Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 B %’ KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Brynjar Björn Gunnarsson um jöfnunarmarkið Munaði litlu að ég hætti við að skjóta „AÐ gera mark gegn þessu liði er hreint út sagt frábært, en það sem kom mér mest á óvart var að við skyldum jafna leikinn eftir að hafa lent 2:0 undir. Leikurinn þróaðist því á skemmtilegan hátt í síð- ari hálfleik,“ sagði Bryiyar Björn Gunnarsson, er skoraði annað mark íslenska liðsins gegn Frökkum á Stade de France. Brynjar sagði að liðið hefði ekki leikið af nægilegri grimmd gegn Frökkum í fyrri hálfleik. „Við vorum beittari í síðari hálfleik og uppskárum eftir því. Við fór- um alltaf út í þennan leik með því hugarfari að við hefðum trú á því sem við vorum að gera og sennilega ætluðu Frakkarnir að taka því rólega í seinni hálfleik og við geng- um á lagið. Þeir áttu greini- lega erfítt með að komast áfram eftir að hafa fengið á sig tvö mörk.“ Brynjar sagði að er hann komst gegn Bemard Lama, markverði, hefðu hann og Rúnar Kristinsson haft tækifæri til þess að skjóta á markið. „Það munað litlu að ég hætti við að skjóta en ég sá sem betur fer að Rúnar bakkaði og ég náði að pikka í boltann. Þar með jöfnuðum við leikinn og allt gat gerst.“ Frakkar voru sem frosnir Islenska landsliðið hefur mörg afrek unnið í undankeppni Evrópukeppninnar í knatt- spyrnu. Gisli Þorsteinsson fylgdist með því er landsliðið bætti enn einni rósinni í hnappagat sitt, á þjóðarleikvangi Frakk- lands - Stade de France - í útjaðri París- ar, er það vann upp tveggja marka forystu heimsmeistara Frakka, í einum magnað- asta leik sem það hefur leikið. Frakkar höfðu fyrir leikinn sagt að erfitt yrði að brjóta niður vöm íslenska liðsins og kváðust við- búnir því að leikurinn yrði i jámum lengi vel. Youri Djorkaeff, leikmað- ur franska liðsins, sagði meðal ann- ars að íslenska liðið væri engin Ital- ía, heldur færi langt á líkamlegum styrk og því yrðu hann og félagar hans að hafa þolinmæði til að brjóta liðið niður. í raun þurftu Frakkar ekki að bíða eins lengi og þeir töldu, sjálfsmark sem Ríkharður Daðason gerði á 18. minútu kom Frökkum á bragðið. Markið var íslenska liðinu áfall enda hafði það gert sér vonir um að halda Frökkum eins lengi frá marki og mögulegt væri og freista þess að nýta skyndisóknir sínir. Hvomgt gekk eftir því íslenska liðið fékk litla möguleika fyrir framan franska markið í fyrri hálfleik fyrir utan skot sem Þórður Guðjónsson átti en það fór yfir Bemard Lama, markvörð Frakka, og framhjá marki. Sóknarþungi franska liðsins hélt áfram allan fyrri hálfleik og vom íslensku leikmennimir í eilíf- um eltingarleik við þá frönsku, sem byggðu sóknir sínar ^inkum í kring- um Zinedine Zidane, er fór á kost- um í leiknum. Þegar allt leit út fyrir að íslenska liðið hefði jafnað sig á fyrsta mark; inu knúði ógæfan dyra öðm sinni. I þetta skiptið skeiðaði Youri Djorka- eff í gegnum vöm íslenska liðsins, eins og svo oft áður í leiknum, og skoraði á undraverðan hátt. Hann var með fjóra íslenska leikmenn í eftirdragi, virtist missa boltann en fékk hann aftur og setti hann í net- ið. Markið kom á slæmum tíma, rétt fyrir leikhlé, og virtist viðbúið að nú hefði íslenska liðið tapað áttum í keppninni - síðustu leikir hefðu ekki gengið sem skyldi, tap gegn Rússum í Moskvu og gegn Ukraínu í Reykjavík. Var þessi árangur sem náðst hafði tilviljun og vom and- stæðingar þeirra búnir að sjá leik íslenska liðsins fyrir? Óneitanlega hafa slíkar hugsanir læðst að stuðn- ingsmönnum íslenska liðsins enda í fyrsta skipti sem liðið fékk á sig tvö mörk í leik í undankeppninni, hvað þá í einum hálfleik. Frakkar töldu sig í ákjósanlegri aðstöðu fyrir seinni hálfleik, með tveggja marka forystu og hugðust leika eins og sá sem valdið hefur það sem eftir lifði leiks. En þar van- mátu þeir styrk íslenska liðsins, sem virtist tvíeflast við þann vanda sem við því blasti - eins og svo oft áður í keppninni. Ljóst var að ís- lenska liðið ætlaði sér að gera betur og glæsilegt skot Eyjólfs Sverris- sonar úr aukaspyrnu af 30 m færi, sem hafnaði í netinu, sýndi að þeir vom ekki dauðir úr öllum æðum. Roger Lemerre, þjálfari Frakka, var æfur og baðaði út öllum öngum og hrópaði til sinna manna, en þeir virtust ekki taka mark á þjálfaran- um því þeir stóðu sem steinmnnir á vellinum og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Markið sló Frakka út af laginu og þótt ótrúlegt megi virðast vom heimsmeistaramir heillum horfnir gegn íslensku leikmönnunum, sem héldu áfram að sækja og uppskám annað mark sjö mínútum síðar, eða á 56. mínútu leiksins. Aðdragandi marksins var einstaklega vel út- færður, Rúnar Kristinsson náði knettinum mitt á milli vítateigs og miðju franska liðsins. Hann sendi á Brynjar Bjöm Gunnarsson er kom honum á Eið Smára Guðjohnsen, sem var nýkominn inn á sem vara- maður. Eiður fékk franskan vamar- mann strax í bakið en honum tókst að koma knettinum inn í vítateiginn þar sem Rúnar og Brynjar vom skyndilega einir gegn Bemard Lama, markverði franska liðsins á meðan vamarmenn gestanna, sem fyrir rúmu ári var hælt á hvert reipi fyrir sterkan og agaðan leik, vom víðsfjarri. Brynjar skoraði og franskir áhorfendur á Stade de France gripu andann á lofti. Stemmningin strax eftir markið var sérstök á vellinum. Franskir áhorf- endur þögðu þunnu hljóði, leikmenn franska liðsins vom sem frosnir, stóðu og göptu, rifust eða reittu hár sitt yfír þeirri stöðu sem liðið var komið í. A meðan kættust íslensku leikmennimir og stuðningsmenn þeirra í stúkunni. Þessi viðburður verður án efa er fram líða stundir einn sá markverðasti í sögu ís- lenskrar knattspymu. Aðeins einu liði, Rússum, hafði tekist að skora meira en eitt mark á sjálfum þjóð- arleikvangi Frakka í keppninni þar til Island mætti á Stade de France. Frönskum áhorfendum var ekki skemmt, þeir tóku að flauta og hrópa að leikmönnum sínum, ekki síst Lama sem þeir töldu að ætti Spenna í París og Moskvu ^rniáti Breytingar á stöðu liðanna í 4. riðli Frakkland Rússland á meðan leikirnir stóðu yfir - ísland - Úkraína Tímaröð markanna í leikjunum sem hófust báðir kl. 16:00 . Kl. Leik- 1. sætí í riðli 2. sæti í ríðli 3. sæti 4. sæti Isl. tími min. EM 2000 sæti Leikur um sæti í 4. riðli (stig) í 4. riðli (stig) Frakkar voru úti er Brynjar Björn jafnaði París 16:17 Ríkharður, sjálfsm. 1:0 (17.) Frakkiand (21) Úkraína (20) Rússland (19) ísland (15) París 16:38 Y. Djorkaeff skorar 2:0 (38.) Frakkland (21) Úkraína (20) Rússland (19) ísland (15) Paris 17:02 Eyjólfur skorar 2:1 (47.) Frakkland (21) Úkraína (20) Rússland (19) l'sland (15) 1 Paris 17:11 Brvniar Biörn iafnar 2; 2 Úkraína (20) Rússland (19) Frakkland (19) fsland (10)1 París 17:26 D. Trezeguet skorar 3:2 (71.) Frakkland (21) Úkraina (20) Rússland (19) fsland (15) Moskva 17:30 K Karpin skorar 1:0 (75.) Rússland (21) Frakkland (21) Úkraína (19) ísland (15) Moskva 17:42 A. Shevchenko jafnar 1:1 (87.) Frakkland (21) Úkraína (20) Rússland (19) fsland (15) Eiður Smári Guðjohnsen, Helgi Sigurðsson og Brynjar Björn Gunnarsson fagna jöfnunarmarkínu sem Brynjar Björn skoraði menn franska liðsins voru sem frosnir. Morgunblaðið/Golli ■ á sama tíma sló þögn á franska áhorfendur og leik- s einhverja sök á mörkunum tveimur. Flestir hafa búist við því að ís- lenska liðið myndi draga sig aftur eftir markið og freista þess að halda fengnum hlut. En svo var ekki. Guð- jón Þórðarson, þjálfari liðsins, sagði fyrir leikinn að hann ætlaði sér að tefla djarft gegn Frökkum og hann hélt því áfram. Hann gerði engar breytingar á liðsuppstillingu liðsins, hélt tveimur leikmönnum í fremstu víglínu og gerði tilraun til þess að vinna leikinn. Þórður Guðjónsson komst glettilega nálægt því er hann skaut föstu skoti að marki og Bern- ard Lama var í mestu vandræðum með skotið, virtist úr jafnvægi en tókst að slá boltann frá marki. Þá átti Heiðar Helguson, sem kom inn á seint í leiknum ágætan skalla að marki sem Lama varði úti við stöng. Smátt og smátt náðu Frakkar tangarhaldi aftur á leiknum og létu hvert skotið eftir annað dynja að marki íslenska liðsins, en þau fóru öll framhjá þar til David Trezeguet skoraði sigurmarkið á 71. mínútu leiksins. Frökkum var létt, þeir höfðu loks fundið glufu á vöm ís- lenska liðsins eftir margar tilraunir. Ur því sem komið var ákvað Guðjón enn á ný að tefla djarft. Hann breytti úr leikaðferðinni 5-3-2 í 4-3- 3 og skipti vamarmanni út fyrir miðjumann. Skiptingin virtist bera ávöxt því Eiður Smári var ekki langt frá því að skora, komst upp að endamörkum en missti boltann of langt frá sér. Undir lokin dró af ís- lenska liðinu og Frökkum tókst að skora tvisvar, í bæði skiptin var Djorkaeff að verki, en mörkin voru ekki talin gild, vegna rangstöðu, sem þótti vafasamur dómur, og fyr- ir hendi á Tony Vairelles. Árangur íslenska liðsins gegn heimsmeisturum Frakka er einstakt afrek, að jafna leikinn eftir að hafa lent 2:0 undir er eitthvað sem eng- inn bjóst við, nema leikmenn liðsins sem búa yfír miklum sigurvilja. Þeir sögðust staðráðnir í að gera betur eftir dapran fyrri hálfleik og sýndu að árangur þeirra í keppninni er engin tilviljun. Liðið hefur oftar en einu sinni sýnt að það getur snúið erfíðum leikjum sér í hag, slíkt átti sér stað gegn Ukraínu í Kænugarði, Rússum í Moskvu og nú gegn Frökkum. Sannkölluð bylting hefur átt sér stað hjá íslenska knatt- spymulandsliðinu undir stjórn Guð- jóns Þórðarsonar. Hugsunarháttur leikmanna er gjörbreyttur, ekki er lengur markmiðið að gera það besta og sjá svo til. Nú er lagt af stað tO sigurs og ekki virðist skipta neinu máli hver andstæðingurinn er. Islenska landsliðið var í baráttu um að komast úr undankeppni í fyrsta skipti allt fram á síðustu stundu. Leikmenn liðsins og for- svarsmenn hafa nú fengið nasaþef- inn af því hve langt er hægt að kom- ast og vilja örugglega komast í slíka aðstöðu á ný. I raun er ekkert sem mælir því mót, allir leikmenn liðsins leika erlendis og fleiri til við bestu aðstæður. En meira þarf til og nauðsynlegt að til verksins sé feng- inn þjálfari sem byggt getur á þeim grunni sem fyrir er. Hvort það verður Guðjón eða einhver annar verður tíminn að leiða í ljós. Morgunblaðið/Golli íslensku áhorfendurnir sem mættu á Stade de France voru mjög áberandi þegar íslendingar náðu að jafna. Hér fagna þeir jöfnunarmarkinu, 2:2. Aftur dynur ógæfan yfir Rússa RÚSSAR, sem sneru blaðinu við eftir hræðilega byrjun í keppni fjórða undanriðils Evrópumótsins, (þeim sama og íslendingar léku 0 voru aðeins fjórum mínútum frá því að tryggja sér þátt- tökurétt í úrslitakeppni Evrópumótsins í Hollandi og Belgíu á næsta ári. Þeir voru yfir gegn Úkraínumönnum á Luzhniki-vell- inum í Moskvu er fimm mínútur voru eftir, en þá dundi ógæfa þeirra yfir. Alexander Filimonov, markvörður liðsins, sló bolt- ann í eigið mark eftir aukaspyrnu hins magnaða Andriys Shevsjenko. Fram að þessu þóttu Rússar, sem komust yfir á 75. mípútu, með marki Valerys Karpin úr auka- spyrnu, stefna hraðbyri í úrslita- keppnina. Það var ekki líklegt eftir fyrstu leiki Rússa í riðlinum, þegar þeir töpuðu fyrir Úkraínumönnum, Frökkum og síðan Islendingum með sjálfsmarki varnarmannsins Panovs í blálokin. Þetta er því ekki í fyrsta skipti sem landslið Rússa tapar dýrmætum stigum með síðbúnum, afdrífaríkum mistökum. Jafntefli Rússa og Úkraínu- manna í Moskvu nægði þeim síðar- nefndu til að komast í aukaleiki um sæti í úrslitakeppninni, en Frakkar unnu riðilinn með 21 stig, einu meira en Úkraína, og Rússar luku leik með nítján stig. Filimonov, markvörðurinn lán- litli, virtist fullkomlega með á nót- unum er fyrirgjöf Shevsjenkos barst að marki, en á óskiljanlegan hátt stýrði hann boltanum í eigið net og féll niður á kné er það rann upp fyrir honum hvað hann hafði gert - Úkraínumenn fögnuðu hins vegar ákaft. Rússar höfðu lengst af tögl og hagldir í leiknum, en Josef Sabo, þjálfari Úkraínu, benti réttilega á að hægt væri að sækja án afláts í níutíu mínútur án þess að sigra. „Þetta var ekki heppni. Markvörð- urinn gerði einfaldlega mikil mistök. Skotið frá Shevsjenko var frábært; ég hef séð hann skora mörg mörk úr þessu færi.“ Við jöfnunarmarkið gekk Oleg Romantsev, þjálfari Rússa, um- svifalaust til búningsherbergja í- stað þess að fylgjast með gangi mála á lokasekúndunum. Hélt að við færum með sigur af hólmi „ER við jöfnuðum leikinn hafði ég á tilfinningunni að við mund- um fara með sigur af hólmi. Ég hafði þessa sömu tilfinningu fyr- ir leik og jafnvel í stöðunni 2:0 fyrir Frakka. Er Eyjélfur skor- aði sagði ég með sjálfum mér að sigurinn væri okkar. Það munaði hins vegar litlu að okkur tækist að stela sigrinum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen, er kom inn á í leiknum gegn Frakklandi og lagði upp annað mark Islands. Eiður sagðist hafa fundið sig vel um leið og hann kom inn á í leiknum. „Skömmu síðar fékk ég boltann frá Brynjari [Gunnars- syni] og vissi því hvert hann ætl- aði, hreyfði mig til vinstri og sendi boltann í gegnum vörnina. Síðan var það spurning hvort Brynjar eða Rúnar [Kristinsson] næði að skora. Ég var ætíð sann- færður um að annar hvor þeirra gæti klárað tækifærið og skor- að.“ Nokkur félagslið í úrvalsdeild og 1. deild í Englandi hafa sýnt Eiði Smára mikinn áhuga en hann sagðist ekkert velta því fyrir sér hvort frammistaða hans í leiknum gegn Frakklandi kæmi honum til góða. „Ég er bara feginn að fá að spila og er að deyja úr hamingju að fá að /Ú taka þátt í þessum leik fyrir framan jafn marga áhorfendur og raun ber vitni. Það er gaman að vita hvar maður stendur gegn bestu varnarmönnum heims. Ég held engu að síður að ég eigi enn eftir að ná mér fylli- lega eftir erfið meiðsl og sýna r hvað í mér býr.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.