Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 3
2 C MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT KNATTSPYRNA Knattspyma Meistaradeild Evrópu Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslit keppninnar. Priðja sætið gefur þátttökurétt í UEFA-keppninni. A-RIÐILL Leverkusen: Leverkusen - Maribor Teatanic.........0:0 22.500. Kive: Dynamo Kiev - Lazio................0:1 - Ramiz Mamedov 18. - sjálfsm. 65.000. Lokastaðan Lazio..................6 4 2 0 13:3 14 Dynamo Kiev............6 2 1 3 8:8 7 Leverkusen.............6 14 1 7:7 7 Maribor................6 114 2:12 4 B-RIÐILL Stokkhólmur: AIK - Arsenal.........................2:3 Andreas Andersson 41., 68. - Marc Overmars 17., 52., Davor Suker 56. 33.005. Flórens: Fiorentina - Barcelona ...............3:3 Mauro Bressan 14., Abel Balbo 56., 69. - Luis Figo 20., Rivaldo 43., 74.28.000. Lokastaðan Barcelona .............6 4 2 0 19:9 14 Fiorentina ............6 2 3 1 9:7 9 Arsenal............... 6 2 2 2 9:9 8 AIK....................6 0 1 5 4:16 1 C-RIÐILL Oporto: Boavista - Borussia Dortmund.........1:0 Pedro Emanuel 16. Rautt spjald: Nilton Fernandes (Boavista) 65. 9.000. Rotterdam: Feyenoord - Rosenborg.................1:0 Somalia 85. 45.000. Lokastaðan Rosenborg .............6 3 2 1 12:5 11 Feyenoord .............6 1 5 0 7:6 8 Dortmund...............6 1 3 2 7:9 6 Boavista................6 1 2 3 4:10 5 D-RIÐILL Manchester: Manchester United - Sturm Graz....2:1 Ole Gunnar Solskjær 57., Roy Keane 69. - Ivica Vastic 88. - vsp. 53.745. Marseille: Olympique MarseiIIe - Kröatía Zagreb .2:2 Ibrahima Bakayoko 54., Kaba Diawara 89. - Edin Mujcin 42., Mihaeí Mikic 84.37.000. Lokastaðan Manchester Utd.........6 4 11 9:4 13 Olympique Marseille ... .6 3 1 2 10:8 10 Sturm Graz.............6 2 0 4 5:12 6 Króatía Zagreb.........6 1 2 3 7:7 5 UEFA-keppnin 2. umferð, síðari leikir: Aþena: AEK Aþenu - MTK Búdapest...........1:0 Dragan Ciric 74. - vsp. 10.000. Rautt spjald: Czaba Feher (MTK) 56., Gabor Almay (MTK) 59. ■Samanlögð úrslit úr báðum leikjunum, 2:2. AEK fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Mónakó: Mónakd - Widzew Lodz (Póllandi)....2:0 Sabri Lamouchi 50., David Trezeguet 84. 1.500. ■Mónakó vann samalagt 3:1. Bologna: Bologna - Anderlecht ..............3:0 Eriberto 45., Jose Ze Elias 51., Carlo Nervo 90.25.000. ■Bolonga vann samanlagt 4:2. Berlín: VfL Wolfsburg - Roda JC Kerkrade .. .1:0 Charles Akonnor 87. 7.677. ■Wolfsburg vann samanlagt 1:0. England 1. deild: Crewe - Charlton ...................0:2 Huddersfíeld - Ipswich..............3:1 Stockport - Q.P.R...................3:3 2. deild: Brentford - Reading.................1:1 Bristol Rovers - Bury...............0:0 Burnley - Wrexham ..................5:0 Cambridge United - Scunthorpe.......1:3 Cardiff - Blackpool ................1:1 Gillingham - Bristol City ..........3:0 Millwall - Luton....................1:0 Oldham - Wycombe....................2:2 Oxford United - Colchester .........1:1 Wigan - Chesterfíeld................3:0 3. deild: Carlisle - York.....................0:1 Darlington - Leyton Orient .........3:1 Halifax - Cheltenham................1:1 Hartlepool - Barnet.................3:0 Lincoln - Peterborough .............1:2 Macclesfíeld - Mansfíeld............5:2 Northampton - Swansea...............2:1 Plymouth - Exeter ..................1:0 Rochdale - Hull.....................0:2 Rotherham - Torquay.................1:0 Shrewsbury - Chester................0:1 Southend - Brighton............... 2:1 Handknattleikur Bikarkeppni karla: Valur-b - Breiðablik-b............36:18 Fram-b - Valur ...................17:31 Fjölnir - ÍBV.....................22:36 í KVÖLD Handknattleikur Bikarkeppni karla: Austurberg: ÍR B - ÍH ............19.30 Fylkishús: Fylkir - Stjaman.........20 Húsavík: Völsungur - FH ............20 Akureyri: Pór A. - Víkingur ........20 Selfoss: Selfoss - ÍR...............20 Smárinn: Breiðablik - Fram .........20 Vestmannaey.: ÍBV B - Haukar .......20 Kaplakriki: FH B - HK...............20 Körfuknattleikur Evrópukeppni féiagsiiða Keflavík: IRB - Lugano .............20 Arsene Wenger undanfarið en brást ekki bogalistin þarna. Wenger kynnir því næst annan bjarg- vætt til sögunnar, hollensku hraðlestina Ovei-mars. Hann kemur litlu til leiðar. Shearer hefur sagt skilið við Adams og snúið sér að öðrum félaga úr landslið- inu, Keown. A 62. mínútu verður svo Án stiga á útivelli Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, fer að öllu með gát - enda án stiga á útivelli - og stillir upp fimm varnarmönnum, þeirra á meðal franska sóparanum Dumas, sem stjórinn hefur ekki í annan tíma séð í búningi félags- ins. Dyer er meiddur, Barton í leikbanni og Ferguson áfram á bekknum. Síðan hefjast leikar. Heimamenn blása til sóknar þegar í upphafi, fát kemur á gestina og þeir eru heppnir að fá ekki á sig mark strax á annarri mín- útu þegar Henry skýtur fram hjá eftir varnarmistök. „Skjóramir" fóta sig þó fljótt á svell- inu og ljóst er þegar Speed skellir hin- um endurfædda Grimandi á ippon, að þeir ætla að selja sig dýrt. Fullnaðarsig- ur! Nei, þetta er fótbolti - gult spjald! Auman! Fransmaðurinn Domi bregður því næst á leik á vængnum, hnykkir mjöðmum eins og Elvis forðum, fyrir framan Úkraínumanninn Lúzhníj, sem fylgist furðulostinn með, en missir svo boltann út af. Þá er kátt í höllinni. Þá er komið að fóstum liðum. Adams fyrirliði tekur að sér að stjórna traffík- inni og pantar rangstöðu á kollega sinn Shearer. Við beiðninni er réttilega orð- ið. Þá geysist Vieira, erfinginn að krúnu Adams, fram af harðíylgi en magalendir í sverðinum. Aukaspyi-na. Lýðurinn sturlast. „Vo-o-ó Vieira, vo-o-ó Vieira!“ Greinilegt að hershöfðingjaefnið unga hefur ekki fallið í áliti við dropana dýru sem það skenkti „ruddanum" Ruddock á dögunum, þó þeir hafi verið í sama verðflokki og eldsneyti á Islandi. Ljóst má vera að Arsenal er ætlað að ráða ferðinni í leiknum. Samt er eins og neistann vanti, kannski situr Evrópuaf- hroðið enn í mönnum. Stormsenterinn Suker blakar nösum en finnur ekki fnykinn af færunum sem eru strjál. Skjórinn skýst óskaddaður undan skyttunum Reutcrs Leikmenn Newcastle United börðust af þrótti gegn Arsenal um helgina - beittu hinum ýmsu brögðum ef á þurfti að halda. Robert Lee bregður hér Patrick Vieira. Eftir tuttugu mínútna leik koma gest- imir tuðnmni loksins inn í teig Arsenal en ekkert verður úr. Vieira ræðst aftur til atlögu en er stöðvaður. Dabizas fær gult. Þá er kom- ið að Ljungberg litla frá Hálmstöðum að freista gæfunnar en ágætt skot hans smýgur framhjá stönginni. Skömmu síð- ar kemst Henry enn nær eftir góðan sprett en hliðarnetið kemur Karelse markverði til bjargar. í kjölfarið gerir hann svo vel að verja skalla Grimandis eftir hornspymu. „Ertu Teddy í dulargervi?“ syngja áhangendur Arsenal jafnan þegar fram- herjar andstæðinganna fínna ekki fjöl- ina sína á Highbury. Vísa þeir þar til „vinar“ síns, Sheringhams, sem er líkast til hataðasti maðurinn á Highbury á þessum áratug. Hvort þetta hefur farið fyrir brjóstið á höfuðkappanum, Shear- er, skal ósagt látið en þegar hann þrýst- ir Adams niður í svörðinn við nefið á æstustu stuðningsmönnum Arsenal verður fjandinn laus. „Shearer er skít- hæll,“ ljúka þeir upp einum munni og baula engu minna en Bjarnastaðabelj- umar í gamla daga. Fámennur fylgihópur gestanna, sem til þessa hefur látið lítið fyrir sér fara aftan við klukkuendamarkið, kemur nú sínum manni til vamar. Og þá er tekið á því - enda skjórinn orðlagður fyrir há- vær skvaldurhljóð. „Við unnum Barcelona," kyrja þeir hástöfum. Eng- um er eins tamt að strá salti í sárin og fylgismönnum fótboltaliða, þegar þeir eru til þess egndir. Að hætti Bowies Upphefst nú söngstríð mikið, þar sem fúkyrðin flæða milli íylkinga. „Hvað eru þeir að segja?“ spyr einhver. „Þetta eru bai-a orð án samhengis," svarar annar. „Þeir beita sömu aðferð og Bowie gerði á sínum tíma - skrifaði endalaus orð á strimla, henti þeim svo upp í loft, týndi upp og setti saman texta.“ I þeim töluðu orðum fær Arsenal horn, Vieira skallar, boltinn hrekkur af varnarmanni og Dumas bjargar á línu. „Mark!“ hrópar múgurinn, þó ómögu- legt sé um það að dæma. Enda baðar dómarinn bara út öngum - áfram með smjerið! Eftir á sýna sjónvarpsupptök- ur þó að boltinn var kominn yfir línuna en hvernig átti nokkur mannlegur mátt- ur að geta skynjað það. Þetta var spurn- ing um sekúndubrot. Enn koma Arsenal-menn askvaðandi með goðið sjálft, Adams, í fylkingar- brjósti en því tekst ekki að koma skoti á mark úr þröngri stöðu. Hálfleikur. Það eru skrýtin fræði, þessi tölfræði, en í þessu tilviki segja þau söguna alla. Arsenal átti átta skot á mark, Newcastle eitt. Samt eru gestimir mun glaðari í hléi. Þrátt fyrir umtalsverða yfirburði úti á vellinum er Arsenal langt frá sínu besta og framlína liðsins bitlaus. Wenger bregður því á það ráð að setja Berg- kamp inn fyrir Henry í hálfleik og freista þess að knýja fram sigur. Það fer á annan veg. Hollendingurinn háloftafælni byrjar raunar ágætlega en þrek hans þverr fljótt, mestur tími fer í að fórna höndum og berja lóminn út af frammistöðu dóm- arans - sem skellir skollaeyrum. Berg- kamp hefur oft verið betur stemmdur en þéssa dagana. Hinum megin fær Gallagher dauða- færi eftir mistök Lúzhníjs en Seaman bjargar. Sá „trausthenti" landsliðs- markvörður hefur legið undir ámæli bræðrabylta þegar Shearer er að brjót- ast í gegn. Aðstoðardómarinn úrskurðar Keown brotlegan og dómarinn seilist of- an í brjóstvasann. Lýðurinn heldur niðri í sér andanum. Er hann að fá rautt? Nei, gult skal það vera. En ekki aukast vinsældir Shearers við þetta. Keown virðist hafa helst við átökin og víkur skömmu síðar fyrir Upson. Greina má glottið á Shearer alla leið upp í stúku. Smám saman fjarar leikurinn út. Ar- senal ræður sem fyrr ferð en finnur ekki leiðina í gegnum sterka vörn gest- anna, þar sem Marcelino, Dumas og Da- bizas standa sína plikt af ögun og áhuga. Máttlítið langskot Upsons þremur mín- útum fyrir leikslok segir meira en öll orð um örvæntinguna. Suker rétt missir svo af fyrirgjöf Lúzhníjs og Bergkamp kemur knettin- um í netið en hefur löngu verið dæmdur rangstæður. Loftskeytamaðurinn Ferguson fer í lokin „tvær mínútur til að bjarga heim- inum,“ eins og einhver kemst að orði. Það tekst ekki. Niðurstaðan: Markalaust jafntefli í leik þar sem hugmyndasnauður sóknai'- leikur Arsenal óg grenjandi barátta Newcastle voru þyngst á metum. Biðst ekki afsökunar „Þetta er ótrúlega mikilvægt stig fyr- ir okkur - hið fyrsta á útivelli í vetur,“ segir Bobby Robson á blaðamannafundi að leik loknum. „Ég veit að við lékum ekki fallega knattspyrnu en það hvarfl- ar ækki að mér að biðjast afsökunar á leik okkar. Við vitum að Arsenal er erfitt heim að sækja, mjög sterkt lið, og við urðum því að vera varkárir. Þessi leikaðferð gekk líka upp. Við börðumst Þegar stigið er út úr „undirgrund- inni„ á Arsenal-stöðinni í Lundún- um fer ekkert á rriilli mála hvað er í vændum þennan eftirmiðdag í lok októ- ber. Út streymir einlit fylking, fólk á öll- um aldri - ungir drengir, gamlar konur og allt þar á milli - og líður sem í leiðslu upp þröngan ganginn. Allir eru, svo að segja, klæddir í hvítt og rautt og bera ýmis nöfn og númer á baki. Beint fyrir framan mig staulast snaggaraleg roskin kona, „Petit“, segir á hennar klæðum. Það er við hæfi. Allt stefnir þetta fólk hröðum skrefum að sama brunni, High- bury - „heimkynnum knattspyrnunn- ar“, eins og þar stendur, til að sjá sína menn, Arsenal, etja kappi við Newcastle United í úrvalsdeildinni. Hafi þetta ekki dugað til að sannfæra menn um að þeir séu á réttri leið, tekur blaðasali nokkur af öll tvímæli, þegar komið er upp á Gillespie-götu. Hann heldur snepli hátt yfir höfuð sér og hrópar: „Kaupið blaðið! Kaupið blaðið! Fullt af Tottenham-spaugi. Hlæið að þeim sem eiga það skilið!" Skemmtileg- ur þessi rígur grannanna, sem hverfist um hina andstæðu póla, gott og illt, vita- skuld á báða bóga. En það er önnur saga. Andstæðingur dagsins er Newcastle United, „Skjór- arnir“, sem flogið hafa lágt á þessari leiktíð, sumsé upplagt fallbyssufóður fyrir „Skyttumar“ eftir ófarirnar í meistaradeildinni nokkrum dögum áð- ur. Arsene Wenger, knattspymustjóri Arsenal, er í það minnsta á því máli, ef marka má byrjunarlið hans, sem borið er fram á myndskreyttu bréfsefni í bækistöð blaðamanna þremur stundar- fjórðungum fyrir leik. Hann gerir eigi færri en sex breytingar á liðinu frá leiknum við Fiorentina. Parlour og Petit eru meiddir, Dixon hvíldur og Berg- kamp, Kanu og Overmars sitja á bekkn- um. Inn koma Lúzhníj, Ljungberg, Grimandi, Silvinho, Suker og Henry. Ekki eins sterkir menn en eiga að duga - eða hvað? Arsenal varð fyrir áfalli þegar liðið heltist úr lestinni í meistaradeild Evrópu á dögunum. Næsti leikur var gegn Newcastle United í úr- valsdeildinni á Highbury á laugardag og Orri Páll Ormarsson, sem var á vellinum, komst að því að menn eru enn að sleikja sárin. MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1999 C 3; Bobby Robson af þrótti, tækluðum eins og tígrisdýr og Arsenal fékk ekki brotið okkur á bak aftur. Loksins gekk lukkan í lið með okkur.“ Merkilegur maður Robson. Hann er orðinn 66 ára gamall en orkan stafar af honum. Hann ann knattspymu, um það er ekki að villast. Hann býr líka yfir hlýju og persónutöfrum, sem fáum em gefnir. A blaðamannafundinum var hann bara einn af strákunum. „Sælir piltar,“ sagði karlinn þegar hann gekk í salinn og ávarpaði marga blaðamenn með nafni meðan á fundinum stóð. Þarna er enginn veggur á milli. „Bless- aður, Bob,“ svöruðu þeir um hæl. Herra Robson er ekki til en samt er virðingin til staðar, óþvinguð og sönn - á báða bóga. Robson er einnig með kímnigáfuna í lagi eins og kemur í ljós þegar hann hælir kollega sínum, Wenger, fyrir fi'ammistöðuna. „Liðsskipan Arsenal kom mér í opna skjöldu. Ég bjóst við að Kanu myndi leika frá upphafi og við vomm búnir að velta því fyrir okkur alla vikuna hvernig við ættum að taka á hon- um. Þegar á hólminn var komið var hann síðan á bekknum og kom ekki einu sinni inn á. Það var snilldarbragð!" Robson er einnig spurður um rimmu Shearers og Keowns. „Ég sá ekki betur en að það væri réttur dómur. Shearer var að sleppa í gegn og Keown dró hann niður. Spuming hvort hann hefði ekki átt að víkja af velli.“ „Nei, Bob. Þeir eru báðir að toga og ýta og Shearer ekki með vald á boltan- um,“ gellur þá í einhverjum blaðamanni. „Þú segir það,“ segir Robson. „Ég held ég eigi reglumar einhvers staðar heima og svei mér ef þær gera ekki ráð fyrir að svona brot kalli á rautt spjald?" Upp spinnst rökræða um málið og Robson fellst að lokum á að gula sgjald- ið hafi dugað en glottir við tönn. „Ég er að spyrja ykkur?“ Wenger stígur næstur upp á pall- borðið. Hann er ekki eins glaður. „Þetta var erfíður leikur. Við sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi miðað við yfirburð- ina úti á vellinum og Newcastle varðist af fimi. Fyrir það eiga þeir lof skilið. Það fer ekkert á milli mála að miðviku- dagurinn situr í okkur, bæði andlega og líkamlega. Það er kannski ekkert skrít- ið, menn þurfa alltaf smátíma til að jafna sig á svona áfalli. En við munum rífa okkur upp. Andinn í hópnum er góður.“ Wenger veit á þessari stundu að skalli Vieira fór yfir marklínuna en læt- ur sér fátt um finnast. „Samkvæmt sjónvarpsmyndum er boltinn inni en markið var ekki dæmt og þar við situr. Samt er ég sannfærður um að mark á þessum tíma hefði gert okkur gott. Við hefðum sennilega unnið leikinn." Wenger er um margt ólíkur Robson. Hann er ekki sami „sjarmörinn" en hef- ur eigi að síður sterka útgeislun. Hann er alvörugefnari og rólegri en þegar hann talar er hlustað, jafnvel þótt hon- um liggi lágt rómur. Dæmin sanna líka að fáir knattspyrnustjórar ná jafn vel til leikmanna sinna. Þá kemur að hinu óhjákvæmilega á fundinum - „hvers vegna notaðir þú ekki Kanu?“ „Það er alltaf sama sagan,“ svarar Wenger og hlær. „Ef ég nota ekki Su- ker og Henry er ég spurður hvers vegna í ósköpunum og þegar ég nota þá furða menn sig á því líka. Er nokkurn tímann hægt að gera ykkur til hæfis?“ Menn hlæja. „Staðreyndin er hins vegar sú,“ heldur Wenger áfram, „að þegar maður er með fjóra frábæra framherja á sínum snærum verður maður að nota þá til skiptis, einkum þegar svona ört er leikið. Kanu eyddi miklum kröftum í leikinn gegn Chelsea Hlutfall heimamanna af þeim leikmönnum sem leikið hafa með íiðunum í Meistaradeild Evrópu Rosenborg, Noregi Molde, Noregi JGiySil Króatía Zagreb ■TSll AIK Stokkhólmi Spartak Moskva -•<5röl Sparta Prag, Tékkl.fes Bordeaux, Frakkl. 11 Dynamo Kiev, Úkr. Olympique Marseiile 0 NK Maribor, Slóv. Boavista, Portúgal m Galatasaray, Tyrkl. ■m - .Bayern Munchen p?. Hertha Berlín, Þýs.@§ —-ÆH Feyenoord, Holl. £3 —- -L+mi Sturm Graz, Aus. Ö — Olympiakos, Grikkl.tP) Porto, Portúgal ®2> Dortmund, Þýskal. I PSV Eindhoven £3 Fiorentina, Italíu ö Leverkusen, Þýs. fsa Valencia, Spáni SS AC Milan, Italíu C* Lazio, Italíu |f Real Madrid, Spáni £3 Willem II, Holl. Manchester Utd. Barcelona, Spáni Arsenal, Englandi Glasgow Rangers Chelsea, Englandi um síðustu helgi og lauk leiknum gegn Fiorentina mjög þreyttui-. Mér lánnst því tímabært að gefa honum frí núna.“ Wenger ver landa sinn, Henry, sem ekki hefur fundið sig enn hjá Ar- senal. „Meiningin var að koma bolt- anum inn yfir vörn Newcastle, þannig er Henry hættulegastur, enda eldfljótur. Það gekk ekki og við verð- um að velta því fyrir okkur hvers vegna við náum ekki að nýta krafta hans. Henry hefur mikla hæfileika en eins og staðan er gengur illa að færa okkur þá í nyt. Það mál verðum við að leysa.“ Þar með er fundi slitið og blaða- menn tvístrast í allar áttir. Sjálfur geng ég niður Avenell-götu í rökkr- inu og þótt fáir séu nú á ferli er ekki laust við að maður heyri enn óminn af söngnum - „Vo-o-ó Vieira, vo-o-ó Vieira!“ Leverkusen og Dortmund úr leik Lazio og Barcelona fóru í gegnum riðlakeppnina án taps LAZIO og Barcelona fóru í gegnum riðlakeppni Meist- aradeildar Evrópu án þess að tapa leik. Feyenoord og Dynamo Kiev rétt sluppu inn í 16-liða úrslitin, en þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayer Leverkusen komust ekki áfram. Austurríska liðið St- urm Graz var ekki nein hindr- um fyrir Manchester United og Rosenborg tapaði fyrsta leik sínum í riðlakeppninni, en hafnaði samt í efsta sæti C-riðils. Leikur Fiorentina og Barcelona í B-riðli hafði mikið skemmt- anagildi og var bráðfjörugur enda liðin búin að ti-yggja sér sæti í 16- liða úrslitum fyrir leikinn og höfðu að litlu að keppa. Þau gátu því tek- ið áhættu í leik sínum og gerðu það. Þau léku bæði sóknarknatt- spyrnu og mörkin urðu sex áður en yfir lauk, 3:3. Brasilíumaðurinn Rivaldo og Argentínumaðurinn Abel Balbo voru mest í sviðsljós- inu í Flórens og skorðu tvö mörk hvor. „Markmiðið var að sanna hvað við gætum og bæta fyrir slaka frammistöðu í fyrri leiknum á Nou Camp í Barcelona sem við töpuð- um 4:2. Ég held að liðið hafi sýnt hvað í því býr í þessum leik. Strák- arnir fengu ákveðin skilaboð og fóru eftir þeim,“ sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Fiorentina, eftir leikinn. Þrátt fyrir sigur Arsenal 3:2 á AIK í Stokkhólmi dugði það ekki því liðið átti ekki möguleika á að komast áfram fyrir leikinn. Enska liðið hafnaði í þriðja sæti og fær sárabætur, þátttöku í UEFA- keppninni. Hollendingurinn Mark Reuters Brasilíumaðurinn Rivaldo gerði tvö mörk fyrir Barcelona gegn Fiorentina í gær. Hér kemst hann framhjá Mauro Bressan, leik- manni ítalska liðsins, í leik liðanna í B-riðli í gær. Overmars gerði tvö marka Arsenal og Andreas Andersson bæði mörk AIK. Manchester United hafði sigur gegn Sturm Graz í D-riðli á Old Trafford og gerðu Ole Gunnar Sol- skjær og Roy Keane mörkin áður en gestirnir náðu að minnka mun- inn úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Leikur United var ekki sannfærandi, en liðið var án ensku landsliðsmannanna Davids Beck- hams og Paul Scholes. Olympique Marseille fer áfram úr riðlinum með United eftir 2:2 jafntefli gegn Króatíu Zagreb, sem varð neðst. I kvöld fara fram lokaleikirnir í hinum fjórum riðlunum. Dregið verður síðan í 16-liða úrslit keppn- innar 23. nóvember. Hakkinen setur stefnuna á þrennu KAPPAKSTUR / FORMÚLA-1 MIKA Hákkinen mun fá nýjan og betri bíl til keppni í Formúlu-1 á næsta ári og ekki slaka á að fengnum tveimur heimsmeistaratitl- um ökuþóra heldur stefna á að verða heimsmeistari þriðja árið í röð á næsta ári, að sögn Ron Dennis, keppnisstjóra McLaren. Hákkinen varð heimsmeistari annað árið í röð með glæsilegum sigri í lokamóti ársins í Suzuka í Japan á sunnudag. Michael Schumacher lýsti því yfir eftir kappaksturinn í Suzuka að hann teldi sig kominn með bíl í hendur frá Ferrari sem hann gæti auðveldlega ekið til sig- urs í stigakeppni ökuþóra á næsta ári. Dennis svarar honum í breska blaðinu Daily Telegraph í gær og varar hann við of mikilli bjartsýni. Dennis sagði að Hákkinen yrði miklu erfiðari viðureignar á næsta ári en á nýliðinni vertíð. Hann nyti sín best þegar hann væri undir pressu, það hefði sýnt sig í ár; hon- um hefðu orðið á akstursmistök þegar pressan var sem minnst eins og í Imola og Monza. Honum myndi vaxa ásmegin við samkeppni frá Schumacher og vísast yrði Da- vid Coulthard, félagi hans hjá McLaren, honum skeinuhættur keppinautur á næsta ári. „Við höfum lært okkar lexíu á því að tapa bílsmiðatitlinum með fjórum stigum og ætlum að haga undirbúningi næsta árs með allt öðrum hætti, munum gera tilraun- ir með mikilvægust bílpartana strax á næstu vikum. Við verðum því að fullu klárir i slaginn í fyrsta móti nýs keppnistímabils," sagði Dennis. Hann sagði að liðið myndi undirbúa sig þannig að það þyrfti ekki að vinna sig út úr alls konar traustleikavanda framan af vertíð- inni eins og í ár. Nú þegar væri liðið búið að ráða bót á slíkum vanda. Vinni Hákkinen einnig á næsta ári myndi hann komast í goðatölu í Formúlu-1 því einungis einum öku- þór hefur tekist að vinna titilinn þrjú ár í röð, en það var Argentínu- maðurinn Juan Fangio, sem reynd- ar vann fjórum sinnum í röð 1954-57. Fangio varð heimsmeist- ari alls fímm sinnum. Alain Prost vann fjórum sinnum og þrisvar sinnum hafa íimm ökuþórar orðið meistarar; Jack Brabham, Jackie Stewart, Niki Lauda, Nelson Piquet og Ayrton Senna. ítalskir fjölmiðlar segja að Ferr- ari hafi brugðist þriðja árið í röð með því að bíða lægri hlut í loka- móti þar sem heimsmeistaratitill ökuþóra stóð liðinu til boða. Bílsmiðatitillinn sem liðið hefði unnið væri engin sárabót. Eddie Ii’vine átti aldrei möguleika gegn Hákkinen og dugði fjögurra stiga' forysta hans fyrir lokamótið því lítt, en Hakkinen varð heimsmeist- ari með 76 stigum gegn 74 stigum Irvines. Irvine sagðist í gær vera feginn því að vertíðinni væri lokið. Hann hefði orðið að taka á sig verulega auknar skyldur fyrir Ferrari eftir að Schumacher féll úr leik í þrjá mánuði vegna fótbrots. Sömuleiðis sagðist hann feginn að vera ekki lengur liðsfélagi Schumachers því það væri erfitt að standa undir þeim miklu kröfum sem því fylgdu. Iivine fær trauðla sama tækifæri á næsta ári til að keppa um heims- meistaratignina er hann ekur fyrir Jaguar-liðið. Hann sagðist ekki svekktur þótt hann hefði orðið að sjá á eftir titlinum. Hann hefði gert sitt besta en það hefði bara ekki verið nóg og Hákkinen hefði unnið kappaksturinn í Suzuka með glæsi- brag og þar með titilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.