Morgunblaðið - 19.10.1999, Blaðsíða 12
SUND
Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Orn Arnarson og Ríkharður Ríkharðsson, tveir af átta sundmönnum sem eru í Olympíuhópi Islands í sundi.
Örn Arnarson segist ekki vera sáttur við framfarirnar í 50 metra lauginni
Allt lagt í sölurnar
„ÉG hef æft linnulaust síðan í lok ágúst eftir að hafa tekið stutt
sumarfrí eftir Evrópumeistaramótin tvö sem ég tók þátt í í lok
júlí og ágúst," segir Örn Arnarson, íþróttamaður ársins 1998 og
sundmaður úr Sundfélagi Hafnarfjarðar. Lítið hefur farið fyrir
Erni síðan hann tók þátt í Evrópumeistaramóti unglinga í
Moskvu í júlí og skömmu síðar á EM fullorðinna í Istanbúl í
beinu framhaldi. „Annars hef ég það gott, er nú að byggja mig
upp fyrir keppnisárið sem framundan er, þar sem Ólympíuleik-
arnir í Sydney í september á næsta ári er hápunkturinn - það er
því spennandi ár framundan."
Eftir
Ivar
Benediktsson
Til þess að búa sig sem best undir
Ólympíuleikana hefur Örn
ákveðið að einbeita sér að sundiðkun
og láta námið sitja á
hakanum um tíma, en
á síðasta vetri var Örn
í Flensborgarskóla í
Hafnarfirði. Æfingar
og keppni taka hins vegar mikinn
tíma þegar komið er í fremstu röð og
ekki síst þegar undirbúningur fyrir
Ólympíuleikana stendur fyrir dyr-
um. Öm er því atvinnumaður í sundi
þótt aðeins 18 ára gamall sé.
„Næstu stórverkefni hjá mér er
þátttaka i Evrópumeistaramótinu í
tuttugu og flmm metra laug í Lissa-
bon í desember og í janúar fer ég
- ásamt fleiri íslenskum sundmönnum
á Opna Sjálands-mótið þar sem við
ætlum að freista þess að ná lágmörk-
um fyrir Ólympíuleikana í Sydney.“
Evrópumeistaramótið í 25 metra
lauginni verður haldið 8.-11. desem-
ber í Lissabon í Portúgal og þar á
Öm titil að verja í 200 metra
baksundi, en hann vann þá grein á
EM í Sheffíeld í fyrra. „Auðvitað er
stefnan sett á að verja titilinn en það
er erfitt að segja til um hvernig það
gengur því ekki er komið í ljós enn
hvaða keppendur verða á mótinu og í
raun skýrist það ekki fullkomlega
fyrr en á mótið kemur,“ segir Öm,
en hann sagðist hafa heyrt af því að
einhverjar Evrópuþjóðir hefðu hug á
að hvíla sína sterkustu sundmenn á
mótinu til þess að draga úr álagi á
það og gera þeim þannig kleift að
einbeita sér að Ólympíuleikunum.
Of mikið álag
Öm náði ágætum árangri á Evr-
ópumeistaramóti unglinga í Moskvu,
sigraði í 200 m skriðsundi, fékk silfur
í 200 m baksundi og bætti íslands-
metið í 100 og 200 m baksundi áður
hann veiktist af matareitrun og varð
að hætta við þátttöku í úrslitum 100
m baksundsins. Því næst hélt hann
rakleitt til Istanbúl og tók þátt í
Evrópumeistaramóti fullorðinna í 50
m laug. Þá bar svo við hann náði sér
ekki á strik og komst ekki í úrslit í
baksundi, eins og vonir höfðu þó
staðið til um. Örn vill ekki skrifa
vonbrigðin í Istanbúl á reikning mat-
areitrunarinnar í Moskvu heldur
mikið frekar að álagið hafí verið of
mikið og líklega hefði verið rétt að
sleppa öðra hvora mótanna.
„Það var einfaldlega komin mikil
þreyta í mig og alla þá keppendur
frá Islandi sem tóku þátt í báðum
mótunum, enda sést það á árangrin-
um - við vorum öll talsvert betri í
Moskvu en í Istanbúl. Eftir á að
hyggja hefði verið ráðlegra að veðja
á annað hvort mótanna og sleppa
hinu,“ segir Örn.
Á meira inni
Örn segir að æfingar gangi vel og
hann sé staðráðinn í að halda áfram
að bæta sig ennþá enda eigi hann
nokkuð inni. „Eg stefni frekar að
framföram í 50 metra lauginni, þar
tel ég mig eiga talsvert inni, bæði í
baksundi og skriðsundi. Vonandi
tekst mér að bæta mig meira en
hingað til. Ég tel mig ekki hafa náð
þeim árangri eða tekið þeim fram-
förum í fimmtíu metra lauginni sem
ég ætti að hafa gert ef allt hefði verið
í lagi. Nú er ólympíuár framundan
og því verður allt lagt í sölurnar til
þess að taka framforam.“
Örn kveðst ætla að einbeita sér
meira að baksundinu fyrir Ólympíu-
leikana, en hann hafi ekki gefið
skriðsundið alveg upp á bátinn, enda
náð fyrirtaksárangri í 200 metra
skriðsundi á síðustu árum. „Það er
ekki ósennilegt að ég einblíni á eitt
og tvö hundrað metra baksundið og
fyö hundruð metra skriðsund á
Ólympíuárinu."
Um tíma í fyrravetur barðist Örn
við meiðsli í annarri öxlinni og gat lít-
ið æft um tíma. „Ég ftnn ekki mikið
fyrir í öxlinni nú, að minnsta kosti há-
ir það mér ekki eins og í fyrra, en ég
finn lítillega fyrir sárindum ennþá.“
Ellefu náð lágmarki
fýrir EM í Lissaborn
ELLEFU íslenskir sundmenn hafa náð tilskildum árangri til
þátttöku á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Lissabon í
desember. Það eru Örn Arnarson, Lára Hrund Bjargardóttir,
Elm Sigurðardóttir, Ómar Snævar Friðriksson og Hjalti Guð-
mundsson úr SH, Jakob Jóhann Sveinsson og Ríkarður Ríkarðs-
son frá Ægi, Eydís Konráðsdóttir og Sævar Órn Siguijónsson
úr Keflavík, Kolbrún Yr Kristjánsdóttir, IA og Friðfinnur Krist-
insson, Selfossi.
Sjö þessara sundmanna ætla hins vegar ekki að taka þátt í
mótinu en það eru Ríkarður sem er við háskólanám í Denver í
Bandaríkjunum, Hjalti ætlar að einbeita sér að keppni í 50
metra laug með Ólympfuleikana í huga og Keflvíkingarnir, Ey-
dís og Sævar, ætla einnig að sleppa EM að þessu sinni.
I
Leó hættir
hjáÍA
SKAGAMENN eiga enn eftir að
ráða þjálfara fyrir meistara-
flokk kvenna í knattspyrnu fyr-
ir næsta sumar. Leó Jóhannes-
son þálfaði liðið í sumar en þá
lenti Iiðið í 6. sæti af átta liðum
í efstu deild kvenna. Smári
Guðjónsson, formaður ÍA, sagði
að félagið hefði átt viðræður
við nokkra þjálfara en vildi
ekki greina frá því hverjir þeir
væru.
Nokkrar breytingar urðu á
Skagaliðinu fyrir síðasta sumar
og það var Iengi án þjálfara.
Leó tók við því nokkrum mán-
uðum fyrir mót en hugðist
aldrei þjálfa það nema í eitt ár.
Smári sagði að mikil ánægja
væri með störf Leós og að árið
hefði nýst til uppbyggingar.
Markmiðið fyrir næsta sumar
væri að gera enn betur og
koma liðinu á ný í toppbaráttu.
Magnús
þjálfar
KR-stúlkur
KR-ingar hafa ráðið Magnús
Pálsson þjálfara meistaraflokks
kvenna í knattspyrnu. Samn-
ingur Magnúsar, sem tekur við
af Vöndu Sigurgeirsdóttur, við
félagið er til tveggja ára. Undir
stjórn Vöndu urðu KR-ingar ís-
lands- og bikarmeistarar í sum-
ar.
Magnús hefur þjálfað Fylki,
Leikni, FH og Ægi undanfarin
sjö ár og lék áður með FH,
Sindra ogÞrótti. Hann er eig-
inmaður Örnu Steinsen, sem
þjálfaði og lék með KR um
margra ára skeið.
Brynjar
var bestur
BRYNJAR Björn Gunnarsson
var valinn besti leikmaður leiks
Örgryte og AIK um helgina að
mati Aftonbladet. Brynjar og
félagar í Örgryte unnu 1:0 og
eru í fjórða sæti sænsku úrvals-
deildarinnar.
Haraldur Ingólfsson lék með
Elfsborg í 62 mínútur er liðið
tapaði 3:0 fyrir Halmstad um
helgina. Hann brenndi af víta-
spyrnu fyrir Elfsborg í leikn-
um.