Morgunblaðið - 17.11.1999, Side 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
MIÐVIKUDAGUR17. NÓVEMBER1999
BLAÐ
Mk
Rannsóknir
% Ratvísi laxins
alveg einstök
Aflabrögd
Aflayfirlit og
staðsetning
fiskiskipanna
Vidtal
1 Perla Hafsteins-
dóttir, háseti á
varðskipinu Óðni
Mlarkaósmál
• Miklir erfiðleik-
ar framundan
í norskum
sjávarútvegi
Seiðarek til Grænlands gæti
BIRNA RÁN AÐ LANDA
• BIRNA Rán Tryggvadóttir er
ein margra kvenháseta, sem róið
liafa frá Tálknafirði síðastliðið
sumar og hafa staðið sig með
prýði. Bima Rán var á Þórhöllu
BA 144 og er hún hér að landa úr
bátnum eftir einn róðurinn.
skilað sér á Islandsmið
TOLUyERT seiðarek
Seiðarek verið töluvert
undanfarin tvö ár
haust. Sjór hefur nú hlýnað nokkuð við Grænland og lífslíkur seiðanna því tals-
verðar en seiði sem borist hafa frá í slandi til Grænlands hafa oft skilað sér í stór-
um stfl til hrygningar hér við land.
hefur verið frá hrygning-
arstöðvum þorsksins fyrir
Suðurlandi yfír til Græn-
lands undanfarin tvö
Rannsóknir Hafrannsóknastofnunar-
innar á síðasta ári sýndu að straumar
til Grænlands voru mjög sterkir og
benti því margt til þess að seiðarek
hefði verið töluvert. Guðrún Mart-
einsdóttir, fískifræðingur á Hafrann-
sóknastofnun, segir að rekbaujur hafi
sýnt mikið seiðarek norður fyrir
landið síðastliðið sumar, enda árgan-
gurinn stór og þá fari alltaf talsvert
af seiðum yfir til Grænlands.
Guðrún segir mjög erfítt að segja
til um lífslíkur seiðanna við Græn-
land. Sjór hafí verið frekar kaldur
þar undanfarin ár og lífslíkur seið-
~r anna því litlar en nú hafí orðið þar
einhver hlýnun. Það auki líkurnar á
að seiðin skili sér til baka inn í hrygn-
ingarstofn á íslandsmiðum.
Síðast mikið seiðarek árið 1984
Seiðarek til Grænlands hefur í
gegnum tíðina skilað sér í stórum stíl
inn í þorskveiði á Islandsmiðum.
Þannig rak mikið af seiðum úr þorsk-
árganginum frá árinu 1945 til Græn-
lands sem skilaði sér tilbaka í miklum
göngum hér við land á árunum 1953-
55. Seiðarek til Grænlands var síðan
mjög algengt á 6. og 7. áratugnum en
í mismiklum mæli á hverju ári. Eftir
ísárin við Grænlandi á árunum 1965-
66 hefur hinsvegar verið mun minna
um seiðarek til Grænlands. Þó fór
stór hluti af seiðaárganginum frá ár-
inu 1973 til Grænlands og kom aftur
á árunum 1980-81 en þá var mjög
góð þorskveiði hér við land. Eftir það
dró mjög úr seiðareki yfir til Græn-
lands og er talið að síðast hafi farið
mikið magn af seiðum þangað árið
1984. Þau skiluðu sér hins vegar ekki
inn í veiði hér við land eins og vonast
var til.
Þýskur rannsóknaleiðangur safn-
aði meðal annars seiðasýnum við
Grænland í haust en Guðrún segir að
niðurstöður þeirra hafí enn ekki bor-
ist stofnuninni. Fréttir herma hins-
vegar að talsvert hafi komið fram af
þorskseiðum í leiðangrinum. „Þeir
hafa skoða landgrunnið austur og
norðaustur af Grænlandi. Ef þeir
hafa orðið varir við seiði á þeim slóð-
um eru það tvímælalaust seiði frá Isl-
andi. Hins vegar er mjög erfitt að spá
til um hversu mikið lifði af þessum
seiðum fyrr en við fáum niður-
stöðurnar frá Þjóðverjunum,“ segir
Guðrún.
Fréttir Markaðir
Mesta eign
fískikera
• UMBÚÐAMIÐLUN hefur
keypt 8.400 fiskiker af Borg-
arplasti á árinu og um ára-
mót á fyrirtækið rúmlega 20
þúsund ker en 75% þeirra eru
frá Borgarplasti. Fyrirtækið
er þar með orðið langstærsti
eigandi einangraðra kera á
Islandi og jafnvel í heim-
inum. /2
Agæt byrjun
í Djúpinu
• RÆKJUVEIÐI í ísafjarð-
ardjúpi hófst um siðustu mán-
aðamót og hefur farið ágæt-
lega af stað. Hátt í 30 bátar
hafa leyfi til veiða á innfjarð-
arrækju í ísafjarðardjúpi og
«r upphafskvótinn 650 tonn.
Heildarafli á síðasta tímabili
varð um 1.000 tonn en tíma-
bilið stendur fram til 1.
maí./4
Minna framboð
af Rússafiski
• FRAMBOÐ af Rússafiski
mun að öllum líkindum drag-
ast saman hérlendis vegna
samdráttar í aflaheimildum í
Barentshafí á næsta ári. Þá
þykir ljóst að möguleikar Is-
lendinga á að kaupa afla-
heimildir í Barentshafi
minnka til muna. Aftur á móti
benda menn á að með minnk-
andi þorskveiði í Barentshafi
geti skapast aukið svigrúm
fyrir íslenskar þorskafurðir á
mörkuðum./8
Innflutningur á fiskimjöli og lýsi til Bretlands janúar til júlí 1999
Noregur þús. tonn 51,0
ísland 50,0
Perú 31,4
Chile 6,7
Danmörk 6,1
írland 4,8
Spánn 4,5
Aðrir 23,7
Samtals 178,2
Bretar auka
kaup á mjöli
• INNFLUTNINGUR Breta
á fískimjöli og lýsi hefur auk-
izt lítillega á þessu ári. Fyrstu
sjö mánuði ársins nam þessi
innflutningur um 178.000
tonnum, sein er nálægt 7.000
tonnum meira en árið áður.
Meira en helminginn af þess-
um afurðum kaupa Bretar
frá Islandi og Noregi. Noreg-
ur hefur vinninginn með
51.000 tonn en næst kemur
ísland með 50.000 tonn. Þetta
er nánast sama magn hjá fs-
lendingum og á sama tíma í
fyrra, en um nokkra aukn-
ingu er að ræða hjá Norð-
mönnum. Perú er í þriðja
sætinu með 31.500 tonn, sem
er iítilsháttar samdráttur frá
árinu áður. Chile er í fjórða
sætinu með 6.700 tonn, sem
er rúmur helmingur þess
magns, sem hafði komið það-
an á sama tíma í fyrra. Loks
má nefna Dani, Ira og Spán-
verja. Hlutur Dana eykst en
hinna minnkar./6