Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 7
+ 6 B ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Fáheyrðir yfirburðir KA Handboltaáhugamenn biðu spenntir eftir viðureign KA og Fram á Akureyri sl. laugardag en spennan vék fljótt fyrir undrun þegar leikurinn var kominn í gang. Ekki var að sjá að þarna ættust við tvö jöfn lið í toppbaráttunni, yfirburðir KA voru slíkir að leik- mönnum Fram féllust gjörsamlega hendur, sem kann ekki góðri lukku að stýra í handknattleik. KA-menn gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik. Staðan í leikhléi var 17:8 og lokatölur 32:18, fjórtán marka sigur. Bæði liðin eru nú með 6 stig eftir fjóra leiki. að var aðeins í byrjun sem Framarar sýndu lit. Sebastian Alexandersson varði tvö fyrstu I skot KA-manna og Stefán Þór Framarar skoruðu Sæmundsson tvö mörk. Þá komu skrifar þrjú mörk frá KA, Fram jafnaði en eftir það skildu leiðir. Staðan var 11:5 eftir 19 mínútna leik og þótt Reyn- „ÞETTA var alveg frábært. Við sýndum að við höfum kraft til að spila þessa vörn í sextíu mín- útur og ef við gerum það í hverjum einasta leik skiptir ekki máli hvaða lið leikur á móti okkur. Menn voru líka með einhverjar efasemdir um Bo Stage en ég sagði þeim að bíða og sjá, ég vissi hvað hann gæti og hann sýndi það í þessum leik. Annars erum við með tvo góða menn í hverri stöðu og ir Þór hefði þá aðeins varið tvö skot í marki KA kom það ekki að sök því vömin var ótrúlega sterk og Framarar ráðalausir og mis- tækir í sókninni. Gott dæmi um þetta er sú staðreynd að KA-mönn- um tókst að auka forskot sitt með- an þeir voru tveimur mönnum færri. Bo Stage og Jóhann G. Jó- hannsson voru óstöðvandi og skor- sama hver kemur inn á,“ sagði Atli Hilmarsson. Björgvin Þór Björgvinsson, fyrrverandi KA-maður, var frekar ókátur með þessa heim- sókn norður. „Þeir voru miklu grimmari og greinilega tilbúnir en við ekki. Hver ástæðan fyrir því er veit ég ekki en þeir voru mun betri en við núna og það var ekkert skemmtilegt að fara inn í leikhléi með níu mörk á bakinu," sagði Björgvin. uðu 12 af 17 mörkum liðsins í hálf- leiknum. Já, það var vöm KA sem Framarar réðu ekki við. Atli þjálf- ari Hilmarsson hefur verið að þróa mjög lifandi og hreyfanlega 5-1 vöm þar sem Jónatan Magnússon er fremstur og hann er afar kraft- mikill og klókur í því hlutverki. Hinir fimm stíga ekki neinn línu- dans heldur dansa brjálað diskó út að punktalínu og utar ef þörf kref- ur. Þetta sló skyttur Fram út af laginu, Gunnar Berg, Pauzuolis og Ellertsen fengu aldrei frið til að taka sín nauðsynlegu skref og lyfta sér upp. Vömin hélt sama dampi í seinni hálfleik en Frömurum tókst þó að hanga í KA fyrstu mínútum- ar og minnka muninn í sjö mörk, 20:13. Þá skoruðu KA-menn 5 mörk í röð og tryggðu sér öruggan sigur með Bo Stage í broddi fylkingar en hann skoraði 13 mörk og var maður leiksins. Jóhann Gunnar var öflug- ur í fyrri hálfleik og Magnús Agnar og Guðjón Valur stóðu sig vel, sem og aðrir leikmenn liðsins. Hjá Fram var nánast allt í molum. Sebastian varði allvel í fyrri hálf- leik og Björgvin Þór Björgvinsson stóð fyrir sínu. Undir lokin fengu varamenn liðanna að spreyta sig og sýndu þeir sannkallaðan kjúklinga- dans. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 Hvað sögðu þeir? Meistaramir samir við sig Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Már Þórðarson lék mjög vel með Aftureldingarliðinu. MEISTARARNIR í Aftureldingu fara vel af stað á íslandsmót- inu og verða að teljast líklegir til að verja titilinn. Á sunnu- dagskvöld burstuðu þeir ÍBV að Varmá, 28:19, og eru eina liðið sem hefur fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðirnar. Eyjamenn áttu aldrei mögu- leika í leiknum enda staðan í hálfleik 15:7. Bergsveinn Bergsveinsson, markvörður Aftureldingar, varði vel í fyrri hálfleik, alls 13 skot. Vömin var líka sterk Valur B enda myndaði þríeyk- Jónatansson ið, Magnús Már, Alex- skrífar ej Trúfan og Einar Gunnar Sigurðsson, múr sem erfitt var fyrir Eyjamenn að brjóta á bak aftur. Gestimir vom ragir við að skjóta og aðeins einn sem hafði skotleyfi, vinstrihandar skyttan Miro Barisic, sem gerði 11 mörk í leiknum. Sóknarnýting IBV í fyrri hálfleik var aðeins 25% á móti 60% hjá Aftureldingu og segir það allt sem segja þarf um leik liðsins. Það var aðeins formsatriði að klára síðari hálfleikinn fyrir Aftur- eldingu enda aldrei spurning hvor- um megin sigurinn lenti. Allt of mikill munur var á getu liðanna þannig að leikurinn yrði spennandi. Varamennimir fengu að spreyta sig síðustu mínúturnar hjá báðum lið- um. Magnús Már var besti leikmaður Aftureldingar. Hann var með 100% skotnýtingu, skoraði mörk í öllum regnbogans litum, af línu, úr hraða- upphlaupi, eftir gegnumbrot og sýndi á sér nýja hlið er hann skor- aði glæsilegt mark með langskoti. Einar Gunnar var einnig öflugur og þá sýndi hinn ungi Valdimar Þórs- son skemmtilega takta sem leik- stjórnandi. Eyjamenn verða heldur betur að taka sig á ef þeir ætla að halda sæti sínu í deildinni. Þjálfarinn Boris Bjarni Akbachev, sem tók út leik- bann gegn Aftureldingu og horfði því á leikinn úr stúkunni, á erfitt verkefni fyrir höndum. Vamarleik- urinn var í molum og hefur liðinu ekki tekist að fylla skarð Sigmars Þrastar markvarðar, sem varði mest allra í deildinni í fyrra en hætti sl. vor. I gegnum árin hefur barátta oft einkennt Eyjaliðið og fleytt því langt, en hún var ekki til. FOLK Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Sigurbjörn Narfason lék vel með Víkingum og skoraði fjögur mörk. Hér reynir hann að koma knettinum framhjá Róberti Rafnssyni - inn á línuna til Leós Arnar Þorleifssonar. ■ AFTURELDING lék í _ nýjum búningum er liðið mætti ÍBV að Varmá á sunnudagskvöld. Mosfell- ingar hafa ávallt verið í rauðum búningum en nýi búningurinn er dökkblár. ■ BORIS Bjarni Akbachev, þjálfari ÍBV, tók út leikbann á sunnudag og sat því uppi í stúku þegar lið hans fékk stóran skell og tapaði með níu marka mun. ■ LITHÁARNIR í liði Afturelding- ar, Savukynas Gintaras og Gal- kauskas Gintas, léku ekki með liði sínu gegn ÍBV á sunnudag vegna meiðsla. ■ SNORRI Guðjónsson, leikstjóm- andi Vals, átti 18 ára afmæli á sunnudaginn er Valur mætti Fylki. Hvort sem það var afmælinu um að kenna átti Snorri rólegan dag, skor- aði tvö mörk og lét lítið fyrir sér fara en hann hefur farið mikinn í nokkmm af íyrstu leikjum íslands- mótsins með felögum sínum í Val. ■ SNORRI var yngsti leikmaðurinn á leikvellinum í Fylkishúsinu að þessu sinni. Hann er 23 árum og rúmlega átta mánuðum yngri en Guðmundur Þórðarson, þjálfari og leikmaður Fylkis. ■ KARI Guðmundsson, félagi Snorra í Val, átti einnig afmæli á sunnudaginn, varð 23 ára. Kári átti heldur ekki neinn stórleik, en gat þó glaðst yfir sigrinum með félögum sínum í leikslok. ■ INGIMUNDUR Helgason sem gekk til liðs við Víkinga í sumar hefur enn ekki fengið leikheimild og ekki leikið fyrstu leiki liðsins á ís-, landsmótinu í handknattleik. Hann lék á síðasta vetri með HK en var frá lengi vegna meiðsla. Þar áður var hann með Aftureldingu en hann hóf ferilinn hjá Víkingi. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Ragnar Óskarsson er kominn framhjá Leó Erni Þorleifssyni og skorar eitt af fimmtán mörkum sínum. Ragnar Óskarsson gerði 15 mörk Sigurínn skiptir mestu máli „ÉG vil ekki segja að liðið hafi van- metið Víkinga. Við vorum einfald- lega seinir í gang og huganlega einhver skrekkur í okkur. Við verð- um að laga þá hluti sem aflaga fóru, en það sem mestu máli skiptir er að við tókum okkur tak, einkum í vörn, og unnum leikinn," sagði Ragnar Oskarsson, sem gerði 15 mörk fyrir IR gegn Víkingum í 1. deild karla á sunnudagskvöld. Aðspurður hvort hann væri ekki ánægður með framgöngu sína í leiknum sagði Ragnar að svo væri en mest um vert væri að liðið hefði unnið. „Vissulega er gaman að skora en aðalatriðið var að vinna leikinn," sagði Ragnar sem kvaðst ekki hafa áður gert jafn mörg mörk í 1. deild og hann gerði í þessum leik. Brotlending Víkinga VÍKINGAR fóru illa að ráði sínu er þeir mættu ÍR-ingum í Víkinni á sunnudagskvöld. Lengi vel höfðu þeir frumkvæðið í leiknum en ómarkviss sóknarleikur frá miðjum síðari hálfleik varð liðinu að falli. ÍR-ingar geta einkum þakkað Ragnari Óskarssyni að þeir fengu tvö stig úr viðureigninni. Hann gerði 15 mörk og hélt liðinu á floti þegar illa áraði. Víkingar höfðu yfirhöndina nær all- an leikinn og náðu mest þriggja marka forystu. í fyrri hálfleik fór Þröstur Helgason fyrir sínu liði með góðum leik, en hann gerði átta mörk í leiknum. Þá stóð Hlynur Mortheins sig vel í marki Víkinga. Minna fór fyrir Þresti í síðari ' /:/ Þorsteinsson skrifar hálfleik enda tóku ÍR-ingar hann fast- ari tökum en áður. Enginn var til þess fallinn að halda uppi merkinu og er komið var um miðjan hálfleikinn hrundi sóknarleikur liðsins en það skoraði ekki í átta sóknum í röð. ÍR-ingar áttu heldur engan stjömu- leik en þeir gerðu færri mistök og á þessum tíma tókst þeim að saxa hægt og bítandi á forskot heimaliðsins og komast loks yfir. Þrátt fyrir brokk- gengan leik beggja liða var leikurinn afar spennandi og ekki ljóst fyrr en undir lokin hvort bæri sigm- úr býtum. í þeirri rimmu reyndust Breiðhyltingar sterkari en Víkingar geta nagað sig í handarbökin. Þeir höfðu leikinn í hendi sér en fataðist flugið og liðið brotlenti með ómarkvissum sóknarleik. Hlynur Mortheins, markvörður Víkinga, sagði erfitt að henda reiður á hvað misfórst hjá sínu liði undir lokin. „Við fórum að skjóta á ótímabærum augnablikum eða missa boltann út af. Því má segja að við höfum farið á taugum. Ef ég vissi hvers vegna svona fór værum við sennilega búnir að tryggja okkur fyrsta sigur liðsins í deildinni. Það var grátlegt að tapa leiknum enda höfðum við yfir- höndina fram á síðustu stundu." í liði ÍR-inga var Ragnar Óskarsson í miklum ham og skoraði nánast af vild og undarlegt að Víkingar skyldu ekki ganga harðar fram gegn honum. Það var ekki fyrr en undir lokin sem þeir gerðu tilraun til þess að stöðva hann en þá var það um seinan enda IR-ingar komnir með undirtökin sem þeh- létu ekki af hendi. Hrafn Margeirsson stóð fyrir sínu í marki ÍR-inga og varði vel í síðari hálfleik. Fáll sem gladdi augað í Árbænum FYLKIR tapaði fjórða leik sínum í röð er liðið tók á móti Val á heimavelli á sunnudagskvöldið, lokatölur 21:13. Sigurinn var þó stærri en lengst af leit út fyrir því þegar rúmar tólf mínútur voru til leiksloka skakkaði aðeins tveimur mörkum á liðunum, 14:12, Val í hag. Ivar Benediktsson skrifar Patrekur og Ólafur léku vel NÝLIÐAR Nordhorn urðu að sætta sig við sinn fyrsta ósigur í 1. deildar- keppninni í Þýskalandi, þegar þeir mættu sterku liði Flensborgai-, 30:22. Leikmenn Nordhorn veittu Flensborg keppni í fyrri hálfleik, voru þá aðeins einu marki undir, 15:14. Seinni hálfleikurinn byrjaði með því að leikmenn Flensborgar voru tveimur fleiri og gerðu þrjú mörk án þess að nýliðarnir næðu að svara fyrir sig. Eftir það var aldrei spurning hvaða lið færi með sigur af hólmi. Lemgo átti í basli með Sigurð Bjamason og samherja hans hjá Wetzlar framan af, en fögnuðu síðan stórsigri, 28:19. Meistaralið Kiel vann Bad Schwartau í nágrannaslag 27:23. Danski landsliðsmaðurinn Nikolaj Jacobsen var maður leiksins - skoraði 12 mörk. Wuppertal átti aldrei möguleika heima gegn Essen í leik tveggja liða, sem hafa ekki náð sér á strik að und- anförnu. Essen náði fjögurra marka forskoti fyrh- leikhlé, 14:10, og eftir það var sigur liðsins aldrei í hættu, 28:25. Blöð í Wuppertal segja að lið Wuppertal hafi ekki náð að leika einn einasta góðan leik á keppnistímabil- inu. Það munai' um minna að Dagui' Sigurðsson og Valdimar Grímsson leika ekki með liðinu vegna meiðsla. Patrekur Jóhannesson átti mjög góð- an leik með Essen, var sterkur í vöm- inni og skoraði sex mörk - flest eftir hraðaupphlaup. Heiðmar Felixson lék síðari hálfleikinn með Wuppertal, en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Grosswallstadt vann ömggan sigur á nýliðum Willstatt 31:22. Gústaf Bjamason setti 5/2 mörk fyrir Will- statt. Dormagen náði ekki að rífa sig upp gegn Magdeburg í „íslendingaslag" þjálfai'anna Alfreðs Gíslasonar hjá Magdeburg og Guðmundar Þ. Guð- mundssonar hjá Dormagen. Sigur Magdeburgar var aldrei í hættu í Dormagen, 26:21. Ólafur Stefánsson lék mjög vel með Magdeburg, skoraði 8/4 mörk. Héðhm Gilsson skoraði þrjú mörk fyrir Dormagen, Róbert Sighvatsson og Daði Hafþórsson eitt mark hvor. Gummersbach heldur sig við „kjall- ai'a deildarinnar" efth' tap gegn Nettelsted, 27:26. Gummersbach gat jafnað leikinn með sjö leikmenn í sókninni síðustu sek. leiksins - gegn fjórum útileikmönnum Nettelsted. Houlet komst þá á auðan sjó, en heppnin vai' ekki með honum - skot hans fór yfir markið. Julian Róbert Duranona skoraði þijú mörk fyrh' Eisenach, sem tapaði 19:15 gegn Frankfurt. Aron skoraði þrjú Aron Kristjánsson skoraði þrjú mörk þegar dönsku meistaramir Skjem töpuðu fyrir GOG Gudme í Danmörku, 23:20. Leikmönnum Skjem gekk illa að hitta markið i fyrri hálfleik og mörg skotanna fóra í tré- verkið. GOG náði því strax undirtök- unum í leiknum, skoraði mörg mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik og lagði granninn að góðum sigri. Annars var leikurinn í heild af- ar slakur og vafalaust einn sá óburðugasti sem undirritaður hef- ur nokkurn tímann séð í 1. deild karla. Það má teljast ólík- legt, svo ekki sé fast- ara að orði kveðið, að Fylkismenn fái einhver stig í vet- ur, taki þeir ekki algjörum ham- skiptum þegar á mótið líður. Eins og liðið lék að þessu sinni hefur það lítið erindi í efstu deild og séu ekki betri lið á boðstólum í 2. deild er líklega réttast að fækka liðum í 1. deild því engum tilgangi þjónar að flytja lið upp á milli deilda sem ekki er burðugra en það Fylkis-lið sem lék að þessu sinni. Valsmenn voru reyndar lengst af leiknum ekki mikið betri en liðsmenn Fylkis, en hristu þó af sér slenið á síðustu tíu mínútum leiksins, gerðu sex mörk gegn einu, er Fylkismenn þvarr þrek og vilji. Eins og fyrr segir var leikur- inn slakur og gerður var aragrúi mistaka á báða bóga, þar sem menn voru jafnvel að flaska á und- irstöðuatriðum íþróttarinnar. Leikurinn fór hægt af stað, illa gekk að finna markið og baráttan var í algleymi. Eftir rúmlega 15 mínútur var staðan 3:3, en þá tóku Valsmenn smákipp og breyttu stöðunni í 9:3. Heldur klóruðu heimamenn í bakkann fyrir leikhlé en þá stóðu leikar 10:5. Snemma í síðari hálfleik stefndi allt í öruggan Valssigur. Vals- menn voru þremur til fimm mörk- um yfir og Fylkismenn ekki lík- legir til að brúa bilið. Valsmenn léku hins vegar af nokkurri ákefð í vörninni og all gróft að mati slakra dómara. Bar svo við um tíma að Valsmenn voru í tvígang tveimur og þremur færri. Og þrátt fyrir að Fylkismenn væru bitlaus- ir tókst þeim þó að minnka mun- inn í tvö mörk, en lengra komust þeir ekki áður en þeim endanlega féll allur ketill í eld og Valsmenn innsigluðu sigur. Barátta er enn fyrir hendi í liði Fylkis sem skilar sér í sæmilegum varnarleik á tíðum. Sóknarleikur- inn er hins vegar bitlaus með öllu og víst er að Arbæingar verða að verða sér úti um hverfisstein til þess að leggja egg sín á ef ekki á illa að fara þegar þeir mæta sterk- • ari liðum deildarinnar. Markvörður þak- inn auglýsingum ORVAR Rudolfsson, markvörður Fylkis og fyrrverandi mark- vörður Vals, var einna skástur Fylkismanna gegn Val. Hann lék í peysu sem ekkert númer var á, en veiya er að markverð- ir séu með númeramerkingar á peysum sínum eins og aðrir leikmenn vallarins. Örvar var hins vegar skráður númer 12 á leikskýrslu. I stað númers var bakhluti peysu Örvars þakinn auglýsing- um frá helstu styrktaraðilum Fylkisliðsins. Eins var með framhlið búningsins, þar var ekkerl. númer, a.m.k. var það ekki sýnilegt úr áhorfendastúkunni, en auglýsingar voru þar einnig áberandi líkt og á bakinu þótt sýnu færri væru þær. +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.