Morgunblaðið - 07.11.1999, Blaðsíða 5
MflMHM
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 7. NÓVEMBER 1999 E 5
- ■
lífftSSll
JSlÍBg®
■Jlllij
Athygli þín
er akkúrat það sem okkur vantar
Lux Inflecta er ungt og metnaðarfullt hugbúnaðarfyrirtæki sem
vinnur að krefjandi þróunarverkefni fyrir erlenda markaði. Við leitum
að kraftmiklum og hugmyndarikum forritara sem er tilbúinn að ein-
beita sér heils hugar að ögrandi og spennandi starfi.
Liðsmaðurinn sem við leitum að þarf að búa yfir hugmyndaauðgi,
frumkvæði og góðri athyglisgáfu. Þar sem starfið felur í sér mótun
hugbúnaðar framtiðarinnar þarf viðkomandi einnig að eiga auðvelt
með að tileinka sér nýjungar og miðta hugmyndum.
Víðtæk reynsla er ekki nauðsynteg enda mun viðkomandi öðtast hana
hjá okkur. Hins vegar þurfa umsækjendur að hafa háskótamenntun á
sviði tölvunar-, verk- eða tæknifræði - eða kerfisfræði frá TVÍ - og
góða þekkingu á htutbundinni forritun í C++ eða 3ava.
Umsóknir og fyrirspurnir skutu sendar til atvinna@luxinflecta.is
Faríð verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
o
LUX INFLECTA
Lux Inflecta • Þverholti 14 • 105 Reykjavík • Sími: 5111210 • Fax: 5111211
wmmtmmmmmmmmmmmmm
Búnaðarbanki íslands tók til staría 1. júlí 1930. Starísemi bankans hefur frá upphafi
verið farsæl og hefur bankinn skilað hagnaði alla tíð. í dag eru útibú bankans 36
og stöðugildi ríflega 600. Umsvif bankans hafa tvöfaldast á síðustu þremur árum og
er heildarfjármagn bankans nú 106 milljarðar. Velta á sfðasta ári var 5 milljarðar
króna.
Cott starísfólk á stóran þátt í farsælum rekstri Búnaðarbankans og starísmannamál
verða sífellt mikilvægari íþeirri samkeppni sem ríkir. Starísmannahaldi bankans er
ætlað það hlutverk að sjá til þess að öll umgjörð starísmannamála sé til fyrirmyndar
svo rekstrarárangur verði áfram framúrskarandi.
BUNAÐARBANKINN
traustur banki
Spennandi atvinnutækifæri
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í starfsmannahaldi
Búnaðarbanka íslands hf.
Starfssvið sérfræðings er á breiðu sviði
starfsmannamála og felur m.a. í sér:
• umsjón og þróun starfsmannatengdra upplýsinga
á innri og ytri vef bankans
• umsjón og uppbyggingu upplýsinga í
starfsmannakerfi
• aÖstoð við þróun starfsmannamála
• aðstoð við launavinnslu
• samantekt ýmissa upplýsinga um þróun
starfsmannamála í bankanum
• ýmis önnur störf tengd starfsmannamálum
Næsti yfirmaður er starfsmannastjóri bankans.
• Háskólamenntun eða sambærileg menntun er
skilyrði.
• Mjög góð tök á rituðu máli og almenn
tölvukunnátta eru nauðsynleg.
• Gerðar eru kröfur um sjálfstæði, færni í
mannlegum samskiptum, frumkvæði og hæfni til
að vinna undir álagi.
Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu
PricewaterhouseCoopers merktar „Búnaðarbankinn
-starfsmannamál" fyrir 18. nóvember nk.
Öllum umsóknum verður svarað.
Upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Sölumaðux
Rótgróin innflutningsverslun í
borginni, með mörg þekkt vöru-
merki og leiðandi á sínu sviði,
óskar að ráða sölumann til starfa
sem fyrst.
Starfssvið: Almenn sölumennska
og þjónusta við viðskiptavini fyrir-
tækisins ásamt mótun sölu- og
markaðsmála í samvinnu við
framkvæmdastjóra.
Starfið hentar drífandi og
áhugasömum einstaklingi, nauð-
synlegt er að viðkomandi hafi
reynslu af sölustörfum, sé skipu-
lagður og geti unnið sjálfstætt.
Góð laun eru í boði.
Öllum umsækjendum heitiðfullum
trúnaði og að lokinni ráðningu
verða allar umsóknir endursendar.
Umsóknir er tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf sendist af-
greiðslu Mbl. merktar:
„G - 8926" fyrir 15. nóv.
Háskóli íslands
Stundakennari
í heimspeki
Við heimspekideild er laust til umsóknar starf
stundakennara í heimspeki við heimspeki-
skor Háskóla íslands á vormisseri 2000. Ráðið
verður í starfið frá 1. janúar til 31. júlí 2000.
Umsækjandi skal hafa lokið M.A.-prófi í heim-
speki (eða ígildi þess) og sýna fram á hæfni
til að kenna m.a. námsefni á sviði frumspeki
og þekkingarfræði. Umsókn þarf að fylgja
greinargóð skýrsla um fræðistörf umsækjanda,
rannsóknir og ritsmíðar (ritaskrá), svo og yfirlit
um námsferil og störf (curriculum vitae) og
eftir atvikum vottorð. Umsækjandi láti fylgja
með umsagnir um kennslustörf sín eftir því
sem við á. Laun eru skv. kjarasamningi fjár-
málaráðherra og Félags háskólakennara.
Umsóknarfrestur er til 25. nóvember 1999
og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs
Háskóla íslands, Aðalbyggingu, við Suðurgötu,
101 Reykjavík. Ollum umsóknum verður svarað
og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfs-
ins þegarákvörðun hefurverið tekin. Nánari
upplýsingar veitir starfsmannasvið í síma
525-4390 eða skrifstofustjóri heimspekideildar
í síma 525-4401.
Tryggingafulltrúi
Hjá sýslumanninum á Patreksfirði er laustil
umsóknar staða tryggingafulltrúa. Trygginga-
fulltrúi annast dagleg störf sem heyra undir
almannatryggingaumboð Tryggingastofnunar
ríkisins og lúta m.a. að sjúkra- og slysatrygg-
ingum, lífeyristryggingum o.fl.
Umsækjendur þurfa að hafa góð tök á tölvu-
vinnslu, þ.m.t. notkun internets, og geta hafið
störf sem fyrst í nóvember.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
opinberra starfsmanna. Hlutastarf getur komið
til greina. Konur jafnt og karlar eru hvötttil
að sækja um starfið.
Umsóknum, sem greina aldur, menntun og
fyrri störf, skal skila til undirritaðs ekki seinna
en 12. nóvember nk.
Sýslumaðurinn á Patreksfirði,
3. nóvember 1999.
Þórólfur Halldórsson.
Hæfniskröfur og menntun:
Netfang: thorir.thorvardarson@is.pwcglobal.com
Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is