Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 2

Morgunblaðið - 12.11.1999, Side 2
2 C FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR Eru forráðamenn íslenskra félagsliða tilbúnir að leggja á ný í Evrópuferðir? Ferðakostnaður varð liðum að falli ÞAÐ verða bráðum liðin tvö ár síðan íslenskt handknatt- leikslið lék síðast Evrópuleik - þá voru á ferðinni leikmenn Aftureldingar í Skövde í Svíþjóð. Þeir öttu kappi við leikmenn Skövde fyrir framan 2.750 áhorfendur í Billingehov-höllinni 28. febrúar 1998 í 8-liða úrslitum Evrópukeppni borgarliða. Eftir Sigmund Ó. Steinarsson Leikmenn Aftureldingar komust þá að því að það er dýrt að vera fátækur - þeir fjármögnuðu þátt- töku sína í keppninni að mestu sjálfir. Kostnaður skipti milljónum kr., leik- menn seldu auglýs- ingar í leikskrá, voru í byggingar- vinnu, gengu í hús og seldu eitt og annað. Þrátt fyrir að hafa lagt hart að sér fyrir utan æfingar og keppni, náðu þeir ekki endum saman. Tap varð hjá Aftureldingu vegna þátttökunnar eins og öðrum liðum sem tóku þátt í Evrópu- keppninni á árum áður, eins og FH, KA, Selfossi, Val og Haukum. Valsmenn seldu heimaleiki sína út síðustu árin sem þeir tóku þátt í keppninni. Þyngsti bagginn á þátt- töku íslensku liðanna var geysileg- ur ferðakostnaður til fjarlægra landa, eins og Makedóníu, Slóven- íu, Króatíu, Portúgals og Ítalíu, svo einhverjir áfangastaðir séu nefndir. íslenskra liða tekur þátt í Evrópu- keppni í mörg ár. Ef ekki er áhugi fyrir Evrópukeppni í körfuknatt- leik á Suðurnesjum, þar sem flest- ir bestu leikmenn landsins eru samankomnir - hvar er hann þá? Af dapri reynslu ákváðu for- ráðamenn handknattleiksliða að hætta þátttöku í Evrópukeppni haustið 1997. Kostnaður við þátt- töku skipti milljónum, lið tóku út án þess að leggja inn - skuldir hrönnuðust upp. Það var meira en að segja það að taka þátt í Evrópu- keppni. Það voru engin gleðitíðindi þeg- ar forráðamenn íslenskra liða til- kynntu að fsland yrði ekki með, en eftir að hafa hlustað á rök þeirra skildu menn sjónarmið þeirra. Evrópuþátttaka aftur í sviðsljósið leysis, íslenskra liða í Evrópu- keppni. Er það hlutverk HSÍ að óska eftir eða þrýsta á að lið taki þátt í Evrópukeppni, þegar lið treysta sér ekki til þess af fjárhagslegum ástæðum? Er það hlutverk HSÍ að finna ákveðinn styrktaraðila fyrir lið sem taka þátt í Evrópukeppni, ekki önnur lið? Hefur HSÍ ekki nóg með að fjármagna landsliðin og fá fjármagn til að reka sam- band sem hefur verið skuldum vaf- ið undanfarin ár - skuldaði mest 124 milljónir kr. eftir HM á íslandi 1995? Eru sjónvarpsstöðvar nú, frekar en áður, tilbúnar að greiða veru- legar peningaupphæðir fyrir sjón- varpsrétt á Evrópuleikjum? Sjón- varpsstöðvar sýna ekki einu sinni Evrópuleiki íslenskra knatt- spymuliða beint. íslensk handknattleikslið hafa hingað til ekki hagnast á sölu Evr- ópuleikja til sjónvarpsstöðva, hvorki innan- né utanlands. Morgunblaðið hafði samband við nokkra menn sem hafa komið við sögu í sambandi við þátttöku í Evrópukeppni og kannaði hvort þeir sæju einhver teikn á lofti um að framundan væri betri tíð í sambandi við þátttöku í Evrópu- keppni. Evrópukeppnin í handknattleik: MEISTARADEILD 35 klukkustundir í rútu - í samtals 2.420 km KA er eina liðið sem hefur náð því að leika í meistaradeild Evrópu - síðasta ferð KA-manna í keppn- inni var söguleg, er þeir mættu ítalska liðinu General í Trieste við landamæri Slóveníu. Þeir flugu þá tii Amsterdam og fóru með lang- ferðabifreið yfir Suður-Evrópu, yf- ir Alpana og niður að Adríahafi, þar sem þeir léku í Trieste 4. janú- ar. Þessi ferð var kölluð „rútuferð- in mikla“, þar sem leikmenn KA voru í langferðabifreið í 35 klukku- stundir - í samtals 2.420 km. Hinn mikli ferðakostnaður varð íslenskum handknattleiksmönnum að falli - þeir voru bundnir í ætt- jarðarfjötra. Oft drógust liðin gegn lítt þekktum liðum, sem drógu fáa áhorfendur að. Þá náðu þekkt lið eins og Essen ekki að lylla Kaplakrika er það lék gegn FH. Áhugi handknattleiksunnenda var afar takmarkaður á leikjum liða í Evrópukeppni. Ahugaleysi íyrir Evrópukeppni er einnig í körfuknattleik. Það hef- ur komið fram á ný á undanfóm- um vikum - í leikjum hjá körfuknattleiksliði Reykjanesbæj- ar (Keflavík, Njarðvík) sem fýrst Umræður um Evrópukeppni eru aftur komnar fram í sviðsljósið. Geir Sveinsson, fyrrverandi fyrir- liði íslenska landsliðsins og þjálfari Vals, var spurður í viðtali við heimasíðu KA 9. nóvember, hvort HSÍ gæti eitthvað gert til að auð- velda liðum þátttöku í Evrópu- keppni. Geir svarar þeirri spum- ingu þannig: „Já, að sjálfsögðu. Það mætti finna einhvem ákveð- inn styrktaraðila fyrir öll liðin og myndu þessi lið spila með auglýs- ingu frá viðkomandi aðila. Það mætti láta ákveðna prósentu af sjónvarpssamningum renna í þetta mál og selja sjónvarpsstöðvunum alla leiki liðanna fjöguma í einum pakka og færi sá hagnaður beint í þetta málefni," sagði Geir. Þessi ummæli Geirs hafa vakið athygli og tók RUV viðtal við hann um málefni handknattleiksins og Geir gaf stjóm HSI falleinkunn í viðtalinu. Margar spurningar hafa vaknað á ný vegna þátttöku, eða þátttöku- MIKIÐ ALAG Sex leikir á 35 dögum - auk þess löng ferðalög fram og til baka A-riðill B-riðill C-riðill Þýskalandi Lasko, Slóveníu Badel Zagreb, Króatíu Ademar Leon, Spáni Sandefjord, Noregi Le Zion, Israel Zaporozhye, Ukraínu Montpellier, Frakklandi KS|skraLPóllandi Álpi Prato, Italíu TV Suhr, Sviss Skjern, Danmörku D-riðill Barcelona, Spáni Fotex Veszprém, Ungverjalandi Partizan, Júgóslavíu Kaustik Voljugrad, Rússlandi Liðin leika þar að auki deildarleiki í heimalandi sínu í miðri viku, allt að 5 leiki. Alls leika lið því 11 leiki á 35 dögum, eða leik á þriggja daga fresti. I KVOLD Handknattleikur 1. dcild karla: KA-heimili: KA - Fylkir 20 Vestmannaey.: ÍBV - Valur 20 2. deild karla: Húsavík: Völsungur - Fram B .... 20 Strandgata: ÍH - GróttaÆÍR 20 Aumingjagangur hjá félögunum GEIR Hallsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH, segist afar óhress með aðgerðaleysi íslenskra handknatt- leiksliða gagnvart þátttöku í Evrópukeppni. Sérstaklega segir hann að hugarfar leikmanna hafi breyst og að þeir séu ekki lengur tilbúnir að leggja hönd á plóginn við fjáröflun, eins og tíðkaðist er Geir var leikmaður. Eg hef sjálfur tekið þátt í nærri s isjötíu Evrópuleikjum. Ég og liðið mitt öðlaðist geysilega reynslu. ■■■■■■ Við gerðum okkur Edwin alltaf grein fyrir þess- Rögnvaldsson um kostnaði og þá vom það leikmennim- ir sem fjármögnuðu þátttökuna. í Afmælisgjöf til KR. í tilefni 100 ára afmælis félagsins veröur gjöfin afhjúpuö viö félagsheimilið í Kaplaskjóli/Frostaskjóli kl. 12.15, laugardaginn 13. nóvember. Allir eru velkomnir og eru KR-ingar sérstaklega hvattir til þess að mæta. Með KR-kveöju, Erna, Höddi, Bóbó, Einar og Haukur. dag nenna þeir því ekki. Það er svo einfalt. Þetta lendir á örfáum stjómarmönnum og þess vegna held ég að menn hafi gefist upp á þessu. Mér finnst þetta alger aum- ingjagangur af félögunum að taka ekki þátt í Evrópukeppni,“ segir Geir. En er álagið á leikmenn ekki orð- ið of mikið? Flestir þeirra hafa skyldum að gegna í starfi eða námi auk þess sem leikirnir í deildar- og bikarkeppni í heimalandinu eru margir. „Þetta hefur ekkert breyst, var nákvæmlega eins hér í eina tíð. Við vorum ýmist að vinna, byggja eða í skóla. Hugarfarið er bara orðið allt annað. Menn vilja fá allt upp í hend- umar í dag. Það er bara svo einfalt. Eg skil stjórnarmenn félaganna ósköp vel. Aftureldingarmenn vildu taka þátt í fyrra, gegn því að leik- menn legðu hönd á plóginn. En ég veit að ekki vom allir jafn duglegir, ef til vill voru einhverjir fimm í fimmtán manna hópi, sem nenntu þessu ekki og era bara ekki hæfir til að ná í auglýsingar og taka þátt í fjármögnun. Þess vegna fór það allt fyrir ofan garð og neðan. Hugarfar- ið í dag einkennist af því að menn vilja ekkert leggja á sig til að kom- ast í þetta og það er útilokað að ein- hveijir stjómarmenn geti alfarið séð um framkvæmdina ofan á allt annað, sem fylgir því að reka hand- knattleiksdeild." FH lék síðast gegn tyrknesku liði er það tók þátt í Evrópukeppni. Fjárhagslegt tap vegna viðureign- arinnar var mikið, um 2,6 milljónir. Geir segir að vissulega hafi félagið lent í erfiðleikum vegna þessa. „Við eram það félag, sem leikið hefur flesta Evrópuleiki. Við supum seyð- ið af því í mörg ár, en unnum okkur alltaf út úr því - gerðum okkur alltaf grein fyrir mikilvægi þess að taka þátt í Evrópukeppni. Varðandi peningahliðina held ég að þetta sé óttalegt væl. Þetta er ekki svo rosa- lega flókið og erfitt. Ef menn standa allir saman að þessu, þá á ég við leikmenn, þjálfara og stjóm, er þetta ekki stórmál." Breytt keppnis- fyrirkomulag Geir bendir þó á að aðrar reglur hafi gilt er dregið var í Evrópu- keppni, er hann var leikmaður. „Keppnisfyrirkomulagið er vissu- lega breytt. Aður fyrr var dregið svæðisskipt í fyrstu umferðimar. Til dæmis var Island í hópi með Norðurlöndunum, hugsanlega í fyrstu tveimur umferðunum eða eitthvað því um líkt. Mér finnst að þetta eigi að endurvekja, í stað þess að allir fari í einn pott og að menn geti þurft að leggja upp í langt ferðalag. Handknattleikssamband Evrópu mætti endurskoða fyrir- komulagið," segir hann. Auk þess telur Geir að Hand- knattleikssamband Islands, HSÍ, geti veitt félögunum eilítið meiri að- stoð. „Er ekki kominn tími til að HSÍ finni einhverja lausn, komi inn í þetta mál að einhverjum hluta, að einhvers staðar finnist peningar í gegnum þá líka? Að það styrki að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.