Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.11.1999, Blaðsíða 4
■ KNATTSPYRNA Kaup íslenskra fjár- festa á Stoke staðfest Morgunblaðið/Sverrir Frá blaðamannafundinum í gær. Fremri röð, f.w.: Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings, John Coates, eigandi Stoke City, fjárfestarnir Magnús Kristinsson og Júlíus Bjarnason. Aftari röð: Fjár- festarnir Gunnar Þór Gíslason, og Elfar Aðalsteinsson, Þórður Már Jóhannesson, Kaupþingi, Þor- valdur Jónsson, einn fjárfestanna, Helgi Sigurðsson, Kaupþingi, Guðmundur Guðjónsson, Bjarni Þórður Bjarnason, Kaupþingi, Tony Johnston, lögfræðingur fjárfestanna ytra, og Þorsteinn Víglunds- son, Kaupþingi. Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., um hlutabréf í Stoke Gríðariegur áhugi á bréfum SAMKOMULAG hefur tekist um kaup íslenskra fjárfesta á meirihluta hlutafjár í knatt- spyrnufélaginu Stoke City FC. Skrifað var undir samn- inga þess efnis í gær, en formleg eigendaskipti verða á Brittania-leikvanginum í Stoke-on-Trent hinn 15. nóv- ember nk. Kaupa fjárfestarn- ir 66% hlutafjár í enska fé- laginu. Sameiginleg yfirlýsing málsaðila var gefin á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Kaupþings hf. í gær. I yfirlýsingunni segir m.a. að í samningnum felist að íslensku fjár- festarnir kaupi 66% hlut í félaginu í kjölfar viðræðna sem staðið hafa í þrjá mánuði. Samkomulag er um að kaupverð verði ekki gefið upp , að sinni. Fulltrúar Stoke Holding, eign- arhaldsfélags fjárfestanna, skrif- uðu undir samninginn í gærmorg- un, en þeir eru Gunnar Þór Gísla- son, Elfar Aðalsteinsson og Ás- geir Sigurvinsson. Aðrir hluthaf- ar í eignarhaldsfélaginu eru Isóport ehf., Júlíus Bjarnason, Kaupþing hf., Kaupthing Luxem- bourg SA., Lyngháls ehf., Magn- ús Kristinsson, fyrir hönd fjár- festa, Spectra AB, Sundagarðar ehf., Þorsteinn Vilhelmsson og Þorvaldur Jónsson. Kaupsamningurinn er bindandi og verður endanlega staðfestur 15. nóvember nk. á blaðamannafundi í 'Stoke. Þar verða fulltrúar íslensku fjárfestanna í nýrri stjórn Stoke City FC kynntir og munu þeir við sama tækifæri svara spurningum um framtíðaráætlanir félagsins. Stoke City er sem stendur í toppbaráttu 2. deildar í Englandi og leikur heima gegn Notts County í kvöld. Við það tækifæri hyggst áhugahópur um framtíð félagsins, skammstafaður SOS, dreifa fimm þúsund íslenskum smáfánum til stuðningsmanna liðsins og lýsa með því á táknræn- an hátt stuðningi við kaup ís- lensku fjárfestanna. Um næstu helgi á Stoke útileik gegn Bury og .annan sunnudag, 14. nóvember, tekur liðið á móti Bristol City á heimavellinum, Brittania Stadi- um. Daginn eftir verður svo yfir- taka íslensku fjárfestanna form- lega kynnt. ATHYGLI vekur að Ásgeir Sigur- vinsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og tæknilegur ráðgjafi KSÍ, á sæti í stjórn Stoke Holding, eignarhaldsfélags íslensku fjárfest- anna, og skrifaði undir kaupsamn- inginn í gær. Ásgeir hafði verið bendlaður við svonefndan Áburðar- verksmiðjuhóp meðal fjárfestanna, en sá hópur stóð að upphaflegu kauptilboði en er ekki meðal kaup- Sigurður Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., sagðist í gær fagna því að niðurstaða væri fengin úr viðræðunum við eigendur Stoke City. „Þetta hefur tekið langan tíma, ferlið hefur verið flókið og mikilvægt er, þegar kannaðar eru stórar fjárfestingar í hlutabréfum, að skoða málið til hlítar. Þetta á ekki síst við um þegar keyptur er meirihluti hlutafjár í félagi. Þannig komast menn hjá því að kaupa kött- inn í sekknum," sagði hann. Kaup- þing hf. fór með kauptilboð hóps ís- lensku fjárfestanna í Stoke City. Sigurður sagði að kaupin væru enn eitt dæmið um útrás íslenskra fjárfesta. „Við hjá Kaupþingi erum enda. Mun Ásgeir hafa fallist á að vinna áfram með fjárfestunum sem einstaklingur. Herma heimildir Morgunblaðsins að Ásgeir muni að öllum líkindum taka sæti í stjórn Stoke í næstu viku. Aðrir sem lík- legir eru til þess eru Elfar Aðal- steinsson, Gunnar Þór Gíslason og Magnús Kristinsson. Talið er að valið um formennsku nýrrar stjóm- ar standi á milli Ásgeirs og Elfars. afskaplega glöð að fá að taka þátt. í þetta hefur farið mikill tími og orka og þess vegna erum við auðvitað ákaflega ánægð með endalokin." Viðræður fjárfestanna og eigenda Stoke hafa staðið yfir vikum saman, en málin tóku þó óvænta stefnu í síðustu viku er fallið var frá kauptil- boðinu. Hafði þá komið í ljós að skuldir Stoke City voru meiri en gert hafði verið ráð fyrir og eigend- ur Stoke sýndu endurskoðuðu til- boði í samræmi við það ekki áhuga. Um síðustu helgi hófust viðræðum- ar svo að nýju og endanlega vai- staðfest um kaupin í gær. Þá var um leið tilkynnt að íslendingar réðu brátt yfir 66% hlutafjár, en áður hafði verið gert ráð fyrir 51% eign- arhlut Islendinga fyrst um sinn. Sigurður segir ekki rétt að fjár- festarnir hafi slitið viðræðum í síð- ustu viku til að knýja eigendur Stoke til samninga, en leitt er líkum að því á heimasíðu Stoke í gær. „Nei, sú var ekki raunin. Menn náðu einfaldlega ekki saman á þeim tíma. Síðan kom í ljós að aðilar væri tilbúnir að setjast að samningaborð- inu að nýju. Þetta vai- engin taktík af okkar hálfu.“ Framtíðin rædd Sigurður sagði að næstu skref fjárfestanna fælust í að tilnefna fulltrúa sína í meirihluta nýrrar stjórnar Stoke City og skipuleggja framtíðaráætlanir félagsins. Hann vildi ekki svara því til hvort Guðjón Þórðarson yrði yfirmaður knatt- spyrnumála enska félagsins, sagði aðeins að skýrt yrði frá fyrirætlun- um nýi'ra eigenda 15. nóvember nk. „Meira get ég í sjálfu sér ekki sagt um það. Menn munu hins vegar að sjálfsögðu nota tímann þangað til og ræða saman,“ sagði hann og kvaðst ekki geta staðfest að Guðjón Þórðarson yrði meðal stjórnenda Stoke City. Sigurður sagði að í skoðun væri að bjóða hlutabréf í Stoke City almenn- ingi til kaups hér á landi, enda hefði Kaupþing orðið vart við gríðarlegan áhuga á bréfum í félaginu. „Það gæti orðið fljótlega, þótt lítið sé hægt að segja um það á þessu stigi. Við höf- um fundið fyrir gríðai’legum áhuga og mikil ásókn hefur verið í að kom- ast í hóp fjárfestanna." Forstjórinn sagðist lengi hafa fylgst með ensku knattspyrnunni. „Þegar ég hóf að fylgjast með henni var Gordon Banks, markvörður Stoke. Hann var auðvitað geysilega frægur og því hefur Stoke ávallt verið meðal minna eftirlætisliða. Ekki síst nú,“ sagði Sigurður Ein- arsson. Magnús Kristinsson, einn fjárfestanna Mikið ánægjuefni MAGNÚS Kristinsson, útgerð- armaður í Vestmannaeyjum og einn fjárfestanna, sagði mikið ánægjuefni að samningar hefðu að endingu tekist um kaupin á Stoke. Nú væri markmiðið að hefja það til vegs og virðingar á nýjan leik. „Við munum gera okkar besta til að efla þetta fé- lag,“ sagði hann. „Fyrir hönd fjárfestanna færum við starfsfólki Kaup- þings okkar bestu þakkir fyrir stuðninginn í þessu verki sem tekið hefur rúma tvo mánuði. Ekki aðeins þeim mönnum sem eru í framlínunni, heldur einnig starfsfólki fyrirtækisins fyrir þá þolinmæði sem það hefur sýnt,“ sagði Magnús. „Viðræðurnar við eigendur Stoke City hafa verið mjög lær- dómsríkar, að sögn Magnúsar. „Það hefur verið mjög gaman að þessu og ég er glaður yfir að hafa fengið að taka þátt í þessu. Fulltrúar Kaupþings hafa auðvitað stýrt þessu frá upphafí og við fjárfestarnir að- eins mætt í höfuðstöðvar fyrir- tækisins til skrafs og ráða- gerða. Það er gaman að málin skuli nú vera í höfn, en enn meira gaman verður þó úti í Stoke 15. nóvember," sagði Magnús, en þá fer formleg yfir- taka fram. Magnús hefur stutt Totten- ham árum saman, en segir að nú beinist athygli sín að Stoke City. Hann segir alveg ljóst að almenningi á Islandi verði gef- inn kostur á að kaupa hlutabréf í enska félaginu. „Það gerist ekki strax, en við höfum orðið varir við gríðarlegan áhuga á þessum kaupum. Margir hafa bankað í okkur og fagnað þess- ari niðurstöðu. Við eigum eftir að opna þetta og bjóða bréf til sölu, það er alveg ljóst,“ sagði Magnús. ■ HLYNUR Birgisson, knatt- spymumaður hjá Leiftri, er um þessar mundir við æfingar hjá skoska úrvalsdeildarliðinu Dundee. ■ ÓLAFUR Gottskálksson átti góðan leik í marki Hibs, þegar liðið lagði Dundee Utd., 3:2. Hibs tapaði ekki, eins og var sagt frá blaðinu í gær. Leikmenn liðsins hafa leikið vel að undanförnu og skorað átta mörk í tveimur síðustu leikjum sín- um og eru í sjötta sæti í Skotlandi. ■ ÁRNI Gnutur Arason segir í samtali við Adressavisen á Netinu að hann íhugi að yfirgefa norsku meistarana í Rosenborg, en hann hefur ekki náð að tryggja sér fast sæti í liðinu og hefur því verið vara- markvörður Jorn Jamtfall. Árni Gautur er samningsbundinn félag- inu þar til það er úr leik í meistara- deild Evrópu. ■ SAGT er að forráðamenn Rosen- borgar vilji bjóða Árna nýjan samning, en óvissa ríki um hvort þeir vilji hafa báða markverðina innan sinna raða á næsta tímabili. ■ ÁRNI Gautur segir við blaðið að hann hafi sett sér það markmið fyrir þetta tímabil að slá Jamtfall út, en því miður hafi það ekki tekist. „Ég tel mig alveg jafn góðan markvörð og Jamtfall, en vegna þess hve fá tækifæri ég fæ með liðinu er erfitt að þroska sig sem markvörður." Ásgeir líklega í sljóm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.