Morgunblaðið - 09.11.1999, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.11.1999, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999 C 9 KÖRFUKNATTLEIKUR KR-ingar fyrstir að leggja Grindvfldnga GRINDVÍKINGAR héldu taplausir í vesturbæ Reykjavíkur á sunnudagskvöld, en þar voru þeim veittar óblíðar móttökur hjá heimamönnum úr KR, sem lögðu gesti sína að velli á sannfær- andi hátt, 81:67. Grindvíkingar réðu ekki við tvíeykið Jónatan Bow og Keith Vassell nærri körfunni annars vegar og Ólaf Jón Ormsson hins vegar, sem ógnaði stöðugt af lengra færi. Saman gerði þríeykið jafnmörg stig og allt Grindavíkurliðið, sem reiddi sig á einstaklingsframtak Brentons Birmingham, stigahæsta leikmanns úrvalsdeildarinnar á keppnistímabilinu. Hann gerði 35 stig. KR-ingar lögðu auðsjáanlega ríka áherslu á að leggja stein í götu Birminghams. Þótt hann gerði öll þessi stig, notaði Edwin hann til þess mikla Rögnvaldsson orku og sóknarleikur skriíar gestanna varð full einhæfur. Aðrir virt- ust ekki finna taktinn. Það var að- eins Guðlaugur Eyjólfsson sem gerði nokkrar góðar körfur - skor- aði ellefu stig. Jónatan Bow gerði tuttugu stig í fyrri hálfleik er KR-ingar lögðu grunninn að sigri sínum. Þegar stað- an var 37:26, heimamönnum í hag, tók Einar Einarsson, þjálfari Grind- víkinga, leikhlé og brá á það ráð að leika svæðisvörn samkvæmt skipu- laginu 2-3. Fátt breyttist þó til hins betra og KR-ingar gerðu 51 stig í fyrri hálfleik, gegn 36 stigum Gr- indavíkur. Sjálfír komust gestirnir ekki í 51 stig fyrr en tíu mínútur voru til leiksloka. Þá tóku þeir að beita l-2-l-l pressuvörn, en einnig maður gegn manni. Hinir röndóttu lentu á stundum í ógöngum og virt- ist um tíma sem Grindvíkingar væru á góðri leið með að brjóta gestgjafa sína á bak aftur. Munurinn var ekki nema tíu stig þegar Grindavíkurliðið skoraði 51. stig sitt. KR-ingar höfðu aðeins gert tíu stig á jafnmörgum mínútum. En leikmönnum KR tókst að að- lagast varnarleik Grindavíkur á ör- lagastundu, auk þess sem tvær körf- ur Bows úr hraðaupphlaupum, sú síðari með skemmtilegri troðslu, höfðu góð áhrif á liðið og vörnin þéttist. Þetta reyndist vendipunktur í leiknum. Bow var stigahæstur KR- liðsins með 24 stig. Vassell gerði einu færra og Ólafur tuttugu stig auk þess sem hann tók þrettán frá- köst. Vassell er ekki í góðri æfíngu um þessar mundir, en á mikið inni og vex án efa ásmegin eftir því sem á líður. Hann er frábrugðinn flestum öðrum erlendum leikmönnum, sem hingað hafa komið, að því leyti að hann sýnir mikinn baráttuvilja á leikvellinum. Daninn Jesper Sören- sen lét lítið yfir sér í leiknum, en gaf níu stoðsendingar og lék góðan varnarleik. Reikna má með sterku KR-liði í vor. Haukar sneru taflinu við Haukar báru sigurorð af Skalla- grími, 90:79, í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði á sunnu- dag, eftir að hafa lent tíu stigum undir í fyrri hálfleik og misst helsta leikstjórnanda sinn, Jón Arnar Ingvarsson, af leikvelli vegna meiðsla. Lágt skrifað lið Skalla- gríms kom Hafnfírðingum á óvart með góðum leik, sem dugði þó ekki til sigurs gegn Haukum, einu fimm liða sem hugsanlega getur barist um Islandsmeistaratitil í vor. Gestirnir úr Borgarnesi byrjuðu betur og náðu tíu stiga forskoti, 23:13. „Við áttum í basli í fyrri hálf- leik - byrjuðum illa. En Borgnesing- arnir spiluðu vel, að mér fannst. Þér létu boltann ganga og léku agað. Við vorum hins vegar ekki nógu stöðug- ir í sókninni," sagði ívar Ásgríms- son, þjálfari Hauka. Heimamenn ráku af sér slyðru- orðið áður en langt um leið, þótt landsliðsmiðherjinn Guðmundur Bragason hafi farið af velli í villu- vandræðum sínum í fyrri hálfleik og leikstjórnandinn Jón Arnar Ingv- arsson hætt leik vegna höfuð- meiðsla. Hann fékk olnboga and- stæðings ofan á höfuðið er tæpai’ sex mínútur voru eftir af fyrri hálf- leik. Hann kom ekki meira við sögu, heldur fór hann á sjúkrahús og nokkur spor voru saumuð í höfuð hans. Ingvar Guðjónsson og Marel Guðlaugsson héldu merkjum liðsins á lofti. „Við sýndum styrk í síðari hálf- leik, en náðum aldrei að auka mun- inn í meira en átta til tíu stig. Um leið og við náðum því forskoti, skor- uðu þeir [leikmenn Skallagríms] eina eða tvær körfur. Borgnesingar komu mér á óvart. I raun léku þeir mjög vel,“ sagði fvar. Júgóslavneski miðherjinn, Drag- isa Saric, var atkvæðamestur Borg- nesinga í leiknum, gerði þrjátíu stig af ýmsum stöðum á vellinum. Skallagrímur hefur unnið einn leik á keppnistímabilinu, en tapað sex og eru ásamt nágrönnum sínum af Akranesi og Þór Akureyri á botni deildarinnar. Haukar eru jafnir Keflvíkingum að stigum í sjötta til sjöunda sæti úrvalsdeildar, en hefðu getað verið í hópi með Njarðvík og Grindavík í efstu sætum hennar, eins og ívar bendir á. „Við grátum enn tapið fyr- ir ÍA. Ef við hefðum aðeins tapað fyrir Grindavík, sem ég var heldur ekki sáttur við, værum við í topp- sætinu núna. En þetta tap fyrir Akranesi er nokkuð sem við skiljum ekki enn - og örugglega enginn. Það er sama hvað menn velta þessu lengi fyrir sér, engin skýring fínnst. Það varð okkur dýrt. Það er dýrkeypt að tapa fyrir liðum í neðri hluta deild- arinnar.“ ívar segir að leik liðs síns, sem hefur fengið marga nýja leikmenn, miði ágætlega, en helsta viðfangs- efni hans sé ekki beinlínis tæknilegs eðlis. „Þetta er allt á betri veg og okkur virðist vaxa ásmegin með hverjum leik. Okkur vantar þó enn töluvert, þá aðallega á trúna hjá mönnum. Það hefur tekið tíma að koma þessari „meistaratrú" í hugar- skot leikmanna," segir þjálfarinn. Keflvíkingar góðir í Hólminum Keflavík lagði Snæfell að velli í góðum leik í Stykkishólmi, 104:81, á sunnudagskvöldið. Suður- ■Hmmi nesjamennirnir hófu Ríkharður leikinn með miklum Hrafnkelsson látum, pressuðu stíft skrifar og Jnjttu vel eftir að hafa náð boltanum oft af Hólmui'unum. Voru þeir komnir með 10 stiga forskot strax eftir tvær minútur. Eftir að Snæfelli tókst loks að fínna leiðina framhjá pressuvörninni tókst því að minnka muninn niður í eitt stig. Staðan var 21:22 eftir átta mínútur. Á þessum kafla var Hjörtur Harðarson allt í öllu hjá Keflavík en hann skoraði alls 16 stig í fyi-ri hálfleik. Staðan í leikhléi var 39:52, Keflavík í vil. Snæfell hóf síðari hálfleikinn mun betur en gestirnir, minnkuðu mun- inn í átta stig, 44:52, en þá gáfu gestirnir í og voru komnir með mun- inn í tuttugu stig, 59:79, þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður. Eftir það var sigurinn aldrei í hættu. Keflvíkingar léku þennan leik mjög vel og þrátt íýrir góðan leik hjá Snæfelli tókst ekki að koma í veg fyrir sigur gestanna. Lið Kefla- víkur hefur miklu stærri hóp leik- manna og komust þeii- allir á blað í stigaskoruninni að þessu sinni. Snæ- fell skortir stærri hóp leikmanna en samt var liðið að leika einn sinn besta leik í vetur og þess leið liggui’ upp á við. í liði Snæfells var Kim Lewis að leika mjög vel. Jón Þór Eyþórsson sýndi sinn besta leik í vetur, skoraði 6 þriggja stiga körfur. Þá lék Pálmi Sigurgeirsson prýðilega. David Col- boc, sá franski, sýndi ágæta takta. Hjá Keflavík lék Hjörtur Harðar- son stórvel í fyrri hálfleik en var lát- inn hvíla mikinn hluta síðari hálf- leiks. Þá voru ungu strákarnir, s.s. Elentínus Margeirsson og Halldór Karlsson, með ágætisleik. Gunnar Einarsson og Guðjón Skúlason hittu úr þriggjastigaskotunum þegar þau buðust. Mikið um mistök Hann var ekki mikið fyrir augað, leikur Hamars og Þórs frá Akureyri er liðin mættust í Hvera- gerði á sunnudags- Anton kvöldið. Heimamenn Tómasson fögnuðu sigri í leik skrifar mistaka og þar sem leikmenn áttu oft í erfíðleikum með að koma knettinum í körfuna - hittni þeirra var ekki góð, 76:65. Þórsarar voru yfir í leik- hléi, 32:29. Gestirnii’ nýttu illa víta- skot sín - hittu ekki ofan í körfuna í sjö fyrstu vítaskotum sínum, þar af misnotaði Bandaríkjamaðurinn Maurice Spillers fjögur fyrstu víta- skot sín. Leikmenn Hamars voru greini- lega ekki búnir að ná áttum eftir skellinn í Keflavík á föstudagskvöld- ið, 123:66. Aðeins einn heimamaður lék vel - Skarphéðinn Ingason, sem skoraði 21 stig og tók mörg fráköst. Spillers, sem skoraði 19 stig, lék best hjá Þór. Auðveldur sigur Tindastóls Leikmenn Tindastóls tóku forust- una þegar á upphafsmínútum er þeir lögðu ÍA, 111:74. Þeir léku mjög vel, en að sama Bjöm skapi virtust gestirn- Bjömsson ir af Skaganum ekki skrifar eiga neitt svar við ákveðnum leik heimamanna. Eftir fimm mínútna leik stóðu stigin 19:9, en þá kom hreint afleitur kafli hjá IA-mönnum sem skoruðu ekki stig í 6 mínútur og breyttist þá staðan í 31:11. Eftir það náðu gestirnir sér aldrei á strik, en Tindastólsmenn juku for- skotið jafnt og þétt, og í hálfleik skildu liðin 23 stig. í upphafi síðari hálfleiks héldu heimamenn áfram á sömu braut og skoruðu á fyrstu þremur mínútun- um 10 stig án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Á lokamínútunum reyndu IA-menn að klóra í bakkann en höfðu ekki erindi sem erfiði. I liði Tindastóls reyndi mikið á yngri leikmennina sem stóðu vel fyrir sínu. Friðrik Hreinsson, Svavar Birgisson, ísak Einarsson og Lárus Dagur voru allir mjög góðir, en Shawn Myers var öruggur bæði í sókn og vörn. Þá er Kristinn Frið- riksson óðum að komast í fyrra form Morgunblaðið/Jim Smart Keith Vassell sýndi mikið baráttuþrek er lið hans, KR, lagði Gr- indvíkinga í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á sunnudagskvöld. Hér tekur Vassell frákast innan um þrjá Grindvíkinga. og dönsku leikmennirnir eru sem óðast að smellpassa í liðið, sérstak- lega Sune Hendriksen, sem átti ágætan leik. Hjá Skagamönnum var Ægir Hrafn Jónsson yfirburðamaður og barðist lengstum vel, en einnig var Reid Beckett nokkuð góður, en náði þó ekki að skapa nein veruleg vand- ræði fyrir Tindastólsmenn, frekar en Brynjar Karl Sigurðsson sem ekki virtist í formi þennan daginn. Öruggt hjá Njarðvík vestra Njarðvíkingar sóttu örugg tvö stig í heimahöfn KFÍ vestur á Isafirði á sunnudagskvöld og skildu ■■■■■ tuttugu stig liðin að í Magnús lokin, 84:104. Heima- Gislason mönnum tókst þó að skrifar velgja Suðurnesja- mönnum undir ugg- um fram undir miðjan seinni hálfleik en þá tók hinn þrautreyndi Teitur Örlygsson til sinna ráða og skoraði 12 stig á stuttum kafla og vann inn góða forystu fyrir sína menn, sem eftii’ það sigldu lygnan sjó að góðum sigri. Heimamenn hófu leikinn af mikl- um krafti staðráðnir í að ná sínum fyrsta sigri á heimavelli í deildinni í vetur, Halldór og Bush hittu vel úr sínum skotum og eins voru leikmenn KFÍ mun grimmari í fráköstunum í byrjun leiks en baráttuleysi í frá- köstum hefur einmitt verið akkiles- arhæll liðsins til þessa. KFÍ náði mest átta stiga forystu og var yfir fram í miðjan hálfleik- inn. Njarðvíkingar stóðu þó ágæt- lega af sér þetta áhlaup Isfirðing- ana sem fóru að taka óyfirveguð skot þegar á leið sem varð þess valdandi að Suðurnesjamenn sneru leiknum sér í vil með óvæntu fram- lagi frá Jason Hoover sem setti 16 stig í hálfleiknum og flest þeirra í lokinn sem skóp 11 stiga forystu í hálfleik 34:45. Heimamenn gerðu síðan annað áhlaup að Njarvíkingum í upphafi seinni hálfleiks og náðu upp ágætri vörn og góðri stemmningu og jöfn- uðu leikinn 50:50 en eins og í fyrri hálfleik fóru menn að velja slæm skotfæri þegar á reyndi og liðsheild- in sem kom þeim aftur inni í leikinn hvarf um leið. Líkt og áður stóðu Njarðvíkingarnir vel af sér þetta öldurót ísfirðinga og framlag Teits Örlygssonar á þeim kafla er Njar- víkingar sigu fram úr var mikilvægt, en hann skoraði 15 stig í seinni hálf- leik og gat leyft sér að sitja á vara- mannabekknum síðustu sex mínút- urnar meðan samherjar hans lönd- uðu öruggum sigri. ísfirðinga léku ágætlega á köflu í leiknum en virtist skorta sjálfs- traust þegar í harðbakkann sló. Þeirra bestu menn í þessum leik voru Tómas og Bush og einnig átti Halldór ágæta spretti en hann þarf helst að læra að temja skotgleðina og vinna meira fyi’ir liðið. Njai’vík- ingar spiluðu leikinn á góðri liðs- heild og þar fór fremstur Teitui’ Ör- lygsson sem enn einu sinn sýndi hvers hann er megnugur þegar á reynir. ■ Úrslit / C10 ■ Staðan / CIO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.