Morgunblaðið - 09.11.1999, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ
8 B ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER1999 _______
BÆKUR
Grass fagnað með
blikktrommuslætti
ÞÝSKA ríthöfundinum Giinter Grass, sem
fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum á
þessu ári, var fagnað með blikktrommu-
slætti, kampavíni og sígaunatónlist á Bóka-
stefnunni í Frankfurt í síðasta mánuði.
Tone Myklebost segir, að hann láti samt
ekki upphefðina rugla sig í ríminu en
í prentsmiðjunni strita vélarnar við að
anna eftirspurn eftir nýrri bók frá Grass,
„Öldinni minni“.
ÞARNA stendur hann, lítill maður
vexti með þykkt, svart hár, stutt-
klipptur - og með pípuna í hendi.
Hann er fasteygur og ég finn fyrir
__augnaráðinu.
Hann er næstum barnslegur í
framan þessi maður, sem hefur
glatt og hneykslað landa sína í
næstum hálfa öld.
„Ég er vissulega ánægður með
Nóbelsverðlaunin,“ segir hann al-
varlegur á svip, „en mér hefði líkað
það enn betur ef Sænska aka-
demían skipt þeim á milli mín og
austur-þýsku skáldkonunnar
Christu Wolf. Það hefði aukið á
mikilvægi verðlaunaveitingarinnar
og hef ég þá skiptingu Þýskalands í
' íhuga. Eg kýs hins vegar að líta
þannig á, verðlaunin séu ekki bara
fyrir mig, heldur einnig Þýskaland
og þýskar bókmenntir.
Mikið var látið með Grass vegna
verðlaunanna eins og vonlegt var
en hann lét blaðamannaskarann
ekki slá sig út af laginu og tók sér
ávallt góðan tíma áður en hann
svaraði spurningunum. Er hann
varð 72 ára var honum fagnað á
Bókasýningunni í Frankfurt og hjá
forlaginu sínu, Steidl í Halle, við
undirleik blikktrommu og þar skál-
aði hann í kampavíni ásamt konu
sinni, bami og barnabarni við und-
irleik sígaunahljómsveitar. Síðan
hvarf hann á braut, jafn skyndilega
-.u og hann kom. Daginn eftir opnaði
hann tvær málverkasýningar, graf-
íksýningu og aðra með vatnslita-
myndum eftir sjálfan sig.
Vinnur að nýrri bók
Grass segir, að þau hjónin hafi
verið á leið til tannlæknis er þau
fengu fréttimar um Nóbelsverð-
launin. Þau stöldmðu við eitt
augnablik og veltu því fyrir sér
hvað gera skyldi.
„Við ákváðum að fara til tann-
læknisins eins og til stóð. Það er
eðlilegast að lifa bara áfram sínu lífí
enda era það handritin mín, sem
mestu máli skipta fyrir mig,“ segir
Grass. Hann er að vinna með hug-
mynd að nýrri bók en það getur
tekið sinn tíma. „Þegar hugmynd-
irnar knýja dyi-a legg ég í fyrstu
eyrun við. í næsta sinn spyr ég um
erindið og í þriðja sinn pára ég eitt-
hvað hjá mér. Þá loksins er eitthvað
farið af stað.“
Á Bókasýningunni í Frankfurt,
innan um milljónir af góðum bókum
og slæmum, ræddi Grass meðal
annars um það hvað það væri, sem
prýddi góða bók.
„Ég les stundum afþreyingar-
sögur þótt ég viti, að þær skilja
ekkert eftir sig. Skemmtunin, af-
þreyingin er ávallt á kostnað inni-
haldsins. Góð bók verður líka að
skemmta en um leið verður hún að
hreyfa við lesandanum. Þegar af-
þreyingarlestrinum lýkur er hann
gleymdur og grafinn en góð bók
verður félagi okkar ævilangt. Nú
um stundir er um fátt annað talað
en Netið en að því kemur, að við
leitum aftur í bækurnar. Spuming-
in er hins vegar í hvaða bækur,“
segir Grass.
Steidl-forlagið rekur sína eigin
prentsmiðju og þar hefur verið nóg
að gera við að anna eftirspurn eftir
nýrri bók frá Grass, „Öldinni
minni“. Var það raunar svo, að þeg-
ar tilkynnt var, að hann hefði fengið
Nóbelsverðlaunin var prentun á
verkum annarra höfunda hætt um
stundarsakir. „Öldin mín“ hefur nú
þegar selst í 100.000 eintökum og
hefur prentsmiðjan ekki undan.
Gagnrýnandinn og Grass
Þótt Þjóðverjar hafí almennt
fagnað með Grass verður ekki það
Morgunblaðið/Tone Myklebost
Nóbelsverðlaunahafinn Gunter Grass á Bókastefnunni
í Frankfurt í síðasta mánuði.
sama sagt um alla fjölmiðlana,
einkum þá hægrisinnuðu. Kemur
það að vísu ekki á óvart. Þá hefur sá
fjandskapur, sem er með Marcel
Reich-Ranicki, einum kunnasta
bókmenntagagnrýnanda í Þýska-
landi, og Grass lengi verið mikið
fréttaefni. Síðan tímaritið Der
Spiegel birti forsíðumynd af Reich-
Ranicki 1995 þar sem hann rífur í
sundur bók eftir Grass, „Löng
saga“, hefur Grass ekkert viljað af
honum vita. Breytir engu um þótt
Reich-Ranieki hafi nú fagnað því,
að Grass skyldi fá verðlaunin.
„Ég get ekki virt mann, sem
auglýsir sig með því að rífa í sundur
bók. Það er hans mál þótt hann eigi
í óhamingjusömu ástarsambandi
við bókmenntirnar en þetta gengur
ekki. Ég og margir aðrir viljum
bara að hann láti bækurnar okkar í
friði,“ segir Grass.
Þótt Grass hafí verið hampað á
Bókasýningunni hefur það trúlega
verið dálítið erfítt fyrir hann að
horfa upp á Reich-Ranicki brosa til
sín af fjöldanum öllum af auglýs-
ingaspjöldum. Reich-Ranicki er
nefnilega búinn að gefa út bók,
„Ævi mín“, sem slegið hefur mörg
sölumet og selst í helmingi fleiri
eintökum en bókin hans Grass.
Fyrirgefur ekki Lafontaine
Grass er jafn stífur á meining-
unni þegar kemur að gömlum vini
hans, jafnaðarmanninum Oskar
Lafontaine, fyrrverandi fjái-mála-
ráðherra.
„Ég stend við það, sem ég hef
sagt. Vinskapur okkar er búinn,"
segir Grass. Lafontaine vill að vísu
sættast en Grass segir, að hann hafi
rekið rýtinginn í bak sínum eigin
flokki með nýútkominni bók.
„Haltu þér saman, drekktu rauð-
vínið þitt, farðu í frí og finndu þér
eitthvað til að föndra við,“ höfðu
blöðin eftir Grass um Lafontaine en
það er þó ekki að sjá, að Lafontaine
taki þetta nærri sér. Að minnsta
kosti virtist hann leika á als oddi á
Bókasýningunni í Frankfurt.
Grass er mjög ánægður með, að
nú standi til að endurnýja æsku-
heimili hans í Gdansk í Póllandi en
borgin tilheyrði áður Þýskalandi.
„Það er stórkostlegt," segir hann
hlæjandi. „Húsið er illa farið en nú
búast sumir við, að einhverjir vilji
skoða það. Þess vegna verður að
gera því eitthvað til góða.“
Verðlaunaféð til aðstoðar
listamönnum
Og verðlaunaféð, um 70 millj. ísl.
kr., á að renna í ýmsa sjóði, sem
Grass hefur stofnað fyrir lista-
menn, meðal annars í hús í Norður-
Þýskalandi þar sem skáld og lista-
menn geta búið og starfað í ein-
hvern tíma.
Grass segist ánægður með, að
hann skuli ekki hafa fengið Nóbels-
verðlaunin fyrir 20 eða 30 áram. Þá
hefðu þau getað eyðilagt hann sem
rithöfund. Nú hefur hann burði til
að bera þau og veit, að það er vinn-
an,_sem gefur lífinu gildi.
Á Bókasýningunni í Frankfurt í
síðasta mánuði vora Ungverjar í
fyrirrúmi að þessu sinni en á næsta
ári verða það Pólverjar. Hafa sýn-
endur aldrei verið jafn margir og
nú og því ekki hægt að álykta annað
en að dagar bókarinnar séu langt í
frá liðnir.
Erlendar skáldsögur hjá Fjölvaútgáfunni
FJÖLVAÚTGÁFAN leggur í ár
áherslu á útgáfu erlendra skáld-
sagna. Þær eru þýddar af ýmsum
tungumálum, sumar teljast til
fremstu bókmennta heims, aðrar
gefa sýnishorn af verkum fremstu
höfunda af yngri kynslóð.
Ambáttin er eftir unga skáld-
konu í Singapore, Catherine Lim.
Bókin hefur náð hátt á sölulista á
Vesturlöndum og telst nú fremsti
fulltrúi bókmennta Suðaustur-As-
íu, segir í fréttatilkynningu. Sagan
segir frá telpunni Han sem fátæk
móðir selur kornunga til ríkrar fjöl-
skyldu um miðja öldina. Slíkar
^stúlkur urðu ódýrt vinnuafl sem
réttlausar ambáttir, oft misnotaðar
kynferðislega af karlmönnum í
stórfjölskyldu, en Han litla komst í
sérstaka aðstöðu, fyrst sem leikfé-
lagi og síðan ástkona einkasonar-
ins, sem kostaði harðvítuga baráttu
upp á líf og dauða.
Fullt tungl er leynilögreglusaga
feftir Antonio Munoz Molina, einn
Tolkien Jan Gulliot
fremsta höfund Spánar: Níu ára
stúlka finnst myrt í skemmtigarði
að næturlagi. Aðalsöguhetjan er
lögreglufulltrúi sem verður svo hel-
tekinn af að sjá illa útleikið barnið,
að hann verður hugstola, ráfar um
borgina í leit að „augum morðingj-
ans“. Á móti honum er spilað morð-
ingjanum í hryllilegu sálrænu ein-
vígi.
Kim Novak baðaði sig aldrei í
Genesaretvatni er langur titill svo-
lítillar spennusögu eftir sænska rit-
höfundinn Hákan Nesser. Þar seg-
Catherine Lim Thomas Mann
ir af tveimur skólapiltum sem era
ástfangnir í kennslukonu sinni sem
líkist Kim Novak. Þeir fara í sum-
arfrí í bústað við vatnið og hitta
hana óvænt. Þeir upplifa unað í
sumarbústaðnum þar til allt í einu
hið hræðilega gerist og sólin sortn-
ar.
Illskan er eftir sænska rithöfun-
dinn Jan Guillot og segir af föður
sem misþyrmir syni sínum en son-
urinn gerist meistari allra slags-
málahunda í skólanum.
f tilefni árþúsundamótanna
koma út hjá Fjölva tvö af kunnustu
skáldverkum aldarinnar sem er að
kveðja: Búddenbrooks eftir Thom-
as Mann. Þar segir frá uppgangi og
síðan hruni kaupmannsættar í
Lúbeck. Bókin er 600 bls., í þýðingu
Þorbjargar Bjarnar Friðriksdótt-
ur; og Silmerillinn, síðasta verk
Tolkiens, sem inniheldur heildar-
sýn yfir hugmyndaheim hans, sem
hann var nærri alla ævina að skapa.
Því gefur bókin bakgrunn og dýpri
skilning á atburðum Hringadrótt-
inssögu, m.a. á Sköpun heimsins úr
tónaflóði, allri baráttunni við
myrkrahöfðingjana hvort sem þeir
hétu Melkor, Morgot eða Sauron,
sagan af tilkomu Alfa, Manna og
Dverga og hina örlagaríku baráttu
um yfirráðin yfir Miðgarði. Bókin
er um 400 bls. í þýðingu Þorsteins
Thorarensen.
Auk þessa kemur út hjá Fjölva
Ævisaga Siddarta prins - spá-
mannsins Búdda með miklum
myndskreytingum.
Nýjar bækur
• KORTLAGNING hugans er eft-
ir Ritu Carter í þýðingu Sverris
Hólmarssonar.
í fréttatilkynningu segir m.a.:
„ Með nýjustu tækni í mynda-
töku hafa opnast nýjar víddir í
rannsóknum á huga mannsins.
Hægt er að sýna hugsanir og minn-
ingar, og jafnvel hugarástand, á
myndum á sama hátt og röntgen-
myndir sýna bein. Bókin lýsir því
hvernig hægt er að nýta þessar
rannsóknir til að útskýra margar
hliðar á hegðun manna og menn-
ingu. Höfundur fjallar m.a. um
muninn á heila karla og kvenna og
muninn á heila þeiira sem teljast
eðlilegir og þeirra sem haldnir eru
ýmiss konar röskun á hugarstarfi.
Rita Carter er blaðamaður sem
fjallar einkum um læknisfræðileg
efni.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 224 bls. ríkulega mynd-
skreytt. Kápa: Margrét E. Lax-
ness. Verð: 4.980 kr.
• MYRKRAVÉL erskáldsaga eft-
ir Stefán Mána.
Sögusviðið er fangaklefi illmenn-
is og geðsjúklings. Úr huganum
streyma fram
myndir úr lífi
hans, allt frá því
hann var bam á
leikskóla til þess
þess atburðar
sem olli lang-
tímavistun hans í
fangelsi.
í fréttatil-
kynningu segir
m.a. að frásögn að-
alpersónunnar sé knöpp og hnitm-
iðuð, en lesandinn finni að ólgan í
huga hans er að nálgast suðumark.
Þannig magnist spennan stig af
stigi.
Stefán Máni, fæddist í Reykjavík
árið 1970. Hann hefur áður sent frá
sér skáldsöguna Dyrnar á Svörtu-
fjöllum.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 125 bls., prentuð íSvíþjóð.
Kápumynd er eftir Jón Sæmund
Auðarson. Verð: 2.980 kr.
Stefán Máni
• VASADISKÓ er fimmta ljóða-
bókin eftir Jónas Þorbjamarson.
í kynningu segir: „Fáguð ljóðl-
ist, borin uppi af
næmri verald-
arskynjun og
einstökum hæfi-
leika til að grípa
hin einstæðu og
mikilvægu
augnablik.“
Fyi-sta ljóða-
bók Jónasar, I
jaðri bæjarins,
kom út árið 1989.
Önnur ljóðabók
hans, Andartak á jörðu, var til-
nefnd til Menningarverðlauna DV.
Útgefandi er Bókaútgáfan For-
lagið. Bókin er 48 bls., prentuð í
Prentsmiðjuni Grafík.
Kápuhönn un: Hunang.
Verð: 1.980 kr.
• BURÐARGJALD greitt er smá-
sagnasafn eftir Pál Kristin Páls-
son.
í kynningu segir: „Bókin hefur
að geyma tíu
smásögur. Þær
eru í senn fjöl-
breyttar og sam-
stæðar, spenn-
andi og gæddar
lágværri kímni
sem leynir meiru
en hún lætur
uppi.“ Þetta er
fimmta skáld-'
verk Páls Krist-
ins Pálssonar, en
auk þess hefur hann skrifað tvær
samtalsbækur. Hann hefur einnig
skrifað fjölda greina og viðtala fyr-
ir blöð og tímarit, unnið að þátta-
gerð fyrir sjónvarp og útvarp og
skrifað handrit að kvikmyndum og
sjónvarpsmyndum.
Útgefandi erForlagið. Bókin er
126 bls., prentuðíSvíþjóð. Kápu
hannaði Finnur Malmquist. Verð:
3.480.