Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 1

Morgunblaðið - 19.11.1999, Síða 1
KNATTSPYRNA AIK vildi kaupa Brynjar Björn Gunnarsson Morgunblaðið/Golli Rúnar Kristinsson og Brynjar Björn Gunn- arsson voru efstir á óskalistanum hjá nýju fjárfestunum frá Stoke. Litlar sem engar líkur eru á því að þeir leiki með liðinu. „Ís-Bjöm“ ekki til sölu SÆNSKA liðið AIK, sem hafnaði í öðru sæti úrvalsdeildarinnar og lék í Meistaradeild Evrópu, hefur sýnt áhuga á að kaupa ís- lenska landsliðsmanninn Brynjar Björn Gunnarsson frá Örgryte. AIK sendi formlegt tilboð til Örgryte á dögunum, en tilboðinu var svarað af Stefan Allback sl. þriðjudag og hljóðaði þannig: „Brynjar er ekki til sölu, hvað sem í boði er!“ Brynjar, sem á eftir tvö ár af samningi sfnum við Örgryte, kom til Svíþjóðar frá norska liðinu Válerenga fyrir ári. Hann lék sérstaklega vel í sænsku deildinni í sumar og var einn af bestu Ieikmönnum liðsins. Ör- gryte hafnaði í 4. sæti deildarinnar og félag- ið vill fyrir alla muni halda fslendingnum minnst eitt ár í viðbót. Vitað er af áhuga Guðjóns Þórðarsonar að fá Brynjar Björn yfír til Stoke, en ef marka má fréttir á heimasíðu Örgryte er „Ís-Björn“ eins og Svíar kalla hann, ekki til sölu. fHtingtttiMftfrifr 1999 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER BLAÐ Islenska landsliðið í fjórða styrkleikaflokki er dregið verður í HM í Tókýó Slóvenar „skutu“ íslendinga niður ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu er í fjórða styrkleika- flokki í Evrópu þegar dregið verður í undankeppni heims- meistarakeppninnar 2002 í Tókýó 7. desember. íslenska landsliðið er í fyrsta sæti í styrkleikaffokknum, þannið að ekki munaði nema einu sæti að liðið kæmist í þriðja styrkleikaflokk. Landslið Slóveníu skaut ísland úr flokkn- um, með því að skjótast upp fyrir ísland á styrkleikalista alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem var gefinn út í vikunni. KR-ingarnir mættir á Britannia KR-ingarnir Sigursteinn Gíslason og Einar Þór Daníelsson komu til Stoke í gær og var fyrsta verk þeirra að skoða höfúðstöðvar fé- lagsins og síðan tóku þeir létta skokkæfíngu. Þeir munu báðir leika æfingaleik með Stoke City gegn Mansfield á Britannia-leik- vanginum, leik sem sérstaklega var komið á fyrir nýráðinn knatt- spymustjóra, Guðjón Þórðarson, til að skoða leikmenn. Svíiinn Mikael Hansson, sem er þrítugur varnarmaður, kom einnig til Stoke í gær frá Norrköping og mun hann einnig verða með í æf- ingaleiknum í dag. Hann er með lausan samning frá sænska félag- inu. Guðjón sagðist ánægður að vera búinn að fá þessa þrjá leik- menn til félagsins, nú þegar aðeins þrír dagar eru liðinir frá því hann tók við knattspyrnustjórastöðunni hjá félaginu. Ekki er talið að félagið hækki fyrra tilboð sitt í Rúnar Kristins- son hjá LiIIeström og því það mál væntanlega úr sögunni. Fimmtíu Evrópuþjóðir taka þátt í undankeppninni, en Frakkar komast beint í HM í Japan og Suð- ur-Kóreu, sem heimsmeistarar. Leikið verður í níu riðlum - fímm riðlum með sex þjóðum, fjórum riðlum með fimm þjóðum. Efsta liðið í hverjum riðli tryggir sér rétt til að leika í HM. Ein þjóð- in sem hafnar í öðru sæti leikur gegn liði í þriðja sæti í Asíukeppn- inni um farseðil á HM. Hinar átta þjóðirnar í öðru sæti leika um fjög- ur laus sæti með sama fyrirkomu- lag og í Evrópukeppni landsliða, leika heima og að heiman. Styrkleikaflokkarnir eru þannig hjá Evrópuþjóðunum: 1. FLOKKUR: Tékkland, Spánn, Þýskaland, Króatía, Noregur, Rúmenía, England, Italía og Jú- góslavía. 2. FLOKKUR: Danmörk, Portúgal, Svíþjóð, Hollandj Rússland, Slóvakía, Skotland, Israel og Aust- umki. 3. FLOKKUR: Úkraína, Belgía, Pólland, Tyrkland, Grikkland, ír- land, Búlgaría, Slóvenía og Ung- verjaland. 4. FLOKKUR: ísland, Sviss, Lit- háen, Finnland, Kýpur, Lettland, Makedónía, Georgía og Eistland. 5. FLOKKUR: Bosnía, Norður-ír- land, Albanía, Armenía, Moldova, Wales, Hvíta-Rússland, Aserbajdsjan og Færeyjar. 6. FLOKKUR: Malta, Lúxemborg, Liechtenstein, Andorra og San Marínó. ísland getur dregist gegn öllum þessum þjóðum, nema þeim sem eru í sama styrkleikaflokki og ís- lenska liðið. VIÐTAL VIÐ JOHN RUDGE, TÆKNILEGAN RÁÐGJAFA HJÁ STOKE CITY/C2 Morgunblaðið/RAX Sigursteinn Gíslason, Einar Þór Daníelsson, Elvar Aðalsteinsson, stjórnarmaður Stoke City og Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri, fyrir framan Britannia-leikvanginn. B L A Ð A L L R A LANDSMANNA 1 i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.