Morgunblaðið - 12.10.1999, Page 11

Morgunblaðið - 12.10.1999, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR ÞRIÐJUDAGUR 12. OKTÓBER 1999 B 11, Naunrvt hjá meistur- unum að Varmá AFTURELDING vann nauman sigur á KA í bráðfjörugum og skemmtilegum leik að Varmá á laugardaginn 28:27 þar sem engu mátti muna að KA-menn hirtu annað stigið á lokakaflanum eftir að hafa verið fimm mörkum undir, 27:22, þegar tæpar átta mínútur voru til leiksloka. Mosfellingar hafa þar með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir ásamt Fram en KA-menn fylgja liðunum tveimur fast eftir. Afturelding hafði frumkvæðið lengst af í fyrri hálfleik en KA fylgdi fast á eftir. Varnir beggja liða voru brokkgengar ívar og sóknarmönnum Benediktsson voru oft mislagðar skrifar hendur. Undir lok íyrri hálfleiks skiptu KA-menn úr 6-0 vörn í framliggj- andi 3-2-1 vörn og komu verulegu róti á sókn Aftureldingar fyrir vikið. Náðu norðanmenn þar með foryst- unni skömmu íyrir leikhlé, 10:9, og héldu fengnum hlut fram að hálfleik, er þeir voru verðskuldað tveimur mörkum yfir, 15:13. Heimamenn komu betur undir það búnir að mæta framliggjandi vörn KA í byrjun síðari hálfleiks, voru hreyfanlegri í sókninni og opn- uðu sér þannig leiðir að markinu. Vörn Mosfellinga hresstist um leið og Bergsveinn Bergsveinsson tók að verja. Þar af leiðandi skildu leiðir liðanna, Afturelding náði forystu á nýjan leik og virtist ætla að sigla ör- ugglega í höfn með sigur í fartesk- inu. En leikmenn KA neituðu að gef- ast upp, tóku tvo leikmenn UMFA úr umferð í stöðunni 27:22. Við það kom óðagot á meistarana sem misstu boltann hvað eftir annað og áður en varði voru gestirnir búnir að minnka muninn í eitt mark, 27:26, og hálf þriðja mínúta til leiksloka. Talsverður handagangur var í öskj- unni á lokamínútunum en Mosfell- ingum tókst að halda fengnum hlut þótt ekki hefði miklu mátt muna að liðin skildu með skiptan hlut. „Við byrjuðum vel en létum fram- liggjandi vöm KA koma okkur í uppnám," sagði Bjarki Sigurðsson, fyrirliði Aftureldingar, í leikslok. „Þá var vörnin okkar sein af stað. Við áttum hins vegar von á að KA myndi bæði leika 6-0 vöm og 3-2-1 þannig að vörn þeirra átti ekki að koma okkur í opna skjöldu. Undir lokin vorum við komnir með góða forystu er þeir tóku tvo leikmenn út hjá okkur. Fjórir gegn fjómm á að þýða veislu fyrir sóknannennina en því miður féllum við í þá gryfju sem KA-menn sóttust eftir, það er að leika af ónákvæmni. Þar með komust þeir á bragðið og náðu nærri því að jafna, en við náðum að halda stigunum og það er aðalatriðið. Þetta var hörkuleikur tveggja góðra liða,“ sagði Bjarki. KA-liðið barðist vel og innan þess em efnilegir leikmenn sem stóðu sig einkar vel, einkum þó Heimir Örn Arnason og Halldór Sigfússon sem fóm hreinlega á kostum lengst af. Fleiri komu við sögu og ljóst að KA- liðið þarf ekki að örvænta með þessa efnilegu menn og fleiri innan sinna vébanda. Erfið tíð í nánd hjá Fylki Farið nú að spila handbolta, dóm- arar og leilonenn. Það er hund- leiðinlegt að horfa á þetta!“ Þetta hrópaði einn áhorf- Edwin enda í íþróttahúsinu Rögnvaldsson við Strandgötu í skrifar Hafnarfirði er Hauk- ar og Fylkir áttust við í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknattleik á sunnudagskvöld. Það er í eðli lítilmagnans í íþrótt- um, a.m.k. þess sem leiðir hugann að viðfangsefninu, að reyna að þvinga andstæðinginn, ofjarlinn, til þess að bregða út af vananum - að hleypa leikjum upp í „vitleysu". Það reyndi Fylkir í kappleik sínum við Hauka, leik sem lauk með auðveldum sigri hinna síðarnefndu - 33:22. Fylkismenn reyndu að verjast sóknum heimamanna framarlega. Hvort sú aðferð hafi lánast þeim betur en einhver önnur skal ósagt látið, því Haukar skomðu fjórtán mörk úr hraðaupphlaupum, eða áð- ur en leikmenn Fylkis gátu stillt vörn sinni upp. Vörn Hauka, sem var „flöt“, þ.e. samkvæmt skipulaginu 6-0, var of sterk fyrir Fylki. I hjarta hennar vom Tékkinn Petr Baumruk og Rússinn Alexander Shamkuts ekki Morgunblaðið/Árni Sæberg Norski hornamaðurinn Lasse Stenseth var atkvæðamesti leikmaður Hauka. árennilegir. í fyrri hálfleik tóku Fylkismenn fjöldann allan af ótíma- bæmm skotum, sem höfnuðu annað hvort í varnarmúrnum eða í höndum Magnúsar Sigmundssonar. Þannig geystust Hafnfirðingar í hraðaupp- hlaup og skoruðu alls níu mörk af sautján með þeim hætti fyrir leikhlé. Leikurinn reyndi ekki mikið á Hauka. Norski hornamaðurinn Lasse Stenseth var atkvæðamesti leikmaður liðsins og skoraði nokkur vel útfærð mörk úr hraðaupphlaup- um. Þorvarður Tjörvi Ólafsson, leik- stjórnandinn sem lék áður með Haukum, var besti maður Fylkis. Auk hans sýndi Eymar Krager fal- leg tilþrif er hans naut við, en hann fékk ekki að spreyta sig í skyttu- hlutverkinu fyrr en undir lok leiks- ins. Guðmundur Þórðarson, leikmaður og þjálfari Fylkis, sagðist hafa orðið nærri orðlaus er hann upplifði þetta kvöld við Strandgötuna. „Við gerð- um of margar villur í leiknum, skut- um stanslaust í vörnina og þeir refsuðu okkur eins og skot. Leikur- inn hjá okkur snerist hreinlega um að auðvelda þeim [Haukum] verkið. Við misstum boltann og lukum sókn- unum á röngum tíma. Það er helsta skýringin. Það er greinilegt að hug- arfarið var ekki rétt fyrir þennan leik. Það er alveg ljóst. Maður verð- ur alveg orðlaus þegar slíkt gerist. Mér fannst allt mögulegt þróast okkur i óhag. Við vorum bara léleg- ir,“ sagði Guðmundur, sem er orðinn 41 árs en tekur eigi að síður til hendinni í miðvörn Fylkisliðsins. Ekki er vanþörf á. Skortur er á reyndum mönnum í liðinu, sem Essen steinlá heima Iörg óvænt úrslit urðu í þýsku deildinni í handbolta um helg- ina. Tusem Essen beið sinn stærsta ósigur á heimavelli í sögunni, 33:21, fyrir Nettelstedt og Nordhorn tap- aði óvænt stigi á heimavelli með 21:21 jafntefli við Frankfurt. Kiaus Schorn, aðaleigandi Tusem Essen, var ekki ýkja glaður eftir leikinn við Nettelsted á sunnudag. „Svona frammistaða leikmanna verður ekki liðin meðan ég stjórna hér. Leik- menn krefjast hærri launa, sem þeir fá, og á móti krefjumst við árangurs af leikmönnum. Það sem þeir sýndu hér í dag verður ekki liðið,“ sagði Schorn, eftir stórtap liðsins gegn Nettelstedt í hinni frægu Grugahalle í Essen þar sem Essen var niður- lægt með tólf marka tapi, 33:21, af miðlungsliði Nettelstedt. Hvorki Patrekur Jóhannsson né Páll Þórólfsson voru á meðal marka- skorara Essen að þessu sinni. Guðmundur Hrafnkelsson var óheppinn í leik sínum með Nordhorn gegn Frankfurt. Hann lenti í slæmu samstuði við einn leikmanna Frank- furt og er óttast að hann hafí slitið liðbönd í ökkla. Nordhorn var í vand- ræðum allan tímann með frískt lið Frankfurt og var 21:21 jafntefli sanngjörn niðurstaða. Jochen Fratz var markhæstur hjá Nordhorn með 8 mörk en Immel gerði 5 fyrir Frankfurt sem lék afar sterkan varnarleik allan timann. Flensburg virðist eitthvað vera að gefa eftir í toppbaráttunni ef marka má síðustu leiki liðsins. Liðið lék um helgina gegn botnliði Willstatt og mátti þakka fyrir að fara heim með bæði stigin. Leikurinn endaði 24:26 og vora leikmenn Willstatt miklh- klaufar að ná ekki jafntefli. Gústaf Bjarnason gerði 5 mörk fyrir lið sitt og var einn besti maður liðsins. Magnús Sigurðsson komst hins veg- ar ekki á blað að þessu sinni. Christi- ansen var að venju markhæstur hjá Flensburg með 9 mörk. Sigurður Bjarnason og félagar í Wetzlar tóku stórlið Groswallstadt í kennslustund á heimavelli og unnu stórsigur, 28:17. Sigurður gerði 3 mörk og lék vel. Bayer Dormagen lék afspyrnuilla í leik sínum gegn Bad Schwartau. Staðan í leikhléi var 9:4 Schwartau í vil og endaði leikurinn 16:13 fyrir Bad Schwartau. Þetta er eitt lægsta skor í sögu deildarkeppninnar og sagði annar þjálfara Dormagen, Pet- er Pyscall, að nú væri botninum náð. Pyscall þjálfar liðið ásamt Guðmundi Þ. Guðmundssyni. Goran Stojanovic, markvörður Schwartau, varði fimm vítaköst í leiknum. Héðinn Gilsson var ekki meðal markaskorara hjá Dormagen en Róbert Sighvatsson gerði tvö mörk og Daði Hafþórsson eitt. skýrii- að hluta til illa útfærðan sóknarleik liðsins, en sigurviljann vantar ekki. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Fleira þarf en löngun til að knýja fram sigur. Þriðja gírinn vantaði Hugur allra Islendinga var hjá knattspyrnulandsliðinu í París á laugardaginn. Því miður fyrir áhorfendur á leik Stefán HK og Fram í fyrstu Pálsson deild karla voru leik- skrífar menn beggja liða þar engin undantekning. Leikurinn var með ólíkindum daufur og leiðinlegur á að horfa, þótt jafn- ræði hafi verið með liðunum. Framarar fóm með sigur af hólmi, 24:27, og verma toppsætið ásamt Aftureldingu, en einn áhorfandi hafði að orði að réttast væri að liðið afsalaði sér stigunum, svo döpur hefði viðureignin verið. HK-menn mega raunar naga sig í handarbökin yfir að fara tómhentir frá leiknum. Þeir höfðu forystu nán- ast frá fyrstu mínútu, en skoraðu ekki mark á fimm síðustu mínútun- um á meðan Framarar breyttu stöð- unni úr 24:23 í 24:27. Var þá mjög dregið af heimamönnum og kjarkur- inn virtist bresta. Fyrri hálfleikur var með ólíkindum illa leikinn og nánast ekkert sem gladdi augu áhorfenda, ef undan eru skilin nokk- ur góð mörk Hjálmars Vilhjálms- sonar, besta manns Kópavogsbúa, og ágæt markvarsla Hlyns Jóhann- essonar. Framarar vora ráðvilltir og hugmyndasnauðir og gerðu sér að góðu að elta HK-menn sem höfðu lengst af eins til tveggja mai’ka for- ystu. Virtist muna mikið um fjar- vera Njarðar Ái’nasonar sem nef- brotnaði á æfingu á dögunum og lék því ekki með. Það var ekki fyrr en á 27. minútu að dró til tíðinda, en þá fékk Robertas Pauzoulis í liði gest- anna rautt spjald fyrir brot. Var sá dómur allt of harður, en það var til marks um áhugaleysi Framara að þeir höfðu vart fyrir því að mótmæla honum. í síðari hálfleik ákváðu þeir Guð- mundur Helgi Pálsson og Norðmað- urinn Kenneth Ellertsen að taka leikinn í sínar eigin hendur. Heima- menn vörpuðu frá sér góðu tækifæri til að ná öraggri forystu um miðjan hálfleikinn, þegar þeir voru tveimur leikmönnum fleiri í eina og hálfa mínútu, í stöðunni 18:15, en í staðinn náðu gestirnir að halda hreinu og minnka muninn. Framai-ar fylltust sjálfstrausti en HK-menn vonleysi og gestirnir sigldu hægt og bítandi fram úr. Sem fyrr sagði skoraðu hinir blá- klæddu fjögur síðustu mörkin og stálu þannig sigrinum á lokasprett- inum. Munaði þar mest um hinn norska Ellertsen. Þar fer augljós- lega snjall og reynslumikill leikmað- ur sem mun reynast Safamýrarpilt- um drjúgur í vetur. Aron maður leiksins ARON Kristjánsson, landsliðs- maður í handknat tlcik, skor- aði sex mörk og var útnefndur maður Ieiksins þegar dönsku meistararnir í Skjern slógu hollensku meistarana í Sittar- dia út úr forkeppni Meistara- deildar Evrópu. Skjern vann lcikinn í Hollandi með sex marka mun, 28:22. Segja má að vikan hafi ver- ið viðburðarík hjá Aroni, því í síðustu viku eignaðist unnusta hans, handknattleikskonan Hulda Bjarnadóttir, fyrsta barn þeirra - myndarlegan 17 marka son. Hélt Aron upp á fæðingu sonarins með stórleik á þriðjudeginum fyrir viku í dönsku bikarkeppninni. Skjern sigraði þá Bjerringbro KFUM í átta Iiða úrslitum 22:19 og var Aron einn besti maður vallarins - skoraði sjö mörk. tfr Aðalfundur Munið aðalfund knattspyrnudeildar í kvöld kl. 20.00 í hátíðarsal félagsins að Hlíðarenda. Allir sannir Valsmenn eru hvattir til að mæta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.