Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 1
 BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ■ Kristófer aftur í Fram 1999 HANDKNATTLEIKUR FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER BLAD KRISTÓFER Sigurgeirsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við Fram, en hann hefur leikið í Grikklandi síðustu misseri. Kristófer er annar leikmaður sem Framarar semja við í þess- ari viku, hinn var Valur Fannar Gíslason. „Það er ánægjuefni að fá til sín sterka leik- menn,“ sagði Guðmundur Torfason, þjálfari Fram við Morgunblaðið í gær. „Stefna félagsins miðar að því að komast í allra fremstu röð hér á landi og því leitum við aðeins eftir sterkum leik- mönnum. Við höfum verið að skoða leikmanna- málin að undanförnu og höldum því eitthvað áfram. Það er hugur í mönnum í Safamýrinni," sagði Guðmundur. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu lögðu Framarar inn beiðni til KR-inga á dögun- um um leyfi til að ræða við Gunnleif Gunnleifs- son, sem verið hefur vara- markvörður vesturbæjar- liðsins. KR-ingar hafa enn ekki tekið afstöðu til þeirr- ar beiðni, enda ekki Ijóst hvort aðalmarkvörðurinn Kristján Finnbogason verð- ur áfram í herbúðum liðs- ins. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að Framarar hafi rætt við Fjal- ar Þorgeirsson, markvörð ungmennalandsliðsins, en samningur hans við Þrótt er runninn út. Hann hefur einnig átt í viðræðum við Hácken í Svíþjóð. Morgunblaðið/Kristinn Það þarf... Magnús Teitsson, þjálfari kvennaliðs FH í handknattleik, gefur Hrafnhildi Skúladóttur góð ráð í leik gegn Gróttu/KR, sem FH-stúlkur unnu, 23:21, og stöðvuðu þar með sigurgöngu vesturbæjarliðsins. Hrafnhildur skoraði fjögur mörk í leiknum. Bræður á för- umfráKA BRÆÐURNIR Atli og Kjartan Páll Þórarinssynir, knattspyrnumenn úr KA, eru báðir á förum frá félag- inu. Atli, sem varnarmaður, er að ganga frá samningi við sænska liðið Örgryte og Kjartan Páll, sem er mark- vörður, leikur að öllum lík- indum með 1. deildar liði Sindra á Hornafirði á næstu leiktíð. Þeir bræður eiga báðir unglingalands- leiki að baki, Kongsvinger hafnar tilboði í Steinar NORSKA liðið Kongsvinger hefur tvívegis hafnað tilboði frá Haugasundi í Steinar Ad- olfsson. Haugasund, sem vann sér sæti í úrvalsdeild í haust, hefur boðist til þess að greiða um 13 milljónir íslenskra króna fyrir leikmanninn en forráðamenn Kongsvinger, sem leikur í 1. deild að ári, hafa lýst því yfir að þeir vilji ekki selja hann nema fyrir talsvert hærri fjárhæð. Er talið að þeir vilji fá um 20 milljónir íslenskra króna fyrir Steinar. „Forráðamenn Kongsvinger hafa lýst því yfir að þeir vilji halda mér og fleiri eldri leik- mönnum liðsins til þess að eygja von um að komast í úr- valsdeild að nýju. Ég hef tjáð þeim á móti að ég vilji fremur leika í úrvalsdeild til þess að eiga meiri möguleika á að halda sæti mfnu i landsliðinu. En ég á enn tvö ár eftir af samningi mfnum við félagið og verð þar áfram ef ekkert ann- að tilboð berst í mig.“ Þorgeir Ingi Njálsson, formaður Selfoss 1990-92, um þátttöku í Evrópukeppni VfB til varnaðar ER orðið tímabært að íslensk félagslið taki aftur þátt í Evrópu- keppninni í handknattleik? Leikmenn Aftureldingar léku síðasta Evrópuleikinn - í Skövde í Svíþjóð 28. febrúar 1997. Morgun- blaðið kannaði hug forráðamanna og þjálfara um hvort hefja ætti Evrópuferðir, sem hafa verið kostnaðarsamar, á nýjan leik. Reynsla Selfyssinga af þátttöku í Evrópukeppnum á að vera mönnum víti til varnaðar. Einkum var þátttaka liðsins í Evrópukeppni keppnistímabilið 1993-94 félaginu þungur baggi. Þegar upp var staðið skuldaði deildin um fimm milljónir króna, þar af langstærstan hluta fyrir þátttöku í Evrópukeppnum," sagði Þorgeir Ingi Njálsson, sem var formaður handknattleiksdeildar Selfoss 1990-1992. Þorgeir Ingi sagði að veturinn 1993-94 hefði félagið keypt útileik- inn gegn Riga frá Lettlandi í 32-liða úrslitum hingað til lands og farið í kostnaðarsamar ferðir til Króatíu og Ungverjalands nærri rúmensku landamærunum. „Félagið fékk fjöl- marga áhorfendur á heimaleikina, meðal annars lék liðið gegn ung- verska liðinu Pick Szeged fyrir fullu húsi áhorfenda í Kaplakrika, en það dugði ekki til og félagið stórtapaði á þátttöku sinni.“ Þorgeir segir að handknattleiks- deild Selfoss hafi aldrei náð sér á strik síðan og hann telur skulda- stöðu hennar meginskýringuna á því hver staða handboltans er í bæj- arfélaginu í dag, en liðið leikur nú í 2. deild. „Félagið hefur notið stuðn- ings fyrirtækjá í bænum en þegar hallaði undan fæti fjárhagslega dugðu styrkirnir ekki til og ekki var hægt að halda úti eðlilegri starfsemi lengur. Ég er ekki frá því að ef liðið hefði ekki tekið þátt í Evrópu- keppnum væri staða þess önnur og betri í dag. Fleiri félög en Selfoss hafa farið Ola út úr þátttöku sinni, má þai- nefna FH sem hefur í nokk- ur ár þurft að bíta úr nálinni með að taka þátt í slíkum keppnum. Auðvit- að er þýðingarmikið fyrir leikmenn að taka þátt í Evrópukeppnum en það er svo erfitt fjárhagslega séð að tryggja verður áður en af stað er farið að félög beri ekki skaða af.“ Súpa enn seyðið af þátttöku „Eins og staðan er í dag á KA enga von um að taka þátt í Evrópu- keppni þótt liðið fengi rétt til þess því við erum enn að súpa seyðið af þátttöku okkar í meistaradeild Evr- ópu 1997-98,“ sagði Vilhelm Jóns- son, formaður handknattleiksdeild- ar KA. Hann sagði að hann vildi ekki segja hve skuldir deildarinnar væru miklar en sagði reksturinn erfiðan. Hann benti á að lið á vegum félagsins færi eina til tvær flugferð- ir á keppnisstaði í viku hverri og hvert skipti kostaði félagið um 150 þúsund krónur. „Ef við fórum tvisvar í viku nemur kostnaðurinn um 300 þúsund krónum.“ Vilhelm sagði að íslenskir hand- knattleiksmenn tækju litlum fram- förum ef þeir lékju ekki í Evrópu- keppnum en kostnaður félaga væri þátttöku þeirra ofviða. ,g\uðvitað væri gaman ef félög tækju þátt í slíkum keppnum og ég efast ekki um það að handboltinn yrði miklu betri fyrir vikið. En fjárhagurinn er með þeim hætti að það er ekki hægt að fara í slíkar keppnir. Leikmenn KA, sem margir eru námsmenn, hafa heldur ekki tök á að greiða fyr- ir slíka þátttöku. Þeir fjármögnuðu sjálfir æfingaferð til Þýskalands í fyrra og eru ekki enn búnir að greiða fyrir þá ferð að fullu.“ ■ Ferðakostnaður/ C2 ■ Mikið álag / C2 ■ Aumingjagangur / C2 ■ Mótar leikmenn / C3 ■ Fjárhagsgrundvöllur / C3 CHARLES BARKLEY OG O’NEAL í SLAGSMÁLUM í HOUSTON / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.