Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 6

Morgunblaðið - 23.11.1999, Page 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ + MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. NÓVEMBER 1999 HANDKNATTLEIKUR HANDKNATTLEIKUR Mosfellingar fóru hamförum Oft er því haldið fram að hand- knattleikur snúist fyrst og fremst um það að leika góða vörn. Ef eitthvað er að marka þá fullyrðingu, sannaðist það í Framhúsinu á sunnudagskvöld að Afturelding er langbesta handknattleikslið íslands og þegar leikmenn þess ná sér á strik standast engir þeim snúning. Mosfellingar báru þar sigurorð af Frömurum í toppslag fyrstu deildar og hafa nú fjögurra stiga forskot á næsta lið þegar mótið er tæp- lega hálfnað. Heimamenn létu gestina þó svo sannarlega hafa fyrir sigrinum og virtust um tíma hafa örugga for- ystu í leiknum, í Stefán stöðunni 15:10. Þá Pálsson tóku hinir hvít- og skrifar rauðklæddu til sinna ráða, skoruðu fjórt- án af síðustu nítján mörkunum og sigruðu með 24 mörkum gegn 20. Það má segja að fyrri hálfleikur hafí verið einvígi markvarðanna. Fæstir munu mótmæla því að þeir Bergsveinn Bergveinsson og Seba- stían Alexandersson séu bestu markverðir deildarinnar og virtust þeir staðráðnir í að festa þá skoðun enn rækilegar í sessi. Áður en flautað var til leikhlés hafði Berg- sveinn varið níu skot en Sebastían ellefu, mörg hver úr dauðafærum andstæðinganna. Það sem skildi þó á milli liðanna, var fii-nasterk vöm Framara sem kom sóknarmönnum Mosfellinga gjörsamlega í opna skjöldu. Svo dæmi sé tekið, skoraði línumaður- inn snjalli, Magnús Már Þórðar- son, aðeins eitt mark í leiknum og hornamennirnir náðu lítt að ógna markinu. Á hinum helmingi vallar- ins gekk Frömurum einnig allt í haginn, Robertas Pouzolis lék af- bragðsvel og heimamenn gengu til búningsklefa með þriggja marka foiystu í hálfleik; 12:9. I upphafi síðari hálfleiks virtist sem hinir bláklæddu ætluðu að ganga á lagið og vinna óvæntan stórsigur á meisturunum. Þegar tæpar fimm mínútur voru liðnar, var forysta þeirra orðin fimm mörk og gestimir tveimur leikmönnum fæn-i. En þetta mótlæti virtist duga til að vekja leikmenn Aftur- eldingar til lífsins. Vörnin small saman og næsta stundarfjórðung- inn skoruðu heimamenn einungis eitt mark. Einar Gunnar Sigurðs- son og Alexei Troufan fóru á kost- um og hreinlega léku sér að sókn- armönnum Framara. Var þar raunar skarð fyrir skildi að hinir hávöxnu leikmenn, Pouzolis og Gunnar Berg, virtust týndir og tröllum gefnir. Mæddi því mest á þeim Guðmundi Helga Pálssyni, Norðmanninum Kenneth Ellertsen og hinum bráðefnilega Vilhelm Bergsveinssyni í sókninni og er skemmst frá því að segja að þeir hafa enga líkamsburði til að sigrast á varnarmönnum Mosfellinga í slíkum ham. Framganga Troufans og Einars Gunnars í vörninni reyndist gest- unum einnig hvatning í sókninni, þar sem þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru. Bjarki Sigurðsson var öflugur að vanda, en einnig áttu þeir Gintaras og Gintas frá Lithaugalandi góðan leik. Morgunblaðið/Ásdís Skúli Gunnsteinsson stjórnar sínum mönnum. Hvað? ég gerði ekkert . Morgunblaðið/Ásdís Þorkell Guðbrandsson sakleysið uppmálað er dómarinn Hafsteinn Ingibergsson gefur honum tiltai. Morgunblaðið/Ásdís Bjarki Sigurðsson, lykilmaður Aftureldingar, sækir að Gunnari Berg Viktorssyni. FOLK ■ STUÐNINGSMENN Fram söfn- uðust saman á skemmtistaðnum Jensen í Armúla fyrir leikinn gegn Aftureldingu. Er ætlunin að halda þeim sið áfram í vetur til að stilla saman strengi og ræða málin í góðu tómi. ■ DÓMARARNIR í leik Fram og Aftureldingar, þeir Gísli Jóhanns- son og Hafsteinn Ingibergsson frá Keflavík, eru laghentir menn og hikuðu ekki við að ganga í störf húsvarðar í Framhúsinu. Þegar þeir urðu varir við að flísar í park- eti vallarins höfðu losnað, stöðvuðu þeir leikinn snarlega, náðu í lím- band og festu þær niður hratt og örugglega eins og bestu iðnaðar- menn. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn á Fram „Það er ekki kom- inn hálfleikur" Iosfellingar voru kampa- kátir í leikslok, enda staða liðsins orðin býsna vænleg. Skúli Gunnsteinsson, þjálfari liðsins, viðurkenndi fúslega að lið hans hafi ekki leikið vel í fyrri hálfleik. „Við vissum að þessi leikur yrði sannkallaður toppslagur. Við höfum ekki tap- að leik í vetur, en Framarar hafa fylgt fast á hæla okkar all- an tímann. Ef til vill vorum við því fullfeimnir í upphafi, sem kom fram í því að sóknin var slök og vörnin náði ekki nógu vel saman. í leikhléi tókum við á þessu og náðum að þétta vörn- ina. I kjölfarið náðum við nokkrum góðum hraðaupp- hlaupum sem reyndust okkur mjög drjúg.“ Aðspurður um það hvort Mos- fellingar væru ekki orðnir óstöðvandi í deildinni, vildi Skúli ekki fallast á það. „Vissulega er staðan orðin þægileg og það var mjög mikilvægt að ná að sigra hér í Fram-heimilinu, en það eru ótal dæmi um það að lið hafí misst niður góða forystu. Eg minni á að fyrri umferð íslands- mótsins er enn ekki lokið - það er ekki kominn hálfieikur." Leikmenn Fram voru ekki eins ræðnir að leik loknum, nema þá helst þegar kom að því að skammast út í dómara og eftir- litsmann leiksins. Njörður Árna- son, hornamaðurinn snjalli, hitti þó naglann á höfuðið þegar hann sagði að Framarar gætu einung- is sjálfum sér um kennt að hafa tapað leiknum. „Það var mjög sárt að tapa þessum leik. Við vörðumst vel í fyrri hálfleik en eftir hlé brugðumst við í sókn- inni, meira er ekki um það að segja.“ Morgunbiaðið/Ásdís Robertas Pouzolis sækir að marki Afturlendingar, en fær ekki blíðar móttökur hjá Jóni Andra Finnssyni og Einari Gunnari Sigurðssyni. Hlynur átti lokaorðið HK-menn mætu ákveðnir til leiks er þeir fengu Eyjamenn í heimsókn í Digranes á laugardaginn. Varnarleikur þeirra var traustur og þá var Hlynur Jóhannesson í miklum ham í marki Kópavogsliðsins, varði hvað eftir annað mjög vel, alls 19 skot. Það var við hæfi að hann ætti lokaorð leiksins, er hann skora síðasta mark HK-manna, sem fögnuðu öruggum sigri, 26:20. Leikurinn fór rólega af stað og var jafnræði með liðunum til að byrja með. Þegar Eyjamenn misstu Miro ■■■■ Barisic útaf á 19. min. Sesselja Dagbjört náðu HK-menn góðum Gunnarsdóttir leikkafla - skoruðu þrjú sknfar. mörk í röð og komust í 9:6. Eins og fyrr segir þá áttu Eyjamenn í erfiðleikum með vörn HK-manna, sem voru ákveðnir að halda yfirhöndinni og voru þeir yfir í leikhléi, 11:9. Leikmenn HK komust í 14:11 í byijun seinni hálfleiksins og þó svo að tveimur leikmönnum Kópavogsliðsins hafi verið vikið af leikvelli náðu Eyjamenn komast inn í leikinn. Þeir réðu ekki við Hlynur, markvörður, sem lokaði marki HK-liðs- ins þannig að Eyjamenn náðu ekki að skora nema tvö mörk á níu mín. leikka- -H- fla. Sigur HK var í öruggri höfn og und- ir lokin bættu leikmenn liðsins við for- skot sitt og það var maður leiksins - Hlynur, markvörður, skoraði síðasta mark leiksins, er hann kastaði knettin- um frá marki sínu - yfir markvörð Eyja- manna, sem var kominn út á völlinn. Baráttan var góð hjá leikmönnum HK. Hornamaðurinn Guðjón Hauksson náði sér vel á strik og skoraði mörg fal- leg mörk úr hominu, alla sex. Þá voru þeir Atli Þór Samúelsson og Helgi Ara- son ógnandi. Miro Barisic og Guðfinnur Krist- mannsson voru bestir hjá Eyjamönnum, sem eiga í erfiðleikum með að ná yfir- vegun í leik sínum á útivöllum. Hurð skall nærri hælum KA KA krækti sér í tvö mikilvæg stig í heimsókn sinni í Hafnarfjörð þar sem það atti kappi við Hauka, lokatölur 25:24. Þar með heldur KA þriðja sætinu á markamun einu stig á eftir Fram og sjö stigum á eftir forystusauðum deildarinnar, Mosfellingum. Sigur KA stóð glöggt því Haukar saumuðu mjög að gestum sín- um á lokasprettinum með framliggjandi vörn sem nærri hafði fært þeim annað stigið en baráttuglaðir norðanmenn náðu að halda fengum hlut, Haukum til sárra vonbrigða enda hvert stig mikilvægt. Ivar Benediktsson skrifar Leikmenn KA voru heldur ákveðn- ari í fyrri hálfleik, staðráðnari í að láta vonrbigðin í bikarleiknum fyrr í vikunni slá sig út af laginu. Þeir léku ákveðna 3-2-1 vörn frá upphafi og Haukar virtust ekki vera undir hana búnir sem skyldi. Heimamenn í Strandgötunni léku hinsvegar að vanda ákveðna 6-0 vörn sem einnig virtist ætla að halda aftur af KA, en óvandvirkur sóknarleikur gaf KA nokkur hraðaupphlaup sem nægðu liðinu til þess að halda frum- kvæði lengst af. Mikil barátta var í leiknum og átök talsverð og setti það talsvert mark á leikinn. Haukar náðu einu sinni forystu í fyrri hálfleik, 8:7, annars var foryst- an í höndum KA og er á leið hálfleik- inn bættist við forskotið og var hún mest þrjú mörk en tvö mörk skildi fylkingarnar að í leikhlé, 13:11, KA í vih I upphafi síðari hálfleiks virtist KA ætla að stinga Hauka af, liðið gerði tvö fyrstu mörkin, forystan var fjögur mörk en brokkgengur sóknar- leikur og brottrekstrar var vatn á myllu Hauka sem minnkuðu muninn í eitt mark. Aftur komust KA-menn á skrið og náðu mest fimm marka forskoti, 22:17, þegar rúmar tíu mín- útur lifðu af leiknum. Þá reiddu Haukar ffam síðasta ásinn. Breytt var yfir í mjög ákveðna 3-3 vörn sem leikinn var framarlega. Þrjú mörk Hauka í röð komu í kjölfarið og leik- urinn hafði opnast á ný. Enn varð óvandaður sóknarleikur Haukum að falli og KA gerði tvö mörk á „ódýr- an“ hátt og KA náði fjögurra marka forskoti, 24:20. Og þrátt fyrir að KA missti mann út af um tíma og leik- menn liðsins virtust vera orðnir lúnir og heldur bangnir við varnartilburði Hauka þá tókst norðanmönnum að halda sjó út leikinn en ekki mátti miklu muna. Síðasta tækifæri Hauka til þess að jafna rann út í sandinn er Kjetil Ellertsen skaut í stöng 20 sek- Atli Hilmarsson, þjálfari KA-liðsins Erum komnir á siglingu á ný „SIGURINN var feykilega mikil- vægur því það var nauðsynlegt að rífa sig upp eftir vonbrigðin í bikarkeppninni siðasta miðviku- dag er við féllum úr leik fyrir Fram,“ sagði Atli Hilmarsson, þjálfari KA, eftir sigurinn á Haukum í Strandgötunni á sunnudaginn. „En satt er það, sigurinn stóð glöggt og varnar- leikur Hauka á lokakaflanum sló okkur nokkuð út af laginu. Við urðum ragir, hreyfanleika vant- aði í sóknarmennina, bæði með og án bolta, og það leiddi til þess að sóknarleikur okkar var ár- angurslitill og oft vandræðaleg- ur.“ Atli sagði sigurinn hafa skipt öllu máli til þess að halda liðinu f efri hluta deildarinnar og bar- átta leikmanna hefði ótvírætt verið fyrir hendi. „Eftir nokkra lægð tel ég að við séum aftur komnir á siglingu. Leikmenn mínir héldu vel út í vörninni og því ef til ekkert óeðlilegt að þreyta hafi sagt til sín á lokakafl- anum eftir að hafa Ieikið 3-2-1 vörn frá upphafi. Þessi tegund varnarleiks tekur mjög á líkam- legt atgervi manna og mínir menn sýndu að þeir geta leikið hana frá upphafi til enda sé því að skipta og það er styrkleika- merki. Nú er bara að mæta næsta Hafnarfjarðarliði, FH, í KA-heimilinu á föstudaginn." Atli sagði Haukaliðið hafa leik- ið eins og hann hefði gert ráð fyrir, ekkert hefði komið fram í leik þess sem komið hafi sér í opna skjöldu. „Til þessa finnst mér Haukar hafa leikið undir getu á leiktíðinni, hvernig sem á því stendur. Mér finnst meira búa í liðinu.“ Sóknarleikur beggja liða var brokkgengur að þessu sinni og tók Atli undir það en sagði það líklega eiga eftir að breytast þegar Iengra kæmi fram á keppnistímabilið. „Menn leggja líklega meiri áherslu á að vinna upp góðan varnarleik til að byrja með, enda skiptir hann höfuð- máli í handknattleik. Sóknarleik- urinn slípast síðan smátt og smátt þegar á líður.“ úndum fyrir leikslok. KA hélt bolt- anum til leiksloka og sigurinn féll lið- inu í skaut, en víst er að hurð skall nærri hælum. Bæði liðin léku ágæta vöm lengst af og markverðir liðanna, Jónas Stefánsson hjá Haukum og Reynir Þór Reynisson í marki KA, sýndu góð tilþrif. Sóknarleikurinn er hins vegar eitthvað sem bæði lið eiga^ nokkuð í land með ennþá. Hann vill oft vera æði tilviljunarkenndur auk þess sem yfirvegun er ábótavant. Engum vafa er þó undirorpið að KA-liðið verðskuldaði sigurinn og þá um leið stöðu sína í deildinni. Eftir að hafa séð þrjá leiki með Haukum á stuttum tíma finnst undirrituðum Haukar hljóti að geta gert betur en staða í deildinni þeirra segir til um. ■ Úrslit / C10 ■ Staðan/CIO Aron skor- aði fimm mörk DÖNSKU meistararnir í Skjern unnu sinn fyrsta sigur í Evrópuriðlakeppninni á laugardaginn þegar þeir tóku á móti meisturunum frá Sviss, TV Shur. Leikmenn Skjern léku á als oddi í leikn- um og unnu leikinn 29:24. Aron lék nijög vel í leiknum, var tekinn úr umferð í síðari hálfleik, en gerði samt fimm mörk og átti margar frábær- ar línu- og stoðsendingar sem gáfu inörk. í dönsku deildinni eru Skjernarpiltar komnir í 2. sætið. Og nú í siðustu viku var leikur þeirra á móti Vi- borg, sem þeir töpuðu með einu marki, dæmdur ógildur. Dómari leiksins gerði mistök sem hann viðurkenndi strax og leikurinn skal spilaður aftur. Óskabyijun Fylkis dugði ekki Iýliðar Fylkis mættu ákveðnir til leiks er þeir tóku á móti FH- ingum í Árbænum á sunnudaginn. Hafnfirðingar vissu Sesselja Dagbjört ekki hvaðan á sig Gunnarsdóttir stóð veðrið í byrjun. skrifar. Þegar tíu mín. voru liðnar af leik voru þeir búnii' að hirða knöttinn sex sinnum úr netinu hjá sér - á sama tíma og þeir náði aðeins að skora eitt mark. Þessi óskabyrjun dugði nýlið- inum ekki, það voru leikmenn FH sem fognuðu öruggum sigri, 25:17. Hafnfirðingar voru seinir í gang, en þegar þeir fóru á ferðina kom í ljós styrkleikamunurinn á liðinum. FH-ingar gerðu þrjú mörk í röð og bættu stöðu sína úr 8:3, í 9:6, stað- an í leikhléi var 11:10 Fylkismönn- um í hag. FH-ingar voru miklu ákveðnari í síðari hálfleik. Þegar tvær mínútur voru búnar af hálfleiknum jöfnuðu þeir, 11:11. Fylldsmenn svöruðu 12:11, en eftir það misstu þeir ein- beitinguna og áttu erfítt uppdrátt- ar. FH-ingar settu á fulla ferð, skoruðu níu mörk í röð án þess að heimamenn nærðu að svara fyrir sig, 12:20. Það með voru þeir búnir að leggja grunninn að öruggum sigri, 25:17. Þorvarður Tjörvi Ólafsson vat* bestur hjá Fylki, skoraði fimm ’ mörk. Guðmundur Pedersen og Gunnar Beinteinsson voru bestu menn FH-liðsins. Þá stóð Egidyus Petkeuisius sig vel í markinu - Fylkismenn áttu oft í erfiðleikum með að koma knettinum fram hjá honum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.