefur Logi gert Víkinga og Akur- nesinga að Islandsmeisturum í knattspyrnu karla, Valsstúlkur að íslandsmeisturam kvenna og að auki verið landsliðsþjálfari karla og kvenna. Hann stýrði Skaga- mönnum sl. tvö ár, en var sagt upp störfum fyrir lokaumferð efstu deildar í haust og bikarúrslitaleik KR og ÍA. Mikill hugur er í FH-ingum og vilja þeir koma knattspymuliði fé- lagsins sem allra fyrst í fremstu röð á nýjan leik. Meðal annars hefur verið unnið að því að fá auk- ið fjármagn í starfsemi knatt- spyrnudeildarinnar og eru þeir Hafnfirðingar, sem Morgunblaðið ræddi við, bjartsýnir á að það tak- ist og lið félagsins mæti sterkt til leiks á næsta ári undir stjóm Loga Ólafssonar. Ætlunin er m.a. að fá leikmenn til liðsins. Einn hefur þegar verið nefndur í því sambandi; Heimir Guðjónsson, sem lék með Skagamönnum undir stjóm Loga sl. tvö ár, en samning- ur hans við IA rennur út um mán- aðamótin. Katrín heiðruð hjá Kolbotn KATRÍN Jónsdóttir lagði upp seinna mark Kolbotn er liðið lagði Asker 2:0 í norsku úrvals- deildinni um helgina. Með sigri féll Asker af toppi deildarinnar en liðið mætir Klepp, sem er efst, í lokaumferðinni. Kolbotn er í fjórða sæti en kemst ekki ofar fyrir síðustu umferðina. Katrín fékk blómvönd frá fé- laginu fyrir leikinnn gegn Asker en hún hefur náð þeim árangri að leika yfir 50 leiki með liðinu. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, var staddur á vellinum en Kolbotn er liðið hans í norska kvennaboltanum. Hann hefúr mætt á flesta hcimaleiki liðsins í sumar. Kristján hjá Admira Wacker KRISTJÁN Brooks, framherji Keflvíkinga, hefur dvalið í Austurríki undanfarna daga við æfingar hjá hinu þekkta liði Admira Wacker. Kom Kristján til Austurrflds á laug- ardag og verður fram á föstu- dag. Forráðamenn Admira hafa fylgst, vel með Kristjáni í sum- ar, en hann átti mjög gott tímabil með Keflvíkingum. Fór hann meðal annars út í júlí og kannaði þar aðstæður. Til stóð að hann færi til liðsins strax eftir lok íslandsmótsins í haust, en Kristján veiktist heiftarlega eftir leik KR og Keflavíkur í lokaumferðinni og var rúmfastur í tvær vikur - fékk lungnabólgu. „Ég er rétt að skríða saman, æfði vel í síðustu viku og er allur að koma til,“ sagði Kristján í gær. Kristján segir að málin séu í hans höndum, forráðamenn Admira hafi áhuga á að hann gerist leikmaður liðsins og því sé það hans að standa sig á æfingum í vikunni. „Það er ekki fyrirhugaður æfingaleik- ur, heldur mun ég æfa með liðinu og standa núg þannig," sagði Kristján, sem samnings- bundinn er Keflvíkingum og yrði því uin sölu frá þeim að ræða. , Morgunblaðið/Golli Islenska landsliðið sem hóf leikinn gegn Frökkum - Eyjólfur Sverrisson, Birkir Kristinsson, Pétur Hafliði Marteinsson, Lárus Orri Sig- urðsson, Auðun Helgason, Rúnar Kristinsson, Helgi Sigurðsson, Brynjar Bjöm Gunnarsson, Hermann Hreiðarsson, Ríkharður Daðason og Þórður Guðjónsson. Þrír leikir á Spáni NÆSTA verkefni landsliðsins í knattspyrnu verður á Spáni í byijun febrúar, þar sem Norð- urlandamótið í knattspyrnu hefst í La Manga. Mótheijar Is- lands þar verða Norðmenn, Finnar og Færeyingar. Þá verð- ur ieikið á Norðurlandamótinu gegn Svíum á Laugardalsvellin- um í ágúst og lokaleikurinn á NM verður viðureign við Dani innanhúss í Danmörku í janúar 2001. „Önnur verkefni eru ekki á planinu hjá okkur. Við bíðum eftir að dregið verður í und- ankeppni HM í Japan og Suður- Kóreu 2002. Drátturinn í HM fer fram í byijun desember,“ sagði Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands íslands. „Þegar við sjáum hveijir verða mótheijar okkar og hvenær leikir fara fram, getum við farið að kortleggja næstu tvö keppn- istúnabil," sagði Geir. Þess má geta að norska knattspyrnusam- bandið á æfingasvæði á Spáni - í La Manga, þar sem Norður- landaþjóðirnar koma saman í febrúar. íslendingarnir byijuðu vel hjá Uerdingen ÍSLENSKU leikmennirnir Stefán Þór Þórðarson og Sigurður Örn Jónsson stóðu sig vel í fyrsta leik sinum með þýska 3. deildar- liðinu KFC Uerdingen á laugardag. Voru þeir báðir í byrjunarlið- inu er Uerdingen gerði 3:3-jafntefli við áhugamannalið Bochum. Stefán Þór skoraði í sínum fyrsta leik og hörkuskalli Sigurðar Arnar varð einnig að marki. að var mikill klaufaskapur að ná ekki að vinna leikinn, við komumst í 3:1 en gáfum of mikið eftir undir lokin og misstum því af tveimur dýrmætum stigum," sagði Sigurður Orn Jónsson við Morgun- blaðið eftir leikinn, en hann hefur verið lánaður frá KR í vetur, rétt eins og Stefán Þór Þórðarson frá ÍA. Stefán lék í framlínunni en Sig- urður Öm var í meira sóknarhlut- verki en hann á að venjast í KR - var hægri tengiliður og sótti stíft. Sigurður Öm sagði að knatt- spyman sem leikin hefði verið væri ekki frábær en þó ágæt. „Það mætti segja mér að þetta líktist að mörgu leyti efstu deild heima, þó ekki bestu liðunum. Við KR-ingar hefð- um t.d. ekki átt í miklum erfiðleik- um með bæði þessi lið,“ sagði hann, en nefndi jafnframt að hjá Uerdingen væri aðstaða greinilega öll til fyrirmyndar, glæsileg æfinga- svæði og vel búið að mönnum. „Hér verður eflaust gott að vera í vetur og maður ætti að vera í góðu ásig- komulagi þegar keppni hefst aftur í deildinni heima,“ sagði hann. Mark Stefáns kom Uerdinen í 2:1, en svo átti Sigurður Öm hörku- skalla að marki og boltinn stefndi inn þegar annar leikmaður kom við hann og var fyrir vikið skráður fyrir markinu. „Það var alveg fáránlegt. Ég átti þetta mark,“ sagði Sigurður í léttum tón, enda skorar hann ekki beinlínis mörk á hverjum degi. Lárus Guðmundsson, tæknilegur ARNAR Jón Sigurgeirsson, ung- lingalandsliðsmaður úr KR, dvelur þessa dagana til reynslu hjá norska 1. deildarliðinu Lyn. Fór Arnar til Noregs beint frá Frakklandi, þar ráðgjafi þýska liðsins, fylgdist með leiknum og sagði hann að Þjóð- verjarnir hefðu verið afar ánægðir með þátt Islendinganna. „Þeir styrkja liðið greinilega og Þjóð- verjamir sáu strax batamerki, þótt ekki hafi tekist að innbyrða sigur í fyrstu tilraun,“ sagði Lárus. Eftir tólf umferðir er Uerdingen í 16. sæti suðvesturriðils 3. deildar- innar með 11 stig. sem hann lék með unglingalandslið- inu (U-21) á laugardag. Þá fór Skagamaðurinn Reynir Leósson til að kanna aðstæður hjá úrvalsdeildarliðinu Molde. Trelleborg vill fá Sigurbjöm SIGURBJÖRN Hreiðars- son, markahæsti leikmaður Vals sl. tímabil, dvaldi í nokkra daga við æfingar hjá sænska úrvalsdeildar- liðinu Trelleborg og lék einn leik með varaliði fé- lagsins gegn dönsku liði og stóð sig vel. Reiknað er með að félagið bjóði honum samning á næstu vikum. Eggert Þór Kristófers- son, formaður knattspyrnu- deildar Vals, var með Sig- urbirni í Svíþjóð. „Ég reikna með að sænska fé- lagið bjóði honum samning enda voru forráðamenn fé- lagsins ánægðir með það sem þeir sáu til hans. Það verður þó háð því að félag- ið leiki i efstu deild næsta túnabil, en til þess þarf lið- ið tvö stig til viðbótar," sagði Eggert Þór. Arnar Jón og Reynir í Noregi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.