Alþýðublaðið - 06.01.1921, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1921, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBL A ÐIÐ bíaðsiöH er í Aiþýðuhúsinn við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Simi 988. Augiýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. xo árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald ei* Ita'. á mánuði. Augiýsingaverð kr. 1,50 cm. eindáikuð. Utsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársíjórðungslega. óhugsandi að henni hefði nú kom- ið til hugar að græða á bæjar- símanum. Þetta þarf því að athug- ast. En aðalatriðið er þetta: Reyk- víkingar vilja fá bæjarsíma sem svarar tii þess sem þörfin er, þar með talið það, að síminu sé op- inr. alla nóttina. Núpsslysið. Fréttaritari vor á ísafirði skrif- ar eftirfarandi frásögn, sem er nokkru nákvæmari en það sem áður hefir birst um þetta sorglega siys: Sumárliði Brandsson póstur og Jón Kristjánsson samferðamaður hans fóru frá Stað í Grundavík ki. 4 um kvöldið þann 17. des. Skuggsýnt var orðið og ijúk nokkurt, og herti fjúkið mjög er á ieið kvöldið, með frosti og ofsa stormi, tungi óð í skýjum, en oftast sást þó varia handa skil. ófærð var nokkur á .Núpnum", og af því pósturinn hafði hest meðferðis, þræddi hann ekki póst- leiðina heldur gekk nokkuð fram- arlega, þar sem meira hafði rifið fönnin, hefir hann gengið of mikið undan vindinum. Teymdi póstur- inn hestinn en hafði bundið fiutn- inginn í hnakkinn, en Jón gekk á eítir hestinum. Segist Jón þá ekki hafa vitað fyrri en pósturinn og hesturinn hafi horfið sér í myrkrinu, hélt hann fyrst að þeir ’hefðu farið bfan í einhverja lægð og stóð æði stund á brúninni og hóaði og kallaði, en grunaði fijótt hvers kyns var og hélt á stað framm Núpinn. Hafði hann aidrei farið ieið þessa áður, og vildi það honum til lífs að hann rakst á vörður, og komst þannig heim að Suæfjöllum ki. 11 um kvöldið. Var þá svo svartur bylur að ekki var viðlit að fara að leita. En þegar er birti um morguninn lögðu 13 manns af stað að leita, gengu þeir fyrsí suðurhluta Bjam- arnúps og hinn svokallaða Súrna- dal en sendu einn mann af stað út fjöruna. Þegar þeir höfðu leitað í þeirn hluta Núpsins, sem gengur er á þessum tíma árs, sendu þeir enn 4 menn út fjöruna, mættu þeir Guðmundi Jósepssyni er sagði þeim að hann hefði fundið Sumar- liða, látinn, og hestinn þar rétt hjá, er Núpurinn þar, sem Sumar- liði hrapaði fram af um 440 m. Enginn hnakkur hafði verið á hestinum og enginn póstur verið sýnilegur þar nálægt. Lögðu þeir nú 4 saman út fjör- una, en sendu þann fimta tii að sækja félaga sína. Hefir Halídór Ólafssson frá Snæfjöllum, sem er sá eini er lífs varð auðið af þeim ijórum félögum, sagt mér, að þeir hafi verið komnir að líki Sumar- liða og staðið þar allir saman, féll þá snjóflóðið yfir þá, áður en varði og setti þá aila á sjó út. Létu þessir þrír þar líf sitt: Guðm. Jósepsson frá Sandeyri, Pétur Pétursson — Snæfjöllum, Bjarni Bjarnason — s. s., en Halldór Ólafsson komst á sundi til lands. Hengjan segir Haildór að hafi verið á að gizka S—6 faðmar á lengd og um 3 álnir á dýpt, það sem eftir liggur í fjör- unni. Hafa lík tveggja þeirra er druknuðu fundist rekin, en ekki hafa menn ennþá árætt að grafa i fönnina til að ganga úr skugga um hvort lík Sumarliða pósts hefir farið í snjóflóðinu eða ekki, því altaf öðru hvoru bætist snjór við í Núpinn og þá Hfshætta að ganga undir hann. Þeir, sem fórust þarna, munu, að því er eg frekast hefi fengið vissu um, ekki láta eftir sig hjálp- arvana ættingja, nema hvað Guð- mundur Jósepsson lætur eftir sig stúlku, 12 ára að aldri, og Bjarni Bjarnason aldurhnigna foreldra. Eftir þeim upplýsingum er fyrir er pósturinn frá Stað £ Grunnavík og Hesteyri glataður^ ekki hægt að gera neinar sérstak- ar rástafanir til þess að ieita hans,. nema ef vera kynni að hægt værl að gera út menn tii að Ieita ræki> lega í vor eða sumar, þegar snjóa leysir, á stöilum þeim eða syllum. sem ofar eru í bjarginu. Pósturinn frá Stað var 275 kr„ virði, en frá Hesteyri hafa engar fiéttir fengist ennþá. — í fyrra- var póstur .frá Hesteyri 280 kr„ virði í 15. póstferð. €r Vlsir ai bera aj sijórmtmi? Vísir er búinn að flytja þanitt „sannleika* hvað eftir annað, a£ orsökin til þess að stjórnin fyrir- skipaði skömtun á sykri og hveiti hafi verið sú, að iandsverzlunin hafi Iegið með dýrar birgðir af sykri. Gegnir mestu furðu hvað Jakob Möller endist til þess að endartaka þetta, þar sem hamt þó hlýtur að vita að aímenningf er fullkunnugt um það, hver or- sökin var til þess að stjórnin réðist í þetta skömtunarfargan,. og að hún var öll önnur en þetta. Sykur sá sem landsverzlunin íékk um miðjan September í haust og seldur var á 3 kr. 30 au. og 3 kr. 50 au.. kg., var allur upp- seldur í Oktoberlok, og mundt hafa verið uppseldur löngu fyr ef allir hefðu fengið af honum eins og, þeir vildu og er hið sama að segja um sykur þann er landsverzlunin átti út um land. Landsverzlunin hefir aldrei verið í vardræðum með að koma út sykri sínum, eins og skiljanlegt er, þar sem það er bezta tegund og ódýrari en bjá heildsölum. Nægir að minna á það að f sum- ár var sykurverð hjá heidsölum nær helmingi hærra en hjá lands- verzlun, og að heildsalar færðust undan þvf f haust að selja sykur fyrir hámarksverð, af þvf þeir sögðust ekki fá nægau ágóða. Mest af sykri heildsalanna mun þó hafa verið lakari tegund en landsverzlunarsykurinn, og mun almenningur fara nærri um það, ' hvaða sykurverði hann hefði orðiðr>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.