Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 12

Morgunblaðið - 12.10.1999, Side 12
Hvað sögðu frönsku blöðin eftir viðureign Frakklands og íslands í París? Fékk kalt vatn til að renna milli skinns og hörunds Morgunblaðið/Golli Eiður Smári Guðjohnsen á hér í höggi við Didier Deschamps, fyrirliða Frakka, er hann var að sækja að marki Frakka þar sem Bernard Lama er til varnar. FRÖNSKU blöðin L’Equipe og Le Journal du Dimanch fóru yfirleitt fögrum orðum um frammistöðu íslenska liðsins í leiknum gegn heimsmeisturum Frakka á Stade de France á laugardaginn. Fyrirsögn Le Jo- urnal du Dimanch um leikinn var á þá leið að leikurinn hafi boðið upp á mikla spennu - fengið kalt vatn til að renna á milli skinns og hörunds. Heimsmeistarar Frakka hafi fengið óvænta mótspyrnu og leið þeirra í úrslitakeppnina hafi verið þyrnum stráð og erf- ið fram á síðustu mínútu loka- leiksins gegn íslendingum. Frönsku blaðamennirnir efast um að Roger Lemerre, landsliðs- þjálfari Frakka, valdi starfí sínu sem þjálfari eftir að hafa misst nið- ur tvejggja marka forskot gegn „litla“ Islandi. Þjálfarinn hefur ver- ið gagnrýndur enda hefur frammi- staða liðsins ekki verið sæmandi heimsmeisturum. „Lemerre getur fyrst og fremst þakkað úrslitunum í Moskvu að liðið er komið í loka- keppnina," segir í Le Joumal du Dimanch. Með goshver í farteskinu Farið er fögrum orðum um ís- lenska liðið og sagt að það njóti þess að fara frá litlu eyjunni í norðri með goshver í farteskinu sem gjósi þeg- ar fæstir eigi þess von - komi sífellt á óvart. Þetta hafi komið fram í leik liðsins á laugardaginn. í L’Equipe segir að íslenska liðið hafí leikið mjög stífan og agaðan vamarleik í allri riðlakeppninni. Vörnin hafí verið helsta vopn liðsins þar til á laugardaginn. Liðið fékk þá á sig næstum jafn mörg mörk og það hafði fengið í öllum hinum sjö leikj- unum til samans. Blaðið bendir á þá staðreynd að liðið hafi aðeins fengið á sig sjö mörk í keppninni, næstum helmingi færri en sjálfír heims- meistaramir og það eitt og sér sé auðvitað góður árangur. Islenska liðið sýndi á sér nýjar hliðar í síðari hálfleik og sýndi þá að það getur líka sótt og skorað mörk. Þó svo að liðið sé óreynt og státi ekki af jafn góðum knattspyrnu- mönnum og Frakkar kunni það að nýta sér mistök heimsmeistaranna. íslendingar vom hættulegir alveg fram að lokaflauti leiksins. Eins og naut í flagi Marcel Desailly, vamarmaður Frakka, sagði við Le Journal du Dimanche að íslensku leikmennimir hafí verið mjög grimmir. „Sóknar- menn íslenska liðsins vora nánast eins og naut í flagi með homin í síð- um okkar allan síðari hálfleikinn. Við voram undir miklu álagi alveg þar til flautað var af. Við voram ekki öryggir með sigur fyrr en lokaflautið gall við,“ sagði hann. Roger Lemerre, þjálfari Frakka, sagði við LEquipe að lið hans hefði engu gleymt. Það hafi náð markmiði sínu, tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM. Hann sagði liðið hafa sýnt mik- inn „karakter" með því að ná að sigra eftir að hafa misst leikinn nið- ur í jafntefli, 2:2. Það væri styrk- leikamerki. Hann vildi ekki tjá sig mikið um leikinn gegn íslendingum. Aðspurð- ur um hvort hann yrði áfram þjálf- ari landsliðsins sagði hann: „Það eina sem ég get sagt er að ég verð áfram meðal fremstu stuðnings- manna franskrar knattspyrnu." Hann hefur verið móðgaður út í franska íþróttafréttamenn vegna þeirrar gagnrýni sem hann hefur fengið frá þeim að undanfömu og ekki verið að eyða of mörgum orð- um í þá. Blaðið spyr hvort einhver verði ekki að koma Lemerre til hjálpar til að Frakkar haldi uppi merki sínu sem heimsmeistarar á EM næsta sumar. Blaðið segir það óskiljanlegt og óafsakanlegt að heimsmeistararnir hafí tapað niður tveggja marka for- skoti á aðeins sjö mínútna kafla í upphafi síðari hálfleiks. Einbeiting- in hafi gjörsamlega horfið og óör- yggið verið algjört. Leikmenn gerðu sig seka um fjölmörg mistök sem ekki eiga að sjást hjá besta landsliði heims. Það sem hafí bjarg- að heimsmeisturanum frá niðurlæg- ingu hafi verið innkoma David Trezeguet, sem var aðeins búinn að vera inn á í átta mínútur þegar hann skoraði markið sem skóp sig- urinn. Le Joumal segir íslendinga hafa spilað virkilega vel í síðari hálfleik. Liðið sýndi að það getur átt mjög óvænta spretti. Bestu leikmenn liðs- ins að mati blaðsins voru Birkir Kristinsson markvörður og Eyjólf- ur Sverrisson fyrirliði. Fyrirliði Frakka, Didier Des- hamps, sagðist hafa vitað það fyrir- fram að þetta yrði erfiður riðill enda hafi það komið á daginn. „Þessi riðlakeppni var spennandi fram á síðustu mínútu. Við voram ekki ör- uggir með sæti okkar í lokakeppn- inni fyrri en flautað var af bæði í París og Moskvu. Við þurftum svo sannarlega að hafa fyrir því að kom- ast í lokakeppnina." Guðjón og Eggert ræddu málin GUÐJÓN Þórðarson, landsliðs- þjálfari í knattspyrnu, hitti Eg- gert Magnússon, formann KSI, að máli síðdegis í gær og ræddu þeir þjálfaramál .liðsins. Samn- ingur Guðjóns við KSI rennur út um mánaðamótin. „Við ræddum málin,“ sagði Guðjón í gær. Hann sagði að ákveðið hefði verið að þeir hitt- ust aftur, ef ekki í dag þá á morgun. Hann sagðist eiga frekar von á að málin skýrðust nú í vikunni. Guðjón játaði því að það freistaði að reyna fyrir sér er- lendis. „Vissulega. En það þarf margt að skoða í því sambandi. Ég hef áður velt fyrir mér liðum sem hafa leitað eftir kröftum mínum og skoðað af alvöra. En að mörgu er að hyggja.“ Era meiri líkur en minni á að þú verðir áfram landsliðsþjálf- ari? „Ég er svo lítill líkindamaður. Það kemur að því að KSI og ég tökum ákvörðun. Málið er að ég hef ákveðna stöðu sem ég er að skoða.“ Verði af kaupum íslenskra fjái-festa í Stoke og þér yrði boðið að taka við liðinu, mynd- irðu ekki íhuga það alvarlega? „Ég hef ekki hafnað neinu frá þeim erlendu aðilum sem haft hafa samband gegnum tíðina, heldur skoðað málin með opnum huga, utan kannski tvisvar eða þrisvar sinnum að ég hafði ekki áhuga. Ég myndi eflaust skoða þetta ásamt öðra sem borið hef- ur á góma.“ Stendur jafnvel eitthvað ann- að til boða? „Það era fleiri möguleikar, já. Sú umræða var í gangi áður en við fóram til Frakklands og það var hringt aftur í dag [gær] og spurt hvort ég væri tilbúinn að ræða það frekar. Ég sagði að það væri allt í lagi, en get ekki rætt um það frekar nú,“ sagði Guðjón Þórðarson í gærkvöldi. Þormóður til Walsall ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði KR, hélt í gær til Englands þar sem hann verður til reynslu um tima hjá 1. deildarliðinu Walsall. Fyrir þar eru íslend- ingarnir Bjamólfur Lárusson og Sigurður Ragnar Eyjólfs- son. Þormóður hefur leikið all- an sinn feril hjá KR. Samning- ur hans er runninn út og hon- um því frjálst að semja upp á eigin spýtur. Fram vill kaupa Gunnleif af KR FRAMARAR hafa lagt fram formlega fyrirspurn til KR vegna markvarðarins Gunnleifs Gunn- leifssonar. Vilja þeir kaupa Gunn- leif, sem samningsbundinn er vesturbæjarliðinu. Fleiri breyting- ar á leikmannahópi Framara standa fyrir dyram. Erlendur Magnússon, formaður leikmannanefndar Fram - Fót- boltafélags Reykjavíkur hf., stað- festi þetta við Morgunblaðið í gær. Kvaðst hann vænta svars frá KR- ingum á næstu dögum og sagði að umrædd fyrirspum væri liður í þeirri viðleitni Éramara að styrkja leikmannahóp liðsins samkvæmt óskum nýráðins þjálfara, Guð- mundar Torfasonar. „Nýjar áherslur fylgja nýjum mönnum og það er ekkert laun- ungarmál að Guðmundur vill gera ákveðnar breytingar. Hann hefur verið að velta þeim hlutum fyrir sér að undanfömu, en ekkert er enn ákveðið í þeim efnum," sagði Erlendur. Erlendur sagði að Framarar þyrftu líklega að fá til sín tvo til fjóra sterka leikmenn fyrir næstu leiktíð. Hann sagði að fyrirspumin til KR væri sú eina sem beinst hefði að ákveðnu liði en einnig hefðu málin verið rædd við leik- menn sem ekki væra samnings- bundnii' félögum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins era Iv- ar Bjarklind og Kristinn Hafliða- son, sem leikið hafa með ÍBV und- anfarin ár, meðal þeirra leikmanna. Talsverðar breytingar Líkur era á að nokkrir leikmenn yfirgefi herbúðir Fram á næst- unni. Þeir Hilmar Bjömsson og Marcel Oerlemans eru famir af landi brott, Hilmai- til Helsing- borg í Svíþjóð þar sem hann er samningsbundinn en Marcel heim til Hollands. Ekki er ljóst hvort Hilmar kemur aftur næsta sumar, enda veltur það á því hvort hann nái að vinna sér sæti í liði sínu. Fullvíst er hins vegar talið að Oer- lemans komi ekki aftur til lands næsta sumar. Þá er Anton Bjöm Markússon laus undan samningi og óvíst hvort vamarmaðurinn Jón Sveinsson og markvörðurinn Friðrik Þorsteinsson leika meira með liðinu. Jón íhugar að hætta og Friðrik er hugsanlega á leið utan í nám. Ennfremur era taldar líkur á því að tveir leikmenn yfirgefi her- búðir Framara og haldi annað, þeir Höskuldur Þórhallsson og Valdimar Sigurðsson. Meðal þeirra hugmynda sem komið hafa upp hjá Frömurum er að fá tvo fyrrverandi leikmenn liðsins að láni eða til leigu næsta sumar. Er þar um að ræða tvo leikmenn unglingalandsliðsins (U- 21), þá Val Fannar Gíslason, Strömsgodset, og Þorbjöm Atla Sveinsson, Brpndby.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.