Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 2
2 C FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1999
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
John Rudge, tæknilegur ráðgjafi hjá Stoke City
Ekki má rasa
um ráð fram
JOHN Rudge, sem var knattspyrnustjóri hjá Port Vale í tæp tutt-
ugu ár, gerðist tæknilegur ráðgjafi hjá erkifjendunum í Stoke
City sl. sumar er Gary Megson var ráðinn knattspyrnustjóri. Nú
er íslenskur stjóri tekinn við en Rudge verður áfram Guðjóni
Þórðarsyni til aðstoðar. „Mér þykir leitt að Megson hafi verið lát-
inn fara - ég fer ekkert í grafgötur með það,“ sagði Rudge við
Morgunblaðið á þriðjudag eftir fyrstu æfingu Guðjóns með
Stoke. „Hins vegar hef ég verið nógu lengi viðloðandi knatt-
spyrnu til að vita að slíkri yfirtöku hljóta ávallt að fylgja einhverj-
ar breytingar. Megson var einfaldlega fórnað fyrir langtímahags-
muni félagsins og svo einfalt er það. Við Nigel Pearson verðum
hins vegar áfram og komum til með að starfa með Guðjóni.
Vissulega verður það kannski skrítið svona fyrst í stað, en þetta
er atvinna okkar og því er ég mjög bjartsýnn á að allt verði hér
komið á fulla ferð aftur innan skamms," sagði hann.
Aðstoðar
Steinar
eða Lárus
Pál?
NÆR örugglega verður
gengið frá ráðningu aðstoð-
arþjálfara knattspyrnuliðs
Keflavíkur um helgina.
Koma tveir menn þar sterk-
lega til greina; Steinar Ingi-
mundarson og Lárus Grét-
arsson. Báðir hafa þeir unn-
ið með Páli Guðlaugssyni,
þjálfara Keflavíkur, áður og
eru því þaulkunnugir Páli
og þjálfunaraðferðum hans.
Svo kann að fara að báðir
hreppi hnossið og verði
ráðnir Páli við hlið, en lík-
legra er þó að annar þeirra
verði fyrir valinu.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Leikir á þriðjudagskvöld:
Toronto - Detroit.................89: 85
Washington - Philadelphia.........73: 95
Atalanta - Charlotte ...........103: 98
Miami - Portland.................96:101
Milwaukee - LA Clippers..........101: 93
San Antonio - Indiana.............90: 87
• Eftir framlengingu.
Dallas - Houston............. .114: 95
Denver - New York...............95:102
Golden State - Chicago..........99: 79
Sacramento - Vancouver.............81:77
Leikir á miðvikudagskvöld:
Boston - Cleveland ..............114:103
Philadelphia - Miami..............93: 98
Charlotte - Dallas .............104: 99
Detroit - New Jersey ...........109:107
orlando - Portland................79: 81
Minnesota - LA Clippers .........85: 89
Utah-NewYork......................98: 90
Phoenix - Chicago................105: 81
Seattle - Golden State...........111:108
1. deild karla:
ÍS - Selfoss.......................75:70
í KVÖLD
Handknattleikur
1. deild karla:
Ásgarður: Stjaman : Víkingur .........20
Valsheimili: Valur - ÍR...............20
1. deild kvenna:
Vestmannaeyjar: IBV - Víkingur........20
2. deild karia:
Strandgata: f H - Þór A...............20
Körfuknattlcikur
1. deild kvenna:
Grindavík: UMFG - Tindastóll .........20
Kannaraháskóli: ÍS - KFÍ...........20.15
I. deild karla:
Þoriákshöfn: Þór Þ. - Breiðablik......20
Blak
1. deild kvenna:
KA-heimili: KA - Þróttur R.........19.30
Neskaups.: Þróttur N. - Víkingur ... .19.30
Rudge segir alveg á hreinu að
stutt verði við bakið á Guðjóni í
nýju starfl. „Markmiðið hér er að lið-
inu gangi vel og
Bjöm Ingi nntt starf er að að-
Hrafnsson stoða knattspyrnu-
skrífar frá Stoke stjórann við allt
sem viðkemur lið-
inu og knattspyrnunni í Englandi.
Guðjón þekkir ekki neðri deildirnar í
Englandi til hlítar, sem er auðvitað
mjög eðlilegt, og þess vegna ríður á
að hann njóti þeirrar aðstoðar og
ráðgjafar sem völ er á.“
Rudge segist telja mikilvægt að
gengið verði sómasamlega frá starfs-
lokum við Gary Megson, enda fari
þar ungur og efnilegur knattspyrnu-
stjóri sem reynst hafí félaginu vel.
„Eftir það er réttast fyrir alla aðila
að gleyma þeirri hlið málanna og
einbeita sér þess í stað að framtíð-
inni. Það er ljóst að starf Guðjóns
verður ekki auðvelt. Vissulega hefur
liðinu gengið þokkalega að undan-
fömu, en engum vafa er undirorpið
að ekki veitti af nýjum leikmönnum
til að auka breiddina og möguleikana
á að komast upp í 1. deild. Jafnframt
er ljóst að ekki dugir að rasa um ráð
frarn, við græðum ekkert á því að
kaupa hvað sem er.
Fyrstu verkefni okkar þriggja -
Guðjóns, mín og Pearsons er einmitt
að leggja faglegt mat á leikmannahóp-
inn og hvar þörfin er mest á nýjum
mönnum. Við þurfiim einnig að ræða
þá knattspymu sem nýr stjóri vill sjá
liðið leika, hvað hann vill fá út úr leik-
mönnum sínum og svo framvegis.“
Rudge segir alveg ljóst að mikil
breyting verði fyrir Guðjón að skipta
úr starfí landsliðsþjálfara og niður í
þá knattspyrnu sem boðið sé upp á 2.
deild í Englandi. „Þetta er nánast
allt önnur íþrótt," segir hann. „Það
verður að meta alla þá þætti sem
skipta hér máli, hæfileika leikmanna,
getu liðanna og fjölmargar aðrar ytri
aðstæður. Ég hef stjórnað liðum í
mörgum deildum og get því vonandi
gert mitt til að koma Guðjóni inn í
málin. Ég sé að hann veit allt um það
sem er að gerast í knattspyrnu í dag
- svo er að heimfæra það yfír á
knattspyrnuna hér í Stoke.“
Lítil ástæða er til að hafa áhyggjur
af viðhorfi leikmanna í garð nýs
stjóra, jafnvel þótt hann sé útlending-
ur, að mati Rudge. Hann segir að
leikmenn Stoke séu allir atvinnu-
knattspymumenn og eigi því ekki að
skipta sér af því sem gerist á bak við
tjöldin og í fimdarherbergi stjómar
og knattspymustjóra. Þeirra starf sé
að gera sitt allra besta inni á knatt-
spyrnuvellinum hverju sinni. „Svo má
heldur ekki gleyma því að Megson
tók við fyrir aðeins örfáum mánuðum
og þá komum við Pearson einnig inn í
dæmið. Við erum rétt núna að læra
inn á hlutina hér og átta okkur á að-
stæðum - kynnast leikmönnunum."
„Segja má að leikmannahópur liða
komist ávallt í uppnám við komu nýs
knattspymustjóra. Þá eru allir á
byrjunarreit og verða að sanna sig.
Það getur oft verið mjög gott, én jafn
mikilvægt er að byggja upp tilskilinn
stöðugleika. Ég efast ekki um að leik-
menn muni nú leggja mikið upp úr að
sýna getu sína fyrir Guðjóni. Talið um
leikmenn sem hugsanlega eru á leið
til félagsins eykur enn á þetta - menn
koma til með að berjast fyrir tilveru-
rétti sínum og gera það aðeins með
frammistöðu sinni á vellinum. Félagið
nýtur þannig góðs af,“ segir Rudge
ennfremur, en hann nýtur mikillar
virðingar í Englandi fyrir störf sín.
Þótti með ólíkindum á sínum tíma er
hann reif Port Vale upp með miklum
látum og kom því í 1. deild.
Var boðið að taka við Stoke
Færri vita hins vegar að Rudge
hefur oftar en einu sinni á ferlinum
verið boðið að gerast knattspymu-
stjóri Stoke City - nú síðast í sumar.
Þá hafði hann nýlega verið látinn
taka pokann sinn hjá Port Vale í
miklu gjörningaveðri og stjórastaðan
var laus hjá erkifjendunum í borg-
inni. Rudge kaus að taka boðinu
ekki, taldi einfaldlega að allt yrði vit-
laust ef stjóri Port Vale skipti í einu
vetfangi yfir til óvinanna númer eitt.
Það hefði verið of stórt skref, segir
hann og bætir við: „Ég hefði verið
kallaður Júdas.“
Lendingin varð hins vegar sú að
Rudge fékk stjórnunarstöðu hjá
Stoke City, sem aðstoðarmaður Gary
Megsons og tæknilegur ráðgjafi.
Hans verkefni er m.a. að fylgjast
með ungum og efnilegum leikmönn-
um á Bretlandseyjum og jafnvel víð-
ar sem styrkt gætu lið Stoke. Hið
sama verður uppi á teningnum undir
stjórn Guðjóns. Rudge telur líklegt
að haldið verði áfram þar sem frá var
horfið í leikmannamálum. Afram
verði leitast við að fá góða leikmenn
til liðsins fyrir ekki neitt - samnings-
lausa menn. Einnig verði reynt að
fækka eitthvað í leikmannahópnum -
nú séu um 30 leikmenn á launaskrá
og þeim verði að fækka sé ætlunin að
bæta einhverjum nýjum við.
En telur hann að íslenskir knatt-
spyrnumenn gætu styrkt Stoke City
nú?
„Eflaust geta þeir það, þ.e. þeir
sem leika með landsliðinu, enda hef-
ur það valdð mikla eftirtekt að und-
anfömu. Ég veit ekki hvort um verð-
ur að ræða leikmenn frá íslandi eða
öðrum löndum - ákvörðun um það
kemur frá nýrri stjóm og knatt-
spymustjóra. Ég tel þó rétt að taka
ekki of stór stökk í þessum efnum
frekar en öðmm. Það hefur sýnt sig í
úrvalsdeildinni að gagnrýni sætir ef
margir útlendingar koma skyndilega
inn í lið og ýta enskum leikmönnum
til hliðar. Ég er alls ekki að segja að
ekki sé þörf hér á erlendum leik-
mönnum, aðeins að skynsamlegt sé
að fara varlega og skynsamlega í
sakirnar. Ekki rasa um ráð fram. Það
er lítið vit í að koma með fjöldann all-
an af nýjum mönnum sem skila ekki
því starfi sem til er ætlast á knatt-
spyrnuvellinum. Stemmningin meðal
leikmanna skiptir einnig gríðarlega
miklu máli. I ensku knattspymunni
er stemmningin og einingin meðal
leikmanna afar mikilvæg. Slíkri
stemmningu má auðveldlega raska
með fjölda erlendra leikmanna. Mik-
ilvægast er að blanda þessu hæfilega
saman - útlendum leikmönnum og
breskum," segir Rudge.
Guðjón Þórðarson, knattspyr
Tap á
Livei
Enska knattspyrnufélagið Liverpool
hefur tapað umtalsverðum fjármun-
um á undanfömum mánuðum. Tap
félagsins er 590 milljónir íslenskra
króna fyrstu sjö mánuði ársins, en
það er mikil breyting frá því áður
var enda hefur verið hagnaður af
rekstri félagsins undanfarin ár.
Gerai'd Houllier, knattspymu-
stjóri Liverpool, keypti leikmenn
fyrir 3,4 milljarða króna á þessu
tímabili, en seldi leikmenn fyrir að-
eins 1,7 milljarða og er það helsta
skýringin á taprekstrinum. Launa-
kostnaður félagsins hefur aukist
mikið og hefur aldrei verið jafn hár,
eða 4,1 milljarður króna, og jókst
fl HERRAKVÖLD GRÓTTU/KR
í kvöld í nýrri félagsaðstöðu J Gróttu við íþróttamiðstöðina. Húsið opnað klukkan 19:30. NpÖyTj ■ Miðasala á staðnum. v ' )
Knattspyrnuþjálfarafélag íslands
AÐALFUNDUR
Aðalfundur KÞÍ verður haldinn í Valsheimilinu að
Hlíðarenda sunnudaginn 28. nóvember kl. 20.00.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf. Breytingatillögur.
Þjálfarar ársins heiðraðir. Léttar veitingar.
Portland losnaði undan ál
Portland TrailBlazers, sem er af
mörgum talið eitt allra áhugaverð-
asta lið bandarísku NBA-deildar-
innar í körfuknattleik um þessar
mundir, sannaði sálrænan styrk
sinn er það náði að knýja fram
nauman sigur á Orlando Magic,
81:79, á Flórídaskaga í fyrrinótt.
Framherjinn Rasheed Wallace
skoraði sigurkörfuna úr stökkskoti
er 1,3 sekúndur lifðu leiks.
Orlando tók leikhlé og freistaði
þess að ná skoti, annaðhvort til að
jafna leikinn eða vinna sigur með
þriggja stiga skoti, en þá kom aftur
til kasta Wallace, sem vann boltann
strax eftir innkastið og innsiglaði
sigurinn. Litháinn Arvydas Sabonis
lagði einnig lóð sín á vogarskálar
Portland, gerði mikilvæga þriggja
stiga körfu á lokakaflanum. Wallace
gerði þrettán stig og tók ellefu frá-
köst. Sabonis gerði ellefu stig og tók
tíu fráköst.
Þetta var fyrsti sigur liðsins í Or-
lando síðan í janúar 1992, en
Portland hefur nú unnið átta leiki
og tapað einum á keppnistímabilinu
og er efst í NBA-deildinni. Þetta er
besta byrjun liðsins síðan haustið
1992, tímabilið eftir að það tapaði
fyrir Chicago Bulls í úrslitaleikjum
um NBA-titilinn.
Chris Gatling skoraði 21 stig fyrir
Orlando, en hitti ekki úr opnu skot-
færi er hann hefði getað komið
heimamönnum yfir á lokamínút-
unni. Scottie Pippen náði frákastinu
og bað um leikhlé. I næstu sókn
liðsins skoraði Wallace sigurkröf-
una.
Karl Malone gerði 33 stig fyrir
Utah Jazz, sem vann góðan sigur á
New York Knicks, 98:90, á heima-
velli. Leikstjórnandinn John
Stockton var veikur, en tók þátt í
leiknum og gerði sautján stig. Eftir
leikinn gerði Malone gys að frétta-
flutningi um háan aldur Utah-liðs-
ins. „Eg nenni ekki að lesa þetta
lengur. Ég verð þreyttur á að lesa
sífellt um hve gamall ég er orðinn.“
Utah hitti úr tíu fyrstu skotum sín-
um og fimmtán af fyrstu sextán,
náði þannig tuttugu stiga forskoti,
34:14. Það var bil sem New York
náði aldrei að brúa.
„Sífellt höfðum við fimm leik-
menn inná, sem voru reiðubúnir að
hjálpast að í vörninni," sagði Jerry
Sloan, þjálfari Utah. „Við fengum
mörg auðveld skot eftir góðan varn-
arleik." Þótt Utah hafi ekki sýnt
jafngóðan leik í síðari hálfleik, gerði
það nóg til að halda gestunum fyrir
aftan sig.
Óvissa ríkti um hvort Stockton
gæti leikið með allt þar til leikurinn
hófst. Hann hefur aðeins misst af 22
leikjum á fimmtán ára ferli sínum í
deildinni og lék í þrjátíu mínútur í
leiknum og gaf ellefu stoðsendingar.
Latrell Sprewell var stigahæstur
New York með 24 stig.
Alonzo Mourning skoraði 27 stig
og tók 14 fráköst er Miami Heat
gerði góða ferð til Philadelphia og
vann sigur, 98:93, á heimamönnum.