Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 4
HANDKNATTLEIKUR
Hertar aðgerðir við grófum leik
að hefur verið ákveðið að taka
fastari tökum en áður á gróf-
um leik og óíþróttamannalegri
framkomu í sambandi við leiki. Við
erum að reyna að stemma stigu við
föstum og grófum leik og árásum á
dómara, en þetta hefur færst í auk-
ana á nýhöfnu keppnistímabili. Fé-
lagar innan HSI hafa fengið bréf
þess efnis - þar sem sagt er frá
hertum aðgerðum. Féiög verða
hiklaust sektuð ef ekki er haldið vel
um umgjörð leikja og leikmenn
dæmdir i viðeigandi bann fyrir gróf
brot á leikvelli," sagði Örn Magn-
ússon, framkvæmdastjóri Hand-
knattleikssambands íslands. Aga-
nefnd sambandsins hefur sektað
handknattleiksdeiid KA á Akureyri
um 90 þús. kr. „Vegna atvika sem
áttu sér stað í og á eftir leik KA
gegn Stjörnunni," eins og segir í
dómi aganefndar. Aður hafði Dóm-
aranefnd HSI sent KA kvörtun um
framkomu starfsmanna á leiknum.
„Við höfum oft áður fengið
kvörtun vegn framkomu starfs-
manna á heimaleikjum KA,“ sagði
Örn, þegar hann var spurður kvað
hafi komið uppá í ieik KA og
Stjömunnar. „Forráðamenn KA og
starfsmenn leiksins, ritarar og
tímaverðir gerðu hróp að dómurum
og eftirlitsmanni meðan leikurinn
stóð yfir. Eftir leikinn var veist að
dómurum og gestaliðinu, bæði í sal
og gangi að búningsklefum. Þessir
aðilar fengu heldur ekki frið í kaffi-
veitingum eftir leikinn," sagði Örn.
Vilhelm Jónsson, formaður
handknattleiksdeildar KA, sagðist
vilja sjá greinargerð frá eftirlits-
dómara leiksins um fyrir hvað fé-
lagið var sektað. „Eftirlitsdómari
gerði athugasemdir við að tíma-
verðir undruðust að leikmanni
Stjörnunnar var ekki vikið af velli
er brotið var á Jónatani Magnús-
syni, leikmanni KA, og hryggjar-
liðir spmngu í baki hans er hann
féll í gólfið. Einhverjir voru að
gagnrýna lélega dómgæslu eftir
leik en dómarar voru aldrei í
neinni hættu. Þá finnst okkur und-
arlegt að KA hafi fengið 20 þús-
und króna sekt frá Knattspyrnu-
sambandi Islands er markvörður
liðsins rotaði dómara í innanhús-
sknattspyrnumóti í vor. En svo
sektar Handknattleikssamband
Islands handknattleiksdeild KA
um 90 þúsund krónur vegna gagn-
rýni á dómgæslu. Okkur finnst
ekki mikil sanngirni í því
AP
Rick Fox og Glen Rice, leikmenn Los Angeles Lakers, reyna að
skakka leikinn er Charles Barkley slær til félaga þeírra, Shaquil-
les O’Neal, er Lakers sóttu Houston heim í fyrrinótt. Barkley og
O’Neal fengu reisupassann.
sinna. Þetta var í níunda sinn sem
Iverson skorar fjörutíu stig eða
meira á ferli sínum, en Philadelphia
hefur tapað öllum þeirra nema ein-
um. Lið Orlando hefur komið á
óvart, hefur sigrað í fjómm af sex
leikjum sínum.
Los Angeles Clippers hefur löng-
um verið vorkunn. Sömu sögu var að
segja af leik liðsins á heimavelli gegn
meisturum San Antonio Spurs, þótt
liðið hafi aðeins tapað með fimm
stigum, 99:94. Heimamenn réðu ekk-
ert við Tim Duncan, sem skoraði 22
stig og tók sautján fráköst.
Hinn óstýriiáti Vernon Maxwell
gerði 24 stig fyrir Seattle SuperSon-
ics, sem sótti gull í greipar Was-
hington Wizards í höfuðborg Banda-
ríkjanna. Lokatölur urðu 109:95.
Gary Payton, leikstjómandi sigur-
liðsins, átti stórleik - gerði tuttugu
stig og gaf sautján stoðsendingar.
Detroit Pistons vann fyrsta leik
sinn á keppnistímabilinu er það
heimsótti erkifjendur sína í Boston,
gerði 110 stig gegn 92 stigum heima-
manna. Jerry Stackhouse gerði þrjá-
tíu stig og gaf átta stoðsendingar
fyrir gestina. Varamaðurinn Jerome
Williams bætti tuttugu stigum við og
tók auk þess sextán fráköst.
Eddie Jones var einn fimm leik-
manna Charlotte Hornets sem gerðu
tíu stig eða meira er liðið bar sigur-
orð af Milwaukee Bucks, 117:111, á
heimavelli. Jones gerði 33 stig.
Shareef Abdur-Rahim gerði 22
stig, tók tólf fráköst og gaf níu
stoðsendingar er lið hans, Vancouver
Grizzlies, vann sigur á Atlanta Hawks
í fyrsta sinn í sögu félagsins, 102:97.
Barkley og
O’Neal í
slagsmálum
HOUSTON Rockets er enn án sigurs á yfirstandandi keppnis-
tímabili í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik. Liðið tók á
móti Los Angeles Lakers á heimavelli sínum í Texasríki í fyrr-
inótt og beið nauman ósigur, 89:88, í leik þar sem Charles
Barkley og Shaquille O’Neal voru reknir úr salnum í öðrum
leikhluta fyrir slagsmál.
Hinn tröllvaxni miðherji Lakers,
O’Neal, varði sniðskot Barkleys
og boltinn fór út af. Barkley var í
þann mund að sækja boltann er
O’Neal ýtti lítillega við honum og
grýtti Barkley boltanum þá í mið-
herjann. Við þetta fór allt í hund og
kött og leikmennirnir tveir flugust á,
en aðrir leikmenn og þjálfarar
reyndu að skakka leikinn.
„Hann gerði það sem er honum líkt.
Hann vildi hreinlega ekki spila körfu-
bolta í þessum leik,“ sagði O’Neal.
„Hann er augljóslega vonsvikinn með
gengi liðs síns. Hann átti ekki góðan
leik og liðið hans hefur ekki enn unnið
leik.“ Barkley hóf vamarræðu sína.
„Eg get ekki látið hann slá mig og
komast upp með það. Amma mín yrði
mér reið ef ég gerði það. Ég varð að
verja mig,“ sagði hann.
Þetta var annar brottrekstur
O’Neals á fimm dögum. Hann fékk
reisupassann í leik gegn Portland
síðastliðið laugardagskvöld er hann
brást illa við ítrekuðum brotum and-
stæðinganna á honum. Hann hlaut
svipaða meðferð hjá Dallas Maver-
icks á þriðjudagskvöldið, en and-
stæðingar Lakers bregða jafnan á
það ráð að brjóta á O’Neal, því víta-
nýting hans er furðulega slök. Hann
hefur hitt úr 23 af 65 vítaskotum á
keppnistímabilinu, sem er 35,4%
nýting - hreinasta hörmung.
Gestirnir höfðu fjögurra stiga for-
ystu er leikmennirnir tveir voru
sendir í bað, en munurinn var aðeins
eitt stig í leikhléi. Houston tók síðan
forystuna í eina skiptið í leiknum
með körfu og vítaskoti miðherjans
Hakeem Olajuwons í þriðja leik-
hfdta. Lakers hafði fimm stiga for-
skot er ein og hálf mínúta lifði leiks.
Heimamenn minnkuðu muninn í eitt
stig með körfu Carlos Rogers og
vítaskotum nýliðans Steve Francis
er 38 sekúndur voru eftir. Það kom í
hlut Francis að taka síðasta skotið
NBA
og reyna að knýja fram sigur, en
tíminn var útrunninn er hapn skaut.
„Ég var of lengi að skjóta. Ég hélt að
ég hefði nægan tíma, en svo var
ekki,“ sagði Francis, sem var stiga-
hæstur Houston með 26 stig. Liðið
hefur ekki byrjað jafn illa í sautján
ár, en það varð tvívegis NBA-meist-
ari á þessum áratug - má muna sinn
fífil fegurri.
Glenn Rice var atkvæðamestur
Los Angeles, gerði 24 stig og tók sjö
fráköst. AC Green
gerði fjórtán stig og
tók tólf fráköst. Þá
gaf Ron Harper sex stoðsendingar.
Lakers er í efsta sæti Kyrrahafsrið-
ils með fimm sigra og eitt tap.
Hardaway „einskis nýtur“
en gerði samt 25 stig
Penny Hardaway skoraði 25 stig
og Tom Gugliotta átján er lið þeirra,
Phoenix Suns, vann fjórða sigur sinn
í röð, í þetta sinn á New Jersey Nets
á heimavelli síðarnefnda liðsins. Ja-
son Kidd, leikstjórnandi Phoenix,
skoraði níu af fimmtán stigum sínum
í fjórða og síðasta leikhlutanum, en
lokatölur urðu 104:89. Stephon Mai’-
bury skoraði 27 stig fyrir heima-
menn og Johnny Newman gerði einu
stigi færra, en hann hóf leikinn sem
varamaður.
Nokkuð bar á harkalegum orða-
skiptum Kidds og Hardaways ann-
ars vegar og Marburys hins vegar að
leik loknum, en þeir tveir síðast-
nefndu tókust ekki í hendur í upp-
hafi hans. „Hann sagði að ég væri
einskis nýtur,“ sagði Hardaway um
viðskipti sín við Marbury.
Hinn magnaði AJlen Iverson skor-
aði 46 stig fyrir Philadelphia 76ers í
Orlando, en Pat Gai'rity, síðasti
varamaður heimamanna, skoraði 25
stig sem gerði gæfumuninn í sigri
Orlando-liðsins, 110:105. Garrity
misnotaði aðeins eitt ellefu skota
Aron
rotaðist
ARON Kristjánsson, hand-
knattleiksmaður hjá dönsku
meisturunum Skjern, rotaðist
þegar hann var sleginn í gólf-
ið á sjöundu mínútu leiks
Skjern og Helsinge í gær. Var
Aron að reyna markskot þeg-
ar atvikið átti sér stað. Aron
var fluttur af leikvelli og kom
ekkert meira við sögu. Var
óttast að hann hefði fengið
heilahristing við höggið en
svo var ekki.
„Það leit út fyrir að hann
þyrfti að fara á spítala þar
sem hann missti minnið um
tíma en svo jafnaði það sig,“
sagði Hulda Bjarnadóttir, eig-
inkona Arons, við Morgun-
blaðið í gærkvöldi. „Aron er
að jafna sig á þessu, en er
eðlilega með nokkurn höfuð-
verk,“ bætti Hulda við.
Skjern vann leikinn, 25:21,
og er í efri hluta dönsku úr-
valsdeildarinnar, með átta
stig og þess má geta að Aron
skoraði úr skottilrauninni
sem hann var í þegar hann
fékk höggið.
Dæhlie
ekki
meira með
NORSKI skíðagagöngugarp-
urinn Björn Dæhlie getur
ekki keppt meira á þessu
keppnistímabili. Dæhlie
gekkst undir aðgerð á baki í
gær og er þar með úr leik á
tímabilinu, áður en það hófst
fyrir alvöru.
Dæhlie meiddist á mjóbak-
inu í ágúst sl. og hefur ekki
náð sér góðum. Meiðslin
ágerðust í síðustu viku og því
var ekki um annað að ræða en
skurðaðgerð. Gekkst Norð-
maðurinn undir hana á einka-
sjúkrahúsi í Þrándheimi í gær.
■ KFÍ á fsafirði hefur samið við
Babis Patelis, griskan leikmann,
sem leikið hefur á Spáni og Grikk-
landi.
■ HERBERT Arnarson var stiga-
hæstur og gerði 19 stig fyrir Donar
Groningen í hollensku 1. deildinni í
körfuknattleik er liðið vann Cunco
Rotterdam 62:54. Donar hefur rétt
úr kútnum í undanförnum leikjum
eftir slæma byi'jun.
■ ÓVÍST er hvort Bjarnólfur Lár-
usson geti leikið með Walsall gegn
Port Vale í ensku 1. deildinni í
kvöld. Bjarnólfur hefur átt sæti í
byrjunarliði Walsall að undanförnu
en liðið er við botn deildarinnar
ásamt Port Vale.
■ MATTHEW Le Tissier, leikmað-
ur enska úrvalsdeildarliðsins Sout-
hampton, vakti undrun aðdáenda
liðsins er hann kvaðst íhuga að óska
eftir því að spreyta sig með öðru
liði. Tissier hefur leikið allan sinn
feril hjá félaginu en hefur ekki átt
fast sæti í byrjunarliði félagsins að
undanfömu.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
1. deild kvenna
ÍS - Grindavík ............66:59