Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 05.11.1999, Síða 1
B L A Ð ALLRA LANDSMANNA grrgptiMgiMfr 1999 IFÖSTUDAGUR 5. NÓVEMBER BLAÐ Ríkharður í sviðsljósinu RIKHARÐUR Daðason skoraði síðara mark Viking er liðið gerði 2:2 jafntefli við þýska liðið Werder Bremen í síðari leik liðanna í UEFA-keppninni í Stavangri í gærkvöld. Þetta var ellefta markið sem hann skorar í Evrópukeppninni, en hann hefur leikið samtais 20 Evrópuieiki, með Fram, KR og Viking. Margir útsendarar voru á vellinum í Stavangri í gær tii að fyigjast með framgöngu íslenska iandsliðsmannsins. „Eg veit að það voru „njósnarar" frá skosku liðunum Hearts og Celtic, Hamburger SV í Þýskalandi, Lokeren í Belgíu og Venezia frá Italíu. Eg veit ekkert hvort þessir menn voru að skoða mig eða einhverja aðra leikmenn,“ sagði Ríkharður við Morgunblaðið eftir leikinn. Pétur leitar til Hollands PÉTUR Pétursson var ráðinn þjálfari íslands- og bikarmeistara- liðs KR í gær og tekur við af Atla Eðvaldssyni. Pétur hyggst kynna sér nýjungar í knattspyrnufræðunum í vetur og mun m.a. dvelja í Rotterdam í Hollandi að kynna sér þjálfun og aðbúnað þar. Pétur þekkir vel til í Rotterdam, lék lengi með stórliðinu Feyen- oord, fyrst 1978 til 1981 og aftur 1984-85. í 88 deildarleikjum í Hollandi skoraði Pétur 49 mörk, en á atvinnumannsferli sínum með Feyenoord, belgísku liðunum And- erlecht og Royal Antwerpen og spænska liðinu Hercules skoraði hann samtals 66 mörk í 159 deildar- leikjum og átta mörk í 20 Evrópu- leikjum. Pétur hóf ferilinn með Skaga- mönnum 1978 og varð markakóngur deildarinnar ári síðar er hann skor- aði 19 mörk og setti nýtt markamet. Það stendur enn, en hefur nokkrum sinnum verið jafnað. Eftir atvinnu- mennskuna sneri hann heim til Akraness og lék þar 1986 en svo tóku við fimm ár í herbúðum KR. Þar lék hann alls 113 leiki og skor- aði 53 mörk. Pétur lék á ferli sínum 41 landsleik og skoraði 11 mörk. Fjórða liðið Pétur þjálfaði Tindastól árin 1992 og 1993, tók við þjálfun Keflavíkur á miðju sumri 1994 og var þjálfari Víkings 1995. Hann hefur ekki þjálfað síðan, en í sumar og haust hafnaði hann tilboðum um þjálfun frá Keflvíkingum og Fylkismönnum áður en hann samdi í gær við KR. A heimasíðu KR á Netinu er Atli Eðvaldsson, fráfarandi þjálfari liðs- ins, kvaddur og honum óskað vel- famaðar í starfi landsliðsþjálfara. Þar segir m.a.: „Arangur Atla Eð- valdssonar hjá KR er mikið afrek. Hann tók við þjálfun liðsins haustið 1997 eftir ár mikilla vonbrigða og sviptinga hjá KR. Eftir íslandsmót- ið 1997 fór hálft byrjunarliðið til skandinavískra liða og ljóst að framundan var mikið uppbygging- arstarf. Nýi þjálfarinn gerði þriggja ára áætlun en litlu munaði að hún gengi upp á fyrsta ári. Liðið sigraði í deildabikarkeppninni en missti naumlega af Islandsmeistaratitlin- um. Árið 1999 var samfellt sigurár hjá KR í karnival-stemmningu sem á sér ekki hliðstæðu í íslenskri knattspymusögu. Bestu þakkir, Atli, fyrir frábært starf hjá KR og vegni þér vel í nýju starfi." A síðunni er árangur Atla sem þjálfara liðsins einnig sýndur og þar kemur í ljós að undir hans stjóm lék KR 36 leiki á Islandsmótinu, vann 23, gerði 9 jafntefli og tapaði fjóram sinnum. Markatalan var 68:22. Alls léku KR-ingar 77 leiki undir stjóm nýráðins landsliðsþjálf- ara, unnu 45, gerðu 20 sinnum jafn- tefli og töpuðu 12 leikjum. Marka- talan: 159:65. ■ Stefnan að... / C3 Miljkovic ræðir við Víkinga VÍKINGAR hafa rætt við Zoran Miljkovic, sem leikið hefur með IBV undanfarin þijú sumur, um að fá hann til liðs við sig. Vík- ingar hafa átt fundi með Miljkovic og að sögn Guðmund- ar H. Péturssonar, formanns knattspyrnudeildar Víkings, er gagnkvæmur vilji hjá báðum að ná samningum. Hyggst Miljkovic gefa Víkingum svör á næstu vikum. Litlar breytingar verða á leikmannahópi Víkinga fyrir næsta keppnistímabil. Hugsan- legpt er að Skotinn Alan Prentice leiki með liðinu aftur næsta sumar en ekki er von til þess að Iandar hans, Colin McKee og Gordon Hunter, snúi aftur. Gary Megson vili svör GARY Megson, knattspyrnustjóri Stoke City, kallaði í gær eftir skýrum svörum um framtíð sína hjá félaginu. Megson vill fá að vita hvort hann sé í myndinni hjá íslenskum eigendum liðsins - og þá hvernig. „Þeir þurfa að framkvæma fljótt, hvað sem þeir ætla að gera. Frekari tafir þjóna engum tilgangi,“ sagði Megson. Mikil ánægja er með yfirtöku íslensku fjárfestanna eins og sást vel á fánaborginni á Britannia-leikvanginum i fyrrakvöld. í kvöld fer fram hluthafafundur í Stoke City-hlutafélaginu þar sem greiða á atkvæði um sölu meirihluta hlutafjár til íslendinga. Er aðeins formsatriði að bera samningana undir atkvæði. KÖRFUKNATTLEIKUR: 22 ERLENDIR LEIKMENN HAFA KOMIÐ - OG FARIÐ/C4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.