Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 5

Morgunblaðið - 23.11.1999, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 C 5 SUND Jakob ! maður mótsins i MAGNÚS Tryggvason ? sagði að árangur Jakobs , Jóhanns Sveinssonar í 200 ; metra bringusundinu hafi | verið sá árangur sem stað- | ið hafi upp úr á bikarmót- inu. „Þetta var frábært |j sund hjá honum. Jakob er í gríðarlegt efni og þótt hann hafi verið að ná þess- ? um árangri er fullt af hlut- : um sem enn er hægt að l bæta hjá honum. Hann er ? ótrúlega duglegur að æfa , og viljugur. Hefur góðan þjálfara og fær góðan : stuðning frá íjölskyldu sinni. Hann er að uppskera * eins og hann sáir. Sem dæmi um áhuga hans hef- j ur hann verið að hringja í þjálfarann sinn og spurt hvort hann gæti fengið } létta þriggja til íjögurra kílómetra aukaæfingu, svona rétt til að æfa snún- i ingana. Eg er sannfærður um að hann á eftir að bæta ■ sig enn frekar,“ sagði * Magnús. Morgunblaðið/Ásdís Jakob Jóhann Sveinsson úr Ægi og Lára Hrund Bjargardóttir úr SH settu glæsileg íslandsmet í bíkarkeppni SSÍ um helgina. Þau keppa bæði á Evrópumeistaramótinu í Portúgal í næsta mánuði. Jakob Jóhann Sveinsson setti glæsilegt met í 200 metra bringusundi Lífið er að synda, bovða, læra og sofa „ÉG ER mjög ánægður með árangurinn,“ sagði sundmaðurinn efnilegi úr Ægi, Jakob Jóhann Sveinsson, sem setti glæsilegt íslandsmet í 200 metra bringusundi. Bætti met Hjalta Guð- mundssonar um 2,3 sekúndur. „Þjálfarinn minn sagði fyrir mót- ið að ég ætti ekki að vera í toppæfingu núna, en að ég ætti þó möguleika á að ná metinu þrátt fyrir það. Ég hvíldi aðeins fyrir mótið og kannski hefur það gert gæfumuninn,“ sagði hann. Jakob Jóhann setti pútamet í 100 metra skriðsundi, synti á 1.03,66 mín. og var 0,33 sek. frá ís- landsmetinu. „Ég Valur B. var nýbúinn að Jónatansson synda 200 metra skrifar fjórsund og því var ég ekki vel hvíldur fyrir 100 metrana. Ég er því mjög ánægður með tímann í þeirri grein Eðvarð Þór sýndi gamla takta EÐVARÐ Þór Eðvarðsson, sundþjálfari Keflvíkinga sem er orðinn 32 ára, synti 100 metra baksund fyrir félagið. Hann náði þriðja sæti og synti á 1.00,38 mín., en hann náði enn betri tíma í baksundssprettinum í 4x100 m Ijórsundinu, næstbesta tíma Islendings í ár, næstur á eftir Erni Arnarsyni. Eðvarð Þór var upp á sitt besta fyrir 12 árum og virð- ist litlu hafa gleymt. „Hann var að senda yngri sund- mönnunum ákveðin skilaboð með því að synda á næst- besta tímanum í 100 metra baksundi," sagði Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar. miðað við aðstæður," sagði Jakob sem verður 17 ára á morgun. „Eig- um við ekki að segja að metið hafi verið góð afmælisgjöf." Jakob er ekki langt frá ólympíu- lágmarkinu í 200 metra skriðsundi og segist ætla að stefna að því að ná því á Sjálandsmótinu í Dan- mörku í janúar, en þar verður keppt í 50 metra laug og tímarnir sem nást þar eru viðurkenndir af Alþjóða Sundsambandinu sem lág- mörk fyrir ÓL. Lítill tími fyrir annað en sund Hvað æfír þú oft í viku? „Ég æfi sund tíu sinnum í viku og lyfti síðan þrisvar í viku. Þetta eru um 25 klukkstundir á viku sem fara í sundið. Það er því lítill tími fyrir annað en sundið og skólann. Það má segja að lífið hjá mér sé bara; að sofa, borða, læra og synda.“ Ertu farinn að gæla við að kom- ast á Ólympíuleikana í Sydney? „Já, ég neita því ekki. Fyrir ári hugsaði ég ekki um Ólympíuleik- ana enda fjarstæður draumur þá. Ég hugsaði um að reyna að ná inn á Evrópumeistaramótið árið 2000, en síðan stend ég frammi fyrir því að eiga mögleika á að komast á Ólympíuleikana á næsta ári.“ Ótrúlegar framfarir Framfarir Jakobs hafa verið ótrúlegar á einu ári. Hann hefur bætt sig um fimm sekúndur í 200 metra bringusundi og þrjár sek- úndur í 100 metra bringusundi. Sannarlega efnilegur sundmaður sem á vafalítið eftir að láta mikið að sér kveða í framtíðinni. Lára Hrund Bjargardóttir var sigurvegari í þremur greinum Ég átli ekki Eg átti ekki von á því að setja met á þessu móti. Stefnan hjá mér var að bæta það á Evrópu- meistaramótinu eftir þrjár vikur,“ sagði Lára Hrund Bjargardóttir, sem setti íslandsmet í 200 metra skriðsundi kvenna. Hún sigraði einnig í tveimur öðr- um greinum, 200 m fjórsundi og 100 m skriðsundi og var auðvitað bikarmeistari með liði sínu, SH. Lára Ilrund sagði að samkvæmt æfingaáætlun ætti hún ekki að „toppa“ fyrr en á Sjálandsmótinu í Danmörku í janúar. „Ég vona að þessi árangur gefi fyrirheit um enn betri árangur á komandi vikum. Stefnan hjá mér á EM er að kom- ast í A-úrslit. Ég þarf að bæta tím- ann minn eitthvað til þess og það á ég alveg að geta gert. Ég er búin að æfa rosalega vel,“ sagði Lára Hrund. „Það er alltaf jafn gaman að keppa á bikarmóti og ekki skemmir að sigra enn einu sinni. Það var mikil stemmning á meðal áhorfenda og við vorum með unga krakka úr SH sem studdu vel við bakið á okkur allan tímann," sagði hún. Örn eini undir ÓL-lág- marki ORN Arnarson, SH, er eini íslenski sundmaðurinn sem synt hefur undir íslenska ólympíulágmarkinu fyrir ÓL í Sydney á næsta ári. Hann þarf reyndar að synda undir lágmarkinu á næsta ári til að öðlast keppnisrétt í Sydney. Magnús Tryggvason, formaður landsliðsnefndar SSI, segist búast við því að Islendingar verði með fjóra til sex keppendur á Olympíuleikunum í Sydn- ey. „Já, ég held að það sé raunhæft að áætla að við verðum með fjóra til sex keppendur. Jakob Jóhann er næstur Erni að ná lág- markinu, eða aðeins 0,54 sekúndum frá því í 200 metra bringusundi. Iljalti Guðmundsson, SH, er 0,50 sek. frá í 100 m bringu- sundi, Ríkarður Ríkarðs- son, sem æfir í Bandaríkj- unum, er 0,98 sek. frá því í 100 metra flugsundi og Friðfinnur Kristinsson frá Selfossi 0,71 sek. frá því í 50 metra skriðsundi. Hjá stúlkunum er Kolbrún Ýr 0,78 sek. frá lágmarkinu í 100 m baksundi, Eydís er 0,9 sek frá ÓL-lágmarkinu í 100 metra flugsundi og Lára Hrund er 1,5 sek. frá því í 200 m skriðsundi,“ sagði Magnús. Magnús segir að ís- lensku ólympíulágmörkin séu mitt á milli A- og B- lágmarka sem Alþjóða sundsambandið hefur sett fyrir Sydneyleikana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.