Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 E 11 í
Tollstjórinn í Reykjavík sér um alla tollgæslu, tollafgreiðslu á inn-
og útflutningi, og afgreiðslu skipa og fiugvéla í Reykjavík. Embættið
annast einnig innheimtu á opinberum gjöldum í stjórnsýsluumdæmi
Reykjavikur, þ.m.t. fasteignagjöld. Starfsmenn embættisins eru 170
á fimm stöðum, þar af eru 45 tollverðir.
Tollverðir
Hjá tollstjóranum í Reykjavík eru lausartil um-
sóknar nokkrar stöðurtollvarða. Um er að
ræða fjölbreytt störf sem henta vel jafnt konum
sem körlum. Umsækjendurskulu hafa stúd-
entspróf, próf í iðngreinum eða einhverja sam-
bærilega menntun. Þeir aðilar sem verða ráðn-
ir þurfa að Ijúka námi frá Tollskóla ríkisins áður
en þeir fá endanlega skipun í starfið. Tollverðir
eru á launum á meðan á starfsnámi stendur.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun,
fyrri störf, meðmælendur og annað sem um-
sækjandi vill taka fram skal senda til embættis
tollstjórans í Reykjavík, Tryggvagötu 19,101
Reykjavík á þar til gerðum eyðublöðum fyrir
22. nóvember nk.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Tollvarða-
félags íslands og fjármálaráðherra.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigmund-
ur Sigurgeirsson starfsmannastjóri,
sími 560 0423, netfang:
sigmu ndur.sigurgeirsson@tollstjori.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörð-
un um ráðningu hefur verið tekin.
Reykjavík, 5. nóvember 1999.
Tollstjórinn í Reykjavík.
Fagdeildarstjóri
skrúðgarðyrkjubrautar
Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum, Ölfusi, aug-
lýsir stöðu fagdeildarstjóra skrúðgarðyrkju-
brautar skólans lausa til umsóknar. Krafist er
skrúðgarðyrkjumenntunar og háskólaprófs
í landslagsarkitektúr auk reynslu af kennslu.
Reynsla í stjórnun og rekstri æskileg ásamt
reynslu af umsjón tilraunaverkefna. í starfinu
felst m.a. bókleg og verkleg kennsla á umhverf-
issviði skólans, fagleg stjórn skrúðgarðyrkju-
brautar, umsjón með námsefni og tilraunum
á fagsviðinu og umsjón með skipulagi úti-
svæða skólans í samvinnu við garðyrkjustjóra
útisvæða.
Starfið krefst frumkvæðis, góðra hugmynda
og úrlausna sem fylgt er eftir. Viðkomandi þarf
að geta hafið störf 1. jan. nk. Um fullt starf er
að ræða. Laun eru samkvæmt gildandi kjara-
samningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um nám
og fyrri störf og öðrum upplýsingum sem um-
sækjandi vill koma á framfæri sendisttil skóla-
meistara Garðyrkjuskóla ríkisins, Reykjum,
Ölfusi, 810 Hveragerði, sem jafnframt veitir nán-
ari upplýsingar, fyrir 23. nóv. nk.
Öllum umsóknumverðursvarað þegarákvörð-
un um ráðningu hefurverið tekin. Umsóknir
þar sem umsækjandi óskar nafnleyndar verða
ekki teknar gildar.
Garðyrkjuskóli ríkisins er staðsettur í fögru umhverfi að Reykjum í
Ölfusi, rétt ofan við Hveragerði. Skólinn er 60 ára gömul stofnun skipuð
ungu fólki á öllum aldri með framsæknar hugmyndir og metnað. Við-
skiptavinir skóians eru nemendur á öllum aldri, garðyrkjustéttin í heild
svo og allur almenningur. Garðyrkjuskólinn hefur fengið heimild til
að bjóða upp á nám á háskólastigi sem býður upp á nýja og spennandi
möguleika.
Sölumaður
íslenskt framleiðslufyrirtæki sem hefur að
markmiði að framleiða góða og vandaða vöru
sem veitir landsmönnum birtu og yl, óskar eftir
að ráða sölumann í hlutastarf. Vinnutími frá
9—14. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað
sem fyrst og hafi e.t.v. reynslu af sölu í gjafa-
vöru- eða blómaverslun.
Þeir sem hafa áhuga sendi umsókn til Mbl. fyrir
11/11 merkta: „Sölumaður-481".
i j ÁFiNSfS- OG
\+/ VÍMUVARNARÁB
Áfengis-
og vímuvarnaráð
auglýsir eftirtalin störf til umsóknar:
Verkefnisstjóri
Hálft starf sem felst í að stýra afmörkuðum
verkefnum á vegum Áfengis- og vímuvarna-
ráðs m.a. sjá um almannatengsl, ritstýra upp-
lýsinga- og fræðsluvef ráðsins, annast útgáfu-
mál og halda utan um einstök vímuvarnaverk-
efni.
Starfið krefst háskólamenntunar, þekkingar
á margmiðlun og reynslu af vinnu eða sam-
skiptum við fjölmiðla.
Skrifstofustarf
Starfið felst í móttöku fólks sem á erindi við
Áfengis- og vímuvarnaráð, símavörslu og al-
mennum skrifstofustörfum. Til að byrja með
er reiknað með hlutastarfi, vinnutími að nokkru
leyti eftir samkomulagi.
Krafist er góðrar almennrar menntunar, tölvu-
kunnáttu, þekkingar á skjalavörslu og reynslu
af svipuðu starfi.
Áfengis- og vímuvarnaráð var stofnað með lögum um Áfengis- og
vímuvarnaráð nr. 76/1998 i samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnar-
innar í fíkniefna-, áfengis- og tóbaksvörnum sem samþykkt var 3.
desember 1996.1 ráðinu eiga sæti 8 fulltrúar heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytis, forsætisráðuneytis, dóms- og kirkjumálaráðuneytis,
fjármálaráðuneytis, félagsmálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis,
utanríkisráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
www.hollver.is
Skrifstofustjóri
Staða skrifstofustjóra hjá Hollustuvernd ríkisins
er laus til umsóknar. Starfið felur í sér umsjón með
almennum rekstri og fjárreiðum starfseminnar
ásamt starfsmannahaldi. Skrifstofustjóri
er nánasti samstarfsmaður forstjóra.
Áskilin er háskólamenntun og/eba sérstök og
viöeigandi starfsreynsla. Lögð er áhersla á góða
samskiptahæfileika ásamt skipulags- og
stjórnunarhæfileikum. Þekking á upplýsingatækni
og rafrænni skjalavistun væri kostur. Launakjör eru
samkvæmt samningi Fjármálaráðuneytis og
stofnunarinnar vib vibkomandi stéttarfélag.
Nánari upplýsingar um starfiö veitir Hermann
Sveinbjörnsson, forstjórí í síma 585 1000.
Umsóknarfrestur er til 22. nóvember.
Öllum umsóknum veröur svarab.
Hollustuvernd ríkisins
Ármúla 1a, 108 Reykjavík, sími 585 1000, fax 585 1010
Heimasí&a: www. hollver.is
Hollustúvernd ríkisins starfar samkvæmt lögum nr. 7/1998
um hollustuhætti og mengunarvarnir. Stofnunin hefur
umsjón meb mengunarvarna-, matvæla- og eiturefnaeftirliti
í landinu og sér um rannsóknir því tengdar.
Starfsmenn eru 50 og ársvelta um 200 m.kr.
Hollustuvemd er reyklaus vinnustabur.
Framkvæmdastjóri
Landssamband kúabænda óskar aö ráða
framkvæmdastjóra til starfa.
Starfssvið:
► Samskipti við bændur, stofnanir land-
búnaðarins og fjölmarga aðra aðila.
► Umsjón með skrifstofu og fjármálum.
► Umsjón með sölu- og markaðsmálum
nautakjöts.
► Umsjón með ýmsum öðrum rekstri LK.
Hæfniskröfur:
► Gerð er krafa um þekkingu og/eða reynslu
af rekstri eða stjórnun.
► Hæfni í mannlegum samskiptum.
► Sjálfstæði i starfi og skipulögð vinnubrögð.
Umsóknarfrestur ertil og með 17. nóvember
nk. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu
Liðsauka, sem opin er kl. 9-14 og á
heimasíðunni: www.lidsauki.is
Fd/lt og /je/c/tfng
Lidsauki
Skipholt 50c, 105 Reykjavík sími 562 1355, fax 562 3767
Netfang: www.lidsauki.is
Tölvupóstur: lidsauki@lidsauki.is
Praijí£iiiiíi)jujjuj LIiJlJíí,
Hugsanlegt er að réttur
einstaklingur eigi kost á
framtíðarstarfi.
Áhugasömum er bent
á að hafa samband við
verkstjóra á bókbandi.
Prentsmiðjan Oddi,
Höfðabakka 3-7, 112 Reykjavík
Sími 515 5000 • Fax 515 5001
Sandgerðisbær
íþróttakennarar
Vegna forfalla vantar íþróttakennara við
Grunnskólann í Sandgerði frá og með næstu
áramótum.
Viðkomandi gæti hafið störf fyrr, ef þess væri
óskað.
Upplýsingar veita skólastjórar í síma 423 7439.
Ferðaskrifstofa óskar
eftir starfsmanni!
Ferðaskrifstofa Reykjavíkur óskar eftir að ráða
drífandi og sjálfstæðan starfsmann í sölustarf.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu
á Amadeus þókunarkerfinu og góða mála-
kunnáttu.
Umsókn þarf að berast fyrir 10. nóvember nk.
Vinsamlegast endurnýið eldri umsóknir.
FERÐASKRIFSTOFA
REYKJAVÍKUR
Aðalstræti 9,101 Reykj'avík.
Sími 552 3200.