Morgunblaðið - 17.11.1999, Qupperneq 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MARKAÐIR
F/skverð heima
Kr./kg
160
----140
Fiskmarkaður
Hafnarfjarðar
Faxamarkaður
Fiskmarkaður
Suðurnesja
1 .v| 42.v| 43.v| 44.v! 45.v|120
Engin sala var skráð á Faxamarkaði í sl. viku. Á hinum tveimur fóru
59,9 tonn af þorski í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru
12,2 tonn á 155,99 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 47,7
tonn á 169,15 kr./kg. Af karfa voru seld 4,5 tonn. Á Fiskmarkaði
Hafnarfjarðar á 107,53 kr/kg (1,21) og á Fiskmarkaði Suðurnesja á
113,04 kr./kg (3,3t). Af ufsa voru seld 5,3 tonn. Á Fiskmarkaði
Hafnarfjarðar á 56,16 kr. (0,51) og á 62,53 kr./kg (4,71) á Fiskmarkaði
Suðurnesja. Af ýsu voru seld 41,4 tonn. Á Fiskmarkaði Hafnarfjarðar
á 134,91 kr. (5,01) og á 152,86 kr./kg (36,41) að meðaltali á
Fiskmarkaði Suðurnesja.
Okt. Nóv. dn
40.v| 41 ,v| 42.v| 43.vj 44.v14S!v|4U
4av| 41 ,v| 42.vj 43.v| 44.V
Fiskverð ytra
Ysa
Þorskur
Kr./kg
240
220
200
180
160
140
120
100
Alls voru seld 94 tonn á fiskmarkaði í Bremerhafen í síðustu viku.
Þar af voru 82 tonn af karfa á 223,06 kr. hvert kíló að meðaltali.
Alls voru seld
645,8 tonn af fiski
á fiskmörkuðum í
Grimsby í 45. viku.
Meðalverð á þorski
var 348,46 kr./kg,
204,80 kr./kg á ýsu
og 268,99 kr./kg á
kola. Fiskverðvar
sem hér segir...
Lægsta Hæsta
Þorskur kr/k9 kr/k9
Stór 440
Meðal 348
Lítill 257
Ysa
Stór 238
Meðal 220
Lítil 156
Koli
Stór 330
Meðal 275
Lítill 202
Miklir erfiðleikar framundan
í norskum sjávarritvegi
HRUN þorskstofnsins
Þorskhrunið m.a. skýrt
með ólöglegum afla
í Barentshafi á eftir að
hafa alvarlegar afleið-
ingar í norskum sjávar-
útvegi enda er ljóst, að
víða verður hætt allri fiskvinnslu og jafnvel útgerð á sumum stöðum. Þótt
staðan í sjávarútveginum sé almennt miklu betri nú en þegar þorskstofn-
inn hrundi síðast fyrir tíu árum, þá er ljóst, að mörg fyrirtæki, jafnt í veið-
um sem vinnslu, munu verða gjaldþrota. Enginn vafi þykir leika á því, að
þorskstofninn hafi verið ofmetinn og kvótinn þar af leiðandi verið of mikill
en norskir fiskifræðingar telja, að stór ástæða fyrir hruninu sé mikill, ólög-
legur afli.
Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur
lagt til, að þorskveiðin í Barents-
hafi verði ekki nema 110.000 tonn á
næsta ári en það er talið nauðsyn-
legt til að hrygningarstofninn verði
aftur kominn inn fyrir líffræðileg
hættumörk árið 2001.
Annar kostur er raunar nefndur,
að kvótinn verði 265.000 tonn, en
það þýðir, að þá tæki það lengri
tíma að byggja stofninn upp. A
þessu ári mega Norðmenn og Rúss-
ar veiða 520.000 tonn í Barentshafi
en aðeins fyrir tveimur árum var
heildarkvótinn hvorki meira né
minna en 894.000 tonn.
Alltaf veitt meira en
fiskif ræðingar lögðu til
Fulltrúar Rússa og Norðmanna
munu koma saman síðar í mánuðin-
um til að ræða þessi mál en segja
má, að á fyrri fundum sínum hafi
þeir ávallt samþykkt að veiða meira
en fiskifræðingar hafa lagt til.
Astandið hefur hins vegar sjaldan
verið alvarlegra en nú enda eru
fiskifræðingar að leggja til minni
veiði en hún var minnst í mestu
kreppunni 1990. Er tekjutapið í
greininni áætlað um 40 milljarðar
íslenskra króna vegna minni þorsk-
veiði en þar við bætist síðan, að
staða ýmissa annarra fískstofna er
líka slæm. Það er því ekki ofsögum
sagt, að það sé svart framundan í
norskum og rússneskum sjávarút-
vegi um þessar mundir.
Þegar ein atvinnugrein eins og
fiskvinnslan horfir fram á 75%
skerðingu í hráefnisöflun er ljóst,
að grípa verður til róttækra ráð-
stafana. Vafalaust verður mörgum
vinnsluhúsum lokað en þeim haldið
gangandi þar sem möguleikarnir
eru mestir. Afleiðingin er óhjá-
kvæmilega atvinnuleysi og erfið-
leikar, sem munu hafa alvarleg
áhrif á byggðina í Norður-Noregi.
Núverandi kreppa getur líka haft
róttæk áhrif á allt fyrirkomulag í
sjávarútveginum enda er líka hvatt
til þess hjá þeim tveimur bönkum,
sem mest hafa lánað til sjávarút-
vegsins, DnB eða Den norske Bank
og Kreditkassen. Þar vilja menn til
dæmis, að kvótar verði sameinaðir
og veitt úr þeim með færri skipum í
því skyni að auka arðsemina.
Þetta kann að vera einhver lausn
fyrir suma en ekki alla að mati
Steinars Eliassens hjá fískvinnslu-
fyrirtækinu Norfra en það er með
tvö vinnslufyrirtæki í Troms og eitt
í Finnmörku. Segist hann ekki vita
hvernig unnt verði að laga rekstur-
inn að þessari nýju stöðu en segist
þó vona eins og margir aðrir, að
kvótinn verði miklu meiri en fiski-
fræðingar leggja til!
Húsin verða ekki
opnuð aftur
„Sjómennirnir verða að sækja í
fiskinn þegar hann gefst og landa
þar sem verðið er hæst. Það verður
erfitt að skera mikið niður vilji
menn taka þátt í þessu kapphlaupi.
Við skulum líka hafa það á hreinu,
að þau hús, sem verður lokað, verða
ekki opnuð aftur. Þessi kreppa er
nefnilega ólík þeirri fyrri að því
leyti, að þá var atvinnuástandið al-
mennt frekar erfitt í öllu landinu.
Nú er nóg af störfum annars staðai'
og fólk mun bara taka saman fögg-
ur sínar og hverfa á brott,“ sagði
Eliassen.
Erfiðleikarnir munu hvergi
verða meiri en í Finnmörku en þar
fá sveitarfélögin meira en helming
skattteknanna frá sjávarútvegi og
um þriðjung heildarteknanna.
Flakavinnslan verst úti
„Rekstrarstöðvun, uppboð á bát-
um, atvinnuleysi, félagsleg vanda-
mál og brottflutningur eru miklu
alvarlegri hlutur en til dæmis
skattsvik," segir Hermod Larsen,
oddviti bæjarstjórnarinnar í Vardp.
A fundi bæjarstjómarmanna víðs
vegar að úr fylkinu í síðustu viku
var þess krafist, að stjómvöld
kæmu íbúunum þar til hjálpar.
Kreppan mun koma illa við allar
greinar sjávarútvegsins og vinnsl-
unnar en þó misjafnlega. Ljóst er,
að flökunin verður verst úti og hún
er langmest í Finnmörku.
Eins og fyrr segir hafa komið
fram kröfur um skipulagsbreyting-
ar í norskum sjávarútvegi og er þá
sérstaklega átt við strandveiðiflot-
ann, seni telur 8.000 skip. Er hug-
myndin, að tekið verði upp sama
fyrirkomulag þar og í úthafsveið-
inni þar sem um er að ræða svokall-
aða einingarkvóta, sem unnt er að
kaupa og sameina á færri skip. Með
öðrum orðum er verið að ræða um
framseljanlega kvóta.
Odd Nakken, einn af kunnustu
fiskifræðingum í Noregi, sagði í
viðtali við norska blaðið Aftenpost-
en í síðustu viku, að hann teldi, að
mikið brottkast og miklar, ólögleg-
ar veiðar væm helsta skýringin á
því hve mat fiskifræðinga á stofn-
stærðinni hefði staðist illa.
Nakken segir, að norskir jafnt
sem rússneskir sjómenn hafi veitt
meira en þeir hafi gefið upp og síð-
an hafi bæst við veiðar annarra
þjóða, tO dæmis Islendinga, sem
hafi veitt án þess að hafa kvóta.
Ofmatið algengara
en vanmatið
í viðtalinu var Nakken spurður
að því hvemig á því stæði, að þessi
sama kreppustaða kæmi reglulega
upp í norskum sjávarútvegi. Sagði
hann, að í fyrsta lagi yrðu yfírvöld
að átta sig á því, að algengara væri,
að stofninn væri ofmetinn en van-
metinn. Það komi glögglega í ljós
þegar litið sé aftur til síðustu 20
ára. A þessu séu fáar undantekn-
ingar þótt sjaldan hafi jafn miklu
skeikað og nú.
Ólöglegi aflinn 36%
af uppgefnum
Nakken ítrekar, að meginástæð-
an sé ólöglegur afli. Vitnar hann
meðal annars í mikla könnun, sem
norska sjávarútvegsráðuneytið
gekkst fyrir 1992 en niðurstaða
hennar var sú, að ólöglegi aflinn var
36% af uppgefnum afla. Það jafn-
gOti 130.000 tonnum.
„Jafnvel þótt þessi þjófnaður sé
minni nú en 1992 veldur hann því,
að útreikningar okkar fiskifræðing-
anna verða marklitlir," segir Nakk-
en.
Nakken segir, að skýringarnar
séu raunar fleiri, til dæmis mikOl-
vöxtur í stofnum ýmissa sjávar-
spendýra, sels og hvals. Þau sæki
grimmt í þorskinn og sérstaklega
þegar lítið er um loðnu eins og verið
hefur á síðustu ámm.
Nakken tekur undir hugmyndir
um, að þegar búið verði að koma
stofninum upp aftur verði ákveðinn
fastur kvóti, sem sé vel innan hætt-
umarka. Það muni stuðla að meiri
festu og draga úr líkum á skyndi-
legum niðurskurði.
Nýting fiskafla heimsins
milljón tonn 1983 1994 1995 1996 1997
Ferskur fiskur 15 27% 27 35% 34 40% 37 42% 42 45%
Frosinn fiskur 19 35% 26 33% 27 31% 27 30% 27 29%
Saltaður eða þurrkaður 10 18% 12 Í5% 12 14% 12 13% 11 12%
Niðursoðinn fiskur 11 20% 13 17% 13 15% 13 15% 13 14%
Samtals til manneldis 55 100% 78 100% 86 100% 89 100% 93 100%
Fiskimjöl 22 34 31 31 29
Heimsframleiðsla 77 112 117 120 122
112
■) 11 120 ^22
Ferskur fiskur
Frosinn fiskur
Saltaður/þurrkaður
Niðursoðinn fiskur
—r Fiskimjöl
1994 1995 1996 1997
Ýsa
Innflutningur á ýsu
Bretlands
janúar til júlí 1999
Noregur 6.275
ísland 6.251
Færeyjar 5.041
Danmörk 2.724
Aðrir___________11.243
Samtals 25.258
Bretar kaupa ýsu
og kola héðan
BRETAR er sólgnir í ýsuna og fer
hún meðal annars íþjóðarréttinn
fisk og franskar. Þeir flytja að
jafnaði verulegt magn inn enda
dugir afli þeirra eigin báta úr
Norðursjó hvergi. Ysuna kaupa
þeir bæði ferska og frysta, en eftir
fyrstu sjö mánuði þessa árs nam
þess innflutningur þeirra um
25.300 tonnum. Það er samdráttur
um rúmlega 2.000 tonn miðað við
sama tíma í fyrra. Mest af ýsunni
kaupa Bretar af Norðmönnum,
eða tæplega 5.300 tonn á um-
ræddu tímabili. Það er um 3.000
tonna samdráttur miðað við sama
tíma í fyrra, enda hefur ýsuveiðin
við Noreg dregizt saman. Héðan
frá íslandi kaupa Bretar um 6.250
tonn af ýsu þetta tímabil, sem er
um þúsund tonna aukning. Loks
koma Færeyingar með rúm 5.000
tonn og þar er um 3.000 tonna
samdrátt að ræða.
Skarkoli
Innflutningur á kola
Bretlands
janúar til júlí 1999
Samtals 4.203
ísland
Holland
Aðrir
tonn
2.358
1.287
557
SKARKOLI er einnig eftirsóttur í
Bretlandi og að liðnum sjö mánuð-
um á þessu ári nam sá innflutning-
ur um 4.200 tonnum, sem er lítils-
háttar aukning. Bretar kaupa
ríflega helminginn af öllum þess-
um kola héðan frá Islandi eða
2.360 tonn. Næstmest kaupa þeir
svo frá Hollandi, eða um 1.300
tonn. Eitthvað af þeim kola gæti
verið héðan frá íslandi, þar sem
Hollendingar flytja mikið inn af
kola til frekari vinnslu og út-
flutnings á ný.