Morgunblaðið - 27.10.1999, Síða 23
Sjónvarpsstöðin Popptíví lítur dagsins Ijós
Popptíví, ný íslensk sjón-
varpsstöö sem leggur áherslu
á umfjöllun um tónlist, kvik-
myndir og annað sem höfðar
sérstaklega til ungs fólks,
hefur nú litið dagsins Ijós og
geta allir sem eru með ör-
bylgjuloftnet náð útsendingum
hennar. Meðal aðstandenda
stöövarinnar er Ágúst Héðins-
son og segir hann að Poppttví
sé fyrst og fremst tónlistar-
stöð og að það sé ekkert
launungarmál að tónlistar-
stöðin MTV sé fyrirmyndin.
„Þetta er þannig stöð, nema
bara fyrir íslenskan markað.
Við munum leggja áherslu á
að spila myndbönd með vin-
sælustu tónlistinni á íslandi
hverju sinni og reynum svo
auövitað að gera íslensku tón-
listarfólki eins hátt undir höfði
og mögulegt er.“ Hann segir
þau einnig ætla að reyna að
tengjast íslenskum tónlistar-
og menningarviöburðum eins
og hægt er með því að segja
frá þeim og sýna frá þeim.
Rlcky
Martin
kann að
dansa og
trylla stúlk-
urnar. Hann
er tfður
gesturá
Popptíví.
VERÐA Á FERÐINNI
„Viö ætlum aö vera mikið á
feröinni og sýna frá hinum
ýmsu viöburöum. Einnig ætl-
um við að reyna að vera í
góðu sambandi við áhorfendr
og leyfa þeim aö taka þátt í
þessu öllu saman. Við veróui
með myndatökumenn sem
verða mikið á ferðinni og ver<
ur fólk á götunni tekiö tali.
Einnig verður fólki leyft að
senda kveðjur og fá óskalög
leikin."
Dagskrá Popþtíví mun þygg
ast upp á tónlistarmyndþönd-
um og stuttum dagskrárbrot-
um bæði erlendum og innlend-
um. Þar verður hægt að sjá
viðtöl og myndbrot af þekktu
erlendu tónlistarfólki og leikur-
um en stöðin verður einnig
meö sína eigin dagskrárgerð.
Ágúst segir aö ekki standi til
að gera langa þætti heldur
verði dagskráin unnin í styttri
bútum og inn á milli verði leik-
in myndbönd. Meðal efnis
verða viðtöl við tónlistarfólk
og fólk sem tengist lista- og
menningarlífinu og einnig
myndir af viöburðum sem
tengast tónlist og öðru því
ungu fólki finnst skemmtilegt.
I SAMVINNU VIÐ
UNGT FÓLK
Popptíví verður f sam-
vinnu við listahátíð ungs
fólks, Unglist og
mun gera henni
góð skil. Einnig
verður stöðin í
samvinnu við
framhaldskól-
ana og verður
einn framhalds-
skóli tekin sér-
staklega fyrir í
hverri viku. Þar fá
nemendur að sýna það sem
er að gerast í skólanum og fé-
lagslífinu og munu þau þá
taka þátt í dagskrárgeröinni
eða sjá alfarið um hana.
Agúst Héðlnsson, segir að tónlistarsjónvarpsstöðin
Popptíví muni reyna að vera í gððu sambandi við áhorfendur
sína og að aðstandendur hennar séu opnir fyrir góðum
hugmyndum frá ungu fólki.
Agúst segir að aðstandend-
ur stöövarinnar séu opnir fyrir
þvf að skoða efni og hugmynd-
ir frá ungu fólki.
„Takmark okkar er aö vera
afþreyingarsjónvarp með
áherslu á tónlist en einnig
munum við koma til með aö
reyna að vera ákveðinn upp-
lýsingamiöill fýrir ungt fólk og
reynum að vera í takt við það
sem er aö gerast hjá þeim
hópi."
Myndböndin hennar Britney
Spears eru lífleg og fá að
njóta sín á Popptíví.
23