Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 3

Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 C 3 ÍÞRÓTTIR TVyggvi framlengdi samninginn við Th>mso TRYGGVI Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við norska úrvalsdeildarliðið Tromso til eins árs. Tryggvi, sem hafði áður hafnað nýjum samningi við liðið, sagðist hafa samið við félagið vegna þrýstings frá forráðamönnum liðsins um að ekki yrði öruggt að hann yrði í byrjunarliði fé- lagsins á næsta tímabili og að hann fengi ekki að fara í æf- ingaferðir með því. Eg átti fund með Gunnari Wil- helmsen, formanni félagsins, fyrir helgi þar sem við ræddum málið til þaula. Niðurstaðan varð sú að ég skrifaði undir nýjan samn- ing, sem gildir til nóvember 2001, með þeim skilyrðum að þeir að- stoði mig við að komast að hjá öðru liði næsta sumai' eða eftir tímabilið á næsta ári. Þessi framlenging á samningi mínum tryggir þeim ein- faldlega að þeir fái eitthvað fyrir mig í stað þess að ég yrði laus allra mála frá félaginu næsta haust. Sá samningur sem ég gerði við félagið er talsvert betri en sá fyrri og felur í sér launahækkun." „Þýðir ekkert að hlaupa í fýlu“ Tryggvi sagði bagalegt hvernig sín mál hefðu þróast hjá félaginu en kvaðst hafa skilning á sjónar- miðum forsvarsmanna þess. „Það þýðir ekkert að hlaupa í fýlu þrátt fyrir að þeir hafi hótað harkaleg- um aðgerðum gegn mér. Þeir reka fyrirtæki og vilja skiljanlega geta selt mig fyrir álitlega upphæð í stað þess að missa mig án þess að fá neitt fyrir mig eftir næsta tíma- bil.“ Donell Morgan farinn frá Njarðvík NJARÐVÍKEMGAR hafa lát- ið bandarískan leikmann liðsins, Donell Morgan, fara frá því. Morgan er þriðji Bandaríkjamaðurinn sem fer frá liðinu. Félagið Iét Purnell Perry fara í upp- hafi tímabils og í hans stað kom Jason Hoover, sem óskaði að fara frá félaginu eftir nokkra leiki. Njarðvík- ingar fengu því Morgan en hann lék aðeins tvo leiki með liðinu og fór á laugar- dag. Gunnar Þorvarðarson, formaður körfuknattleiks- deildar, sagði að Morgan hefði ekki staðið undir væntingum. „Hann var sagður í góðu formi en þeg- ar til kastanna koin var hann úthaldslaus og gat lít- ið leikið með. Því var tekin ákvörðun um að láta hann fara. Við ætlum að spila án erlends Ieikmanns í desem- ber og skoða stöðuna um áramót.“ Tryggvi Guðmundsson verður áfram í herbúðum Tromso Morgunblaðið/Golli Sameiginlegt lið Hamars og Ægis Knattspyrnudeild Hamars frá Hveragerði og Ægir frá Þor- lákshöfn hafa náð samkomulagi um að senda sameiginlegt meist- araflokkslið og 2. flokk til keppni næsta sumar. Foiráðamenn félag- anna hyggjast skrifa undir sam- komulag 10. desember. Þá er hugsanlegt að Knattspymufélag Rangæinga frá Hvolsvelli taki þátt í samvinnu fyrrnefndra félaga. Ægir féll úr 2. deild síðasta sumar en Hamar lék í 3. deild og því sameiginlegt lið leikur í 3. deild. Yngvi Karl Jónsson, for- maður knattspyrnudeildar Hamars, sagði að miklai- vonir væru bundnar við samstarf Ægis og Hamars og markmiðið væri að koma sameiginlegu liði í úrslita- keppni 3. deildar. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Auðunn annar á HM Auðunn Jónsson nældi í silfurverðlaun í 125 kg flokki á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór á Ítalíu um helgina. Hann lyfti samtals einu tonni. Rússinn Maxim Podynni sigraði í flokkn- um, lyfti 2,5 kg meira en Auðunn. Þrjátíu keppendur voru skráðir til leiks í þessum þyngdarflokki og var Auðunn með besta árangurinn fyrir mótið. Ríkharður bíður svars frá Hamborg ÝSKA 1. deildarliðið Hamburger Sport Verein hyggst taka ákvörðun í þessari viku um hvort félagið geri kauptilboð í Ríkharð Daðason, landsliðsmiðherja og Ieikmann Vikings frá Stavangri. Ríkharður sagðist búast við að þýska félagið tæki ákvörðun í lok vikunnar en á meðan ýtti hann öðr- um áhugasömum félögum, eins og belgíska liðinu Lokeren, til hliðar. Æfingar hjá Viking hefjast næsta mánudag en Ríkharður sagðist gera sér vonir um að þýska félagið hefði tekið ákvörðun fyrir þann tíma. Stefán ; áskot- i skónum í Belgíu STEFÁN Gíslason skoraði ; eitt mark og lagði upp tvö ] er hann lék með varaliði belgíska liðsins Lommel sem vann varalið Lierse 8:3 á föstudag. Stefán er til reynslu hjá hollenska liðinu Roda JC Kerkrade en vegna reglna þar í landi getur hann ekki leikið opin- bera leiki með aðal- eða ; varaliði nema hann sé skráður í félagið. Af þeim sökum óskaði hollenska lið- ið eftir því við Lommel að Stefán fengi að leika með varaliði belgíska liðsins. Stefán, sem er samnings- bundinn norska Iiðinu Stremsgodset, sagðist ánægður með frammistöðu í sina i leiknum og að hann kæmi til með að leika vin- áttuleik með Roda gegn þýsku liði á miðvikudag. Hann sagði að eftir þann leik kæmi í ljós hvort félag- ið hygðist bjóða honum samning. Hann sagði að ; fleiri lið hefðu sýnt sér áhuga, meðal annars hol- Ilenska liðið FC Utrecht, en útsendari frá liðinu hefði fylgst með sér er hann lék með Lommel fyrir helgi. FOLK ■ CARL Lewis, nífaldur Ólympíu- meistari í spretthlaupum og lang- stökki frá Bandaríkjunum var val- inn frjálsíþróttakarl aldarinnar í kjöri sem Alþjóða frjálsíþróttasam- bandið, IAAF, stóð fyrir, en niður- stöður þess voru tilkynntar í hófi IAAF í Mónakó um helgina. ■ FANNY Blankers-Koen frá HoIIandi hlaut nafnbótina frjálsí- þróttakona aldarinnar í kjöri Al- þjóða frjálsíþróttasambandsins. ■ BLANKERS-Koen er nú 81 árs og var upp á sitt besta á árunum eft- ir seinna stríð. Þá vann hún m.a. fern gullverðlaun á Ólympíuleikun- um í Lundúnum 1948, í 100 og 200 metra hlaupi, 80 metra grindahlaupi og 4 x 100 metra boðhlaupi. ■ BLANKERS-Koen var besti lang- stökkvari kvenna í heiminum árið 1948 og m.a. heimsmethafi, en hún keppti eigi að síður ekki í greininni á ofangreindum leikum. Var það sök- um þess að á þeim áimm máttu kon- ur aðeins taka þátt í þremur ein- staklingsgreinum að hámarki auk boðhlaupa. Því varð Blankers-Koen að velja á milli greina og hún kaus að sleppa langstökkinu. ■ NU er hins vegar búið að breyta reglunum og konur mega, líkt og karlar, taka þátt í eins mörgum greinum í frjálsíþróttum á Ólympíu- leikum og þær vilja, nái þær tilsettu lágmarki. Þess má m.a. geta að spretthlauparinn Marion Jones, Bandaríkjunum, stefnir að því að vinna fimm gullverðlaun í kvenna- flokki á Ólympíuleikunum í Sydney á næsta ári. ■ MICHAEL Johnson, heimsmet- hafi og heimsmeistari í 400 metra hlaupi karla, frá Bandaríkjunum, hefur verið kjörinn fjálsíþróttakarl ársins 1999 af Alþjóða frjálsíþrótta- sambandinu og hlaupadrottningin Gabriela Zsabó, Rúmeníu, fijálsí- þróttakona ársins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.