Morgunblaðið - 09.11.1999, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ
8 C ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1999
-------------------------------
HANDKNATTLEIKUR
Dormagen
lagði Essen
Eftir fimm sigurleiki í röð, þann síð-
asta gegn meistaraliði Kiel, tapaði
lið Páls Þórólfssonar og Patreks Jó-
hannessonar, Essen, 23:20, fyrir öðru
„Islendingaliði“ Bayer Dormagen í
þýsku 1. deildinni í handknattleik um
helgina. Sigurinn var sérlega mikil-
vægur íjrir Dormagen sem hefur átt
á brattann að sækja á leiktíðinni. Þá
vann lið Julans Róberts Duranona,
28:25, sigur á Bad Schawartau. Skor-
aði Duranona 6/5 mörk. Þá skildu
Wuppertal og D/M Wetzlar jöfn,
23:23. Flensborg heldur hins vegar
. efsta sæti deildainnnar eftir góðan sig-
ur á Lemgo á útivelli, 27:21.
Fimm sigurleikir Essen í röð
höfðu fært liðið upp í hóp þeirra
efstu og með sigri í Dormagen hefði
liðið náð öðru sæti deildarinnar.
Heimamenn voru ekki á því að gefa
neitt eftir og mættu ákveðnir til leiks
undir stjórn þjálfara sinna, Peters
Pysalls og Guðmundar Guðmunds-
sonar. Hinn tæplega fertugi mark-
vörður liðsins, Andeas Thiel sýndi
allar sínar bestu hliðar og sóknar-
leikurinn var hiklaus. Eftir 15 mín-
útna leik var Dormagen komið með
fjögurra marka forskot, 7:3 og í hálf-
leik var staðan 14:8. Leikmenn Es-
sen bitu frá sér á fyrstu tíu mínútum
síðari hálfleiks og minnkuðu muninn
> í 15:13. Einkum kom það til af stór-
góðri markvörslu Stefans Heckers
hjá Essen. Hecker og Thiel fóru á
kostum í leiknum og sýndu að þeir
voru ekki landsliðsmarkverðir Þjóð-
verja í mörg ár fyrir ekki neitt og
þeir hafa fáu gleymt þótt báðir verði
þeir fertugir á næsta ári. Heeker
varði fjögur vítaköst og Thiel þrjú.
Héðinn Gilsson kom feikisterkur
inn í leik Dormagen á lokakaflanum
og gerði fjögur góð mörk og er óð-
fluga að ná sér á strik eftir meiðsl.
v Attu mörk hans drjúgan þátt í að
tryggja Dormagen mikilvægan sigur
í botnbaráttunni, 23:20. Róbert Sig-
hvatsson skoraði einnig fjögur mörk
fyrir Dormagen. Daði Hafþórsson
var í leikmannahópi Dormagen en
skoraði ekki að þessu sinni. Sama
máli gildir um Pál Þórólfsson hjá Es-
sen. Patrekur skoraði hins vegar eitt
mark fyrir Essen.
Sigurður Bjarnason var veikur og
lék ekki með Wetzlar sem gerði 23:23
jafntefli við Wuppertal. Kemur ft-am
á heimsíðu liðsins að það hafi saknað
hans mjög í leiknum þar sem Sigurð-
m- hafi leikið vel upp á síðkastið.
Lið Guðmundar Hrafnkelssonar,
Nordhorn, hefur nokkuð misst flugið
eftir stórgóðan byrjun og um helgina
- beið liðið lægri hlut fyrir Grosswall-
stadt, 26:22 á útivelli sem lék þó án
Frakkans Jaekson Richardson sem
er meiddur.
Willstatt tapaði tíunda leik sínum í
röð, nú fyrir fjárvana liði Nettel-
stedt, 27:24. Gústaf Bjarnarson lék
mjög vel fyrir Willstatt, gerði 6 mörk
og Magnús Sigurðsson er að sækja í
sig veðrið eftir meiðsl og skoraði
fjórum sinnum.
Ólafur Stefánsson var markahæst-
ur liðsmanna Magdeburgar sem tap-
aði 22:19 á útivelli fyrir W.M. Frank-
furt - skoraði fímm mörk.
tennur
brotnuðu
ÁGÚSTA Edda Björns-
dóttir fyrirliði efsta liðs
1. deildar kvenna,
Gróttu/KR, varð fyrir
því óláni í baráttuleik
við Hauka á laugardag-
inn að tvær framtennur
í henni brotnuðu í at-
ganginum. Leikurinn
stöðvaðist um tíma með-
an leikmenn leituðu að
brotunum og fundu
nokkur en ekki nógu
mörg því tennurnar
mölbrotnuðu að sögn
Ágústu Eddu. „Ég hef
oft fengið högg en
aldrei lent í öðru eins,“
sagði Ágústa Edda, sem
kom þó aftur inná eftir
að hafa jafnað sig um
stund. „Ég jafnaði mig
og það var sett bómull
undir vörina því brotin
voru svo skörp. Ég verð
örugglega að spila með
góm en er samt ekki á
því að leggja árar í
bát,“ sagði Ágústa.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ágústa Edda Björnsdóttir á fullri ferð að marki Hauka og skorar eitt af sjö mörkum sínum fyrir
Gróttu/KR.
Haukar engin
fýrirstaða
„VIÐ lögðum upp með að stressa okkur ekki of mikið og taka
öllu með jafnaðargeði en vörnin byrjaði strax vel og hélt vel út
leikinn auk þess að Fanney í markinu stóð fyrir sínu,“ sagði
Ágústa Edda Björnsdóttir fyrirliði spútnikliðs Gróttu/KR eftir
góðan 21:18 baráttusigur á háttskrifuðu liði Hauka á Seltjarnar-
nesi á laugardaginn.
Fyrir vikið trónir Grótta/KR á
toppi 1. deildar kvenna - nokk-
uð sem Ágústa Edda átti sjálf ekki
■■■■■1 von á. „Ég bjóst við
Sesselja góðu gengi en varla
Dagbjört vjg þvj ag þag gengi
svona vel - við eigum
jafnvel samt enn eftir
að fá góða skyttu til liðs við okkur.
Annars hugsum við ekkert of mikið
um framtíðina, þetta er gott hjá
okkur í dag og við ætlum að halda
því áfram og hafa gaman af.“
Gunnarsdóttir
skrifar
Grótta/KR byrjaði vel með sterkri
vöm, sem skilaði þeim 4-5 marka
forystu meðal annars eftir tvö
hraðaupphlaup á meðan Haukar
spiluðu ósannfærandi og virtist sem
hugmyndaauðgi vantaði í sóknarleik
þeirra. Haukastúlkur náðu sér ekki
á flug og skiptu Judith Esztergal og
Ingu Fríðu Tryggvadóttur útaf en
liðið virtist finna betur taktinn eftir
það. Engu að síður mættu
Gróttu/KR stúlkur vígi-eifar til síð-
ari hálfleiks og náðu sex marka for-
skoti en allt gekk á afturfótunum
hjá Hafnfirðingum. Um miðbik síð-
ain hálfleiks jafnaðist leikurinn og
liðin skiptust á að skora en
Grótta/KR var ekki á því að gefa eft-
ir verðskuldaða forystuna og sigr-
uðu með þremur mörkum, 21:18.
Hjá Gróttu/KR átti markvörður-
inn Fanney Rúnarsdóttir stórleik
auk þess að Ágústa Edda og Krist-
ín Þórðardóttir stóðu sig með prýði
en í Hafnarfjarðarliðinu voru Judit
Esztergal og Harpa Melsteð best-
ar. Hjördís Guðmundsdóttir í
marki Hauka átti góða spretti og
varði þegar lið hennar átti erfitt
uppdráttar.
■ Úrslit/BIO
■ Staðan/BIO
Sveiflan i havegum hofð i Víkinni
„ÞETTA var mjög erfitt - alltof erfitt og ég var á nálum, sem er
reyndar gott fyrir mig því þá er ég betur viðbúin,“ sagði Helga
Torfadóttir markvörður Víkinga andstutt og lafmóð eftir 15:15
jafntefli við Val í hörkuspennandi leik í Víkinni í laugardaginn.
Sveiflurnar voru miklar í leiknum og varla hægt að segja að
skipst hafi á skin og skúrir - frekar hellidembur og glaðasól-
skin sem fjölmargir áhorfendur upplifðu af innlifun. „Sveiflurn-
ar eru einkennandi fyrir kvennahandknattleikinn en mjög gott
var að sjá að liðin voru ekki á því að gefast upp eins og við
gerðum of óft í fyrra,“ bætti Helga við en Víkingar geta ásamt
XGróttu/KR státað af því að vera eina taplausa liðið í deildinni.
Með mjög framliggjandi vöm
slógu Víkingsstúlkur gesti
sína frá Hlíðarenda út af laginu en
HHH vörn Vals var engu
stefán síðri og helsta skytta
Stefánsson yíkinga, Kristín Guð-
fnar mundsdóttir, komst
*ekki að auk þess að vamarjaxlinn í
vöm Vals, Eivor-Pála Blöndal, sá
til þess að línumaðurinn snjalli
Heiðrún Guðmundsdóttir fékk sig
lítið hrært. Það var ekki fyrr en
nokkrar mínútur voru liðnar af síð-
ari hálfleik að Valsstúlkur losuðu
sig úr álögunum en þá snem þær
líka taflinu algerlega við með sjö
mörkum í röð og breyttu stöðunni
úr 10:6 í 10:13. Það skipti miklu að
Alda Hrönn Jóhannsdóttir kom í
mark Vals og varði af krafti. En
taflinu var ekki lokið því með mik-
illi elju skoruðu Víkingsstúlkur
næstu fjögur mörk og taugar jafnt
leikmanna sem áhorfenda vom
þandar. Hvort lið fékk nokkur
tækifæri til að gera út um leikinn
en niðurstaðan varð sanngjamt
jafntefli.
„Við lékum vörnina vel en sókn-
arleik eins og leikmenn hefðu
aldrei snert handbolta áður enda
var baráttan mikil og þá á kostn-
að gæðanna,“ sagði Ágúst Jó-
hannsson þjálfari Valsstúlkna
myrkur í máli eftir leikinn. „Við
áttum von á að þær myndu spila
þessa framliggjandi 3-3 vörn í
byrjun en samt einhverra hluta
vegna kom það okkur í opna
skjöldu. Engu að síður snerum við
leiknum okkur í hag eftir hlé en
þá fengu leikmenn stjörnur í aug-
un og voru alltof ánægðar með
sjálfar sig svo að ég get miðað við
okkar leik jafnvel verið við jafn-
teflið. Alda Jóhannsdóttir í mark-
inu kom sterk inn og sumir leik-
menn náðu sér á strik en það
vantar meira frá lykilleikmönnum
eins og Brynju Steinsen og Gerði
Betu Jóhannsdóttur - ég hef samt
ekki miklar áhyggjur að því, þær
munu koma til.“
Ætluðum að vinna stórt
„Við ætluðum að vinna stórt til
að laga markahlutfallið hjá okkur,“
sagði Ragnheiður Stephensen stór-
skytta úr Stjörnunni eftir 40:18
sigur á Aftureldingu á laugardag-
inn.
Reyndar byrjaði Afturelding á
að skora tvö fyrstu mörkin áður en
Garðbæingar tóku til sinna ráða og
breyttu stöðunni í 11:4 - þar af
komu níu mörk úr hraðaupphlaup-
um. „Við fengum skell en verðum
að halda haus,“ sagði Edda Egg-
ertsdóttir fyrirliði UMFA eftir
leikinn. „Við verðum að taka því og
læra af hverjum leik en það er eng-
in uppgjöf og við ætlum að bæta
okkur.“ Sóley Halldórsdóttir lét til
sín taka því fyrir utan að verja
markið fyrir hlé náði hún að skora
þrjú mörk.