Morgunblaðið - 05.11.1999, Qupperneq 4
ttoniR
KORFUKNATTLEIKUR
Njarðvfldngar leita
að arftaka Hoovers
JASON Hoover, bandarískur leikmaður hjá Njarðvík, hefur óskað eftir að
losna undan samningi hjá liðinu. Hann hyggst leika næstu tvo leiki með
liðinu en heldur síðan af landi brott. Njarðvíkingar eru farnir að leita að
nýjum leikmanni í hans stað og sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari liðs-
ins, að það yrði Ijóst á næstu dögum hvaða leikmaður það yrði sem kæmi
til liðsins.
Spillers
til Þórs
MAURICE Spillers, 25 ára
Bandaríkjamaður, er á leið til
körfuknattleiksliðs Þórs á
Akureyri. Maurice, sem leik-
ur stöðu framhetja og lék
með Keflvíkingum árið 1997,
kemur í stað Hermans Myers,
sem leikið hefur með liðinu
undanfarna leiki.
Myers var ekki í leikæf-
ingu er hann kom til landsins
en Þórsarar gáfu honum
tækifæri til þess að komast í
form. Það gekk ekki eftir því
hann varð fyrir álagsmeiðsl-
um. Því ákváðu Þórsarar að
fá til sín nýjan leikmann, sem
er væntanlegur til landsins á
næstu dögum. Þórsarar
verða án erlends leikmanns
er þeir mæta KR-ingum í
kvöld.
Friðrik sagði að Hoover hefði sjálfur lýst
þvi yfir að hann hefði ekki áhuga á að
leika áfram og að hann hefði hug á að fara í
nám. „Því miður er ekki hægt
að sjá slíka hluti fyrir þegar
leikmenn eru fengnir til liða.
Hoover var áhugasamur í
byrjun en þvarr kraftur."
Njarðvíkingar létu Purnell Perry fara frá
liðinu í upphafí tímabils og nú er Hoover á
leið frá Njarðvík. Friðrik Ingi sagði það
ósköp eðliiegt að erlendir leikmenn færu
frá félögum. „Þetta er ekki óskastaða liða
en í mörgum deildum í Evrópu er brottfall
leikmanna mun hærra heldur en hér.
Óvissuþættimir eru margir þegar erlendir
leikmenn eru fengnir til körfuknattleiksliða.
Stundum standa nýir ekki undir væntingum
þrátt fyrir að félög hafi aflað sér mikilla
upplýsinga um þá eða að félögin ná ekki
samningum við þá sem hafa leikið með lið-
inu tímabilið á undan. Má þar nefna Brent>
on Birmingham, sem lék með okkur á síð-
asta tímabili. Hann hafnaði tvívegis tilboði
frá okkur í sumar því að umboðsmaðurinn
hans taldi honum trú um að hann fengi
betra tilboð annars staðar frá. Það gekk
ekki eftir enda var hann samningslaus í
september og kom til Grindvíkinga
skömmu síðar.“
22 eriendir leik-
menn á ferðinni
FRÁ því í haust hafa 22 erlendir leik-
menn komið til Iiða f úrvalsdeildinni í
körfuknattleik. Sjö leikmenn hafa farið
frá félögum sínum eða eru á leið frá
þeim, þar af tveir áður en keppnistíma-
bilið hófst. Tveir nýir leikmenn eru
* væntanlegpr til Iandsins.
Grindvíkingar létu Randy Bolton fara
frá liðinu fyrir túnabilið og fengu í stað-
inn Brenton Birmingham. Þá óskaði
Julius Teal að fara frá KFÍ og fengu ís-
firðingar Clifton Buch í hans stað.
Njarðvíkingar hafa misst tvo leikmenn:
Pumell Perry, sem þótti ekki standa
undir væntingum, og Jason Hoover, sem
óskaði eftir því að Iosna undan samn-
ingi, er á leið frá félaginu. Njarðvíking-
ar hafa enn ekki fengið nýjan leik-
mann í hans stað.
Þórsarar fengu Jason Williams
fyrir tímabilið en hann var sendur
heim og í stað hans kom Herman
Myers, sem er á leið frá félaginu
eftir skamma viðdvöl. Nýr Ieik-
' maður, Maurice Spillers, er á leið
til Akureyrarliðsins. Þá hafa Sauð-
krækingar skipt um leikmann frá
þvi að tímabilið i úrvalsdeildinni
hófst. Ryan Williams var sendur
frá liðinu og í hans stað kom
Shawn Myers.
12 leikmenn leika í úrvalsdeild-
inni til viðbótar við þá leikmenn
sem félögin hafa skipt út. Þeir em:
Sune Henriksen og Flemming Stie,
Tindastóli, Kim Lewis og David
Colbas, Snæfelli, Rodney Dean,
Hamri, Chris Dade, Haukum, Reid
Beckett, IA, Chianti Roberts,
-^Keflavík, Tom Hull, KFÍ, Dragisa
Saric, Skallagrími, Jesper Sören-
sen og Keith Vassel, KR. Sam-
kvæmt upplýsinjgum Körfuknatt-
leikssambands Islands hafa því 22
leikmenn komið til liða í úrvals-
deild þegar fimm umferðir em
búnar af móti. Á siðasta tímabili
komu kringum 50 leikmenn til Iandsins.
Gjald vegna félagaskipta hvers leik-
manns er 30 þúsund krónur, 20 þúsund
til FIBA (Alþjóða körfuknattleikssam-
bandsins) og 10 þúsund krónur til KKI.
Félögin hafa því greitt 600 þúsund
krónur fyrir félagaskipti 20 erlendra
leikmanna það sem af er vetri, en Sör-
ensen og Vassel léku með KR á síðasta
túnabili og ekki þurfti að greiða félags-
skiptagjald fyrir þá í haust. Einnig
þurfa lið að greiða fyrir flugferðir leik-
manna til og frá landi, húsnæði, fæði, bíl
í sumum tilfellum, og laun. Samkvæmt
heimildum nemur því kostnaður fyrir
hvem leikmann um 250-300 þúsund
krónum á mánuði.
Purnell Perry var í herbúðum Njarðvíkinga, en hans stöðu
er nú á leið frá Njarðvík.
Morgunblaðið/Golli
tók síðan Jason Hoover, sem
Ræða Russels hitti í mark
Eftir uppörvandi ræðu gamla
miðherjans Bill Russels unnu
leikmenn Boston Celtics sannfær-
andi sigur á Washington Wizards í
Fleet Center í Boston í fyrrinótt,
112:101. Ræðuna hélt Russel í til-
efni af fimmtugasta starfsári hins
fræga Red Auerbachs hjá félaginu,
en sjálfur kom hann fram í leikhléi
og hélt tölu. „Mér er heiður að
starfa fyrir Boston Celtics. Þetta er
enginn svanasöngur. Eg er ekki á
förum,“ sagði Auerbach, sem er 82
ára. Hann var þjálfari liðsins á
gullöld þess á sjötta og sjöunda ára-
tugnum, en lætur sér nú nægja að
stjórna bak við tjöldin. „Enginn vafi
leikur á að ræða Russels hafði góð
áhrif á okkur," sagði Eric Williams,
framherji Boston, eftir fyrsta
heimaleik Boston á tímabilinu.
Úkraínumaðurinn Vitaly Potapenko
skoraði tuttugu stig og þeir Antoine
Walker og Kenny Anderson nítján
hvor fyrir Boston, en fimm leik-
menn liðsins skoruðu tíu stig eða
meira. Mitch Richmond var at-
kvæðamestur Washington með tutt-
ugu stig.
Shawn Kemp fór fyrir Cleveland
Cavaliers er liðið bar sigurorð af
New Jersey Nets á heimavelli,
97:90. Kemp skoraði 27 stig og tók
fimmtán fráköst. Leikstjórnandinn
Stephon Mai-bury skoraði jafnmörg
stig fyrir andstæðingana, en hitti
aðeins úr sjö af 25 skotum sínum,
gaf aðeins eina stoðsendingu og
missti boltann sex sinnum.
Chicago Bulls, sem er ekki svipur
hjá sjón eftir brotthvai-f Jordans,
Pippens og þjálfarans Jacksons, svo
dæmi séu tekin, tapaði á heimavelli
fyrir New York Knicks. Allan Hou-
ston skoraði 23 stig og Latrell
Sprewell nítján, öll í síðari hálfleik.
Lokatölur urðu 84:74. Dickey Simp-
kins var stigahæstur Chicago (það
hefði einhvern tíma þótt saga til
næsta bæjar) með sautján stig.
Nýliðarnir Elton Brand og Ron
Ai-test gerðu fjórtán stig hvor.
Pat Garrity kom eldheitur af
varamannabekknum og skoraði tutt-
ugu stig fyrir Orlando, sem lagði
Detroit Pistons á heimavelli, 103:94.
Darryl Armstrong skoraði sautján
stig fyiir heimamenn, en sex þeiira
gerðu tíu stig eða meira í leiknum.
Þetta var fyrsti sigur Doc Rivers
sem þjálfari. Grant Hill gerði þrjátíu
stig fyrir gestina.
Lið Portland TrailBlazers sýndi
mátt sinn og megin er þrír leikmenn
þess skoruðu mefra en tuttugu stig
hver í auðveldum sigri á Los Angel-
es Clippers, 121:98. Damon Stouda-
mire skoraði 23 stig, en þefr Scottie
Pippen og Steve Smith gerðu 22 stig
hvor. Stoudamire gaf einnig níu
stoðsendingar og Litháinn Arvydas
Sabonis skoraði sextán stig og tók
þrettán fráköst. Portland hefur sigr-
að í tveimur fyrstu leikjum sínum
samanlagt með 43 stiga mun. Nýliði
Clippers, Lamar Odom, var stiga-
hæstur í liði sínu annað kvöldið í röð
- gerði 23 stig.
„Tröllið“ Shaquille O’Neal skoraði
28 stig, tók tíu fráköst og varði þrjú
skot er Los Angeles Lakers hafði
lítið fyrir sigri sínum á Vancouver
Grizzlies í nýju Staples-höllinni í
Los Angeles, 103:88. Phil Jackson,
fyrrverandi þjálfari Chicago Bulls,
hefur því fagnað sigi’i í tveimur
fyrstu leikjum sínum með Lakers.
Michael Dickerson og Shareef Abd-
ur-Rahim skoi-uðu nitján stig hvor
fyrir gestina frá Kanada, sem hafa
aðeins unnið einn leik af sextán
gegn Lakers frá stofnun félagsins.