Morgunblaðið - 10.11.1999, Side 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. NÓVEMBER 1999 C
ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR
■ ÞORMÓÐUR Egilsson, fyrirliði
Islands- og bikarmeistara KR í
knattspyrnu, hefur rætt við for-
ráðamenn Fylkis um að leika með
liðinu næsta sumar. Hann sagði
jafnframt hugsanlegt að hann yrði
aðstoðarþjálfari liðsins ef hann færi
tii þess. Þormóður hefur jafnframt
rætt við KR-inga en sagðist ætla að
taka sér tíma í að ákveða hvar hann
léki næsta sumar.
■ HELGI Frímannsson, 19 ára
leikmaður Fram í knattspyrnu, er á
förum til Skotlands og mun dvelja
hjá 1. deildarliðinu Inverness
Caledonian Thistle til reynslu í
hálfan mánuð. Helgi lék áður með
Fjölni.
■ ARSENAL lagði Real Madrid að
velli í ágóðaleik fyrir Lee Dixon á
mánudagskvöldið, 3:1. Patrik Vi-
eira, Dennis Bergkamp og Stefan
Malz skoruðu mörk Arsenal og
Christian Karembeu mark Real.
22.486 áhorfendur sáu leikinn á
Highbury.
■ DIXON, sem lagði upp fyrsta
mark leiksins, er 36 ára. Hann kom
til Arsenal frá Stoke 1988 og hefur
leikið 527 leiki fyrir Lundúnaliðið.
■ IAN Wright, markahæsti leik-
maður í sögu Arsenal, sem leikur
nú með Celtic, kom inná við mikinn
fögnuð áhorfenda og lék síðustu 20
mín. leiksins.
■ FRANSKI landsliðsmaðurinn
Nicolas Anelka, íyrrverandi leik-
máður Arsenal, kom ekki til Hig-
hbury með Real Madrid. Hann
hefði ekki fengið góðar viðtökur
þar.
■ STEVE McManaman lék með
Real, en hann hefur verið meiddur.
McManaman lét reyna á hvort
hann sé tilbúinn að leika með Eng-
lendingum gegn Skotum á laugar-
daginn í Glasgow.
■ „EG er ánægður með hvað vel
hefur gengið hjá mér - fmn ekki
til,“ sagði McManaman, sem er klár
fyrir oirustuna í Glasgow.
■ ALLT bendir nú til að norski
landsliðsmaðurinn Stig Inge
Bjornebye sé á förum frá Liver-
pool. Rosenborg hefur áhuga á að
fá hann til sín og þá er einnig
möguleiki á að Liverpool láti hann
fara til Wimbledon í skiptum fyrir
Ben Tacher, auk þess sem Liver-
pool borgi 250 millj. ísl. kr.
■ ARSENAL hefur boðið Nígeríu-
manninum Nwankwo Kanu nýjan
samning, sem gerir hann launa-
hæsta leikmann liðsins, með 4,6
millj. ísL kr. í vasann á viku. Kanu,
sem er 23 ára, hefur óskað eftir að
Arsenal hjálpi fjölskyldu hans -
foreldrum, tveimur bræðrum og
systur, að fá vegabréfsáritun til
Englands. Ef það tekst, er reiknað
með að hann skrifi undir nýjan
samning.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Úrsiit leikja í fyrrinótt:
Philadelphia - Seattle ...........117:98
New York - Milwaukee.............111:101
Houston - Orlando.................97:102
Denver - Atlanta.................115:100
LA Clippers - Utah.................79:94
í KVÖLD
Handknattleikur
1. dbild karla:
Varmá: Afturelding - HK ............20
1. deild kvenna:
Kaplakriki: FH - Grótta/KR..........20
Strandgata: Haukar - Stjarnan.......20
Valsheimili: Valur - ÍR.............20
Varmá: Afturelding - Fram...........18
Vestmannaeyjar: ÍI3V - Víkingur.....20
2. deild karla:
Húsavík: Völsungur - Þór A..........20
Selfoss: Selfoss - ÍH...............20
Körfuknattleikur
1. deild karla:
Borgarnes: Stafholtstungur - ÍS.....20
Herrakvöld Víkings verður
haldið föstudaginn 12. nóv.
í Víkinni og hefst kl. 20.
Veislustjóri:
Þorbergur Aðalsteinsson
Ræðumaður og gestur:
Illugi Jökulsson rithöfundur
Skemmtiatriði og happdrætti.
Miðar til sölu f Vfkinni og hjá Emi s. 897 9247.
Aðalfundur fulltrúaráðsins verður fimmtudaginn
11. nóv. í Vfkinni. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál.
Stjómin
■ PETER Schnieichel markvörður
danska landsliðsins verður væntan-
lega klár í tvo leiki í undankeppni
EM með landsliði sínu, gegn ísrael
um næstu helgi og á miðvikudaginn
í næstu viku.
■ SCHMEICHEL meiddist á kálfa í
lok síðasta mánaðai- og talið var að
hann myndi ekki vera búinn að ná
sér þegar til landsleikjanna tveggja
kæmi. „Ég er á batavegi og verð til-
búinn þegar að leikjunum kemur,“
sagði Schmeichel í gær.
■ LANDI hans Stig Töfting, leik-
maður Duisburg í Þýskalandi, er
einnig að jafna sig af meiðslum og
verður væntanlega einnig með
danska landsliðinu í leikjunum
tveimur. Fyrri leikur þjóðanna verð-
ur í Tel Aviv á laugardaginn en sá
síðari í Kaupmannahöfn á miðviku-
daginn eftir viku. Sú þjóð sem hefur
betur vinnm- sér sæti í lokakeppni
EM í Hollandi og Belgíu næsta
sumar.
■ STEFAN Schwarz leikmaður
Sunderland var á mánudaginn út-
nefndur besti knattspymumaður
Svíþjóðar fyrir yfirstandandi ár.
Schwarz, sem kom til Sunderland
frá Valencia í sumar, hefur leikið
einstaklega vel fyrir enska félagið
það sem af er leiktíðinni.
■ ROLAND Nilsson, leikmaður
Helsingborgar, var um helgina út-
nefndur besti leikmaður sænsku úr-
valsdeildarinnar. Nilsson er orðinn
36 ára og var lykilmaður í vörn Hels-
ingborgar síðasta tímabil.
■ BEBETO er afar óánægður í her-
búðum Neza í Mexíkó og segist fara
frá félaginu innan skamms verði
ekki breyting til batnaðar á fram-
komu forráðamanna félagsins í hans
garð. Bebeto, sem var í landsliði
Brasilíu á HM 1994 og 1998, segir
m.a. að forráðamenn félagsins neiti
að greiða honum laun nema hann
leiki, gildir þá einu hvort hann geng-
ur heill til skógar eða ekki.
■ BEBETO segist ekkert vera á
flæðiskeri staddur þótt hann yfirgefi
Neza því honum standi til boða að
leika með félögum í Bandaríkjun-
um, í Brasilíu og eins í Mexíkó.
■ FRANK Rijkaard landsliðsþjálf-
ari Hollands hefur valið Jimmy
Floyd Hasselbaink í landslið sitt í
stað Pierre van Hooijdonk, sem er
lasinn. Hollendingar mæta Tékkum
í * vináttulandsleik í Eindhoven á
laugardaginn.
■ LIVERPOOL er í viðræðum við
Berti Vogts um að hann gerist yfir-
njósnari liðsins, ferðist víða og bendi
á efnilega leikmenn. Vogts, sem er
fyri’verandi landsliðseinvaldur Þjóð-
verja í knattspyrnu, er ætlað það
starf sem áformað var að landi hans
Karlheinz Riedle tæki að sér. Það
breyttist er Riedle var seldur á dög-
unum til Fulliam.
Grunfeld ekki
sýnd gestrisni
Stjórnarseta í Stoke til
GREINT hefur verið frá því í
enskum fjötmiðlum að fráfarandi
hæstráðendur Stoke City, þeir
Peter Coates og Keith Hump-
hreys, haldi sætum sínum í stjórn
knattspyrnufélagsins fyrir lífstíð.
Fregnunum var illa tekið í Stoke-
borg í gær, enda þeir félagar með
eindæmum óvinsælir meðal stuðn-
ingsmanna liðsins sem saka þá um
dugleysi í stjórnun liðsins á und-
anförnum árum.
Islenskir fjárfestar ráða form-
lega yfir meirihluta í stjórn Stoke
frá og með lS. nóvetnber nk. og
verða þá þrír íslendingar í stjórn-
inni auk þeirra Coates og Hump-
hreys. Fram að kaupum Islend-
inga á félaginu áttu þeir tveir
samtals 95% hlutafjár (félaginu.
Coates var stjórnarformaður
Stoke í þrettán ár, en Humphreys
tók við af honum í fyrra. Sam-
kvæmt fregnum á spjallsíðu Stoke
/ gær var skilyrði af hálfu þeirra
félaga að þeir héldu sætum s/num
í stjórn.
Endanlega vcrður tilkynnt um
nýja skipan stjórnar á blaða-
mannafundi nýrra eigenda í
Stoke nk. mánudag, en Jez Mox-
ey, framkvæmdastjóri félagsins,
sagðist í gær ekki vilja spá fyrir
um framtíð þeirra Coates og
Humphreys innan félagsins. „Mik-
ilvægast er ekki hverjir sæti eiga
Irfstíðar
í stjórninni, heldur hveijir eru
þar í meirihluta. Það er augljóst
að Islendingarnir eiga meirihiuta
hlutafjár í félaginu og munu þar
af leiðandi stjórna félaginu,"
sagði hann.
Stoke gerði markalaust jafntefli
á útivelli við Bury um helgina og
hefur nú aðeins náð einu stigi úr
si'ðustu þremur viðureignum sín-
um. Næsti leikur liðsins er heima
á sunnudag gegn Bristol City.
Ríkharður og Auð-
un sluppu við
að hjóla til Oslóar
LEIKMENN Viking frá Stavangri hétu því fyrir keppnistíma-
bilið að ef liðið næði ekki einu af sex efstu sætunum í norsku
deildinni myndu þeir hjóla frá Stavangri til Óslóar, alls um
220 km. Liðið hafnaði í áttunda sæti deildarinnar og nú þurfa
leikmennirnir að standa við stóru orðin.
Þeir héldu af stað frá Stavangri á mánudag og ætluðu sér
þijá daga til að hjóla þessa rúmlega 200 kílómetra, koma
væntanlega til Óslóar í dag. Tíu leikmenn liðsins tóku að sér
að bjarga ærunni fyrir liðið með því að skiptast á að hjóla á
tveimur hjólum. Þeir fara um Qallvegi og hafa m.a. lent í leið-
inlegu veðri, roki og rigningu. Lagt var af stað frá Stavangri
kl. 8 á mánudagsmorgun til Evje og þaðan í gegnum Arendal
og Larvik og síðan til Óslóar.
íslensku leikmennirnir í liði Viking, Ríkharður Daðason og
Auðun Helgason, sluppu við að hjóla með félögum sfnum þar
sem þeir ákváðu að bregða sér í frí til íslandsls
Reuters
Glenn Robinson og Walt
Williams fóru halloka í fyrri-
nótt. Robinson og félagar í
Milwaukee Bucks töpuðu fyr-
ir New York Knicks í fram-
lengdum leik.
KNATTSPYRNA
Gunnleifur
ekki á för-
um frá KR
„GUNNLEIFUR Gunnleifsson,
markvörður KR-inga, er ekki á
leiðinni í Fram,“ sagði Guð-
mundur Pétursson, formaður
Rekstrarfélags KR, aðspurður
um þann orðróm sem hefur
verið uppi að undanförnu - að
Gunnleifur væri á förum frá fé-
laginu.
Gunnleifur er samningsbundinn
KR til næstu tveggja ára og ég
veit ekki til þess að hann sé á förum.
Það er ekki fótur fyrir þessari frétt.
Það hefur hins vegar verið spurst
fyrir um Gunnleif af hálfu Framara.
Við svöruðum því þá munnlega að
við myndum ekki taka ákvörðun í
markmannsmálunum fyrr en í fyrsta
lagi þegar búið væri að ráða þjálfara.
Pétur Björn til liðs við KA
PÉTUR Björn Jónsson hefur
gengið í raðir KA frá Akureyri.
Pétur Björn var hjá enska 3.
deildarliðinu Chester í sumar en
sagði að félagið hefði ekki staðið
við þann samning sem hann gerði
við það. Hann segist hafa átt í
viðræðum við fjögur úrvalsdeild-
arlið undanfamar vikur, sem
hann vildi ekki nafngreina, en
kvaðst hafa afráðið að ganga til
liðs við 1. deildarliðið til eins árs.
„Ég fór norður um síðustu
helgi og ræddi við forsvarsmenn
liðsins. í framhaldi ákvað ég að
ganga til liðs við KA. Mér líst vel
á markmið liðsins, greinilegt að
KA-menn eru stórhuga og stefna
á að komast í úrvalsdeild.“
Pétur Björn lék áður með ÍR
og Leiftri hér á landi en hélt það-
an tO sænska liðsins Hammarby,
en fór frá liðinu í vor. Pétur
Björn sagðist ekki reikna með að
halda aftur í atvinnumennsku er-
lendis.
Það er reyndar nýbúið að ráða Pétur
Pétursson og lengra enim við ekki
komnir,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að Kristján Finnboga-
son markvörður væri samningslaus
og það væri ljóst að Kristján og
Gunnleifur færu ekki báðir frá félag-
inu. Kristján er nú í Belgíu til
reynslu hjá 1. deildarliðinu Lommel.
„Við vitum ekki hvað Kristján gerir,
en við höfum gert honum tilboð sem
hann hefur verið að skoða. Hann hef-
ur lengi haft áhuga á að leika erlend-
is og það verður bara að koma í ljós
hvað gerist í því. Ef Kristján fer frá
okkur látum við ekki Gunnleif fara,
það er nokkuð ljóst. Við ætlum ekki
að standa uppi markmannslausir,“
sagði Guðmundur.
Fyrsta æfingin hjá meistaraflokki
KR undir stjórn Péturs Péturssonar
verður í kvöld. Ekki hefur verið
ákveðið hverjir aðstoðarmenn Pét-
urs verða, en vilji er fyrir því innan
stjórnar Rekstrarfélags KR að það
verði þeir sömu og störfuðu með
Atla sl. sumar. Pétur hefur þegar
tjáð sig reiðubúinn að kanna grund-
völl á samstarfi við þessa aðila.
KNATTSPYRNA
Haukur leikur með Rosenborg
Haukur Ingi Guðnason, leikmaður
Liverpool, verður við æfingar hjá
norska úrvalsdeildarliðinu Rosen-
borg næstu daga. A þeim tíma mun
hann leika einn æfingaleik með lið-
inu. Haukur Ingi sagðist ekkert vita
hvort norska liðið hefði áhuga á að fá
hann leigðan frá Liverpool eða kaupa
hann.
„Ég var að koma í dag [þriðjudag]
og vejt satt að segja lítið hvað norska
félagið vill gera. Ég hef lítillega rætt
við forráðamenn Rosenborg en það
kemur í ljós á næstu dögum hvert
framhaldið verður. Ferðin til Noregs
kom skyndilega upp og þar sem ég hef
lítið leikið fótbolta undanfarið vegna
meiðsla ákvað ég að skella mér til
Þrándheims," sagði Haukur Ingi, sem
leikur æfingaleik ásamt Árna Gauti
Ai-asyni og félögum í Rosenborg í
þessari viku.
Æfði hjá Start
Haukur Ingi fór á æfingu hjá
norska liðinu Start á mánudag en
sagði að Erik Soler, umboðsmaður
hans, hefði komið því í kring. „Erik er
vinur Jan Halvorsen, þjálfara Start,
og fékk mig til þess að koma á æfingu
hjá liðinu.“ Haukur Ingi sagðist ekki
vita hvort Start hefði áhuga á að
skoða hann frekar.
ENN á ný sýndu Latrell Sprewell og Marcus Camby hvers
vegna Ernie Grunfeld fékk þá til New York Knicks. Sprewell
skoraði þriggja stiga körfu er tæpar átta sekúndur lifðu leiks
liðsins við Milwaukee Bucks, nýju félagi Grunfelds, í Madison
Square Garden og knúði fram framlengingu, þar sem heima-
menn réðu lögum og lofum - höfðu betur, 111:101.
Eftir
Edwin
Rögnvaldsson
Grunfeld er maðurinn sem fékk
mig og Marcus hingað og
stuðlaði þannig að góðum leik okk-
ar um þessar mund-
ir,“ sagði Sprewell,
sem skoraði ellefu af
21 stigi sínu á fimm
mínútna kafla í fjórða
leikhluta og framlengingunni. „Við
eigum honum miklar þakkir skild-
ar. Þess vegna var gaman að gera
þetta að honum viðstöddum.“
Grunfeld var rekinn frá Knicks í
apríl eftir átján ár hjá félaginu,
fyrst sem leikmaður og síðast sem
framkvæmdastjóri. Hann átti í
harðri valdabaráttu við þjálfarann
Jeff Van Gundy vegna leiktíma
Cambys, sem Grunfeld skipti fyrir
Charles Oakley, sem var í miklu
uppáhaldi hjá Van Gundy. „Sögu-
sagnir af hatri á milli okkar tveggja
eru stórlega ýktar. Við unnum sam-
an hjá félaginu í tíu ár og áttum
nutum oft mikillar velgengni,“
sagði þjálfarinn. Sjálfur dró Grun-
feld úr sögusögnum af ósættinu og
sagði fyrir leikinn að þetta væri í
fyrsta sinn í nítján ár sem hann
óskaði New York ósigurs.
New York var fimm stigum undir
er 55 sekúndur lifðu leiks. Sprewell
tók þá völdin og veiddi villu á Ervin
Johnson. Hann skoraði úr báðum
vítum og munurinn varð því þrjú
stig. Eftir að J.R. Reid hafði mis-
notað skot fyrir Milwaukee,
mistókst Allan Houston að jafna
metin með þriggja stiga skoti. Bolt-
inn var á leið útaf vellinum, en
Johnson náði honum og henti hon-
um beint til Charlie Ward. „Það var
slæm ákvörðun af minni hálfu. Ég
vildi ekki að boltinn færi útaf. Ég
vissi ekki hvert ég var að henda
boltanum. Þetta voru mikil 'mistök,"
sagði Johnson.
Wai’d fór með boltann út fyrir
• þriggja stiga línuna og sendi á
' Sprewell, sem skoraði frá hægri
vængnum og stökk í fang Patricks
Ewing á varamannabekknum. Þetta
var fyrsta þriggja stiga karfa
Sprewells á keppnistímabilinu. „Ég
hugsaði ekká um öll skotin sem
höfðu farið forgörðum. Ég vildi bara
hitta úr þessu skoti,“ sagði Sprewell.
Hann skoraði síðan góða körfu strax
í upphafi framlengingar og eftir það
litu Knicks aldrei um öxl.
Camby var einnig lykilmaður í
sigri liðsins í fyrrinótt, skoraði átta
stig í síðasta leikhlutanum og var
eins og klettur í vörninni, varði skot
og tók góð fráköst, jafnvel þótt
hann hafi snúið sig á ökkla um
miðjan leikhlutann. „Hann er mun
ákveðnari en í fyrra,“ sagði Chris
Childs, leikstjórnandi New York
um Camby. „Ef honum mistókst
skot í fyrra varð hann oft neikvæð-
ur, en núna tekur hann á rás í vörn-
ina og reynir að bæta fyrir mistök
sín með góðum varnarleik.“
„Við unnum þennan leik á barátt-
unni. Sigurlöngun okkar var sterk-
ari undir lokin. Við gáfumst ekki
upp, minnkuðum muninn og síðan
skoraði Latrell þessa gríðarlega
mikilvægu þriggja stiga körfu,“
sagði Camby. Allan Houston var
stigahæstur New York, skoraði
þrjátíu stig - öll í fyrstu þremur
leikhlutunum. Glenn Robinson
skoraði 23 stig fyrii’ Milwaukee.
Iverson tók við sér
Allen Iverson, leikstjórnandi
Philadelphia 76ers í bandarísku
NBA-deildinni í körfuknattleik, rak
loks af sér slyðruorðið er lið hans
vann fyrsta sigur sinn á leiktíðinni.
KORFUKNATTLEIKUR
Það lagði Seattle SuperSonics,
117:98, í fyrsta heimaleik sínum á
keppnistímabilinu. Þetta var fyrsta
tap Seattle. Iverson, stigakóngur
síðasta tímabils sem hafði ekki náð
sér á strik í fyrstu þremur leikjum
liðsins, skoraði 37 stig og tók níu
fráköst. Philadelphia hafði tapað
fyrstu þremur leikjum sínum, öllum
á útivelli, en í þeim hafði Iverson að
vísu skorað tuttugu stig að meðal-
tali, en aðeins hitt úr þriðjungi
skota sinna. Hann hitti úr fjórtán af
29 skotum í fyrrinótt og gerði
sautján stig í fjórða og síðasta leik-
hlutanum, en í honum gerðu heima-
menn 39 stig gegn nítján stigum
Seattle.
„Það hlaut að koma að því að
færu að skjóta á körfuna," sagði
Paul Westphal, þjálfari Seattle.
„Ég óska þess að þeir hafi beðið að-
eins lengur með það.“ Gary Payton
var atkvæðamestur gestanna með
28 stig. Larry Hughes gerði 27 stig,
en hann hefur aldrei áður gert svo
mörg stig í NBA-deildinni. Þetta
var fyrsti sigur Philadelphia á
Seattle síðan í desember árið 1992.
Félagið hafði skorað minnst allra
NBA-liða eftir fyrstu þrjá leikina,
aðeins skorað 79 stig að jafnaði, en
gegn Seattle skoraði það 69 stig í
síðari hálfleik. Liðið er án hinna há-
vöxnu Theos Ratliff og Matts Gei-
ger um þessar mundir vegna
meiðsla.
urðu 102:97. Þetta var tíundi sigur
Orlando á Houston í röð. Gatling
skoraði úr tveimur vítaskotum er
fjórar og hálf mínúta var eftir, en þá
höfðu heimamenn gert tíu stig í röð
án þess að Orlando næði að svara.
Eftir það gerðu gestirnir þrettán
stig gegn fjóium stigum Houston,
tvöfaldra NBA-meistara á þessum
áratug sem hafa enn ekki unnið leik
á keppnistímabilinu. Þeir hafa tapað
öllum fjórum leikjum sínum, sem
þeir hafa ekki gert síðan 1982.
Hinn gamalreyndi Charles
Barkley skoraði átján stig fyrir
Houston og tók sautján fráköst, en
gerði afdrifarík mistök undir lokin
er hann tapaði boltanum. Hakeem
Olajuwon misnotaði vítaskot er
sextán sekúndur voru eftir og
missti þannig af tækifæri á að
minnka muninn í eitt stig. Orlando
gerði fjögur síðustu stig leiksins.
Raef LaFrentz gerði 24 stig og
Nick Van Exel skoraði 23 stig og
gaf tuttugu stoðsendingar fyrir
Denver Nuggets, sem vann Atlanta
Hawks á heimavelli, 115:100.
Heimamenn gerðu þrjátíu stig gegn
19 stigum Atlanta í
síðasta leikhlutanum.
Isaiah Rider skoraði
28 stig fyrir gestina, en auðnaðist
ekki að skora úr fjórum þriggja
stiga skotum sínum. Raunar skoraði
Atlanta-liðið enga einustu þriggja
stiga körfu í leiknum.
Karl Malone fór fyrir Utah Jazz,
sem sótti gull í greipar Los Angeles
Clippers á vesturströndinni. Ma-
lone skoraði 24 stig og tók níu frá-
köst, en lokatölur urðu 94:79. Jeff
Hornacek gerði sextán stig og John
Stockton skoraði ellefu stig, gaf tíu
stoðsendingar og tók sex fráköst.
Maurice Taylor var atkvæðamestur
heimamanna með 23 stig, en nýlið-
anum Lamar Odom, sem hafði
skorað 23,7 stig að jafnaði, var
haldið algerlega niðri af Malone og
félögum hans í Utah-vörninni.
Odom skoraði tíu stig.
Versta byrjun Houston
í sautján ár
Houston Rockets tapaði enn og
aftur er liðið tók á móti Orlando
Magic í Texasríki. Chris Gatling
skoraði 22 stig og tók sextán frá-
köst fyrir Flórídaliðið, en lokatölur
IRB mætir Huima í
næstsíðustu umferð
Reykjanesliðið ÍRB, sem myndað er
af leikmönnum íslandsmeistara
Keflavíkur og bikarmeistara Njarðvík-
ur, leikur gegn finnska liðinu Huima
ytra í næstsíðustu umferð riðlakeppni
Korac-bikarkeppninnar í körfuknattleik
í kvöld. Liðið á ekki lengur möguleika á
að komast áfram í 32-liða úrslit hennar,
því eftir tap á heimavelli fyrir sviss-
neska liðinu Lugano í síðustu viku á
IRB ekki lengur möguleika á að ná öðru
sætinu í K-riðli, einum sextán undan-
riðla keppninnar. Svisslendingamir hafa
tryggt sér það og gætu jafnvel skákað
Nancy frá Érakklandi, sem er taplaust.
Suðurnesjamennirnir báru sigurorð
af Huima, liðinu sem þeir mæta á úti-
velli í kvöld, 84:76, í fyrri umferð riðla-
keppninnar. Það var síðasti leikur
Reylganessliðsins í keppninni með tvo
erlenda leikmenn, því í kjölfarið leystu
Njarðvíkingar Bandaríkjamanninn
Purnell Perry undan samningi sínum.
Erlendir staðgenglai’ hans eru ekki
gjaldgengir í keppnina, hvorki Jason
Hoover né Donell Morgan.
Huima hefur tapað öllum fjórum
leikjum sínum í riðlakeppninni. Auk
þess að eiga heimaleik eftir gegn IRB
hefur það enn ekki leikið gegn Lugano í
Sviss. Það mun því án efa freista þess
að lyfta sér af botni riðilsins og koma
fram hefndum eftir tap í Keflavík.
Huima er í fjórða sæti finnsku úrvals-
deildarinnar, hefur unnið fimm leiki og
tapað fjórum.