Morgunblaðið - 09.11.1999, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999
BÆKUR
MORGUNBLAÐIÐ
Mannabarn
í Alfheimum
BÆKUR
Barnabók
BENEDIKT BÚÁLFUR
eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson.
Mál og menning, 1999 - 41 s.
Dídí er sex ára stelpukorn sem
býr í hundrað ára gömlu húsi. Hún
rekst einn dag á Benedikt búálf
vegna þess að búálfar verða sýni-
legir þegar þeir blotna. Honum
verður mikið um þetta
því yfírleitt er það
versta sem getur hent
búálfa að lenda í klón-
um á mannfólkinu. En
Dídí og góð stelpa og
sleppir Benedikt. Þau
verða vinir og hún fer
með honum inn í Alf-
heima þar sem þau
gera góða hluti við að
bjarga tannheilsu álf-
anna með því að
bjarga Tóta tannálfi
úr klóm dökkálfanna.
Þetta er ævintýri í
anda meinlausra þjóð-
sagna sem ekki hafa
neinn brodd og ekki
merkilegan boðskap.
Barátta góðs og ills er ósköp til-
þrifalítil og ætti ekki að hræða
neinn. Ferðalagið um Alfheima í
leit að Tóta tannálfi er kjarni ævin-
týrsins. Álfheimar geyma risastór
tré, skrýtnar verur í nokkurs kon-
ar mannsmynd, en þó líkari engl-
um, Jósafat mannahrelli sem er
heldur ófrýnilegur þótt meinlaus
sé, að ógleymdri BrynhOdi álfa-
drottningu sem geislar af góð-
mennsku og kærleik og hefur yfir
Viskubrunni að segja. Daði dreki
er líka meinlaus dreki þótt hann
geti villt á sér heimildir og spúð
eldi.
I bókinni er kort af Alfheimum
sem sýnir alla staðhætti, m.a. eru
þar reyndar tveir staðir með nafn-
inu Geysir, og þar er líka Eldey og
spúandi eldfjall með
heitinu Surtsfjall. En
þessir staðir hafa eng-
in tengsl við neina
náttúru sem við
þekkjum. Höfundur
hefði gjarnan mátt
merkja inn á kortið þá
leið sem farin var í
leitinni að Tóta úr því
að kortið var gert, les-
anda til aðstoðar.
Ævintýrið er al-
þjóðlegt og sömuleiðis
myndimar í þeirri
merkingu að í þeim
felst engin staðfæring
og engar skírskotanir
til Islands eða ís-
lenskra búálfa. Þessi
búálfur er klæddur í skartklæði í
skæram litum og mundu þau sóma
sér vel í sögum Walts Disneys.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Gíraffi keyrir
strætd
BÆKUR
Bamabók
Gíri-stýri og skrýtni
draumurinn
Saga og myndir: Björk Bjarkadótt-
ir, Mál og menning, 1999 - 24 s.
GÍRMUNDUR er gíraffi og ekur
strætisvagni númer 3. Það er
kannski ekkert skrýtið því allir bæj-
arbúar era gíraffar. Gíri er mikið
gæðablóð og hjálpsamur við alla og
eitt sinn hjálpar hann gamalli gíraf-
fafrú við að ná kettinum hennar nið-
ur úr tré. Hann er líka mjög bók-
hneigður og fer oft á bókasafnið til
að ná sér í bækur og myndablöð.
Gíri getur líka haft áhyggjur eins og
mannfólkið upp til hópa og eitt sinn
fær hann martröð þegar hann legg-
ur sig eftir hádegið. Martröð Gíra
gengur út á það að hann hafi skyndi-
lega misst lengdina á hálsinum og sé
orðinn hálsstuttur, andstætt því sem
allir era í kringum hann. Hann er
orðinn öðravísi en allir aðrir og verð-
ur fyrir aðkasti. En sem betur fer
vaknar hann af vondum draum og
gleðst ósegjanlega við að vita að
þetta var bara draumur.
Þetta er bók fyrir yngstu lesend-
urna. Myndimar eru mjög líflegar
og skýrar og skemmtilegar fyrir
böm að skoða því gíraffasamfélagið
hefur samið sig að háttum manna og
við sjáum Gíra í alls kyns daglegu
amstri. Við sjáum hann fyrst á
sunnudagsmorgni steinsofandi - og
hann er svo langur að hann stendur
langt aftur úr rúminu. Við sjáum
hann í baði, á bókasafninu, sjáum
hann hoppandi glaðan og síðast en
ekld síst þegar hann upplifir mar-
tröðina og sér alla hina gíraffana
hlæja vegna þess hvað hann er orð-
inn hálsstuttur. Seinasta myndin af
honum sitjandi í hægindastól með
bók í dagslok sýnir farsælan endi á
góðum degi.
Bókin er fallega hönnuð og mynd-
ir og texti mynda heild. Textinn er
ekki mikill á hverri síðu og er í mjög
góðu samræmi við myndimar, letrið
er skýrt og gott og orðalag tilgerð-
arlaust. Lítíl böm geta vel samsam-
að sig að öllu sem Gíri gerir á einum
degi. Þetta er látlaus og hlý veröld.
Sigrún Klara Hannesdóttir
Nffiar geislaplötur
• TRÚARTÓNAR er safn trúar-
legra verka, en það er Námsgagn-
astofnun sem gefur plötuna út. A
henni era alls 26 verk og hefst hún á
upphafi fyrsta Passíusálms við lag
eftir Jón Leifs, Upp, upp mín sál, í
flutningi Þórannar Guðmundsdótt-
ur, sópransöngkonu. En hún hefur
jafnframt ritað kennsluleiðbeining-
ar með Trúartónum.
A plötunni er að finna verk
margra þekktustu kóra landsins,
m.a. Pólýfónkórsins, Hamrahlíðar-
kórsins, Langholtskórsins, Dóm-
kórsins, Söngsveitarinnar Fílhar-
móníu, Kórs Akureyrarkirkju,
Kvennakórsins og Scola Cantoram,
sem hljóðritaði fjögur lög sérstak-
lega fyrir þessa plötu undir stjórn
Harðar Áskelssonar. A plötunni era
einnig ýmsar alþýðlegar perlur. Má
þar nefna Heilræðavísur Hallgríms
Péturssonar í flutningi söngflokks-
ins Lítið eitt, Kærleika úr poppleik-
num Óla í flutningi Óðmanna, I
bljúgri bæn með Snöranum, Draum
Pílatusar úr Súperstar eftir
Webber og upprisuverk Karls Sig-
hvatssonar og Trúbrots af Lifun frá
1971. Þá er á plötunni bamasálmar
í flutningi bamakóra. Þá leikur Páll
ísólfsson Tokkötu eftir Bach á
Dómkirkjuorgelið og Kristinn
Amason Prelúdíu eftir þann sama á
gítar. Loks er að nefna Pie Jesu úr
Requiem eftir Andrew L. Webber.
Vægðarleysi m
mennskunm
Alessandro Baricco hlaut heimsfrægð fyrir
skáldsögu sína Silki sem komið hefur út á
íslensku. Kristín Bjarnaddttir segir
frá umræðum milli hans og sænska
gagnrýnandans Lars-Olaf Franzéns
á Bókastefnunni í Gautaborg í september.
AÐ var greinilegt þakklæti í
lófataki þeirra sem hlýtt höfðu
á ítalska höfundinn Alessandro
Baricco, á Bókastefnunni í Gautaborg
síðla í september, þrátt fyrir það að
hann hafði talað hispurslaust um and-
úð sína á meðalmennsku, og þrátt fyr-
ir að hann hafði lýst því yfir að Silki
væri skrifuð á þann hátt sem honum
ekki félli. En þetta tvennt lagði blaða-
maður Gautaborgarpóstsins áherslu á
í skrifum sínum eftir stefnuna, þar
sem lesa mátti fram mynd af fremur
hrokafullum höfundi, ekki minnst
gagnvart þeim sem kommir voru ein-
mitt til að fá nýju kiljuna Silki áritaða
ef ekki bókina Ocano mare í nýútkom-
inni þýðingu frá Bonniers. Viðbrögð
viðstaddra sögðu þó aðra sögu og
flestir sem á Baricco hlýddu virtust
skilja hans mál og skemmta sér ósvik-
ið.
Baricco, sem er fæddur í Tórínó
1958, er alþjóðlega best þekktur sem
skáldsagnahöfundur, en sá ferill hófst
1991, eftir skrif um tónlist, m.a. bók-
ina, II genio in fuga. Fyi-ir skáldsög-
una Oceano mare (Milano 1993) hlaut
hann viðurkenningu ítalska bók-
menntaheimsins með „Premio Viar-
eggio,,. Silki hefur verið þýdd á 16
tungumál, þ. á m. íslensku og jap-
önsku en fjórða skáldsagan City kom
út í vor sem leið.
Bjartsýnar tragidíur og
meðalmennska
Lars-Olaf Franzén, gagnrýnandi og
rithöfundur, leiddi samtalið fljótt að
nýju bókinni, sem hann kvað ein-
kennast af tóni sem minnir á teikni-
mynd.
Bariceo: Kannski! Ég hef heyrt
þetta fyrr og ég er mjög ánægður með
það.
Franzén: Það hlýtur þó að hafa ver-
ið meðvituð ákvörðun að skipta um
tón frá Silki sem ber rómantískan frá-
sagnartón ástarsögunnar?
Baricco: Silki er sérstök saga. Eig-
inlega fellur mér ekki að skrifa þann-
ig-
Franzén: Af hverju gerðirðu það
þá?
Baricco: Af því mér fannst að ein-
mitt sú saga þyrfti að skrifast þannig.
Eina sagan sem ég hef orðið fyrir á lif-
sleiðinni sem hefur þurft að segjast á
þann hátt. Mér fannst það erfitt. Að
skrifa heila bók í sama tón og sama
stíl. Að halda atburðum á því plani.
Almennt fellur mér ekki að segja
þannig frá.
Franzén: Það hefurðu ekki heldur
gert. í seinustu bókinni blandarðu
furðulegum uppákomum með furðufí-
gúrum og heimspekilegum vangavelt-
um.
Baricco: Þannig segi ég frá.
Franzén: í City má finna hug-
hyggju og einskonar brjálæði sem ég
hef ekki rekist á fyrr.
Baricco: Þetta er bók sem vekur
mikinn hlátur, en sem er tragísk. Am-
erískur gagnrýnandi hefur sagt að ég
skrifi bjarsýnar tragidíur.
Franzén: í bókinni er kafli sem
fjallar um heiðarleika menningarvit-
anna, eða réttara sagt óheiðarleika.
Þú skrifar að „úr því bankaræningjar
eru settir í fangelsi, því fær þá intell-
igensían að vaða uppi laus og liðug?“
Hve alvarlega ber að taka slíka um-
ræðu, sem gengur út á að sá sem telur
sig hafa skýra hugsun, hann ljúgi um
leið, og taki hann þátt í menningar-
dansinum þá falsi hann einatt veru-
leikann í þágu eigin frama? Baricco
útskýrir kaflann sem vísað er til þegar
aðalpersónan sem er „undrabarn",
hittir gamlan kennara sem kennir
honum sitthvað um menntafólk og
heiðarleika og sem hefur áhrif á
hvernig drengurinn velur í framtíð-
inni.
- Mig langaði líka til að fjalla um
þann heim sem ég lifi í. I mínum heimi
er margt hjákátlegt, lágkúrulegt og
andstyggilegt. Við rithöfundar - við
menningarvitar - erum hryllilegir og
eigum bágt með að vera öðruvísi og þá
vil ég um leið nefna þetta fyrirbæri,
en líka tilfinningu mína fyrir því ferli.
í stuttu máli: Við erum hryllingur en
mér þykir vænt um okkur!
I bókinni lýsi ég atriði með kenn-
ara, prófessor sem gerir um _það bil
það sem ég er að gera núna„ Eg naut
þess að lýsa hvernig prófessorinn leit-
ar að réttum svipbrigðum meðan
hann er kynntur sem gestafyrirlesari,
ég veit ekki hvort þið kannist við það
að bíða meðan kynningin og hrósið
stendur yfir? það er skelfilegt, eink-
um ef maður er kynntur sem fremsti
höfundur Itala á okkar tímum. I bók-
inni er heil síða um svona andlit, sem
leitar að réttum svipbrigðum til að
vera sá gáfaði og frægi fyrirlesari.
sem er kynntur.“ Framsögn Bariccos
er fyrirvaralaus og hann leyfir sér
meðvitaðan einfaldleika sem hrífur.
Franzén: Það kann að vera að við
séum með fremsta höfund Itala ein-
mitt hér og nú. - Nokkuð í bók þinni
sem tengist náið þessu með óheiðar-
leika intelligensíunnar er fullkomin
andúð á meðalmennsku?
Baricco: „Vinur minn sem las bók-
ina sagði við mig að loknum lestri: „Þú
hatar meðalmennskuna, hinn venju-
lega menningarvita. Hvers vegna,
hvað hefurðu við hann að sakast?" Ég
áttaði mig á að þetta var rétt. í City er
einmitt að finna hatur mitt á meðal-
mennsku. Og ég iðrast þess að hafa
skrifað þannig. Eitt er þó satt, vægð-
arleysið er verst í meðalmennskunni.“
I bók Bariccos er talað um viðbrögð
umheimsins gagnvart þeim sem hafa
sérstakar gáfur því aðalpersónan er
einmitt slíkum gáfum gædd. Og Bar-
icco heldur fast við að þeir sem ekki
séu gæddir slíkum gáfum, séu gæddir
sérstakri grimmd eða hæfileikum til
vægðarleysis sem bitni á hinum. Og
hann útskýrir með dæmisögu um eig-
in viðbrögð: „Ef García Márquez
myndi segjast hafa ógeð á því sem ég
skrifa, þá er það allt í lagi! Það er
verra ef meðalmanneskja segir það
sama, en með fáguðu vægðarleysi og
án þess að þú fáir tækifæri til að verja
þig. Slíkt vekur reiði hjá mér og í bók-
inni lýsi ég því.“
Og Franzén leiðir talið að uppeldis-
fræðilegu hugðarefni stjörnurithöf-
undarins, sem átti þátt í að stofna rit-
höfundarskóla í eyðiverksmiðju í
heimabænum Tórínó.
Hvíta húsið í Tórínó
Franzén: Það hlýtur að gerast „að
þeir sem koma þangað eru ekki snill-
ingar frá byrjun, þar hljóta einnig að
vera einhverjar miðlungsmanneskj-
ur?
Baricco: „Þau eru í meðallagi hvað
Alessandi
varðar að skrifa bók. En þau geta ver-
ið dugleg við önnur störf. Markmið
skólans er að þau finni starf sem teng-
ist því að segja frá og ég er ánægður
með að sjá að flest þeirra finna sér
vinnu. Sum skrifa fyrir sjónvarp eða
vinna við menningardeildina. Sum
vinna hjá bókaútgáfum og önnur við
útvarp og blöð. Og þetta er markmið
skólans. Kannski eru samt sem áður
fimmtíu gædd sérstökum gáfum. Þá
reynum við að vernda hann eða hana
sérstaklega."
Skólinn í Tórínó tók til starfa fyrir
fimm árum, vegna framtaks fimm
vina þ. á m. Bariccos. Hugmyndin var
að stofna skóla fyrir ungt fólk sem
hafði áhuga á að vinna einmitt á áður-
nefndum sviðum og þar sem engum
væri úthýst vegna sérstakra hæfi-
leika. Við leit að húsnæði blasti
verksmiðjan við auð og yfirgefin. „Við
máluðum hana hvíta og keyptum borð
og stóla,“ segir Baricco. „Við nefndum
hana Holden eins og aðalpersónan
heitir í bókinni minni, drengurinn sem
enginn skóli vill. Og það eru nemend-
ur hjá okkur sem eru dáldið belgings-
legir, uppreisnargjarnir, en þeim
tekst þó að una sér með okkur, vera
um kyrrt. Við þénum ekki líru en
reynslan er meiriháttar."
Þegar Baricco er spurður hvaða
þýðingu vinnan við skólann hafi fyrir
hans rithöfundarstarf er svarið: „Mér
finnst gott að kenna og mér finnst
gott að umgangast þau sem eru yngri
en ég. Þau hjálpa manni að verða ekki
að alltof miklu fífli þegar maður verð-
ur frægur." Og Baricco segir frá því
þegar hann kom í skólann nokkrum
dögum eftir að City kom út í maí síð-
astliðnum og hitti einn nítján ára
nemanda sinn.
„Meðan hann gekk í átt að klósett-
inu, fullkomlega eðlilegur, sagðist
+