Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.11.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ HANDKNATTLEIKUR FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1999 C ,4 rhagsgrundvöll- ekki fyrir hendi „VIÐ skoðuðum þann möguleika gaumgæfilega að taka þátt í meistaradeild Evrópu, en komumst að þeirri niðurstöðu að það var of dýrt,“ segir Jóhann Guðjónsson, formaður hand- knattleiksdeildar íslands- og bikarmeistara Aftureldingar, sem átti rétt á að taka þátt í meistaradeild Evrópu þetta árið. Eftir ívar Benediktsson Auk þess voru leikmenn ekkert spenntir fyrir að taka þátt í Evrópukeppninni. Kom það meðal annars til af því að Afturelding hafði ekki fjárhagslegt bol- magn til þess að greiða mönnum fyrir vinnutap eða dagpeninga fyrir þann tíma sem keppnin stóð yfir sem nauðsynlegt var að gera því riðlakeppni meistaradeildarinnar tekur yfir rúma þrjátíu daga. Á þeim tíma eru leiknir sex leikir í keppninni auk fimm í deildinni og því alveg fyrirséð að leikmenn hefðu ekkert gert annað á þeim tíma sem keppnin stóð yfir en að leika og æfa handknattleik, enginn tími hefði verið til vinnu eða náms. Það var of mikill fómarkostnaður að okkar mati að menn eyddu sum- arleyfum sínum til þess að taka þátt í keppninni. Eins og staðan er nú fá menn hjá okkur eitthvað örlítið greitt fyrir að stunda æfingar og keppni flesta daga vikunnar og vera fjarri fjöl- skyldum sínum. Þær greiðslur nægja ekki ef farið væri út í frekari verkefni, það er alveg ljóst í mínum huga. Leikmenn væru að fórna sín- um tíma og peningum til þess að taka þátt og ég held að til þess sé ekki hægt að ætlast. Allt annað mál er upp á teningnum ef við vær- um með atvinnumannalið, en það erum við ekki.“ Jóhann segir að áætlanir Aftur- ARON Kristjánsson og félagar í danska meistaraliðinu Skjem hafa nóg að gera um þessar mundir. Ört er leikið í meistaradeild Evrópu auk þess sem vikulega er leikið í dönsku úrvalsdeildinni þar sem Skjern hefur meistara- titil að verja. og HSÍ minnsta kosti íslandsmeistara og bikarmeistara í Evrópukeppni, sér- staklega í meistaradeildina," spyi- Geir. Telur hann fjármögnun fyrir þátttöku íslenskra félagsliða í Evr- ópukeppni í verkahring sambands- ins? „Við höfum orðið vitni að mót- mælaöldu upp á síðkastið, eins og viðtal við Geir Sveinsson í sjón- varpinu [í fyrradag]. Eitthvað hlýt- ur að vera að. Ég er alveg klár á því að Handknattleikssambandið er í fjársvelti og svo framvegis, en þá verða menn bara að finna pen- inga, vera duglegri og finna ein- hverjar leiðir. Við erum eina þjóðin í álfunni sem tekur ekki þátt í Evr- ópukeppni félagsliða, á meðan Færeyingarnir og allir aðrir gera það. Mér finnst þetta bara aum- ingjagangur, hjá félögunum og HSI,“ segir Geir og bendir á hugs- anleg áhrif þess að standa utan Evrópumótanna - einangrun. „Það er alveg á hreinu að við finnum fyr- ir áhrifunum innan fimm ára. Við drögumst mikið aftur úr,“ segir Geir Hallsteinsson, framkvæmda- stjóri handknattleiksdeildar FH. Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrarliðsins KA Mótar leikmenn fyrir lífstíð Slsli Þorstemsson skrífar KA-liðið, sem hafði tryggt sér íslands- meistaratitil vorið 1997, missti sjö leikmenn frá sér fyrir tímabilið 1997-98 og liðið renndi þvl blint í sjóinn er það tók þátt í íslandsmóti og meistaradeild Evrópu. En liðinu tókst óvænt að tryggja sér deildarmeistara- titil og ég vil meina það að það sé þátttöku okkar í meistaradeildinni að þakka. Við fengum dýrmæta reynslu er við komumst úr forkeppni og lékum gegn stórliðum eins og Badel Zagreb frá Króatíu og Celje Pi- vovarna frá Lasko í Slóveníu í keppninni. Að leika gegn þúsundum áhorfenda á þess- um stöðum mótar leikmenn fyrir lífstíð,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA frá Akureyri, um hvaða hug hann bæri til þátttöku íslenskra liða í Evrópukeppnum. „Við lékum fyrir sjö þúsund áhorfendur í Zagreb en næsti leikur liðsins var gegn IBV í Vestmannaeyjum, en þar hafði KA gengið illa mörg ár á undan. En eftir að leikmenn höfðu kynnst því að leika fyrir brjálaða áhorfendur í Króatíu þótti þeim ekki tiltökumál að mæta ÍBV, enda unn- um við þann leik. Leikmenn, sem tóku þátt í þessari Evrópukeppni og eru enn að spila fyrir KA, eru sífellt að rifja upp þá öflugu mótherja sem þeir mættu. Þessi keppni háði okkur ekkert í deildinni það ár enda komst liðið í undanúrslit Islands- mótsins.“ Atli sagðist verulega ósáttur við að KA sæi sér ekki fært að taka þátt í Evrópu- keppni lengur og hann kvaðst leggja mikla áherslu á að liðið tæki þátt ef hann yrði áfram með það næsta vetur. „Strák- arnir í liðinu vilja taka þátt og ég tel að þetta standi handboltanum fyrir þrifum en við erum því miður enn að súpa seyðið af þátttöku okkar í meistaradeildinni. Ég held að Evrópska handknattleikshreyf- ingin verði að leggja félögum sem taka þátt í Evrópukeppnum lið með einhverj- um hætti, til dæmis að öll lið fái hlutdeild í þeim fjárhæðum sem greitt er fyrir sjónvarpsréttinn. Sem dæmi má nefna að lið frá Norðurlöndum og Þýskalandi fá talsvert fyrir sjónvarpsrétt í sínum heimalöndum en þau hafa ekki áhuga á að önnur lið fái hlutdeild í þeim greiðslum. En ég held að eini möguleikinn á að við getum tekið þátt sé að íslensk lið fái skerf af þessari köku.“ Aðspurður hvort Hand- knattleikssambands íslands ætti að koma að þátttöku liða í Evrópukeppnum með einhverjum hætti sagði Atli að sem fyrr- verandi starfsmaður HSÍ væri það ekki hægt. „Það væri hins vegar möguleiki að lið tækju sig saman um að senda meistaralið- in í keppnirnar og að félög legðu fjármagn í slíkar keppnir. HSÍ hafði enga burði til þess meðan ég starfaði þar og hefur það sjálfsagt ekki nú. En það er líka spurning hvort ekki sé hægt að fá styrktaraðila til samstarfs fyrir leiki í Evrópukeppnum enda eru þessir leikir erlendis í beinni út- sendingu. En slíkt er sjálfagt erfitt.“ eldingar vegna þátttöku í meistara- deild Evrópu hefðu verið nærri 10 milljónum króna og ljóst að tekjur af leikjum og sölu sjónvarpsréttar hefðu aldrei staðið undir þessum kostnaði. „Við erum eins og önnur félög með okkar styrktaraðila og ég tel að ekki hefði verið hægt að leita frekar á þeirra náðir til þess að brúa bilið. Þessi markaður er ekki stór og verður ekki mjólkaður endalaust. Tekjur af sölu í sjón- varpi vega ekki þungt og þótt það hefði fengist hækkun á þeim þá hefði það ekki hjálpað mikið upp á sakirnar. Fyrst og fremst létum við reynslu KA af þátttöku í meistara- deildinni vera okkur víti til varnað- ar. Mér skilst að KA hafi tapað sex milljónum á þátttöku sinni um árið og sé að súpa seyðið að því enn þann dag í dag. Auðvitað er gaman að taka þátt í Evrópukeppni, en það er bara ekki nóg.“ Afturelding tók þátt í Borga- keppni Evrópu þrjú ár í röð, síðast tímabilið 1997 og 1998. Eftir nokkurn halla tvö fyrstu árin var það ákveðið í samráði við leikmenn að taka þátt þriðja árið vegna þrá- beiðni leikmanna með því skilyrði að þeir tækju þátt í að greiða hluta kostnaðar. „Þessi samvinna tókst vel, leikmenn voru mjög duglegir að standa sína plikt. Nú stendur eftir um 160 þúsund króna skuld vegna þeirrar þátttöku. Á þessum tíma var kostnaðurinn við þátttöku í hverri umferð um tvær milljónir króna og ég tel að sú tala hafi ekki lækkað.“ Jóhann segir að félagið hafi farið í æfíngaferð til Þýskalands sl. sum- ar og ferðin sú hafi kostað 1,1 millj- ón en hafi verið að öllu leyti greidd af leikmönnum, deildin hafi þar hvergi komið nærri og stjórnar- menn sem fóru með borguðu úr eigin vasa fyrir sínum kostnaði. Sami háttur hafi verið hafður á þegar félagið tók þátt í Evrópu- keppninni; félagið hafi aðeins greitt fyrir leikmenn, þjálfara og aðstoðarmenn, en stjórnarmenn farið út fyrir eigin reikning. Finnst þér það vera hlutverk HSI að aðstoða félögin til þess að taka þátt í Evrópukeppninni? „Auðvitað væri það gott ef HSÍ hefði möguleika á því að styðja fé- lögin, en eins og allir vita þá hefur fjárhagur HSI verið slæmur, þótt nú sé farið að rofa til. Enginn okk- ar vill væntanlega að hann fari í sama farið. Hins vegar held ég að HSI eigi fullt í fangi með að halda úti starfi sínu í dag og ef það eign- ast peninga og styrktaraiðla til við- bótar eigi það frekar að nota þá til þess að styða duglega við öll lands- lið sín.“ Telur þú að félögin geti náð fram viðbótarpeningum fyrir sölu á sýn- ingarrétti til sjónvarps eða þá með því að nýta sér þá fjármuni sem styrktaðili 1. deiidarinnar, Nissan, til þess að styðja við bakið á félög- um sem taka þátt í Evrópumótun- um ár hvert. Gæti það riðið bagga- muninn? „Nei, alls ekki. Auk þess sem ég sé ekki fram á að félögin séu tilbú- in að afsala sér þeim peningum sem þau fá í gegnum þessa samn- inga til þess að láta þá renna í sjóð sem þennan. Fjárhagur félaganna er með þeim hætti að þau mega ekki við tekjuskerðingu og sum þeirra eru skuldum vafin, meðal annars vegna þátttöku í Evrópu- keppninni á fyrri tíð.“ Segjum svo að þannig færi að samstaða myndi nást um að pen- ingarnir af ofangreindum samning-' um rynnu til fjögurra liða á ári sem kepptu í Evrópukeppni, myndu þeir skipta verulegu máli? „Það tel ég ekki, þessir peningar myndu ekki aðstoða félögin við að kljúfa þann hjall sem þátttaka í Evrópukeppni er.“ Sérðu fram á að íslensk lið taki þátt í Evrópukeppni á næstu árum, nema þá að tapa verulega á því? ,Álls ekki. Ég sé ekki engan fjárhagsgrundvöll fyrir að íslensk félaglið taki þátt í Evrópukeppni næstu árin miðað við núverandi ástand, nema að þau séu tilbúin að tapa nokkrum milljónum. Við hjá Aftureldingu erum reynslunni ríkari, en víst er það kostar feikilega mikla vinnu hjá fjölmörgum aðilum til þess að end- ar nái saman. Þannig tókst að ná endum saman hjá okkur. Hjá flestum félögum er starfíð hins vegar borið uppi af örfáum mönn- um og það er þeim einfaldlega um megn að standa í þeirri vinnu sem til þarf ár eftir ár. Það eru einfald- lega ekki til peningar í íslenskum handknattleik til þess að standa undir þátttöku fjögurra liða ár hvert í Evrópukeppni. Ég tala ekki um ef þau ná árangri, því eft- ir því sem lið ná lengra í keppn- inni, þá eykst tapið.“ Herrakvöld Fram verður haldið í kvöld, föstudaginn 12. nóvember, í félagsheimilinu Safamýri 28. Húsið opnað kl. 19.30. Veislustjóri Sigurður Tómasson. Ræðumaður og gestur kvöldsins verður Ari Edwald. Miðar til sölu f félagsheimili Fram. Aðalstjórn. Jóhann Guðjónsson hjá Aftureldingu segir kostnað við þátttöku í meistaradeildinni vera nærri 10 milljónum hefði félagið verið með

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.