Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Stórsig-
ur hjá
Dormagen
ÞÝSKA handknattleiksliðið, Bayer Dormagen, undir stjóm Guð-
mundar Þ. Guðmundssonar, vann stórsigur á liði Sigurðar
Bjarnasonar, D/M Wetzlar, 30:19, á heimavelli um helgina. Á
sama tíma lagði Essen, með Patrek Jóhannesson og Pál Þórólfs-
son innanborðs, liðsmenn Nordhorn í Essen, 25:22, en Guð-
mundur Hrafnkelsson leikur í marki Nordhorn. Þá vann
Eisenach, lið Julians Roberts Duranona, einkar óvæntan sigur á
liðsmönnum GWD Minden, 25:24, en Minden hefur verið á hraðri
siglingu upp á síðkastið og hefði með sigri komist upp í þriðja
sæti þýsku 1. deildarinnar.
Dormagen hefur átt erfitt upp-
dráttar á leiktíðinni, en er liðið
fékk D/M Wetzlar sýndi það allar
sínar bestu hliðar og vann öruggan
ellefu marka sigur, 30:19. Staðan í
hálfleik var 16:10 og á fyrstu sex
mínútum síðari hálfleiks bættu leik-
menn Dormagen við fjórum mörk-
FOLX
■ VALA Flosadóttir úr ÍR hefur
verið valin fijálsíþróttamaður árs-
ins af Frjálsíþróttasambandi ís-
lands, FRI, en tilkynnt var um valið
í hófi sl. laugardag, en að jafnaði tii-
kynna sérsambönd ÍSÍ um val sitt í
sameiginlegu hófi í lok hvers árs.
Frjálsíþróttamenn kusu hins vegar
að ríða á vaðið og vera með sérstakt
hóf til þess að kynna val sitt.
■ VALA var einnig valin frjálsí-
þróttakona ársins 1999 af FRI en
hún varð m.a. silfurverðlaunahafi í
stangarstökki á heimsmeistaramót-
inu innanhúss í mars sl. og þá vann
hún gullverðlaun I sömu grein á
Evrópumeistaramóti 23 ára og
yngri í Gautaborg í júlí sl.
■ JÓN Arnar Magnússon, tug-
þrautarmaður úr Tindastóli, er
frjálsíþróttakarl ársins 1999, en
hann bætti eigið Norðurlandamet í
sjöþraut á heimsmeistaramótinu í
Japan í mars um 123 stig, fékk
6.293 stig og varð í 5. sæti.
■ SILJA Úlfarsdóttir, FH, hlaut
bikar í hófi FRI fyrir bestan árang-
ur í spretthlaupum á árinu, en bik-
arinn ber nafn Jóns Halldórssonar,
IR. Jón keppti fyrstur Islendinga í
frjálsíþróttum á Ólympíuleikum í
Stokkhólmi 1912 og var á meðal
keppenda í 100 metra hlaupi.
■ EINAR Karl Hjartarson, há-
um gegn engu og náðu tíu marka
forskoti, 20:10. Afram héldu þeir og
skömmu fyrir leikslok var staðan
30:16. Héðinn Gilsson átti prýðis-
leik, sennilega sinn besta á leiktíð-
inni, og skoraði sex mörk. Þá lék
Daði Hafþórsson einkar vel og gerði
5 mörk. Þriðji íslenski leikmaðurinn
í liði Dormagen, Róbert Sighvats-
son, gerði eitt mark, en hann er að
jafna sig eftir meiðsli í læri.
Sigurður Bjamason lék ekki stórt
hlutverk hjá Wetzlar, skoraði að-
eins eitt mark úr vítakasti. Þá varði
Andreas Thiel, markvörður Dor-
magen, frá honum vítakast. Með
sigrinum er Dormagen komið með
sjö stig og færðist upp um eitt sæti,
upp fyrir Wuppertal sem er með 6
stig að loknum 11 leikjum, einum
færra en Dormagen. Wuppertal lék
ekki um helgina, en aðeins þrír leik-
ir voru í þýsku 1. deildinni um liðna
helgi vegna þátttöku þýskra liða í
Evrópumótunum.
Patrekur Jóhannesson skoraði
fjögur mörk, þar af eitt úr vítakasti
er Essen skaust upp í 2. sæti deild-
arinnar með 25:22 sigri á Guðmundi
Hrafnkelssyni og samherjum í
Nordhom. Essen hefur 18 stig.
Staðan í hálfleik var jöfn, 13:13, en
viðureignin fór fram í Essen. Páll
Þórólfsson var ekki á meðal marka-
skorara Essen að þessu sinnL Þjálf-
ari Essen, Jöm-Uwe Lommel, sagði
að leikurinn hefði verið sá besti sem
sitt lið hefði sýnt á leiktíðinni. Stef-
an Hecker, markvörður Essen, sem
stendur á fertugu, fór á kostum
einu sinni sem oftar.
Líkt og Dormagen vann Eisenach
mikilvægan sigur í neðri hluta
deildarinnar. Eisenach vann GWD
Minden, 25:24, á heimavelli og er nú
komið með átta stig að loknum 12
leikjum.
Morgunblaðið/Jens Wolf
Ólafur Stefánsson (tv.) skoraði tíu mörk fyrir Magdeburg, en það dugði ekki -
liðið er fallið úr Evrópukeppninni.
Áfall hjá Magdeburg
HANDKNATTLEIKUR
stökkvari úr IR, fékk bikar sem
kenndur er við Berg Hallgrimsson,
fyrrverandi langhlaupara frá Fá-
skrúðsfirði, fyrir besta afrek ung-
lings undir tvítugu, en Einar mun
hafa stokkið hærra en nokkur ann-
ar 19 ára unglingur í Evrópu á ár-
inu - 2,22 metra.
Magdeburg, sem sigraði í EHF-
keppninni sl. vor, féll úr leik í
sömu keppni í 16-liða úrslitum nú
er það náði aðeins að vinna eins
marks sigur á heimavelli gegn
Braga frá PortúgaJ, 24:23, en
Braga vann fyrri leikinn með
þriggja marka mun. Ólafur Stef-
ánsson var besti maður Mag-
deburg, skoraði 10 mörk. Var þetta
99. leikur Magdeburg, sem nú leik-
ur undir stjóm Alfreðs Gíslasonar, í
Evrópukeppni.
Eftir þriggja marka tap á útivelli
fyrir rúmri viku voru liðsmenn
Magdeburg staðráðnir í að snúa
taflinu við á heimavelli. Þeir léku
vel lengst af fyrri hálfleiks og að-
eins tveimur mínútum fyrir hálfleik
voru þeir komnir með fimm marka
forskot, 12:7. í hálfleik munaði
þremur mörkum, staðan 12:9. Eftir
aðeins þriggja mínútna leik í síðari
hálfleik hafði portúgalska liðið jafn-
að metin, 12:12, og eftir það var
leikurinn í járnum allt þar til yfir
lauk og heimamenn náðu að merja
eins marks sigur.
Beðiö eftir svari frá Túnis
HANDKNATTLEIKSSAMBAND Túnis hefur enn ekki gefið
endanlegt svar um hvort karlalandslið þess komi til íslands í
janúar og leiki gegn íslenska Iandsliðinu. Að sögn Þorbjörns
Jenssonar, þjálfara landsliðsins, hafa Túnisbúar lýst yfir
miklum áhuga á að koma en þeir hafi þurft að ganga úr
skugga um að för Iiðsins stangist ekki á við leiki í deildar-
keppninni þar í landi.
Þorbjörn sagði að Túnisbúar hefðu ætlað að gefa svar fyrir
helgi en af því hefði ekki orðið. Þorbjörn kvaðst engu að síð-
ur bjartsýnn um að leikirnir, sem eru fyrirhugaðir 13., 14. og
15. janúar, færu fram.
Hamarsmenn hafa sent
Rodney Deen heim
Rodney Deen, leikmaður
Hamars í Hveragerði, var
sendur heim til Bandaríkjanna,
hélt af landi brott á laugardaginn.
Astæðan fyrir brottvikningunni er
að stærstum hluta framferði leik-
mannsins inni á vellinum þar sem
óþarfa brottvikningar og leikbönn
fylltu mæli stjómarmanna.
„Við stefnum á að vera án er-
lends leikmanns fram yfir áramót
og treystum við okkar strákum
fullkomlega í verkefiiin fram að
jólum. Það kemur maður í manns
stað og aðrir fá tækifæri," sagði
Lárus Friðfinnsson, formaður
deildarinnar. „Hugmyndin er svo
að leita fyrir sér og fá erlendan
leikmann til liðsins eftir áramótin."
Það er því Ijóst að fækkað hef-
ur um tvo í hópi þeirra Hvergerð-
inga frá mótsbyrjun þar sem Æg-
ir Gunnarson er einnig frá í vetur
vegna meiðsla.