Morgunblaðið - 12.10.1999, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ
KNATTSPYRNA
ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 B
Guðjón Þórðarson, þjálfari íslenska landsliðsins eftir leikinn í París
Betra en ég hafði
látið mig dreyma um
Morgunblaðið/Golli
Guðjón Þórðarson landsliðsþjálfari tekur utan um varnarmennina Pétur Marteinsson og Lárus Orra
Sigurðsson eftir leikinn sögulega í París.
Guðjón Þórðarson,
þjálfari íslenska lands-
liðsins, sagði að árang-
ur liðsins í und-
ankeppni Evrópumóts-
ins væri betri en hann
hefði getað látið sig
dreyma um. Hann
sagði í samtali við Gísla
Þorsteinsson þá til-
fínninffli sérstaka er ís-
lenska liðið vann upp
tveggja marka forskot
franska liðsins á Stade
de France fyrir framan
um 80 þúsund manns
og að Frökkum hefði
verið brugðið vegna
óvæntrar fyrirstöðu ís-
lenska liðsins.
Guðjón hafði lagt áherslu á það
fyrir leik að íslenska liðið næði
að halda því franska frá marki eins
lengi og hægt væri. Hann sagði það
því hafa verið mikið áfall er liðið
fékk á sig sjálfsmark eftir 18 mínút-
ur og það hefði að einhverju leyti
komið mönnum úr jafnvægi. „En
tækifærin sem slík í fyrri hálfleik
voru ekki mörg. Þeir skora þrjú
mörk en hefðu hugsanlega getað
fengið betri færi sem þeir nýttu
ekki. En svo voru menn að spila
gegn sjálfum sér í fyrri hálfleik,
fylgdu ekki þeim einföldu tilskipun-
um sem voi'u settar fyrir leik. Þá
vantaði meiri tiltrú hjá leikmönn-
um, vantaði sjálfstraust að við gæt-
um gert þetta. Þegar við komum
inn í hálfleik höfðum við engu að
tapa lengur og fórum í gegnum at-
riði sem við vildum bæta. Eg fór í
gegnum nokkur atriði, rifjaði upp
ákveðnar staðreyndir og meðal ann-
ars lagði ég áherslu á að leikmenn
gæfu sér meiri tíma og þeir stæðu
nær frönsku leikmönnunum. Leik-
menn voru ekki nægilega nálægt
þeim og því gliðnaði liðið en þeir
voru þéttari fyrir í seinni hálfleik og
það skilaði þeim árangri að okkur
tókst að jafna leikinn. Leikurinn
gjörbreyttist á þessum tíma. Að
jafna leikinn með þeim hætti sem
við gerðum er mjög gott. Okkur
tókst að bæta hlutina í seinni hálf-
leik og sýndum mikinn styrk.“
Hvernig leið þér er íslenska liðið
hafði jafnaði leikinn og sýndi til-
burði tii þess að komast yfír eftir að
hafa lent 2:0-undir?
„Eg var mjög sáttur við hvernig
liðið stóð sig í seinni hálfleik og er
stoltur af liðinu enda unnum við
seinni hálfleik 2:1. Það er ekki hægt
annað en að vera stoltur af strákun-
um yfir því hvað þeir gerðu. Tilfínn-
ingin sem slík, er íslenska liðið jafn-
aði leikinn, var mjög sérstök,
ánægjuleg."
Taldir þú að leikurinn hefði getað
farið á báða vegu er íslenska liðið
náði aðjafna leikinn?
„Leikurinn vó salt. Við fengum
tvær til þrjár tilraunir á þessum
tíma sem hefðu vel getað fallið okk-
ur í hag. Við breyttum skipulaginu,
tókum út varnarmann og settum
inn miðjumann undir lokin. Við
breyttum úr 5-3-2 í 4-3-3 og vissum
að því fylgdi áhætta. Við vorum
hvort sem er að tapa leiknum og
það skipti engu máli. Ég held að
mönnum hætti aðeins til að gleyma
því að við vorum að spila við heims-
meistarana og að þeir voru að berj-
ast fyrir lífí sínu. Það var búið að
króa þá af og staða þeirra var erfið
fyrir leikinn. Fólk verður að skoða
við hverja við vorum að eiga í þess-
um leik. Ég held að þó að við höfum
tapað leiknum tölulega séð höfum
við sýnt það að við getum verið
mjög stoltir af íslenska liðinu."
Þú talaðir um það fyrh- leikinn að
ekkert gæti komið franska liðinu á
óvart. En þessi fyrirstaða íslenska
liðsins hlýtur að hafa komið þeim í
opna skjöldu?
„Já, það var mikil breyting á leik
okkar í síðari hálfleik. Við komum
fast inn í leikinn og það var klárt á
atferli þeirra að þeim var brugðið,
ekki bara á vellinum heldur allt í
kringum okkur. Ég sá að kollegi
minn [Roger Lemerre] var að tapa
sér. Ég held samt sem áður að þeir
hafi gert sér grein fyrir að það er
ekki hægt að slá okkur auðveldlega
út af laginu. Við höfum aðeins tapað
með einu marki er við höfum tapað í
keppninni. Reyndar fengum við
óvanalega mikið af mörkum á okkur
í þessum leik. Við höfum ekki fengið
þrjú mörk á okkur síðan í æfínga-
móti á Kýpur árið 1998. Fram að
því hafði liðið í mesta lagi fengið eitt
mai’k á sig í leik en Frakkar vissu
að við höfðum lent undir á móti
Ukraínu en jafnað. Einnig lentum
við undir á móti Rússum og það má
segja sem svo að Rússar hafi verið
heppnir að okkur tókst ekki að
jafna leikinn. Eg held því að franska
liðið hafi borið fullkomna virðingu
fyrir okkur sem liði og ég held að í
dag hafi enginn íslenska liðið í flimt-
ingum.“
Aðspurður hvort ekki hafi komið í
ljós í þessum leik að franska liðið sé
brothætt sagði Guðjón að svo væri.
„Það eru ákveðnar brotalamir í
þessu liði en það eru feikilega góðir
leikmenn í því, sérstaklega [Zinedi-
ne] Zidane, sem var góður framan
af leik.“
Er sá árangur sem íslenska liðið
náði í undankeppni Evrópumótsins
betri en þú hafðir búist við fyrir-
fram, ekki síst ef litið er til þess
hvaða þjóðir eru með liðinu í riðlin-
um?
„Heildarútkoman er betri en
maður gat látið sig dreyma um fyr-
irfram. Leikir gegn þessum stór-
þjóðum voru jafnir og við töpuðum
naumlega í erfiðum leikjum. Það
væri illa sagt af mér ef ég væri ekki
ánægður með frammistöðu liðsins.
Leikmenn hafa lagt mikið á sig og
eru reynslunni ríkari fyrir framtíð-
ina og það sést á þessu að það er
hægt að gera vel og menn verða að
stuðla að því í framtíðinni að svo
verði gert.“
Stuðlar þessi árangur ekki að því
að þig langar að halda áfram sem
landsliðsþjálfari?
„Það hefur verið gaman að vinna
með þetta lið og verkefnið hefur
gengið vonum framar. Þegar maður
skoðar framtíðina er margt sem
birtist en menn verða að skoða hvað
það er sem þeir leita eftir. Hver nið-
urstaðan af því verður kemur í
ljós.“
■ BJARKI Gunnlaugsson sat allan
tímann á varamannabekknum á
laugardag er lið hans, Preston
North End, vann góðan l:0-sigur á
Bristol City í ensku 2. deildinni.
■ WALSALL er enn í fallsæti í 1.
deildinni, þrátt fyrir l:0-sigur á
Birmingham á laugardag.
■ ENSKIR fjölmiðlar greindu frá
því um helgina að líkur væru á að
Roy Evans verði næsti
knattspyrnustjóri Bolton
Wanderers, liðs þeirra Guðna
Bergssonar og Eiðs Smára
Guðjohnsen. Þjálfarinn Phil Brown,
sem stjórnað hefur Bolton síðan
Colin Todd lét af stjóm í fyrra
mánuði var talinn líklegur til að
hreppa hnossið, en ýmsir hafa látið í
ljós efasemdir og borið við
reynsluleysi þjálfarans. Evans, sem
rekinn var frá Liverpool á síðustu
leiktíð, hefur verið atvinnulaus
síðan.
■ EKKI er þó gert ráð fyrir því að
Evans verði ráðinn alveg á
næstunni, því til stendur að gefa
Brown lengri frest til að sanna sig.
Bolton tapaði fyrir Wolves um
helgina og að venju var Guðni
Bergsson í vörn liðsins, en Eiður
Smári var á sama tíma að leika með
íslcnska landsliðinu í París.
■ NOTTINGHAM Forest hefur
ekki gert formlegt tilboð í Eið
Smára Guðjohnsen, ef marka má
orð knattspyrnustjóra liðsins og
leikmanns, Davids Platts. Hins
vegar hefur hann mikinn áhuga á
leikmanninum. „Ég hef fylgst með
honum og er mjög hrifinn," er haft
eftir Platt á heimasíðu Forest.
■ MAN. Utd. virðist hafa gefist upp
í þeirri viðleitni sinni að krækja í
landsliðsmiðvörðinn Sol Campbell
frá Tottenham. Nýjasta útspil
meistaranna var að sögn fólgið í því
að bjóða fimmtán milljónir punda í
kappann og að auki framheijann
Ole Gunnar Solskjær. I fyrra bauð
Tottenham tæpar sex milljónir
punda í Solskjær hinn norska.
■ MAN. Utd. er þó ekki hætt að
leita að varnarmönnum og í gær var
skýrt frá því að liðið hefði tvo sterka
leikmenn í sigtinu. Annar er
Antonio Carlos Zago frá Brasilíu og
hinn er portúgalski
landsliðsmaðurinn Fernando Coutó,
sem nú leikur með Lazio á Italíu.
■ PAUL Ince, leikmaður
Middlesbrough, verður frá keppni í
mánuð hið minnsta vegna
uppskurðar sem hann þarf í vegna
kviðslits. Þetta kom í ljós rétt fyrir
landsleik Englands og Belgíu í
Sunderland, en Ince lék á miðjunni
með enska liðinu.
■ BOBBY Robson verður líklega
innan skamms boðinn nýr
samningur við Newcastle,
samningur sem gildir til næstu
fjögurra ára eða þar til Robson
verður sjötugur. Stjórinn var á
dögunum fenginn til bráðabirgða
eftir að Ruud Gullit lét óvænt af
störfum, en þykir hafa staðið sig svo
vel að forráðamenn Newcastle vilja
tryggja sér krafta hans til
langframa sem fyrst.
■ MARC Overmars, útherjinn
snjalli hjá Arsenal, virðist kominn í
kuldann hjá hollenska landsliðinu.
Frank Rijkaard, þjálfari
Hollendinga, segir að Overmars
virðist grunsamlega oft verða
misdægurt er landsleikir nálgist, en
sé þeim mun betri í leikjum sínum
með Arsenal. „Ég er aðdáandi
Overmars, en ég vil ekki leikmenn
sem beita sér ekki af fullum styrk
fyrir hönd þjóðar sinnar, eh
blómstra síðan með félagsliðum
sínum,“ segir Rijkaard.
■ HOLLAND og Brasilía skildu
jöfn, 2:2, í vináttulandsleik á
laugardag í Hollandi. Heimamenn
komust í 2:0 og misnotuðu
vítaspyrnu, en Brassar hrukku svo í
gang og hefðu getað stolið sigi-inuiii
undir lokin.
Úrslit Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu
Tólf lið hafa nú tryggt sér sæti í
úrslitakeppninni sem fer fram í
Hollandi og Belgíu næsta sumar
Holland sem gestgjafi
Belgía sem gestgjafi
Italía sigraði í 1. riðli undank.
Noregur sigraði í 2. riðli undank.
Þýskaland sigraði í 3. riðli undank.
Frakkland sigraði í 4. riðli undank.
Svíþjóð siqraði í 5. riðli undank.
Spánn sigraði í 6. riðli undank.
Rúmenía sigraði í 7. riðli undank.
JÚgÓslavía sigraði í 8. riðli undank.
Tékkland sigraði í 9. riðli undank.
„Amsterdam ArenA"
HOLLAND
^ ÞYSKA-
^ LAND
Amsterdam Arnheim_I „Gelredome“
Rotterdam^g£Í_« rtT I 30.000 sæti
Portúgal með besta árangur liðs í 2. sæti riðils (7. riðill)
Hin 8 liðin í 2. sæti sins riðils leika um 4 síðustu sætin:
Danmörk, Slóvenía, Tyrkland, Úkraína,
England, ísrael, írland og Skotland