Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 8

Morgunblaðið - 12.10.1999, Síða 8
B ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ Rúnar Kristinsson um jöfnunarmark Brynjars Björns á Stade de France Kliður fór um stúkuna Árangur liðs íslands í EM frá 1962 JStV Átta þjálfarar hafa komið við sögu =KSI 1962 1974-75 1978-79 1982-83 1986-87 1990-91 1994-95 1998-99 Ríkharður Jónsson (1962) 2 0 1 1 3:5 25% Tony Knapp, Engl. (1974-1975) 6 1 2 3 3:8 33% Júrí llichev, Sovétr. (1978-1979) 8 0 0 8 2:21 0% Jóhannes Atlason (1982-1983) 8 1 1 6 3:13 19% Siegfried Held, V-Þýs. (1986-87) 8 2 2 4 4:14 37% Bo Johansson, Svíþj. (1990-91) 6 1 0 5 4:7 17% Ásgeir Elíasson (1991-1995) 10 2 2 6 6:15 30% Guðjón Þórðarson (1998-1999) 10 4 3 3 12:7 55% „VIÐ vorum í slæmri stöðu í hálfleik en höfðum ætíð trú á að við gætum skorað, þó að það væri ekki nema eitt mark. Við gerðum góða hluti í seinni hálfieik og stundum vantaði hersiumuninn á að við kæmust oftar að marki franska liðsins," sagði Rúnar Kristinsson. Eg tel að þeir [Frakkar] hafi brotnað lítillega við markið sem Eyjólfur skoraði og við bætt- um um betur og náðum mjög góðu marki skömmu síðar. Þeir urðu að vinna leikinn til þess að eiga mögu- leika á að komast áfram í keppn- inni og það fór kliður um stúkuna ler við jöfnuðum. En þeir höfðu það af að skora en áður fengum við góð tækifæri tO þess að komast yfir. Eftir að þeir gerðu þriðja markið reyndum við að pressa á þá og skapa okkur færi. Það gekk það vel að þeir urðu taugaveiklaðir og léku ekki eins og þeir eiga að sér.“ Rúnar sagði að hðið hefði farið varfæmislega inn í leikinn gegn Frökkum og lent í þeirri aðstöðu að verjast framan af. „Þeir skora fyrsta markið úr aukaspymu sem var í raun engin aukaspyma og mikill heppnisstimpill yfir seinna markinu í hálfleiknum. Við eram sáttir við leikinn í heild og sýndum að ef við föram framar á völlinn og tökum aðeins meiri áhættu eigum við möguleika gegn þessum stór- þjóðum. Við sýndum það gegn Ukraínu er við jöfnuðum og gerð- um harða hríð að Rússum í Moskvu. Þá munaði litlu að við næðum jafntefl gegn sjálfum heimsmeisturam Frakka á þeirra heimavelli. Það er stórkostlegur árangur." Rúnar sagði að ein ástæða þess að liðið hefði náð góðum árangri í riðlinum væri sú allir leikmenn þess væra í góðu líkamlegu ástandi allt árið um kring. „Við spilum og æfum eins og aðrir leikmenn í Evr- ópu og stöndum því þeim fyllilega að sporði. Slíkt var ekki hægt er fiestir leikmenn liðsins voru að leika heima og spiluðu 18 leiki í deild og æfðu í fimm mánuði.“ Morgunblaðið/Golli Rúnar Kristinsson hefur hér betur í viðureign við Didier Descahmps, leikmann enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Franska blaðið L’Equipe segir Heiðar hafi gengið of langt Geri það sem ég FRAKKAR voru óhressir með viðureign Alain Boghossioan og Heiðars Helgusonar undir lok leiks Islands og Frakklands á Stade de France á laugardag þar sem Boghossioan lá óvígur eftir. í íþróttablaðinu L’Equipe segir að Heiðar hafi gengið of langt í baráttu við leikmanninn. Boghossioan varð að fara af velli, en hann er ekki sagður al- varlega slasaður, að sögn blaðs- ins. Heiðar fékk gidt spjald fyr- ir vikið. Aðspurður um hvort hann hefði ekki látið finna fyrir sér er hann kom inn á sagði Heiðar að svo væri. „Þetta er bara minn stíll að spila svona. Ég gerði það sem ég kann og von- andi skilar það mér eitthvað áfram.“ Heiðar sagði það frábært tækifæri að leika fyrir framan 80 þúsund manns. „Ég hafði það eiginlega á tilfinningunni að við myndum vinna því eftir kann að við jöfnuðum voru þeir mjög stressaðir. Við sýndum að við erum með mjög gott lið og 3:2 gegn Frökkum í París eru ekki slæm úrslit. Ég held að við sé- um búnir að vinna okkur inn mikla virðingu hjá öðrum þjóð- um, eins og Frökkum, sem eru heimsmeistarar." Islenska liðið í fjórða sæti Islenska ungmennalandsliðið tap- aði íyrir því franska 2:0 í Frakk- landi á laugardag. Um var að ræða síðasta leik íslenska liðsins í und- ankeppni Evrópukeppninnar og hafnað liðið í fjórða sæti af fimm, hlaut sex stig en Armenar urðu neðstir með fjögur stig. Frakkar, sem unnu leikinn gegn Islandi sannfærandi, urðu efstir með 19 stig. Rússar urðu í öðra sæti og Ukraína í þriðja sæti. Frakkar höfðu talsverða yfir- burði gegn íslendingum í Blois, þar sem leikurinn fór fram iyrir framan tæplega átta þúsund áhorf- endur. Frakkar fengu vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé er Valur Fannar Gíslason braut á frönskum sóknarmanni. Frakkar skoraðu úr vítaspymunni og bættu öðra marki við á 58. mínútu. Eitt besta færi ís- lenska liðsins átti Grétar Hjartar- son í fyrri hálfleik. Hann stakk sér fram og náði að koma við boltann en markvörður franska liðsins reyndist vandanum vaxinn og varði. Armenar unnu létl í Andorra ARMENAR áttu ekki í neinum vandræðum með Andorrabúa í lokaleik liðanna í 4. riðli. Armenar sigraðu 3:0 í Andorra la Vella og engu skipti þótt þeir væra einum færri í klukkustund. Armenar tóku snemma öll völd á vellinum og gerðu fyrsta markið á 26. mínútu. Var þar að verki Artur Petrosyan sem nýtti sér skelfileg mistök markvarðar Andorra og skoraði með næsta auðveldum hætti. Fimm mínútum síðar var Al- bert Sarkisyan rekinn af velli og við það vöknuðu vonir heimamanna um íyrsta stigið í riðlinum. Þær vonir fuku þó fljótlega út í veður og vind; Armenar gáfu hvergi eftir og bættu tveimur mörkum við í seinni hálfleik. Shak- ferldyan gerðu þau bæði, hið síðara með sannkölluðum þramufleyg af um 30 m færi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.