Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1999 fllorgunMa&iíb ■ MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER BLAD Haukur Ingi undir smásjá Rosenborgar ROSENBORG hefur áhuga á að fá Hauk Inga Guðnason knattspyrnumann til reynslu, eftir því sem fram kemur á spjallsíðu enska liðsins Liverpool á Netinu í gær. Þar kemur enn- fremur fram að norska liðið sé ekki vant því að fá menn til reynslu nema það hafí áhuga á að nýta sér krafta þeirra. „Þú segir mér fréttir, ég hef ekkert heyrt um þetta,“ sagði Haukur Ingi í gær. „Ef eitt- hvað er til í þessu þá er áhugi minn fyrir hendi, enda Rosenborg stórlið sem hefur náð mjög góðum árangri í meistaradeildinni,“ bætti Haukur við en hann hefur ekki leikið marga leik frá því hann gekk til liðs við Liver- pol fyrir 22 mánuðum. Hann er samnings- bundinn Liverpool þangað til í júní árið 2001. Haukur segist vera að jafna sig eftir ökkla- meiðsli sem hafa hrjáð hann síðustu vikur. Allardyce hrósar Guðna SAM Allardyce, knattspyi’nu- stjóri Bolton, lofar frammi- stöðu Guðna Bergssonar í und- anförnum leikjum liðsins, að því er kemur fram á spjallsíðu liðsins. AUardyce segir að frá því að Guðni hóf að leika með liðinu á ný eftir meiðsli hafi hann leikið skínandi vel og vill knattspyrnustjórinn að aðrir varnarmenn þess fylgi fordæmi leikmannsins. „Hann [Guðni] gefur andstæðingum sínum aldrei tækifæri á að skapa sér marktækifæri en slík skilaboð eru til þess fallin að skapa ótta hjá framherjum." Geir ekki feng- ið leikheimild frá Wuppertal VALSMENN hafa sótt um leikheimild fyrir Geir Sveins- son, þjálfara liðsins, frá þýska liðinu Wuppertal. Ekki hefur enn fengist leikheimild frá þýska liðinu, þar sem Geir lék um nokkurra ára skeið, því það hefur farið fram á greiðslu fyrir félagaskiptin, sem eru um 50 þúsund íslenskar ki-ónur. Því hafa Valsmenn hafnað á þeim forsendum að Geir sé laus allra mála hjá félaginu. Hefur Hand- knattleikssamband íslands unnið að lausn málsins og sent fyrirspurn til þýska liðsins. Geir hefur ekki gefíð upp hvort hann hyggist leika með Val í vetur. Guðjón tekur við stjóm mála SAMKVÆMT heimildum Morgunblaðsins er frágengið að Guðjón Þórðarson taki við stjórnunarstöðu hjá Stoke City um leið og íslensku fjárfestarn- ir taka formlega yfir rekstur félagsins hinn 15. nóvember nk. Verður Guðjón yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu og er ætlað að kaupa nýja leik- menn og vinna að stefnumótun. Þegar fram líða stundir er svo gert ráð fyrir að hann taki við af Gary Megson sem knatt- spyrnustjóri liðsins. Þangað til formleg yfirtaka fjárfestanna fer fram um miðjan mánuðinn mun núver- andi stjórn Stoke City stýra félaginu. KNATTSPYRNA ■Meistaradeildin / C3 Evrópumeistararnir í Manchester United tryggðu sér efsta sæti D-riðils meistaradeildar Evrópu með því að vinna austurríska liðið Sturm Graz 2:1 á Old Trafford í gærkvöldi. Öll mörkin voru skoruð í síðari hálfleik. Andy Cole, framherji Uníted, reynir hér að koma boltanum í markið hjá Sturm Graz, en Josef Schicklgruber markvörður bjargar meistaralega. Leiftur í fram- herjaleit LEIFTUR hefur rætt við Hedin Alakjuni, færeyskan framheija, um að leika með liðinu næsta sumar. Leikmaðurinn, sem kemur frá færeysku meisturunum í Klakksvík, er staddur hjá Rangers í Skotlandi í von um komast á samning. Jens Martin Knudsen, nýráðinn þjálfari Leifturs, sagði að ef það gengi ekki upp hjá leikmanninum væri hann jákvæður um að ganga til liðs við Leiftur. Félagið leitar einnig að framherja í Danmörku og víðar. Leiftur hefur gert Sámal Joensen, sem leikið hefur með G»tu, tilboð urn að leika með liðinu en hann ætlar að gefa svar í þessari viku. Þá er félagið enn í viðræðum við Pál Guðmundsson sem leikið hefur með Leiftri undan- farin ár. HANDKNATTLEIKUR Fjölmörg lið sækja eftir liðstyrk frá útlöndum Nokkur handknattleiksfélög ósk- uðu eftir eða fengu leikheimild fyrir erlenda leikmenn til Hand- knattleikssambands Islands áður en frestur til þess rann út 1. nóvember. Handknattleiksdeild ÍBV hefur fengið keppnisleyfi og gert sam- komulag við litháíska liðið Granitas Kaunas um að fá til sín 23 ára gaml- an miðjumann, Arumis Florovas, til Vestmannaeyja. ÍBV hefur enn ekki náð samkomulagi við leikmanninn en hugsanlegt er að hann komi til Eyja að nokkrum dögum liðnum. Ef Florovas kemur til ÍBV er lík- legt að Soltan Majeri, rúmenskur mai-kvörður liðsins, fari frá því en fé- lagið má aðeins hafa tvo leikmenn sem koma frá löndum utan Evr- ópska efnahagssvæðisins á leik- skýrslu í leik. Fyrir er annar leik- maður utan ESB, Miro Barisic frá Króatíu. Kvennalið Stjörnunnar hefur fengið 20 ára gamlan pólskan mark- vörð, Agötu Grzechnik, til sín. Leik- maðurinn, sem kom til landsins um helgina, á að baki nokkra leiki með ungmennalandsiiði Pólverja.. Þóra Helgadóttir sem gekk til liðs við Stjörnuna frá Val í sumar er byrjuð að æfa með Garðabæjarliðinu en hún hefur ekkert æft með því vegna anna með kvennalandsliðinu í knattspyrnu. Þá er ekki loku fyrir það skotið að Guðný Gunnsteinsdótt- ir og Margrét Theodórsdóttir byrji að æfa með Stjörnunni á ný. Framarar hafa óskað eftir leik- heimild fyrir Maxim Fedukin, sem er sonur Anatolys þjálfara karlaiiðs- ins. Maxim, sem hyggst heimsækja foreldra sína hér á landi, hefur leikið handknattleik í Rússlandi en ekki er vitað hvort hann hyggst leika með Framliðinu. Fyrir eru þrír erlendir leikmenn hjá félaginu, Oleg Titov, Kenneth Eilertsen og Robertas Pauzoulis. Bojan Bogdanovic, 22 ára júgóslavneskur miðjumaður, er á leið til ÍR-inga. Leikmaðurinn var annar markahæstur í 2. deild þar í landi á síðastliðnum veti-i og árið á undan en var markahæstur árið 1997. Hann lék með RK Cutrija en vildi ekki end- urnýja samning sinn við félagið. ÍR- ingar hafa fengið leikheimild fyi-ir leikmanninn og búist við að hann komi til landsins á næstu dögum. Þá hefur 2. deildar lið Gróttu/KR óskað eftir leikheimild fyrir Joíias Zarenas, 29 ára gamlan lettneskan leikmann, sem félagið hefur átt í við- ræðum við. Von er á leikmanninum til landsins til reynslu en það ræst af frammistöðu hans hvort félagið geri við hann samning. Ef félagið semur við leikmanninn getur hann hafið keppni með því. Fyrir eru tveh- 19 ára lettneski leikmenn hjá Gróttu/KR. KAUP ÍSLENSKU FJÁRFESTANNA Á STOKE CITY STAÐFEST / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.