Morgunblaðið - 19.11.1999, Blaðsíða 4
Aleksic
áfram
í Eyjum
KNATTSPYRNA
Lorenzo Sanz, forseti Real Madrid, um brottrekstur John Toshacks
JÚGÓSLAVNESKI
knattspyrnumaðurmn
Goran Áleksic, sem
kom til ÍBV um mitt
síðasta sumar og lék
11 leiki með liðinu,
spilar með ÍBV í deild-
LORENZO Sanz, forseti knatt-
spyrnufélagsins Real Madrid á
Spáni, réttlætti í gær brott-
rekstur velska þjálfarans Johns
Toshack - sagði að hann gæti
sjálfum sér um kennt. Toshack
er sjöundi þjálfarinn sem fær
reisupassann síðan Sanz tók
við stjórn félagsins árið 1995.
Sanz sagðist ekki hafa átt
neinna kosta völ eftir óvarleg
ummæli þjálfarans á opinber-
um vettvangi. „Toshack kallaði
þetta yfir sig. Ég var mjög já-
kvæður í hans garð og var
reiðubúinn til að leyfa honum
að halda starfinu þar til samn-
ingur hans rynni út, en hann
var of þrjóskur - sýndi litla við-
leitni til úrbóta,“ sagði Sanz í
viðtali við spænska dagblaðið
As.
Forsetinn sagði Toshack hafa graf-
ið sína eigin gröf er hann sagði:
„Það er líklegra að svín fljúgi yfir
Bernabeu-leikvanginn en að ég
skipti um skoðun.“ Sanz virtist
styðja Toshack heils hugar er fjöl-
miðlar höfuðborgarinnar kröfðust
þess að þjálfarinn yrði leystur frá
störfum eftir slæmt gengi Real Ma-
drid í deildarkeppninni, en hann
sagðist hafa orðið að bregðast við of-
angreindum ummælum Wales-verj-
ans.
Toshack var boðaður á tveggja
klukkustunda langan fund á mið-
vikudagsmorgun og þar var honum
sagt upp. „Ummæli hans komu mér
Fagnaðar-
læti í
Ljubljana
GEYSILEG fagnaðarlæti
brutust út á götum gamla
bæjarins í Ljubljana, höfuð-
borg Slóveníu, þegar leik-
menn landsliðs Slóveníu í
knattspyrnu komu heim úr
frægðarför til Ukraínu.
Þeir tryggðu sér rétt til að
leika í Evrópukeppni lands-
liða í Belgíu og Hollandi
næsta sumar, eftir jafntefli
í Úkraínu, 1:1, en fyrri leik-
inn unnu þeir heima, 2:1.
„Ég hef aldrei látið mig
dreyma um að svo margir
kæmu saman til að fagna
knattspymumönnum hér í
landi,“ sagði fyrirliðinn
Darko Milanic.
Knattspyma hefur ekki
verið vinsælasta íþrótta-
greinin í Slóvemu, þar sem
skíði og íshokkí hafa verið
þjóðaríþrótt. Vinsældir
knattspymu eiga eftir að
aukast þar sem landslið Sló-
veníu mun í fyrsta skipti
keppa á stórmóti er það
tekur þátt í EM í Belgíu og
Hollandi.
Of
inni næsta sumar. Gor-
an er 27 ára og er
samningsbundinn
júgóslavneska 1. deild-
arliðinu FK Cukaricki.
Eyjamenn komust að
samkomulagi við eig-
anda liðsins í gær um
að fá Goran leigðan til
IBV næsta sumar eins
og sl. sumar.
þvjoskur
John Toshack hefur tvisvar verið leystur frá störfum hjá Real Madrid.
Reuters
á óvart og hann neitaði að draga þau
til baka,“ sagði Sanz við dagblaðið
Marca. „Eg sagði honum að það
hefði verið rangt að segja þessa hluti
og besta lausin væri því að leysa
hann undan samningi sínum.“
Toshack var knatttspyrnustjóri
Real Madrid í 265 daga, en umdeild
ummæli hans voru daglegt brauð og
ollu þau jafnan leikmönnum og
stjórn félagsins vonbrigðum. Fyrir
hálfum mánuði sagðist hann láta alla
gagnrýni sem vind um eyru þjóta og
sneri oft út úr spurningum fjölmiðla-
manna. Sanz hélt því neyðarfund
með þjálfaranum og leikmönnum
tveimur dögum fyrir leik liðsins við
Rayo frá Vallecano, þar sem hann
hvatti viðstadda til að „hreinsa loft-
ið“.
Aftur á móti jós Toshack úr skál-
um reiði sinnar eftir viðureignina og
sagði í viðtali að markvörður liðsins,
Albano Bizzarri, hefði „varið fæm
skot en sonardóttir mín hefði gert“.
Þetta var kornið sem fyllti mælinn
hjá leikmönnum Real og gagnrýndu
þeir þjálfarann í kjölfarið fyrir lélegt
skipulag á æfíngum markvarða.
Hinsvegar var þolinmæði Sanz á
þrotum eftir ummæli Toshacks um
flug svínsins yfir leikvang félagsins.
Toshack hafði áður verið rekinn sem
þjálfari Real Madrid, en fyrra skipt-
ið var árið 1990. Ólíklegt er að hann
fái þriðja tækfærið hjá liðinu.
Belgía, Holland, Þýskaland og Spánn í fyrsta flokki
Þrír möguleikar
á EM-drætti
Knattspymusamband Evrópu,
UEFA, tilkynnti í gær að búið væri
að ákveða að Holland, Belgía, Þýska-
land og Spánn verði í fyrsta styrk-
leikaflokki er dregið verður í fjóra
riðla í Evrópukeppni landsliða, sem
fer fram í Belgíu og Hollandi næsta
sumar. Þar með er ekki hætta á að
þjóðirnar verði í sama riðli er dregið
verður í riðla í Brussel 12. desember.
Eðlilegt er að Hollendingar og
Belgíumenn, gestgjafarnir, séu í
fyrsta styrkleikaflokki ásamt Þjóð-
verjum, sem eru Evrópumeistarar
og Spánverjar, sem eru efstir á blaði
á styrkleikalista UEFA.
Það verður ekki ákveðið fyrr en
10. desember hvernig drátturinn fer
fram, en þrír möguleikar eru fyrir
hendi:
1. MÖGULEIKI: Belgía, Holland,
Þýskaland og Spánn í fyrsta styrk-
leikaflokki, en síðan væru hinar
þjóðirnar tólf í sama hatti: Rúmenía,
Noregur, Svíþjóð, Tékkland, Júgó-
slavía, Portúgal, Frakkland, Italía,
England, Tyrkland, Danmörk og
Slóvenía.
2. MÖGULEIKI: Belgía, Holland,
Þýskaland og Spánn í fyrsta styrk-
leikaflokki. Rúmenía, Noregur, Sví-
þjóð og Tékkland í öðrum styrk-
leikaflokki og síðan yrðu átta þjóðir í
sama hatti:, Júgóslavía, Portúgal,
Frakkland, Ítalía, England, Tyrk-
land, Danmörk og Slóvenía.
3. MÖGULEIKI: Þjóðirnar sextán
yrðu settar í fjóra styrkleikaflokka,
sem yrðu þannig:
A-FLOKKUR: Belgía, Holland,
Þýskaland og Spánn.
B-FLOKKUR: Rúmenía, Noregur,
Svíþjóð og Tékkland.
C-FLOKKUR: Júgóslavía, Portúgal,
Frakkland og Ítalía.
D-FLOKKUR: England, Tyrkland,
Danmörk og Slóvenía, eða þjóðirnar
sem unnu sér rétt til að leika á EM í
leikjum í vikunni.
FOLK
■ KIATTISAK Senamuang fyrirliði
Tælands í knattspyrnu gerir á næstu
dögum samning við enska 1. deildar
liðið Huddersfield. Verður hann
fyrsti Tælendingurinn til að komast
á samning hjá ensku félagsliði.
Senamuang öðlaðist athygli í
Englandi sl. sumar er hann skoraði í
tvígang í æfingaleik milli Arsenal og
tælenska landsliðsins.
■ SENAMUANG segist vera
spenntur fyrir að leika í Englandi,
en óttast einna helst að honum gangi
illa að venjast loftslaginu þar í landi
sem en nokkuð frábrugðið því sem
hann á að venjast.
■ ÚKRAÍNUMENN eru allt annað
en ánægðir með frammistöðu lands-
liðs síns í leikjunum tveimur við
Slóveníu í undankeppni EM, þar
sem Slóvenar komust áfram en
Úkraína sat eftir með sárt ennið.
■ LÍKLEGT er talið að Josef Sabo
landsliðsþjálfari verði látinn taka
pokann sinn og einnig einhverjir af
helstu forkólfum knattspyrnusam-
bands landsins.
■ FÖGNUÐUR var hins vegar mik-
ill í Slóvemu yfir úrslitunum og m.a.
komu 3.000 stuðningsmenn lands-
liðsins saman til þess að fagna lands-
liðinu á flugvellinum í Ljubliana við
komuna frá Kænugarði.
Sigurganga stöðvuð í Sevilla
ARGENTINUMENN stöðvuðu
sigurgöngu Spánveija, sem
höfðu leikið tólf leiki í röð án
þess að tapa er Argentínumenn
skelltu þeim í Sevilla á Spáni, 2:0.
65 þús. áhorfendur sáu
Gonzalez, sem leikur með Va-
lencia, skora fyrra markið á 63.
mín. og Pochettino gulltryggði
sigur Argentínu þrettán mín.
fyrir leikslok.
Menn töldu að þrettán væri
svo sannarlega óhappatala Jose
Antonio Camacho, landsliðs-
þjálfara Spánverja, sem hafði
stjórnað þeim í tólf leikjum án
taps - tíu sigurleikjum, tveimur
jafnteflisleikjum.